Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ væri draumastaða fyrir okkur aðná inn mönnum úr öllum kjördæm-unum sex,“ segir Guðjón A. Krist-jánsson, alþingismaður og formað-ur Frjálslynda flokksins, „þar með værum við með viðhorf og áherslur allra kjör- dæma inni í þingflokknum.“ Ef marka má nýjustu skoðanakannanir, á fylgi flokkanna fyrir komandi alþingiskosn- ingar, hefur fylgi Frjálslynda flokksins verið um 7% til rúmlega 10% síðustu vikurnar og fengi flokkurinn skv. hærri tölunni sex til sjö þingmenn kjörna. Það þýddi að flokkurinn myndi bæta við sig fjórum til fimm þingmönn- um frá því sem nú er. Í síðustu alþingiskosn- ingum árið 1991 fékk flokkurinn 4,2% fylgi og tvo menn kjörna þá Sverri Hermannsson, þá- verandi formann flokksins og Guðjón A. Kristjánsson. Skv. skoðanakönnunum á fylgi flokkanna á því kjörtímabili sem nú er senn á enda hefur fylgi flokksins lengst af mælst rétt í kringum eða nokkuð undir kjörfylgi en eftir landsþing flokksins, sem haldið var helgina 7. til 9. mars sl., tók fylgið að aukast skv. könnunum. Þegar Guðjón er inntur eftir hugsanlegum skýr- ingum á því segir hann að á landsþinginu hafi efstu sæti framboðslista flokksins verið kynnt. „Þá komu fram listarnir með okkar ágæta fólki og menn sáu að við vorum að setja ungt og nýtt fólk í baráttusætin. Ég hef reyndar montað mig af því að við erum sennilega með yngstu frambjóðendurna ef tekið er tillit til meðalaldurs í fyrstu sætum.“ Guðjón bætir því við að hann sé ákaflega stoltur af þessu unga fólki sem hafi gengið til liðs við flokkinn „og við teljum að framtíð flokksins sé að þessu leyti tryggð.“ Áður en lengra er haldið er Guðjón spurður um mögulegt stjórnarsamstarf eftir alþing- iskosningar. „Almennt höfum við sagt að þeir stjórnmálaflokkar sem eru tilbúnir að taka undir þær áherslur sem við höfum í byggða- málum og þá sérstaklega í sjávarútvegs- málum komi allir til greina til að mynda rík- isstjórn.“ Hann tekur hins vegar fram að frjálslyndir myndu ekki una því að taka þátt í stjórnarsamstarfi þar sem ekki yrði inni í myndinni að gera breytingar á núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi. „Það er klárt skilyrði af okkar hendi. Við viljum koma af stað breyt- ingum varðandi kvótakerfið. Það kannski úti- lokar einhverja flokka til að mynda stjórn- arsamstarf nema einhverjir flokkar séu tilbúnir til þess að gefa eftir af sinni hörðu af- stöðu um verndun kvótakerfisins.“ Guðjón tekur fram að færi flokkurinn í ríkisstjórn, skv. þessum skilyrðum myndi hann að sjálf- sögðu sækjast eftir því að stjórna sjáv- arútvegsráðuneytinu. „Við munum sækjast stíft eftir því,“ segir hann. „Það verður erfitt að semja okkur út úr sjávarútvegsráðuneyt- inu. Fiskveiðistefnuna munum við ekki gefa eftir.“ Mesta óréttlæti Íslandssögunnar Frjálslyndi flokkurinn var formlega stofn- aður í nóvember 1998 af Sverri Hermannssyni og fylgismönnum hans. Eitt af helstu stefnu- málum flokksins var að leggja núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi fyrir róða. Í stefnuskrá flokksins segir að hann hafi verið stofnaður til að berjast gegn mesta óréttlæti Íslandssög- unnar, þ.e. því að sameiginleg auðlind þjóð- arinnar hefði verið færð örfáum til ævarandi eignar. Segir í stefnuskránni að Frjálslyndi flokkurinn hafni því með öllu. Guðjón segir að þótt fiskveiðimálin séu stór hluti af stefnuskrá flokksins, þá sé hann síður en svo „eins máls flokkur“, eins og stundum hefur verið sagt. Flokkurinn hafi þvert á móti mótað sér stefnu í velflestum málaflokkum. Byggðamál skipa þar stóran sess en einnig velferðarmál og fjölskyldumál svo dæmi séu nefnd. En víkjum fyrst að fiskveiðimálunum. Á landsþingi frjálslyndra sem fram fór í mars sl. var samþykkt að stefnt skyldi að því að að- greina fiskveiðiflotann í fjóra meginflokka með það að markmiði að færa strandveiðiflot- ann yfir í sóknarstýringu í áföngum. Byrjað yrði í flokki minnstu bátanna. Með sóknarstýringu er átt við að hverju skipi í ákveðnum skipaflokki verði úthlutað ákveðnum fjölda veiðidaga á ákveðnum svæð- um innan íslensku lögsögunnar. Hefur þessi leið verið nefnd færeyska leiðin eða færeyska fiskveiðistjórnunarkerfið en að sögn Guðjóns hefur hún sannað sig afar vel í Færeyjum. „Með því að taka mið af færeyska fisk- veiðistjórnunarkerfinu er hægt að vinna sig út úr núverandi kvótakerfi með skipulegum hætti,“ segir hann, „og það án þess að þeir sem fyrir eru í greininni hrökklist frá eða fari allir á hausinn við breytingarnar og án þess að veðsetningar í sjávarútvegi eða annað fyr- irkomulag sem menn hafa verið að vinna eftir valdi einhverjum stórkostlegum skaða.“ Frjálslyndi flokkurinn leggur til að flot- anum verði í fyrsta lagi skipt í smábáta, þar sem snúið yrði strax aftur til þorskaflahá- marksins, sem afnumið var í fyrra, og tekið upp sóknarstýrt kerfi. Í öðru lagi í dag- róðrarbáta, þar sem einnig yrði horfið frá kvótakerfinu og tekin upp sóknarstýring. Í þriðja lagi í ísfisktogara og tæknivædd línu- veiðiskip, sem færu líka í sóknardagakerfi, en fengju lengri tíma til þess. Og í fjórða lagi í frystitogara og veiðiskip uppsjávarfiska en þau skip myndu halda veiðiheimildum sínum, um tíma, a.m.k., en mættu þó ekki hafa við- skipti með þær heimildir. Guðjón segir að búast megi við að það gæti tekið um það bil þrjú ár að koma strand- veiðiflotanum yfir í sóknarstýrt kerfi en þegar það væri í höfn mætti huga að því hvort menn vildu fara alla leið og færa frystitogarana og nótaflotann yfir í sama kerfi. Guðjón segir að vel kunni að vera að ým- islegt þurfi að leiðrétta í sóknarkerfinu á með- an reynsla sé að koma á það, t.d. gæti þurft að breyta fjölda sóknardaga og fleiru. „En það gerist nú ekkert stórkostlegt í lífríkinu þótt við veiðum um 30.000 tonnum meira á meðan við erum að fara á milli kerfa,“ tekur hann fram. „En þegar við erum komin á milli kerfa getum við farið að velta því fyrir okkur hvort við höfum hitt á þá sóknarstýringu sem við viljum og svo frv. Við getum t.d. velt því fyrir okkur hvort við viljum setja inn í það mark- aðslögmálið, svo dæmi sé tekið, eða t.d. hvort við viljum að ríkið komi að því að leigja út daga og þá hvernig.“ Aðalatriðið sé að koma flotanum á milli kerfa; frá kvótakerfinu yfir í sóknarstýrt kerfi. „Og það er nú ekki eins og þetta kvótakerfi sem við höfum búið við hafi verið fullkomið þegar það var sett á. Sem dæmi eru fleiri bráðabirgðaákvæði, alls 31, í fiskveiðistjórnunarlögunum heldur en sjálfar lagagreinarnar. Þær eru 23 en verða 26 þegar auðlindagjaldsútfærslan kemur til fram- kvæmda árið 2004. Þannig að það er alltaf verið að setja einhver bráðabirgðaákvæði inn í lögin; sum til bóta en önnur til hins verra.“ Guðjón segir kvótakerfið, eins og það hafi þróast, hafa gengið sér til húðar. „Kvótakerfið var upprunalega sett á sem veiðistýring- arkerfi til að hafa áhrif á það hvað við veidd- um, hvernig við veiddum og hvernig við nýtt- um náttúruna í því skyni. Síðan þá hefur kerfið hins vegar þróast yfir í það sem kallað hefur verið kvótabraskkerfi, þ.e. þróast yfir í leigu og sölu á aflaheimildum og veðsetningu á syndandi fiskinum í sjónum.“ Inntur eftir því hvers vegna hann telji sóknarstýrða kerfið betra en kvótakerfið seg- ir Guðjón að í sóknarstýrða kerfinu sé ekki verið að mæla kílóin heldur daga eða tímabil veiðanna. „Þar með verður ekki lengur til staðar þessi hvati til að henda fiskinum,“ út- skýrir hann og á m.ö.o. við að sóknarstýrða kerfið komi í veg fyrir brottkast. Hann nefnir fleiri kosti, sem hann telur mikilvæga, t.d. þann að sóknarstýrða kerfið auðveldi nýliðun í greininni. Núverandi kvótaflokkar vilji ekki aukið frjálsræði Guðjón segir að breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu, í þá átt sem Frjáls- lyndi flokkurinn vilji, sé eitt mesta byggða- mál, sem hægt sé að taka á, hér á landi. Hann segist ekki sjá neina réttlætingu fyrir núver- andi kvótakerfi þegar horft sé til hinna minni sjávarbyggða, sem margar hverjar eigi eftir sáralitlar aflaheimildir. „Og það er ekki endi- lega verið að gera út á þessar aflaheimildir. Sumar þeirra eru jafnvel leigðar burtu og þorpin standa tekjulítil eftir.“ Guðjón segir að þegar fólk hafi sest að í sjávarbyggðunum hafi það gert það í þeirri góðu trú að hægt yrði að stunda þar fisk- veiðar áfram. „En nú sitja sumir í þorpum eins og t.d. á Raufarhöfn og geta ekki selt húsin sín, nema fyrir kannski um eina og hálfa milljón, ágætis einbýlishús, sem í Reykjavík myndu vafalaust kosta í kringum 20 til 30 milljónir. Og þegar þetta fólk eldist getur það ekki einu sinni nýtt sér félagsíbúðir aldraðra, eins og dæmi eru um í Raufarhöfn, vegna þess að það getur ekki selt húsin sín.“ Hann ítrekar að það skipti gríðarlega miklu máli fyrir landsbyggðina að gera ungu fólki kleift að komast inn í sjávarútveginn á nýjan leik. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir fjöldamarg- ar sjávarbyggðir allt í kringum landið að það verði veruleg breyting frá því kvótakerfi sem við nú búum við.“ Hann bætir því við að það hljóti jafnframt að vera mikil verðmæti fólgin í því að halda landinu í byggð þegar til fram- tíðar sé litið. Guðjón segir að engin sátt hafi náðst meðal þjóðarinnar um fiskveiðistjórnunarkerfið þrátt fyrir löggjöf um að sjávarútvegurinn greiddi auðlindagjald á næsta ári. „Það liggur fyrir í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins að um 80% þjóðarinnar hafna kvótakerfinu og hafna þar af leiðandi líka að nokkur sátt hafi verið gerð um stjórn fiskveiða sem stjórn- arflokkarnir telja að hafi verið gerð með auð- lindagjaldinu.“ Guðjón gerir einnig að umtalsefni orð Dav- íðs Oddssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, sl. mánudag um að hægt yrði að auka þorskaflann á Íslandsmiðum um 30 þúsund tonn við næstu kvótaákvörðun í vor. Guðjón segist fagna auknum veiðiheim- ildum og er ekki í vafa hvernig eigi að nýta þær. „Ef einhver vilji væri hjá núverandi stjórnarherrum til þess að auka frjálsræði í veiðum og auðvelda útgerðum úthaldið á þessu fiskveiðiári þá væri t.d. hægt að heimila strandveiðiflotanum frjálsar veiðar á þorski í ákveðinn dagafjölda, t.d. fjörutíu daga á þeim tíma sem eftir lifir af þessu fiskveiðiári. En auðvitað vilja núverandi kvótaflokkar ekkert aukið frjálsræði í neinum veiðum,“ segir hann og heldur áfram. „Aukinn heildarafli á næsta fiskveiðiári mun hins vegar gera það en auð- veldar að fara með veiðar íslenskra skipa úr kvótakerfinu og í sóknarkerfi og þess vegna verður aukinn afli ávinningur á þeirri leið að auka frjálsræði til veiða.“ Baráttan fyrir byggðirnar Guðjón segir að Frjálslyndi flokkurinn hafi einnig lagt mikla vinnu í að skoða landbún- aðarmálin. Þau mál skipti ekki síður máli fyrir byggðina í landinu en sjávarútvegsmálin. „Við höfum í einni setningu kallað þessa framsetn- ingu okkar í sjávarútvegs- og landbún- aðarmálum: baráttuna fyrir byggðirnar.“ Að sögn Guðjóns hefur flokkurinn komist að þeirri niðurstöðu að „á næstu fjórum til sex árum verðum við að vinna okkur út úr því landbúnaðarkerfi sem við búum við í dag, þ.e. úr því kerfi sem byggi á framleiðslustyrkjum og niðurgreiðslustyrkjum.“ Hann segir að ekki verði hægt að una við það að kvótakerfi þróist í landbúnaðinum frekar en hægt sé að una við slíkt í sjávarútveginum. „Það er í raun og veru að þróast upp kvótakerfi í mjólk- urframleiðslunni,“ útskýrir hann. „Ungt fólk sem vill stunda mjólkurframleiðslu þarf að kaupa réttinn til þess áður en það fer að mjólka kýrnar.“ Svipaða sögu megi segja af sauðfjárrækt. Þar sé í raun að komast á ein- hvers konar framseljanlegur réttur að bein- greiðslunum til bænda. „Ég held að þetta fyr- irkomulag geti ekki haldið velli langt inn í framtíðina. Þess vegna tel ég að taka eigi upp viðræður við bændur um að breyta því þannig að horfið verið að mestu leyti frá þessum framleiðslustyrkjum og niðurgreiðslu- styrkjum og þess í stað tekið upp styrkjafyr- irkomulag í landbúnaði sem gengur út á það að verið sé að viðhalda nytjum jarðar. Við gætum kallað styrkina landnýtingarstyrki.“ Guðjón segir að einnig mætti hugsa sér að taka upp búsetustyrki, þ.e. styrki til að sitja og viðhalda jörð sem og styrki sem tengist ákveðnu gæðastýringarkerfi sem fylgist með því hvernig menn standi að framleiðslu sinni og nýti landnytjarnar. „Með þessu fyr- irkomulagi gætum við sjálfsagt viðhaldið styrkjum til bændastéttarinnar, sem ég held að sé nauðsynlegt, það eru allar þjóðir að styrkja sinn landbúnað með einhverjum hætti, en þessir beinu framleiðslustyrkir verða að víkja.“ Guðjón leggur þó áherslu á að núverandi styrktarsamningar séu hluti af kjarasamn- ingum bænda. Þeim samningum verði því ekki rift nema í samráði við bændur. Þá þurfi að ná sátt um nýtt fyrirkomulag meðal þjóðarinnar. „Við í Frjálslynda flokknum teljum því að það þurfi að skoða þetta kerfi, út frá þeirri hugs- un, sem ég hef hér lýst að framan, á næstu fjórum árum.“ Hann leggur einnig áherslu á að nýtt kerfi verði ekki til þess að þeir sem fyrir eru í landbúnaði verði settir á hausinn. Þvert á móti þurfi að breyta kerfinu þannig að þeir sem fyrir eru haldi velli en um leið verði nýliðum gert kleift að komast inn í greinina. Framhaldsskólar í öllum stærri byggðakjörnum Ef við höldum okkur við byggðamálin segir Guðjón að það skipti miklu máli fyrir lands- byggðina að þar séu möguleikar á góðri menntun. „Ég tel að það eigi að vera markmið að hafa framhaldsskóla í öllum stærri byggða- kjörnum landsins,“ segir hann. Einnig telur hann að ekki verði hjá því komist að koma á háskólakennslu á Egilsstöðum og á Ísafirði. Í þessu sambandi segir hann að góðar sam- göngur skipti að sjálfsögðu máli, t.d. geti fyr- irhuguð brú yfir Kolgrafarfjörð auðveldað samgöngur fyrir námsmenn sem hyggjast stunda nám í framhaldsskóla norður á Snæ- fellsnesi. Aukinheldur skiptir tæknin miklu máli, en með hjálp hennar, eigi t.d. nemendur í smærri háskólum möguleika á því að sækja námskeið og kennslu í stærri skólum. Guðjón tekur einnig fram, varðandi fram- haldsnám, að hann telji að það eigi ef til vill að stefna að því að stytta það nám niður í þrjú ár. Þannig fari námsmenn fyrr í háskólanám og nýti þann tíma betur sem þeir hafa til skyldunámsins. „Ég held að þetta sé markmið sem menn eigi að skoða.“ Styðja ekki afnám hátekjuskatts Þegar vikið er að skattamálum segir Guð- jón að Frjálslyndi flokkurinn leggi með til- lögum sínum í þeim efnum áherslu á að mæta vanda lágtekjufólks og barnafólks. Tillögur flokksins ganga því annars vegar út á að hækka persónuafsláttinn um tíu þúsund kr. og hins vegar að létta álögum á barnafólki, Fiskveiðistefnuna gefum við ekki eftir Mörgum þótti Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, bjartsýnn þegar hann á landsþingi flokksins sagðist stefna að því að tvöfalda fylgi flokksins í næstu kosningum, skrifar Arna Schram. Ef mark er takandi á skoðanakönnunum gæti því markmiði verið náð. Enn eru þó þrjár vikur til kosn- inga. Og allt getur gerst á þeim tíma. Alþingiskosningar 10. maí 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.