Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 37 Þegar litið er á ríkisútgjöld er greinilegt að þessi viðhorf endurspeglast í því hvernig opin- berum fjármunum er varið. Útgjöld til heilbrigð- is-, mennta- og félagsmála hafa stöðugt verið að aukast. Á næstu árum má búast við að þrýst- ingur verði á að auka þessi útgjöld enn frekar. Kröfurnar eru nær ótakmarkaðar. Þrátt fyrir að aukinn hagvöxtur muni á næstu árum leiða til að hægt verði að verja fleiri krónum til félagslegra málefna, þó svo að útgjöld til þessara málaflokka sem hlutfall af þjóðarframleiðslu verði ekki auk- in, mun það ekki duga til að standa undir kröf- unum. Á næstu árum mun því reynast nauðsynlegt að leita nýrra leiða til að hægt verði að veita aukna þjónustu án þess að kostnaðarhliðin fari úr bönd- unum. Þetta verður eitt stærsta mál næstu ára. Þetta er mál sem brennur á kjósendum. Tillögur og hugmyndir flokkanna eru hins vegar ekki nærri því jafnvel og ítarlega útfærðar og kynnt- ar og hugmyndir þeirra í skattamálum. Það gæti verið hollt að minnast þess sem Carville skrifaði á tússtöfluna: Ekki gleyma heilbrigðismálunum. Breytingar eða óbreytt ástand Efst á töfluna sína rit- aði Carville hins veg- ar: Breytingar eða óbreytt ástand. Þetta var gert til að minna á að þótt Clinton væri óskrifað blað í hugum flestra bandarískra kjós- enda mætti nýta það honum í hag. Að mörgu leyti virðist sem kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar sé einmitt farin að snúast um það, hvort hér verði breytingar eftir næstu kosningar eða óbreytt ástand. Verður sama stjórnarmynstur eða munu stjórnarandstöðu- flokkarnir taka við völdum? Flokkar stjórnarandstöðunnar með Samfylk- inguna í broddi fylkingar hafa dregið upp þá mynd að nauðsynlegt sé að koma núverandi stjórnarflokkum og þá ekki síst Sjálfstæðis- flokknum frá völdum. Ræður Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur í Borgarnesi, þar sem hún sak- aði ríkisstjórnina og þá ekki síst forsætis- ráðherra um valdþreytu og misbeitingu valds, hafa líklega átt að vera liður í þessari baráttu. Þá er greinilegt á auglýsingum Samfylkingarinnar síðustu daga að meginntak þeirra er breyting, breytinganna vegna. Stjórnarflokkarnir leggja hins vegar áherslu á þann árangur sem liggur fyrir að loknu kjörtímabilinu og hvetja kjósend- ur til að veita þeim áframhaldandi umboð. Þær kosningar sem framundan eru skipta miklu máli. Úrslit þeirra munu móta íslensk stjórnmál um langt skeið. Flestir flokkar hafa lagt mikið undir. Það útspil Samfylkingarinnar að gera Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að tals- manni flokksins í kosningunum hefur vissulega hrist upp í stjórnmálabaráttunni. Hins vegar yrði það að sama skapi mikið áfall fyrir flokkinn og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir ef hann nær ekki þeim árangri að setjast í ríkisstjórn að lokn- um kosningum. Framsóknarflokkurinn og formaður hans eiga einnig mikið undir úrslitum kosninganna. Sú ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar að færa sig frá Austurlandi til Reykjavíkur og mikil endurnýjun á framboðslistum flokksins á höfuðborgarsvæð- inu var skref í þá átt að auka vægi Framsóknar- flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Verði niður- staðan í kosningunum hins vegar í samræmi við skoðanakannanir að undanförnu er ekki víst að sú þróun gangi eftir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur rétt eins og Fram- sóknarflokkurinn verið í ríkisstjórn undanfarin átta ár – raunar í tólf ár – og leggur nú verk sín undir dóm kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn, sem verið hefur stærsti flokkur landsins frá stofnun, stendur jafnframt frammi fyrir því að Samfylk- ingin mælist ítrekað með svipað og jafnvel meira fylgi í skoðanakönnunum. Gott gengi Frjálslynda flokksins í skoðana- könnunum síðustu vikur hefur orðið til að auka á óvissu um úrslit kosninganna. Fyrir nokkrum mánuðum var allt eins líklegt að flokkurinn myndi hverfa af þingi eftir kosningar. Nú virðist hins vegar líklegt að hann muni geta náð nokkr- um mönnum á þing og jafnvel átt aðild að ríkis- stjórn ef mynduð verður þriggja flokka ríkis- stjórn að loknum kosningum. Frjálslyndi flokkurinn er hins vegar að flestu leyti óskrifað blað. Hann hefur lagt ofuráherslu á breytingar á sjávarútvegsstefnunni en stefnumiðin að öðru leyti eru að mörgu leyti óljós. Eigi flokkurinn að eiga einhverja framtíð fyrir sér verður hann að ná eiga fulltrúa á Alþingi eftir kosningar. Að öðru leyti er hætta á að hann muni fara sömu leið og margir aðrir flokkar sem stofnaðir hafa verið á síðustu áratugum en ekki hafa náð að lifa leng- ur en eitt til þrjú kjörtímabil. Vinstri grænir standa ekki síður á tímamótum en hinir flokkarnir. Vinstrihreyfingin grænt framboð varð til um sama leyti og Samfylkingin þegar öfl lengst til vinstri í Alþýðubandalaginu og Kvennalistanum gátu ekki sætt sig við sam- eininguna við Alþýðuflokkinn. Vinstri grænir hafa enn sem komið er ekki átt sæti í ríkisstjórn og hafa lagt mesta áherslu á baráttu gegn virkj- unarframkvæmdum og aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Nú leggur flokkurinn höfuðáherslu á stjórnar- þátttöku undir slagorðinu velferðarstjórn. Vinstri grænir eiga mikið undir því að komast í stjórn til að komast hjá því að verða einhvers konar jaðarflokkur með „öðruvísi“ sjónarmið. Slíkir flokkar geta vissulega þjónað ákveðnum tilgangi, líkt og Kvennalistinn er dæmi um. Þeirra bíða hins vegar einnig gjarnan sömu örlög og Kvennalistans. Stjórnarþátttaka gæti hins vegar einnig reynst tvíeggjað vopn fyrir vinstri græna líkt og reynsla þýskra græningja sýnir. Undir forystu Joschka Fischer hafa þýskir græningjar fært sig nær miðju stjórnmálanna. Jafnframt eigar þeir á hættu að glata sérstöðu sinni í stjórnmálum. Það sama gæti átt við um vinstri græna. Vissulega er sú hætta til staðar að á síðustu vikum kosningabaráttunnar muni hún snúast upp í harðar persónulegar árásir í stað málefna- legrar umræðu. Það er þekkt aðferð í stjórnmálabaráttu að ráðast á andstæðinga sína með offorsi í stað þess að kynna eigin stefnu og ágæti. Þetta hefur verið nefnt neikvæð kosningabarátta og hefur líklega hvergi verið þróað jafnmikið og í Bandaríkjun- um. Þar eru mörg dæmi um að með sjónvarps- auglýsingum sé gefið í skyn að andstæðingurinn sé stórhættulegur almannahagsmunum eða þá að gert er lítið úr andstæðingnum og hann gerð- ur afkáralegur í augum kjósenda. Líklega vilja fæstir að íslensk stjórnmál þróist í slíkan farveg. Hættumerkin eru hins vegar til staðar. Þótt harkan sé langt í frá jafnmikil og hún var í íslenskum stjórnmálum á fyrri hluta síðustu aldar er þróunin komin út á varhugaverða braut. Við megum ekki gleyma því að þegar rætnar persónulegar árásir á andstæðinga þóttu sjálf- sagðar í stjórnmálum fór stjórnmálabaráttan fram í samkunduhúsum og í dagblöðum. Með fjölmiðlabyltingu síðustu ára hefur hún hins veg- ar færst inn á heimili fólks í síauknum mæli. Net- ið gerir að verkum að í ljósi nafnleyndar er hægt að setja fram ótrúlegustu fullyrðingar um menn og málefni á óritskoðuðum vefjum. Stjórnmál geta verið óvæginn starfsvettvang- ur en það má ekki gleymast að þegar upp er staðið takast þar á einstaklingar, sem eiga fjöl- skyldur, rétt eins og aðrir íbúar þessa lands. Lík- lega er enginn stétt manna jafnmikið undir smá- sjánni hjá almenningi og stjórnmálamenn. Margir hæfir einstaklingar frjábiðja sér nú þeg- ar þátttöku í stjórnmálum einmitt vegna þess hversu erfitt er að bjóða hinu nánasta umhverfi, maka og börnum, upp á þann darraðardans er fylgir stjórnmálunum. Ef stjórnmálabaráttan færist enn frekar frá því sem nú er út í að verða pólitískur leðjuslagur erum við að taka mikið ógæfuspor. Morgunblaðið/RAX Vatnavextir við Skógá. „Þegar Carville rit- aði á tússtöfluna sína: Efnahags- málin, vitleysing- arnir ykkar vildi hann minna menn á að kjósendur hefðu takmarkaðan áhuga á heimsmálum, milliríkjasamn- ingum og öðrum há- leitum markmiðum. Þegar upp væri staðið staðið réði úr- slitum hvort al- menningur teldi sig hafa það betra eða verra en fyrir síð- ustu kosningar. Ráðstöfunartekjur, verðbólga og vaxta- stig skiptu miklu meira máli en hvort friðarumleitanir fyrir botni Mið- jarðarhafs væru að þokast í rétta átt eða ekki. Budda kjósandans réði atkvæði hans.“ Laugardagur 19. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.