Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 51
eldra okkar. Hún var okkur systkin- unum og börnum okkar sem mamma, amma og síðast og ekki síst hin eina sanna Frænka. Nú er komið að kveðjustund, minn- inguna um Frænku munum við ávallt geyma í hjarta okkar. Böðvar Héðinsson, Sigríður Héðinsdóttir. Kær frænka mín Þóra Böðvars- dóttir er látin. Hún var móðursystir mín og Frænka með stóru effi. Fyrstu minningar bernskuáranna tengjast Frænku. Hún var þá orðin ekkja, með tvö börn og bjó ásamt for- eldrum sínum og börnum á Leifsgötu 6. Heimsóknir til afa, ömmu og Frænku voru vikulegar. Stórfjöl- skyldan safnaðist saman og naut sam- vista á frídögum Ég man sleðaferðir með foreldrum mínum yfir Klambra- túnið úr Hlíðunum þar sem heimili okkar var og yfir á Leifsgötuna í heitt kakó til ömmu og Frænku. Við fráfall Þóru verður þessi hlekkur við kynslóð sem er að hverfa, horfinn. Þóra hefur verið sú sem haldið hefur fjölskyld- unni, sínum börnum og okkur systk- inum saman og verið mínum börnum sem amma, sú amma sem þau flest aldrei hefðu eignast þar sem móðir mín féll frá langt fyrir aldur fram. Þóra varð ekkja aðeins rúmlega þrítug með tvö börn. Hún bjó eftir það með foreldrum sínum og börnum, þeim Jakobínu og Böðvari, alltaf köll- uð Bidda og Böddi, og hóf störf í miðasölu Þjóðleikhússins Þar starfaði hún alla tíð þar til hún fór á eftirlaun. Hún bjó ein eftir að faðir hennar, Böðvar, lést. Þóra byrjaði eftirlaunaferil sinn á því að fara til Bandaríkjanna og dvelj- ast hjá dóttur sinni í tvö ár. Það var ánægjulegur tími fyrir þær báðar að fá að njóta samvista svo lengi og sam- fellt eins og þá var. Eftir að Frænka kom heim aftur hófst nýr kafli í sam- skiptum okkar. Hún var eftirlauna- þegi með allan tíma í heimi, og ég nýbúin að eignast mitt þriðja barn og hafði í nógu að snúast. Þá reyndist Frænka mér betri en enginn. Hún kom í heimsóknir og hjálpaði mér með börnin og heimilisstörfin og svo sátum við yfir kaffibolla og spjölluð- um um heima og geima. Hún sagði mér frá æskudögum sínum og móður minnar, Auðar, á Bakka og svo rædd- um við um málefni líðandi stundar, stjórnmál, dægurmál og allt milli himins og jarðar. Hún var glaðlynd og hvöt og hafði alltaf nóg til málanna að leggja og skoðun á öllum málefnum. Það var gaman að vera í kringum þessa hressu konu. Á þessum árum kynntist ég nýrri Frænku. Ég var ekki bara dóttir Auð- ar, og hún ekki bara móðursystir. Ég fann í henni trygga vinkonu og félaga. Við tókum slátur saman flest haust, og fyrir jólin bökuðum við saman. Hún vildi allt fyrir mig og fjölskyldu mína gera, og söknuður okkar við frá- fall hennar er því mikill. Hún reyndi það sem í hennar valdi stóð til að bæta okkur systkinunum upp foreldramissi og reyndist okkur vel og sömuleiðis börnum okkar. Þegar kallið kom hafði hún átt við heilsubilun að stríða í nokkra mánuði. Henni auðnaðist að halda upp á 85 ára afmælið sitt í febr- úar sl. með báðum börnum sínum og gleðjast með vinum og ættingjum. Bidda dóttir hennar hafði komið frá Bandaríkjunum og verið hjá henni nokkrar vikur þar á undan og þær átt góðan tíma saman. Frænka var þakk- lát fyrir það. Hún kvaddi tilveruna sátt. Hennar er sárt saknað og yngri dóttir mín og nafna hennar Bryndís Þóra sér á eftir kærri ömmusystur. Börnum hennar, tengdabörnum og öðrum afkomendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Lilja Héðinsdóttir. Ég þakka allt, frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Mig langar til að minnast Þóru vin- konu minnar með nokkrum orðum. Hennar er sárt saknað af vinum og ættingjum. Mín fyrstu kynni af Þóru voru þau að ég og fóstursystir hennar Svana, sem nú er látin, vorum skóla- systur í húsmæðraskólanum á Laug- arvatni fyrir 49 árum. Frá Laugar- vatni fórum við í leikhúsferð og fengum að gista hjá Þóru. Þar voru allir alltaf hjartanlega velkomnir. Síð- an nokkrum árum seinna, árið 1966, hagaði þannig til að ég keypti íbúð á Leifsgötu ásamt foreldrum mínum. Þá og ætíð síðan var mikill samgang- ur okkar á milli. Þóra var félagslynd kona og hrók- ur alls fagnaðar hvar sem hún kom. Eina sem verulega háði henni var sjónin og þurfti hún oft að vera í með- ferðum út af því. Samt bar hún sig alltaf vel og var ekki að víla eða vola út af smámunum. Hún tók virkan þátt í félagsskap Blindrafélagsins og þar sótti hún fundi vikulega. Við áttum eitt sameiginlegt, báðar fæddar í faðmi vestfirskra fjalla, sem hefur mikið mótað okkar lífsviðhorf, sem var að mörgu leyti líkt í æsku okkar. Um það gátum við margt skrafað. Þóra hafði gaman af að fá til sín gesti og margir hafa notið gest- risni hennar í gegnum tíðina. Tengsl hennar við barnabörnin og systurbörnin voru ákaflega náin og vildi hún þeim allt hið besta. Ljúft við- mót, glaðlyndi og hlýja til allra þeirra sem hún umgekkst voru ríkir þættir í fari hennar. Það var hennar æðsti draumur að geta hugsað um sig sjálf og búið í sinni íbúð meðan hún hafði heilsu til. Svo hún fékk að nokkru leyti ósk sína uppfyllta þótt við vildum ekki missa hana svona fljótt. Nú á kveðjustund er mér efst í huga að þakka vinkonu minni Þóru fyrir áratuga vináttu, sem aldrei bar skugga á, og ég sakna hennar sárt. Guð blessi börnin hennar, barna- börn, langömmubörn, tengdabörn og aðra ættingja og vini. Guð blessi minningu góðrar konu. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín vinkona Herdís Jóhannesdóttir. Hinsta vinarkveðja Árið 1951 hóf Þóra störf í miðasölu Þjóðleikhúss og starfaði þar til ársins 1985 eða í 34 ár. Ég hóf störf við þá stofnun 1960 og vann þá fyrstu 7 árin baksviðs. Á þeim árum kynntist ég Þóru ekki mikið en 1967 varð ég yf- irmaður miðasölunnar og þar kynnt- ist ég Þóru mjög vel. Þóra var stundvís, samviskusöm, og afburða dugleg. Með okkur þróað- ist smátt og smátt gagnkvæm virðing og væntumþykja sem entist okkur alla tíð. Við höfðum alltaf mikið sam- band og að mestu daglega með því að hittast eða tala saman í síma, sérstak- lega eftir að Þóra hætti að vinna. Fjölskylda hennar, börn, barna- börn, og börn Auðar systur hennar tóku mér alveg sérstaklega vel og ávallt var mér boðið með þegar eitt- hvað var um að vera hjá fjölskyld- unni, svo sem fermingar, eða fjöl- skylduboð af einhverju tilefni. Hjá Þóru kynntist ég uppáhaldinu mínu henni Aþenu, en Þóra er langamma hennar. Hún var 4 mánaða gömul þá en í dag er hún 14 ára og við höfum verið miklir vinir alla tíð. Ég bið Guðs blessunar börnum hennar, barnabörnum, barnabarna- börnum, systrabörnum og börnum þeirra. Elsku Þóra mín, ég kveð þig með djúpum söknuði. Blessun Guðs fylgi þér. Halldór Z. Ormsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 51 EITT sólríkt síðdegi íBagdað, nokkrumdögum fyrir það semfólk hélt kannski aðyrði voðalegasta orr- usta síðari tíma, varð fréttamað- ur nokkur var við að þarlendir stráklingar voru í stríðsleik. Það gekk á með miklum vél- byssugný svo andlitin ummynd- uðust af áreynslu. Mannfall var í hárréttu ósamræmi við hama- ganginn en við og við hneig þó einn og einn tígulega til jarðar eins og fara gerir í þess háttar átökum. Fréttamaðurinn sjálfur virtist sleginn út af laginu. Hann spurði drengina hvaða stríð væri hér í gangi og þeir svöruðu hiklaust að þar færu Palest- ínumenn og Ísraelar. Þegar maðurinn vildi vita hvers vegna þeir veldu sér ekki nærtækari fyrirmyndir, varð fátt um svör. Engum þeirra hafði sem sé dottið í hug að sviðsetja áhrifa- mikla bardaga milli Írakshers og bandarískra eða breskra her- manna. Þetta snerist ekkert um það eina sem þeim fullorðnu datt í hug. Einhver hefði kannski ímynd- að sér að börn á stríðshrjáðum svæðum hefðu stríð og mann- dráp ekki í þeim flimtingum að vera að stytta sér stundir við þess háttar leiki. En þarna sannaðist enn og aftur sú stað- reynd að börn lifa ekki í sama heimi og þeir fullorðnu, nema þau neyðist til þess, og enn- fremur það að í þykjustunni er raunveruleikinn aðeins til traf- ala. Þessi fréttaskot leiddu hug- ann til baka og það rifjaðist upp fyrir mér að þegar ófriður ríkti í görðunum í Hlíðunum þegar ég var á aldur við pjakkana í Bagdað, var sá ófriður ýmist seinni heimsstyrjöld eða átök kúreka og indíána. Hvort tveggja algerlega handan við minni eða skilning þeirra sem skriðu fimlega eftir endilöngum runnabeðum og brutust gegnum laufþykknið af hetjulegri einurð, án tillits til skrámna eða þvotta- daga. Þó voru nýjar fréttir af raunverulegum og yfirstandandi stríðsátökum sífellt að berast þá rétt eins og nú. Það hefur verið um þetta leyti sem ég uppgötvaði að afi minn, skólastjórinn og bókamaðurinn, átti einnig að baki vafasama for- tíð á þessu sviði. Hann sagði mér sem sé frá því að hann og eldri bróðir hans hefðu ekki lát- ið sér nægja minna, þegar þeir voru að alast upp á Þjórsár- bökkum á fyrstu árum 20. aldar, en að smíða sér riffla sem gátu skotið litlum steinvölum. Þessir þokkapiltar geymdu skotfærin í gömlu búi með leggjum og skeljum sem þeir voru orðnir frekar leiðir á. Það líður mér ekki úr minni, hvernig það kom glampi í augun á afa og hann yngdist hreinlega meðan hann talaði, þegar hann lýsti því þegar mektarmann nokkurn bar að garði á bænum um þetta leyti, sem foreldrum drengjanna þótti verulega til koma og var mikið í mun að lit- ist nú vel á börn og bú. Þeir höfðu því beðið strákana að vera nú ekki að veifa skotvopn- um rétt á meðan hann staldraði við. Eftir að hafa fengið einhvern eflaust fyrirtaks viðurgjörning gekk gesturinn út í sólbakað norðankulið, rjóður og sæll og vildi ræða við ungviðið. Hann finnur bræðurna þar sem þeir liggja í skjóli við búið og hafa nýlokið við að fylla það sem þeir kölluðu kúlnahúsið af nýjum skotfærum til að geta tekið til óspilltra málanna þegar sæi á bak gestinum. Þeir rétt náðu að skella tunnustafaþakinu á vopnabúrið í tæka tíð. Gesturinn tyllti sér í grasið, nagaði strá og dáðist mjög að búinu og spurði um heiti og fjölda gripa og drengirnir svör- uðu af skyldurækni. Svo rak hann augun í húsið með tunnu- stafaþakinu og spurði hvort hann mætti gægjast þar inn. Það var ekkert hægt að gera. Hann svipti þakinu af, en í stað þess að það dimmdi yfir honum af vonbrigðum, hélt hann áfram að brosa og naga stráið og sagði að þeir yrðu nú fljótlega að byggja stærra lambhús yfir all- an þennan fjölda. Bræðurnir játtu því. Ekki man ég hvaða stríð geis- aði í Flóanum á þessum tíma, held þó kannski að það hafi ver- ið Búastríðið. Ekki vitum við heldur hvaða stríð munu geisa í þykjustunni á komandi árum á leiksvæðum barna. Við getum fátt annað en von- að að strákarnir í Bagdað og börn um allan heim fái frið til að leika sér sem mest og sem oftast og stríðsleiki ef þau vilja og að við, hin fullorðnu, verðum þeim ekki að fjörtjóni með okk- ar knýjandi raunveruleika og margfalda siðgæði. Þar sem er leikur, þar er von. HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Fjarri heimsins vígaslóð lífa að því marki að hún hefur enst þeim fram í andlátið. Lárus föður- bróðir minn var alltaf yngstur allra. Hann tók mig í fangið þegar ég leit inn til hans á 90 ára afmælinu hans sl. ár og það var á engan hátt hægt að merkja að þar færi öldungur; hlátur hans, tillit og lauflétt lund var alls ekki í samræmi við háan aldur. Og hann ræddi hvorki um elli né mæði við okkur þennan dag, heldur um hvað hann hefði lært á langri sjúkra- húslegu þegar hann var kornungur maður, hann hafði lært að lífið er dýr- mætt og þess virði að lifa því til fulls. Ég veit varla hvort fyrstu minning- ar mínar um Lalla frænda eru frá Siglufirði eða úr Skerjafirðinum enda má það einu gilda. Lalli og Gauja komu stundum í bæjarferðir með all- an barnaskarann og þá gistu þau gjarnan á Baugsveginum þótt þar væri nú bara stofan til umráða. Ég man hvað mér fannst mikið til um barnafjöldann, 1, 2, 3, 4, 5, 6… tók þessi halarófa engan enda? Minning- arnar frá Siglufirði eru með öðru móti og þar ber hæst þau sumur sem ég fékk að fara ein norður og afgreiða í Aðalbúðinni. Lárus og hans fólk bjó á efri hæðinni í húsinu sem nú er horfið en stóð við Lækjargötu 6 en amma, afi og föðursystur mínar tvær, Anna og Bryndís, bjuggu á neðri hæðinni. Þá buðu Lalli og Gauja mér í mat eins og fullorðinni manneskju, það var talsverð lífsreynsla. Þar var fallega lagt á borð, fínn matur á borðum og alúð lögð við allt í heimilishaldinu – og samt var ég bara krakki. Af tíu börnum Lárusar og Gauju voru Steingrímur og Kristín elst og næst mér að aldri og það eru eðlilega þau sem ég man best á bernsku- og unglingsaldri. Myndarleg voru þau, greind og metnaðarfull, og maður var alveg viss um að þau ættu langa og bjarta framtíð fyrir höndum. En á lífsþátt þeirra hafði verið skrifaður annar endir. Þau létust bæði í blóma lífsins og ég hef oft hugsað um það hvernig Lalli og Gauja gátu yfirleitt risið undir þeirri þungu byrði sem á þau var lögð. Það voru bara svo marg- ir sem þurfti að sinna, hin átta börnin þeirra og svo barnabörnin; lífið varð að halda áfram. Lalli var föðurbróðir minn, um það vitna ættarbækur. En það stendur ekki á neinum bókum að manni eigi að þykja eins vænt um föðurbræður sína og mér þótti um Lalla. Það er og verð- ur óútskýrt og ekki mælt á neinn venjulegan kvarða. Við Palli sendum Gauju innilegar samúðarkveðjur svo og öllum börnum Lárusar og fjölskyldum þeirra. Þórunn Blöndal. Látinn er á tíræðisaldri Lárus Þ. J. Blöndal, bóksali í Siglufirði í áratugi. Ævi hans var hetjudáð. Ungur háði hann baráttu við berklana, sem marga lögðu að velli á æsku- og ung- lingsárum hans. Hann hafði dýr- keyptan sigur. Merki þeirrar baráttu bar hann alla tíð. Hann hafði ekki lík- amlega jafnstöðu í lífsbaráttunni við fullfríska menn. En hugur hans var frjór, viljinn sterkur og sjálfsbjarg- arviðleitnin honum í blóð borin. Þrátt fyrir allnokkurn heilsubrest vann hann jafnan langan vinnudag. Þau hjón komu tíu börnum til manns og mennta. Það var ekki lítið ævistarf. Tvö þeirra eru látin. Blessuð sé minn- ing þeirra. En átta halda manndóms- merki foreldra sinna hátt á lofti. Lárus rak um hálfa öld verzlun í síldarbænum, Aðalbúðina, sem seldi margs konar vörur, og Bókabúð Lár- usar Þ. J. Blöndal. Hann stóð að vísu ekki einn í verzlunarvafstrinu. Við hlið hans stóð bróðir hans, Óli. J. Blöndal, síðar bókavörður, og syst- urnar Anna og Bryndís. Þetta var úr- valslið, viðmótsþýtt og og skemmti- legt. Siglufjarðararmur Blöndalsættar- innar setti, ásamt öðru listrænt þenkjandi fólki, menningarlegan svip á Siglufjörð í heila öld. Systkinin, frú Sigríður Blöndal, kona séra Bjarna Þorsteinssonar, og Jósep Blöndal, símstöðvarstjóri, faðir Lárusar, vóru ljóðelsk og söngvin, sem og flestir af- komendur þeirra. Siglfirzk menning, ekki sízt söngmenntin, varð ríkari vegna þessa fólks. Siglfirzkir sjálfstæðismenn áttu oft leið í Aðalbúðina. Þar var afgreiðsla Morgunblaðsins. Þar vóru óformlegir fundir um málefni líðandi stundar. Þar vóru ráð þegin af þeim bræðrum, Óla og Lárusi, sem tóku virkan þátt í félagsmálum og flokksstarfi. Þeirra framlag á þeim vettvangi verður seint fullþakkað. Undirritaður kveður Lárus Blön- dal með þakklæti fyrir áratuga kynni og vináttu. Megi hann eiga góða heimkomu. Fjölskylda mín sendir að- standendum hans innilegar samúðar- kveðjur. Stefán Friðbjarnarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.