Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 34
LISTIR
34 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AUKASÝNING verður á Söngva-
seið á Ísafirði kl. 20 í kvöld. 1.000
leikhúsgesturinn var á sýningunni á
dögunum, Borgný Skúladóttir frá
Þingeyri. Sigríður Ragnarsdóttir
skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar
og Friðrik Stefánsson, formaður
Litla leikklúbbsins, afhentu Borg-
nýju blóm af því tilefni og vildu með
því þakka áhorfendum hið mikla
framlag þeirra til sýningarinnar.
1.000 gestir hafa
séð Söngvaseið
BARNALEIKSÝNINGIN Baulaðu
nú...! – Dagur í lífi Kristínar Jósefínu
Páls – hefur nú hafið ferð um borg-
ina og er fyrsti viðkomustaðurinn
Listasafn Reykjavíkur á Kjarvals-
stöðum og verða sýningar á mánu-
dag, 2. í páskum, kl. 16 og laugardag-
inn 26. apríl kl. 14.
Steinunn Knútsdóttur leikstýrir
en leikarar eru Kristjana Skúladótt-
ir og Lára Sveinsdóttir.
Baulaðu nú… á
Kjarvalsstöðum
KÓRAMÓT íslenskra kóra
erlendis var haldið í Lond-
on fyrir skemmstu. Alls
tóku sex kórar þátt í
mótinu og sungu þeir sam-
an á tónleikum og í messu í
Holy Trinity Church.
„Þetta kóramót hefur ver-
ið haldið annað hvert ár
síðan árið 1997. Fyrsta
mótið var í Kaupmanna-
höfn, árið 1999 í Osló, árið
2001 í Lundi og nú í ár í
London,“ sagði Sr. Sigurður Arn-
arson, settur sendiráðsprestur í
London, í samtali við Morgunblaðið.
Kórarnir sem tóku þátt í mótinu
voru kór Íslendinga í Osló, safn-
aðarkórinn í Kaupmannahöfn, ís-
lenski kvennakórinn í Kaupmanna-
höfn og íslensku kórarnir í Lundi
og Gautaborg, auk íslenska kórsins
í London. Sigurður segist jafnframt
vita um fleiri starfandi íslenska
sönghópa víðsvegar um Evrópu,
sem ekki gátu tekið þátt í mótinu.
„Þátttakendur, sem voru yfir 200
manns, komu til London föstudag-
inn 4. apríl og dvöldu í Imperial
College. Laugardeginum var eytt í
æfingar, bæði í skólanum og í kirkj-
unni þar við hliðina, sem heitir Holy
Trinity Church og stendur við
Prince Consort Road í S-Kens-
ington. Tónleikar voru svo haldnir í
eftirmiðdaginn, þar sem kórarnir
sungu bæði saman sem og sína eigin
efnisskrá, og samanstóð hún að
mestu af íslenskum verkum. Efnis-
skráin í heild var mjög metn-
aðarfull og mál manna sem til
þekkja að kórunum hefði farið mik-
ið fram.“
Á kóramótinu hittust jafnframt
íslenskir prestar sem eru í þjónustu
í London, Kaupmannahöfn, Osló og
Gautaborg, auk sr. Jóns Aðalsteins
Baldvinsson sem Sigurður leysir af
um þessar mundir og sr. Jóns Dalbú
Hróbjartssonar, sem er tengiliður
Biskupsstofu við starf presta er-
lendis. Prestarnir tóku allir þátt í
messu á sunnudag í Holy Trinity
Church ásamt staðarpresti kirkj-
unnar, þar sem þátttakendur í
kóramótinu önnuðust tónlist-
arflutning. „Það var gerður góður
rómur að söngnum og kirkjusókn
var góð. Form messunnar var auð-
vitað breskt, en vissulega með ís-
lensku ívafi,“ sagði Sigurður að lok-
um.
Stefnt er að því að halda kóramót
íslenskra kóra erlendis í Gautaborg
árið 2005.
Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn æfir
ásamt Sigríði Eyþórsdóttur stjórnanda.
Blómlegt kórastarf
Íslendinga erlendis
BOREAS galleríið í Brooklyn í New
hyggst sýna verk Tuma Magnússon-
ar á opnunarsýningu gallerísins sem
hefst 25. apríl. Er
sýningin sú fyrsta
á verkum Tuma í
Bandaríkjunum.
Önnur verka-
röð Tuma á sýn-
ingunni nefnist
Fish, eða Fiskar,
og dregur nafn
sitt af fiskaljós-
myndum sem
listamaðurinn
hefur unnið og mótað inn í grófgerða
ferhyrnda vídd. Myndirnar eru
prentaðar á ljósmyndapappír sem
festur hefur verið á plastplötur sem
síðan eru mótaðar til að falla að út-
línum ljósmyndanna. Síðari verka-
röðin nefnist Eye Study og er sam-
ansafn olíumynda þar sem reynt er
að fanga hinn einstaklingsbundna
augnlit manna, umfram þá takmörk-
uðu litasýn sem fólk býr yfir.
Tumi sýnir
í New York
Tumi
Magnússon
ÞRENNIR tónleikar sl. sunnu-
dags og þriðjudags áttu það eitt sam-
merkt að standa á grunnni þjóðlags-
ins. Víðu hugtaki í sjálfu sér, enda
voru tónleikarnir ólíkir að yfirbragði
og inntaki, þó að efnisvalið rynni frá
alþýðutónlist þeirri er J.G. Herder
taldi á sínum tíma beinasta lykilinn
að vitund þjóðar. Væntanlega í sinni
ómenguðustu mynd, löngu áður en
fyrirbæri eins og heimstónlist, djass,
„cross-over“ og „fakelore“ tóku að
grugga yfirsýn.
Því öllu má nafn gefa. Eitt er hið
leikna afbrigði af þjóðlögum er Svíar
nefna „Spelmansmusik“, nátengt al-
þýðlegri fótmennt fyrri alda til sveita
sem píetísk kirkjuyfirvöld kváðu svo
rækilega niður á 18. öld að hvorugt
lifði af hér á landi. Fyrir vikið eru öll
íslenzk þjóðlög sönglög. „Spilara“-
tónlistin sem svo var auglýst fyrir
tónleika þriggja meðlima færeyska
sextettsins Spælimannanna í Iðnó á
laugardag líktist hins vegar frekar
kaffihúsatónlist fríða skeiðsins
kringum 1900 en rustafenginni krár-
og hlöðutónlist, enda þótt lögin bæru
flest keim af gömlum skandínavísk-
um eða hjaltlenzkum danslögum fyr-
ir hljóðfæri, og sum m.a.s. frumsam-
in í þjóðlagastíl af Ívari Bærentsen,
einum meðlimi sextettsins. Um ein-
stök lög er þó örðugt frá að greina,
því tónleikaskrá var engin og munn-
legar kynningar Kristians Blak því
miður allar á færeysku.
Að vísu kann kaffihúsahjúpurinn
nokkuð að hafa mótazt af fámennri
áhöfninni. Engu að síður var gegnsæ
áferðin í mörgu þokkafull og
heillandi; sprelllifandi 100 ára tíma-
hylki horfinnar alþýðudansmenntar
með hnífsbroddi af Satie. Á móti dró
hvað meðferðin varð smám saman
einsleit, og hefði tónlistin sennilega
þurft að vera aðeins meira útsett og
með sjálfstæðari raddfærslu fyrir
þessa smækkuðu áhöfn – þ.e.a.s. án
kontrabassa, gítars og annarrar
fiðlu. Hefðu þar verið hæg heimatök-
in hjá Blak, sem auk félagssprautu-
hlutverks síns í færeysku tólistarlífi
er fjölhæft tónskáld. Einnig hefði
kannski mátt hugsa sér fleiri stærðir
af blokkflautu til tilbreytingar en
sópran, sem Sharon Weiss lék
reyndar mjög fallega á með snert af
írskum tinflautustíl. Að ekki sé
minnzt á smekklegan fiðluleik – mitt
á milli klassísks og sveitastíls – hinn-
ar kornungu Angeliku Nielsen, sem
mun við nám hér á landi.
Hitt stóð þó eftir, að dagskráin var
uppfull af bráðskemmtilegum lögum
(ekki sízt „feiklórs“-númerum Bær-
entsens), og ætti því fullskipuð
hljómsveitin að eiga góðan hljóm-
grunn í vændum hér meðal hins æ
stækkandi unnendahóps heims- og
þjóðlagatónlistar.
Kynningar voru af enn skornari
skammti á tónleikunum í Norræna
húsinu sama kvöld undir yfirskrift-
inni „Kvæði úr norræna farteskinu“.
Eða nánar tiltekið engar – að frátöld-
um örstuttum almennum inngangi í
tónleikaskrá ásamt ferilságripum
um sjö af átta flytjendum kvöldsins
(Marianne Maans frá Finnlandi var
ekki getið). Ekkert var að hafa um
lögin, hvorki heiti né texta. Og ekk-
ert heldur um hljóðfærin – norska
seljaflautu, sænsk-eistneska tagl-
hörpu (ævafornt strokhljóðfæri með
hrosshársstrengjum, fingrað með
bakhandargripi eins og íslenzka fiðl-
an), finnskt kantele (að því er bezt
varð heyrt; það birtist aldrei heldur
ómaði einungis utan úr hliðarher-
bergi) auk blokkflautu Gísla Helga-
sonar.
Ekki þó svo að skilja að hljóðfæra-
sláttur væri fyrirferðarmikill partur
af uppákomunni. Öðru nær; leikin
innslög voru alls langt innan við 10
mínútur af nærri 1½ klst. langri dag-
skránni án hlés og hefðu vel mátt
vera fleiri. Restin, s.s. yfirgnæfandi
meirihlutinn, var sungin, á flestum
Norðurlandamálunum til skiptis
nema dönsku og færeysku. Og allt í
einni viðstöðulausri bendu, með 3–4
dansinnskotum í nettum fótum
norsku ballerínunnar Cathrine
Smith en í litlu tímadrýgra hlutfalli
en leiknu atriðin.
E.t.v. ætti að virða aðstandendum
sjálfa lengd tónleikanna til vorkunn-
ar. Atriðin slöguðu nefnilega upp í
hálft hundrað lög, og hefði viðhlít-
andi tónleikaskrá útheimt heilan
bækling. Engu að síður sárþyrsti
mann í að fá eitthvað að vita, þótt
ekki væri nema um eitt og eitt lag,
grein þess, aldur og uppruna, enda
flest sjaldheyrð hér um slóðir. Að
ógleymdri söguframvindu, því afar
misjafnt var hvað náðist af söngtext-
um á framandi mállýzkum, að ekki sé
talað um finnskuna. Því þó að lögin
væru í sjálfu sér mörg hver heillandi
og stöku sinni jafnvel seiðmögnuð
skipti textinn greinilega ekki minna
máli.
Dagskráin var sem fyrr segir flutt
viðstöðulaust án kynningarhléa og
skiptust menn á einsöngsatriðum en
sungu oft fleiri með í viðlögum. Við-
fangsefnin voru fengin allt frá eld-
fornum Eddukvæðum, sagnadöns-
um miðalda, bergnámsballöðum og
álfasöngvum til nýlegra alþýðuvísna;
harmljóð eða gamanmál á víxl og
sumt einhvers staðar þar á milli. Og
væntanlega borin fram með viðlíkum
hætti í von um að efnið kæmist því
gerr til skila fyrir lagræn frumgæði
og færni flytjenda.
Það má líka til sanns vegar færa að
oft hafi litlu munað, enda þónokkur
skemmtileg lög inn á milli og sum
þeirra skínandi vel flutt. En í heild
var eins og vantaði herzlumuninn.
Hafi téðu fyrirkomulagi verið ætlað
að kasta tólfunum um óskipta athygli
hlustenda, þá var það að viti undirrit-
aðs tvíeggjað bragð sem hefði tæp-
lega gengið upp nema í undantekn-
ingalausri úrvalstúlkun. Og við henni
var tæplega að búast af jafnfjöl-
mennum hóp og, ef að líkum lætur,
nýskipuðum í þokkabót.
Síðastir í þessari þjóðlagaþrennu
voru hádegistónleikar Ildikó Varga
og Antoníu Hevesí í Íslenzku óper-
unni á þriðjudaginn var. Flutt voru
tíu ungversk þjóðlög í útsetningum
þarlendra nútímatónskálda. Lang-
flestar eða sjö voru eftir Zoltán Kod-
ály (1882–1967) sem ætti að vera
hnútum kunnugur með því það voru
hann og Béla Bartók er lögðu grunn-
inn að nútíma þjóðlagarannsóknum í
byrjun 20. aldar.
Líkt og með finnsku lögin í Nor-
ræna húsinu skildu hlustendur vit-
anlega ekki aukatekið orð af því sem
sungið var. En þar rataði Íslenzka
óperan á trúlega snjöllustu lausnina
með nýtingu myndvarpa hússins, er
birti íslenzkun píanistans á fallegum
og viðeigandi myndbakgrunnum.
Hafði það auk þess þann kost að tón-
leikagestir viðhéldu nánara augn-
sambandi við flytjendur en niður-
sokknir væru í prentuð prógrömm.
Þetta voru bráðfalleg lög og útsett
með léttri hendi af næmum skilningi
á eðli þjóðlaga. Flestir söngtextar
fjölluðu um ástarþrá og ástarsorgir
ungmenna til sveita fyrr á tímum
þegar stéttamunur var meiri og
meinin fleiri. En einnig brá fyrir
gáskafullu viðmóti barna, eins og í
Kocsi szekér sem Ildíkó söng af
skemmtilega telpulegri kankvísi.
Tvö lög voru úr þjóðlagasöngleikn-
um „Székelyfono“ [xýlofóni?] eftir
Kodály, síðast hið hressilega Hej két
tikom við dúndrandi snarpan undir-
leik. Skyldleiki finnskrar og ung-
verskrar tungu rifjaðist óvænt upp í
laginu Ne búsuljon[…] fyrir hrynj-
andi bragarháttarins sem minnti slá-
andi á hið fimmkveðna Kalevalalag
Finna í stuttum en smitandi fírugum
söng.
Eitt lengsta og átakamesta lagið
var hið seiðandi Magas kösziklának
sem flutt var með ólgandi tilþrifum.
Mesta lukku vakti þó hið síðasta,
Messze a nagy erdö úr óperettunni
Sígaunaástum eftir Franz Lehár, er
gneistaði skapheitt undir góm eins
og sterkkryddað gúllas. Söngur Il-
dikó Varga var þar sem í öðru fag-
mannlega öruggur og fjölhæfur.
Antonía Hevesí fylgdi söngnum eins
og bezt varð á kosið, nákvæmur pían-
isti en líka kraftmikill þegar það átti
við, og með auðheyrilega tilfinningu
fyrir mótun og tímasetningu.
Ungversk ást í blíðu og stríðu
TÓNLIST
Iðnó
Færeysk, hjaltlenzk og skandínavísk
„spilara“-tónlist. Færeysku hljómlist-
armennirnir Kristian Blak píanó, Sharon
Weiss blokkflauta og Angelika Nielsen
fiðla. Laugardaginn 12. apríl kl. 16.
KAFFIHÚSTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Norræna húsið
Eldgömul kvæði og nýsamin stef með
dansi. Agnes Buen Garnås, Gísli Helga-
son, Halvor Håkanes, Aiva Insulander,
Geirr Lystrup, Marianne Maans, Cathrine
Smith og Eli Storbekken. Laugardaginn
12. apríl kl. 20.
VÍSNATÓNLEIKAR
Íslenzka óperan
Ungversk þjóðlög í útsetningum nútíma-
tónskálda. Ildikó Varga mezzosópran,
Antonía Hevesi píanó. Þriðjudaginn 15.
apríl kl. 12:15.
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Kristian
Blak
Gísli
Helgason
Ildikó
Varga
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Með AVIS kemst þú lengra
Pantaðu AVIS bílinn áður en þú
leggur af stað – Það borgar sig
Hringdu til AVIS í síma 591-4000
AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000
Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is
Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging,
vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við
lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald.
Verona kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk
Bologna kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk
Milano kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk
www.avis.is
Við
gerum
betur
Ítalía
Ólívu lauf
FRÁ
Einnig
til fljótandi
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir