Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Buxnadagar
Vinnufatabúðin
EINMUNA veðurblíða var víða um
land á föstudag og fór hitinn á
tveimur stöðum norðaustanlands
upp í 21 gráðu. Hlýindin vöruðu þó
ekki lengi því í gær hafði kólnað
um allt land og var súld eða rign-
ing sums staðar. Var von á vætu
norðan- og austanlands á morgun,
annan í páskum.
Akureyringar nutu þess að vera
í fríi á föstudaginn langa en þá fór
hitastigið upp undir 20 gráður.
Bæjarlífið bar þess glöggt merki
og fjöldi fólks lagði leið sína í
Kjarnaskóg og Sundlaug Akureyr-
ar. Bæjarbúar léku við hvern sinn
fingur og margir sleiktu sólina
inni á milli runna í skóginum, í
sundlaugargarðinum eða heima
við hús. Nokkuð hvasst var í veðri
og því var Hlíðarfjall lokað.
Vorverkin snemma á ferð
Að sögn Stefáns Gunnarssonar,
yfirverkstjóra garðyrkjumála hjá
Akureyrarbæ, er gróðurinn í bæn-
um búinn að taka mjög vel við sér
og því tími vorverkanna óvenju
snemma þetta árið. „Veturinn hef-
ur verið mjög snjóléttur og því höf-
um við getað byrjað fyrr að klippa
og snyrta,“ segir Sefán en garð-
yrkjudeildin sér um fegrun og
hirðingu gróðurs í bænum. „Gróð-
urinn hefur vegna veðursins farið
óvenju snemma af stað, svona um
mánuði fyrr en venjulega er. Það
vantar ekki vætu enn sem komið
er en ef þetta veður heldur áfram
fer að vanta rigningu.“ Stefán seg-
ir að garðyrkjudeildin fái liðsauka
í vor en þá koma unglingar á veg-
um Vinnuskólans til vinnu.
Haraldur Eiríksson, veðurfræð-
ingur á Veðurstofu Íslands, segir
óvenju hlýtt hafa verið norðaust-
anlands miðað við árstíma á föstu-
dag. Hann bendir þó á að hlýindi
sem þessi geti orðið annað veifið
og jafnvel um miðjan vetur.
Ástæða veðurblíðunnar nú má
rekja til hlýs lofts sunnan úr höf-
um sem streymdi yfir landið á
föstudag með tilheyrandi hita.
Morgunblaðið/Kristján
Hiti komst í 21 gráðu á tveimur stöðum á Norðausturlandi á föstudaginn langa
Kólnandi
í kjölfar
hlýinda
Fólk á Norðurlandi lék við hvern sinn fingur og naut sólarblíðunnar í sundlaugunum og í hvers kyns útiveru.
GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins, segir að komi til
þess að flokkurinn fari í ríkisstjórn eftir al-
þingiskosningarnar muni hann ekki gefa
eftir fiskveiðistefnu sína. Flokkurinn
myndi ekki una því að taka þátt í stjórn-
arsamstarfi þar sem ekki yrði inni í mynd-
inni að breyta núverandi fiskveiðistjórn-
unarkerfi.
„Það er klárt skilyrði af okkar hendi.
Við viljum koma af stað breytingum varð-
andi kvótakerfið.“ Guðjón segir einnig að
taki flokkurinn þátt í ríkisstjórn myndi
hann sækjast eftir sjávarútvegsráðuneyt-
inu. „Það verður erfitt að semja okkur út
úr sjávarútvegsráðuneytinu. Fiskveiði-
stefnuna munum við ekki gefa eftir.“
Kveðst ekki
gefa eftir
fiskveiði-
stefnuna
Fiskveiðistefnuna/10
FÆKKAÐ hefur um 150 manns á atvinnu-
leysisskrá á höfuðborgarsvæðinu frá því um
síðustu mánaðamót. Meiri hreyfing er á
fólki út og inn af skrá en áður var. Starfs-
menn vinnumiðlana
segja aukinnar bjartsýni
gæta hjá þeim sem til
þeirra leita.
Liðlega sex þúsund
manns voru á atvinnu-
leysisskrá á landinu öllu
nú fyrir páskana sem er
mjög svipað og um síð-
ustu mánaðamót. Miðað
við skráningar hjá
Vinnumálastofnun má
ætla að atvinnuleysi sé nú um 4,2% á lands-
vísu. Starfsmenn Vinnumálastofnunar taka
þó fram að meiri hreyfing sé á fólki og auk-
innar bjartsýni gæti um ástandið á vinnu-
markaði.
Þótt heildarfjöldi atvinnulausra á landinu
öllu hafi lítið breyst virðist aftur á móti vera
farið að draga úr atvinnuleysi á höfuðborg-
arsvæðinu. Í lok mars voru rúmlega fjögur
þúsund manns á skrá hjá Vinnumiðlun höf-
uðborgarsvæðisins en í gær voru þar 3.863
skráðir án atvinnu og hefur atvinnulausum
á höfuðborgarsvæðinu því fækkað um hér
um bil 150 manns á um hálfum mánuði.
Fækkað um tugi manns á dag
Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður
Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins, seg-
ir að undanfarna daga hafa fækkað um
nokkra tugi á atvinnuleysiskrá á dag. „Það
má kannski segja að þetta séu ákveðin tíma-
mót. Talan fór lengi vel upp á við en var svo
um tíma í um fjögur þúsund manns en nú er
þetta allt í einu farið að síga niður á við. Það
eru ákveðin tímamót og það er nýtt að
svona margir hverfi af skrá eins og verið
hefur undanfarna daga.“
Hugrún segir stærsta hópinn á skrá vera
ófaglært fólk en nú bjóðist því fleiri störf.
Hún segir stofnunina halda mörg námskeið
fyrir atvinnulausa: „Það eru t.d. yfir sextíu
manns búnir að vera á vinnuvélanáskeiði
núna en þau námskeið eru orðin feikilega
vinsæl. Það er greinilegt að menn horfa til
framkvæmda sem standa fyrir dyrum á
næstunni.“
Færri
atvinnu-
lausir
á skrá
MOKFISKIRÍ af ýsu hefur verið
hjá Eyjabátum að undanförnu og
er togbáturinn Drangavík VE þar
fremstur í flokki. „Það hefur
hreinlega verið mokveiði af ýsu og
ufsa undanfarnar vikur. Ég hef
ekki séð aðra eins ýsugengd í 15
ár sem ég hef verið skipstjóri,“
segir Magnús Ríkarðsson, skip-
stjóri á Drangavíkinni.
Drangavíkin er komin með um
þúsund tonn frá áramótum og í
marzmánuði einum var aflinn 405
tonn. Aflaverðmæti frá áramótum
er 103 milljónir og eru 10 manns
á.
Ógeðslegt veður
„Það er alveg ótrúlegt hve vel
okkur hefur gengið, því veðrið
hefur hreinlega verið ógeðslegt
síðan um mánaðamótin janúar
febrúar. Þetta hefur nánast verið
stöðug bræla. Undanfarnar vikur
vorum við mest á Selvogsbanka
og vorum að fiska mjög vel, mjög
góða ýsu og ufsa. Vegna páska-
stoppsins fóum við svo út á Eld-
eyjarbanka og þar var sama mok-
ið. Við höfum stytzt verið úti í einn
sólarhring að fylla skipið, en við
höfum oftast verð með fullfermi,
45 tonn í túr. Þetta er mikið álag á
mannskapinn að gera að þessu
öllu svo það er nánast staðið allan
túrinn. Það er handleggur að gera
að þessu öllu,“ segir Magnús.
Hann segir að það sé ýsa um
allt fyrir Suðurlandi og ufsi líka
svo það væri svo sannarlega
ástæða til að auka kvótann og að
ósekju mætti auka ýsukvótann
strax. Það kæmi öllum til góða.
„Það eru allir að fiska vel af ýs-
unni núna og gengur á kvótann
hjá mörgum.“
Lágt verð
Fiskurinn af Drangavíkinni hef-
ur ýmist farið til vinnslu í Eyjum,
verið seldur á mörkuðum eða
fluttur ferskur utan í gámum.
Magnús segir að það skyggi á góð-
an árangur við veiðarnar að verð á
ýsu hafi lækkað töluvert frá því í
fyrra. „Markaðirnir eru slakir um
þessar mundir og verð ytra líka
lágt. Það skýrist sjálfsagt að ein-
hverju leyti af mikilli veiði, bæði
hér við land, hjá Færeyingum og
Norðmönnum,“ segir Magnús.
Síðasti löndunardagur fyrir
páska var hjá flestum Eyjabátum
mánudaginn fyrir páska. Þá fengu
sjómenn langþráð frí í nokkra
daga, en bátar munu halda til
veiða að kveldi annars í páskum.
Hef ekki séð aðra eins
ýsugengd í fimmtán ár
Magnús Ríkarðsson skipstjóri á Drangavíkinni
mokar upp ýsunni á Selvogsbanka og við Eldey
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Landað úr Drangavíkinni eftir síðustu veiðiferð fyrir páska.
ATLI Eðvaldsson, landsliðs-
þjálfari í knattspyrnu, stefnir
að því að hafa kjarnann úr
landsliðinu saman á æfingum í
þrjár til fjórar vikur fyrir Evr-
ópuleikina mikilvægu gegn
Færeyjum og Litháen í júní.
Atli sagði við Morgunblaðið
að hann hefði mikinn hug á að
fá leikmennina sem spila með
enskum liðum hingað heim
strax og ensku deildakeppninni
lýkur hinn 11. maí.
„Ég er byrjaður að ræða við
þá um að koma strax heim til
æfinga. Við myndum þá æfa
þrisvar til fjórum sinnum í viku
fram að leikjunum og síðan
bætast leikmennirnir frá Belg-
íu og Þýskalandi við þegar
deildakeppninni þar lýkur. Ef
þetta gengur eftir, fæ ég mun
betri tíma með liðið en nokkru
sinni áður. Þá verður hægt að
fylgjast með líkamlegu ástandi
þeirra og bæta úr því eftir þörf-
um, og eins getum við farið mun
betur en áður í leikræn atriði.“
Lands-
liðsmenn
æfa í maí
Morgunblaðið/Kristinn
Eiður Smári Guðjohnsen og
Atli Eðvaldsson bregða á leik
á æfingu í Glasgow.
♦ ♦ ♦