Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FURÐULEG er sú umræða Sam- fylkingarinnar að skattar hafi hækkað á síðasta kjörtímabili en ekki lækkað, eins og hingað til hefur verið talið. Ég veit ekki hvort menn skilja almennilega þennan málflutn- ing, en ég er kannski svona einfald- ur að halda að skattalækkanir sem ráðist er í séu skattalækkanir en ekki eitthvað allt annað. Og ég man heldur ekki betur en Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylking- arinnar, hafi mótmælt þessum skattalækkunum og sagt þar hættu- legar hagstjórninni. Hann hafði reyndar ekki rétt fyrir sér í þeim efnum, en það er annað mál. En nú kannast hann semsé ekki lengur við að skattar hafi lækkað og snýr út úr mestu kaupmáttaraukningu al- mennings í Íslandssögunni, sem er auðvitað afrek út af fyrir sig. Tekjujafnandi kerfi Frá árinu 1988 höfum við búið við tekjuskattskerfi sem byggist á því að þeim mun hærri sem tekjur ein- staklinga eru þeim mun hærra hlut- fall af tekjunum fer í greiðslu tekju- skatts. Tekjuskattskerfið felur þannig í sér fleiri en eitt þrep og af þeim sökum greiða þeir sem hafa hærri tekjur hærra hlutfall af tekjum sínum í skatt en þeir sem lægri tekjur hafa. Þannig er tekju- skattskerfið tæki til tekjujöfnunar. Nú sýnist manni vera býsna óum- deilt að ríkisstjórnin lækkaði tekju- skatt einstaklinga um 4% á árunum 1997–1999. Það liggur líka fyrir að tekjuskattur einstaklinga hefur skilað ríkinu hærri tekjum en áður. Út frá því er talið að skattbyrðin hafi aukist. En er það byrði að vegna hærri launa greiði ein- staklingur fleiri krónur í skatt? Er það aukin byrði þegar einstaklingur hefur fleiri krónur í eigin vasa nú en magnaða útreikninga um gífurlega skuldasöfnun borgarinnar, enda þótt fyrir lægi að skuldir borg- arsjóðs væru ekkert að aukast og aðeins væri um að ræða arðvænleg fjárfestingarlán risafyrirtækis en ekki óábyrga fjármálastjórn. Það er aldrei vænlegt til árangurs í stjórnmálum að snúa staðreyndum á hvolf og beina umræðunni inn á villigötur. Það gerði sjálfstæð- ismönnum ekki gott í fyrra og það mun heldur ekki duga fyrir Sam- fylkinguna nú að tala um skatta- hækkanir, þegar allir vita að sann- leikurinn er allur annar. Skattar hafa lækkað á síðasta kjörtímabili, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Skatttekjur ríkisins hafa á sama tíma aukist, enda hefur hag- kerfið vaxið og dafnað. Framsókn- arflokkurinn hefur sýnt að honum er treystandi fyrir stjórn ríkisfjár- málanna. Honum er treystandi til þess að viðhalda stöðugleikanum. Hann hefur reynslu í að fara með fjöregg þjóðarinnar. Við viljum halda áfram á sömu braut og lækka tekjuskattinn niður í 35,2% og hækka skattleysismörk um sjö þús- und krónur – en þó með ábyrgum hætti. Ævintýramennska mun aldr- ei líðast í efnahagsmálum ef Fram- sóknarflokkurinn fær einhverju ráðið við stjórn landsins á næstu ár- um. áður eftir að hafa greitt skatt? Stað- reyndin er sú að kaupmáttur hefur aukist um 33% á þeim tveimur kjör- tímabilum sem Framsóknarflokk- urinn hefur verið í ríkisstjórn. Það þýðir að almenningur – fólkið í land- inu – hefur þriðjungi meira úr að spila eftir skatta en áður. Er það aukin byrði? Laun hafa hækkað mikið undanfarin ár. Þegar laun hækka greiðir fólk fleiri krónur í skatt og hærra hlutfall af sínum launum. Dettur einhverjum í hug að það sé óréttlátt? Sótt í smiðju sjálfstæðismanna Þetta eru staðreyndir málsins og þýðir lítt að snúa sannleikanum á hvolf, enda þótt það kunni að fela í sér einhverja stundarhagsmuni. Í þessu sambandi mætti spyrja sig að því hvort almennt hefði verið betra að halda launum niðri á síðustu ár- um í þeim tilgangi að halda öllu óbreyttu og hin ruglingslega um- ræða síðustu daga kannski aldrei þurft að fara fram. Því miður minnir umræða Sam- fylkingarinnar undanfarna daga mig nokkuð á þá leiðinlegu mynd sem kosningabaráttan í borg- arstjórnarkosningunum sl. vor þró- aðist út í. Þá komust sjálfstæð- ismenn að því, sem aðrir borgarbúar höfðu vitað lengi, að Orkuveita Reykjavíkur væri mynd- arlegt fyrirtæki og stæði í stórum og miklum framkvæmdum. Út frá miklum fjárfestingum þess fyr- irtækis fóru þeir síðan að birta Sannleikanum snúið á hvolf Eftir Björn Inga Hrafnsson „Ég man ekki betur en Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, hafi mótmælt þess- um skattalækkunum og sagt þær hættulegar hagstjórninni.“ Höfundur er skrifstofustjóri og skipar 2. sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Matvælaverð er töluvert hærra á Íslandi en í ríkjum ESB. Þetta háa mat- vælaverð er þó að mestu til komið vegna innlendra verndunaraðgerða fyrir íslenskan landbúnað og innlend stjórnvöld geta því enn gert margt á þessu sviði án aðildar að ESB – til að mynda með einhliða tollalækk- unum. Aðild að ESB myndi hins vegar neyða íslensk stjórnvöld til að afnema slíkan neytendaskatt sem leiðir til lækkaðs mat- vælaverðs. Til samanburðar má nefna að í tengslum við ESB-aðild Svíþjóðar og Finnlands lækkaði matvælaverð verulega í löndunum. Lækkunin í Svíþjóð varð þó að mestu fyrir aðildina því sænsk stjórnvöld hófu aðlögun að ESB- aðild nokkru áður en aðild lands- ins tók gildi. 54 til 69 prósent hærra matvælaverð á Íslandi Samkvæmt rannsókn norsku hagstofunnar (n. Statistisk sentr- albyra) sem náði yfir árin 1994 til 2000 kemur í ljós að á meðan mat- vælaverð hefur lækkað í Svíþjóð og á Finnlandi hefur það snar- hækkað í Noregi og á Íslandi. Í rannsókninni var fundið út með- altalsverð hvers matvælaflokks í Evrópusambandinu og honum gef- ið gildið 100. Þar sem mat- vælaverð er lægra fæst lægra gildi og þar sem það er hærra fæst hærra gildi. Noregur mældist með gildið 162 og Ísland með gild- ið 169, sem þýðir að matvælaverð á Íslandi er sextíu og níu prósent hærra en meðaltalsverð í Evrópu- sambandinu. Með öðrum orðum; ef oststykki, sem dæmi um með- alverðsvöru, kostar að meðaltali 100 krónur í ESB þá kostar sama oststykki 169 krónur á Íslandi. Í rannsókninni kom jafnframt í ljós að matvælaverð var mun lægra í þeim Norðurlöndum sem eru inn- an ESB þótt verð þar sé að jafn- aði nokkuð yfir meðalverði í ESB. Til að mynda fékk Finnland gildið 110 sem þýðir að matvælaverð þar í landi er tíu prósent hærra en meðaltalsverð í ríkjum ESB. Ost- stykkið okkar í Finnlandi ætti því að kosta 110 krónur í stað 169 króna á Íslandi. Í könnun sem Eurostat, töl- fræðistofnun Evrópusambandsins, gerði vorið 2001 kom í ljós mat- vörukarfa sem fær meðaltalsgildið 100 í ESB fær gildið 154 á Íslandi. Með öðrum orðum; matarkarfa sem kostar 10.000 krónur í Þýska- landi kostar 15.400 krónur á Ís- landi. Verðlag á Íslandi er því fimmtíu og fjögur til sextíu og níu prósent hærra en meðaltalsverð í Evrópusambandinu. Síðan ofan- greindar kannanir voru gerðar hafa tollar á grænmeti verið lækk- aðir verulega á Íslandi en ólíklegt er að það skekki myndina með af- gerandi hætti. Verðlag í Noregi og á Íslandi er nokkuð áþekkt en löndin búa við svo til sama umhverfi hvað varðar tengslin við Evrópu og báðar þjóð- ir vernda innlenda framleiðslu verulega. Því er hægt að áætla sem svo að ESB-aðild hafi svipuð áhrif á Íslandi og í Noregi, en samkvæmt nýlegri rannsókn mun verðlag á matvöru í Noregi lækka um þrjátíu prósent við aðild að ESB. Sparnaður á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Noregi yrði þá um 250.000 krónur á ári. Ekki fæst betur séð en að það sama eigi við á Íslandi. Við aðild að Evrópu- sambandinu má því gera ráð fyrir að hver fjögurra manna fjölskylda á Íslandi muni spara um 250.000 krónur á ári í lægra matvælaverði. Þess ber þó að geta að ýmsir aðrir þættir hafa áhrif á mat- vælaverð einstakra landa; til að mynda framleiðslukostnaður, flutningskostnaður, skattar og gjöld, gengisskráning, samkeppn- isaðstæður og þess háttar. Evrópuverð Hagkaupa Til glöggvunar má geta að verslanir Hagkaupa auglýstu Evr- ópuverð á völdum matvælum 29. mars sl. Reiknað var út hvað við- komandi vörutegundir myndu kosta ef Ísland væri í ESB. Með því að draga frá tolla, vörugjald, kílóagjald og aðrar hindranir á innflutningi á umræddum mat- vælum frá Evrópu fékkst út verð sem er nokkuð lægra en verslunin býður að jafnaði. Sem dæmi má nefna að kílóið af Óðals ung- nauta-ribeye lækkaði úr 2.278 krónum í 1.298 krónur eða um fjörutíu og þrjú prósent. Dós af Ben & Jerry’s ís lækkaði jafnframt úr 719 krónum í 576 krónur eða um tæplega tuttugu prósent. Víst má telja að með auknu frjálsræði í viðskiptum með mat- væli muni samkeppni á mat- vörumarkaði aukast, líkt og gerðist í Svíþjóð og Finnlandi, og líklegt er að erlendar verslunarkeðjur sjái sér þá fært að hefja starfsemi á Íslandi. Á móti kemur að smæð markaðarins gerir hann ekki jafn fýsilegan fyrir erlenda aðila og stærri markaðir. Matvælaverð lækki um 250 þúsund á ári Höfundur er stjórnmálafræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar. Eftir Eirík Bergmann Einarsson „Við aðild að Evrópusam- bandinu má því gera ráð fyrir að hver fjögurra manna fjöl- skylda á Íslandi muni spara um 250.000 krónur á ári í lægra matvælaverði.“ Sólhattur FRÁ Ertu með kvef eða flensu? H á g æ ð a fra m le ið sla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.