Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 43 ÓMAR Ragnarsson fréttamaður birtir í Morgunblaðinu 29. mars sl. svar við grein okkar í sama blaði 26. mars sem nefndist „Í tilefni af sjón- varpsþætti Ómars Ragnarssonar“. Hér á eftir fer umsögn um þetta svar Ómars og nokkrar athugasemdir al- menns eðlis. Landsvirkjun hefur þegar leiðrétt missögn í svari hans um lokur í Kárahnjúkastíflu. 1. Í grein okkar gagnrýndum við að Ómar hefði talið afturkræft kola- orkuver sem hann segir að komið hafi í stað virkjunar í Colorado-ánni sem hætt var við. Hann svarar út í hött með því að segja að hann hafi bent á að olíuvinnsla og brennsla olíu geti hugsanlega orðið til þess að lægstu landsvæði jarðar sökkvi í sæ. Í grein okkar var hvergi minnst á ol- íuvinnslu. 2. Við höfðum í grein okkar bent á að ógerlegt er að segja nokkuð um það nú á hvern hátt megi fjarlægja aurinn úr Hálslóni eftir 400 ár. Ómar andmælir því ekki beinlínis en spyr hvort líklegt sé að 3.600.000.000 tonn af auri verði flutt úr lónsstæðinu þótt ekki væri nema vegna kostnaðar. Þeirri spurningu er auðvitað jafn ómögulegt að svara nú og það hefði verið á dögum Guðbrandar Hóla- biskups að svara spurningu um hvort líklegt væri að gerð yrðu göng undir Hvalfjörð eftir 400 ár þótt ekki væri nema vegna kostnaðar. 3. Ómar bendir réttilega á að í upphafi 20. aldar hafi Íslendingar verið ein fátækasta þjóð í Evrópu en séu nú meðal ríkustu þjóða veraldar. En ríkidæmi og fátækt eru ekki al- tæk heldur afstæð hugtök. Mæli- kvarðinn, eða viðmiðunin, breytist sífellt. Á mælikvarðann í upphafi 20. aldar er alls engin fátækt til á Íslandi nú. Á mælikvarða dagsins í dag er hún hinsvegar til. Þótt Íslendingar séu nú í hópi ríkustu þjóða heims er það út af fyrir sig engin trygging fyr- ir að svo verði um alla framtíð. Mæli- kvarðinn á fátækt og ríkidæmi verð- ur annar í lok þessarar aldar en hann er nú. Til þess að halda núverandi stöðu okkar meðal þjóðanna munum við þurfa að nýta af skynsemi allar þær auðlindir sem við höfum yfir að ráða. Bæði náttúruauðlindir og mannauð. Við þurfum að venja okk- ur af þeirri ranghugsun að ein at- vinnugrein komi í stað annarrar og átta okkur á að hún kemur til við- bótar við hana og aðrar atvinnu- greinar í landinu og styrkir, ásamt þeim, efnahag þjóðarinnar. 4. Tækniþróunin tvinnar nátt- úruauð og mannauð æ fastar saman. Nýting náttúruauðlinda krefst stöð- ugt fullkomnari tækni sem aftur út- heimtir sífellt meiri þekkingu. Framfarir í þekkingu og tækni hafa gert mögulegt að finna og vinna olíu þar sem það var ómögulegt áður og jafnframt að lækka vinnslukostnað hennar um 30% að raunvirði á tíu ára tímabili undir lok 20. aldar. Framfar- ir í þekkingu hafa gert okkur Íslend- ingum mögulegt að finna og nýta jarðhita þar sem enginn átti von á honum áður. Kröfurnar um tækni- framfarir brýna á hinn bóginn mannshugann stöðugt til að leggja sig allan fram. Þannig styrkir nátt- úruauður og mannauður sífellt hvor annan. 5. Vaxandi nýting náttúruauðlinda eykur álagið á náttúruna sem aftur kallar á nýja tækni og nýjar lausnir. Einmitt þetta aukna álag er undirrót umhverfis- og náttúruverndarhreyf- inga nútímans. Jafngagnlegar og slíkar hreyfingar geta verið hafa ýmsar öfgar því miður náð að festa rætur innan þeirra, sem er slæmt því að þær torvelda leitina að raunhæf- um lausnum. 6. Meðal verðmætustu náttúru- auðlinda Íslands eru vatnsorka og jarðhiti. Af efnhagslegri vatnsorku Íslands voru 15% nýtt 2002 og enn minni hluti efnahagslegs jarðhita. Kárahnjúkavirkjun hækkar þetta hlutfall í 26%. Í öðrum iðnríkjum voru 60% til 90% efnahagslegrar vatnsorku, og þar yfir, nýtt 1997. Umhverfissjónarmið koma í veg fyr- ir fullnýtingu efnahagslegrar vatns- orku í þessum löndum. Þau sjónar- mið munu væntanlega einnig takmarka nýtinguna hér á landi, en eins og sjá má af þessum tölum vant- ar enn mjög mikið á að þeim tak- mörkunum sé náð ef gert er ráð fyrir að þær verði hlutfallslega svipaðar og í öðrum iðnríkjum. 7. Íslensku orkulindirnar eru um margt sérstæðar borið saman við önnur lönd. Vegna fámennis verða þær ekki fullnýttar um fyrirsjáan- lega framtíð til almennra nota. Vegna strjálbýlis hefur nýting þeirra ekki í för með sér þvingaðan brottflutning fólks eins og algengt er víða annarsstaðar. Á Íslandi hafa all- ir rafmagn nú þegar, gagnstætt mörgum þróunarlöndum sem geyma meginhlutann af óvirkjaðri vatns- orku heimsins. Einmitt í þeim lönd- um býr stærsti hluti þeirra tveggja milljarða manna, sem ekki hafa einu sinni rafmagn til heimilisnota. Búist er við að hálfur annar milljarður bætist í þann hóp fram til 2020. Óvirkjuð vatnsorka í þessum löndum nægir ekki einu sinni til að sjá þess- um fjölda fyrir rafmagni til al- mennra nota. Þessi lönd eru því í allt annarri stöðu en Ísland, þótt auðug séu af vatnsorku, og hafa ekki sömu möguleika og það til að hýsa orku- frekan iðnað. Í tilefni af svari Ómars Eftir Jakob Björnsson og Jóhann Má Maríusson „Vaxandi nýting nátt- úruauðlinda eykur álag- ið á náttúruna sem aft- ur kallar á nýja tækni og nýjar lausnir.“ Jakob er fv. orkumálastjóri. Jóhann Már er fv. aðstoðarforstj. Landsvirkjunar. Jóhann Már Maríusson Jakob Björnsson Sumarhús á Jótlandi og Fjóni Getum útvegað fjölda sumarhúsa með leigutíma frá miðvikudegi til miðvikudags v. Billund-flugs Bjóðum ódýrari bílaleigubíla frá Billund. Verð frá dkr. 1.595 vikan, auk afgr.gjald dkr. 281. Innifalið: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar og skattar, engin sjálfsábyrgð og frí skráning á viðbótarbílstjórum. Hafið samband sem fyrst Fylkir - Bílaleiga ehf. ferðaskrifstofa Sími 456 3745 – www.fylkir.is Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 37.062 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 2. og 9. júní, flugsæti með sköttum. Verð kr. 49.562 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 2. og 9. júní, Valentin Park, vikuferð. Verð kr. 57.950 M.v. 2 í stúdíóíbúð í viku, Valentin Park, 26. maí. Heimsferðir stórlækka verðið til Mallorca. Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug til Mallorca alla mánudaga í sumar á frábærum kjörum og við stórlækkum verðið til þessarar vinsælu eyju í Miðjarðarhafinu, sem hefur verið einn vin- sælasti áfangastaður Íslendinga í 30 ár. Við höfum nú tryggt okkur viðbótargistingu á okk- ar vinsælasta gististað, Valentin Park, þar sem þú getur notið frábærrar aðstöðu í fríinu og notið þessarar fegustu eyju Miðjarðarhafsins. Viðbótargisting, 2., og 9. júní Munið Master- card ferða- ávísunina Síðustu sætin til Mallorca í maí og júní frá kr. 37.062 Lægsta verðið til Mallorca Glæsilegir nýir gististaðir Allt að verða uppselt 26. maí – uppselt 2. júní – 29 sæti 9. júní – 22 sæti 16. júní – uppselt 23. júní – 31 sæti 30. júní – uppselt 7. júlí – laust 14. júlí – 11 sæti 21. júlí – uppselt Flug alla mánudaga Valentin Park Skarthúsið s. 562 2466, Laugavegi 12. Fermingargjafir Fermingarhárskraut Fermingarskartgripir DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.