Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓTALMARGT hefur unnist á þeim tíma frá því Sjálfstæðisflokk- urinn tók við forystu í stjórnarráðinu fyrir 12 árum. Fátt hefur verið mik- ilvægara en að viðhalda stöðugleika og jafnvægi í efnahagsmálum. Mark- visst hefur verið unnið að endurbót- um á skattkerfinu undanfarin ár sem m.a. hafa falið í sér lækkun skatt- hlutfalls, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist um þriðjung frá árinu 1994 og enn er spáð aukningu. Landsframleiðslan hefur aukist um meira en fjórðung á þessum tíma og hagvöxtur verið rúmlega 3% að með- altali sem er einstakt dæmi um stöð- ugleika. Heildarskattbyrði hér á landi er með því lægsta sem þekkist innan OECD. Forysta Sjálfstæðisflokksins um lækkun skatta á fyrirtæki á Ís- landi úr 30% í 18% er íslensku at- vinnulífi afar mikilvæg og vonast ég til að Sjálfstæðisflokkurinn fái næg- an styrk að loknum kosningunum í vor til að knýja fram fleiri slík fram- faraskref. Önnur mál sem vert er að minnast á og koma tekjulægstu hópunum best eru hækkun barnabóta, afnám skattlagningar húsaleigubóta, um- bætur í húsnæðismálum og milli- færsla á persónuafslætti maka. Áfangi í jafnréttismálum Full ástæða er til að vekja athygli á hinum veigamiklu umbótum sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur beitt sér fyrir til að jafna stöðu kynja, en um síðustu áramót var stigið lokaskrefið til að jafna rétt mæðra og feðra til fæðingarorlofs þannig að karlar hafa nú jafnan rétt til töku fæðingarorlofs og konur. Ég tel þetta einn merkasta áfanga sem náðst hefur í jafnréttismálum um langt árabil. Skattastefna Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn leggur á næsta kjörtímabili mikla áherslu á að lækka skatta einstaklinga enn frekar, einfalda skattkerfið og leggja af skatta og gjöld sem skekkja sam- keppnisstöðu fyrirtækja. Ef bornar eru saman stefnur allra flokka í skattamálum einstaklinga þá er eng- inn vafi á að stefna Sjálfstæðis- flokksins í skattamálum kemur best út fyrir almenna launamenn. Ísland efst á lista Ísland fær háar einkunnir í alþjóð- legum samanburði á lífskjörum og samkeppnishæfni á sama tíma og spilling mælist hvergi minni og er talin nánast óþekkt. Þetta sýnir mik- ilvægi þess að hér á landi séu áfram skilyrði fyrir virkri, sjálfstæðri hag- stjórn sem grundvallist á sjálfstæðri peninga- og ríkisfjármálastefnu. Hlutverk sjálfstæðismanna er ekki síst að búa í haginn fyrir kyn- slóðir framtíðarinnar, þannig að ís- lenskt hugvit, áræði og framtak megni áfram að skapa hér lífskjör á heimsmælikvarða. Árangur í þjóð- arbúskap er ferðalag en ekki enda- stöð og íslensk þjóð á mikið undir því að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í forystu á þeirri leið. Hverjum er treystandi til áframhaldandi árangurs? Eftir Auði Björk Guðmundsdóttur „Árangur í þjóðarbú- skap er ferðalag en ekki enda- stöð og íslensk þjóð á mikið undir því að Sjálf- stæðisflokkurinn verði áfram í forystu á þeirri leið.“ Höfundur er í 10. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. HVAÐ er að vera Íslendingur í fjölmenningarlegu samfélagi? Hver er sú heimspekilega hugsjón sem býr að baki uppbyggingu fjölmenn- ingarlegs samfélags? Hugsum mál- ið. Til að svara þessum spurning- um skulum við byrja á því að líta á mannkynið á 21. öld og spyrja hvert það stefnir næstu hundrað árin. Við getum lært ýmislegt með því að horfa á mynd af jörðinni okkar, sem sést utan úr geimnum. Mig langar til að benda á tvö atriði sem vöktu athygli mína þegar ég virti mynd jarðarinnar fyrir mér, og þau mynda jafnframt hugsjónir mínar um grunn fjölmenningarlegs samfélags. Takmörkun mannkyns Í fyrsta lagi sjáum við þar tak- mörkun mannkyns. Við skiljum betur tímann sem við lifum og staðinn sem okkur var gefinn. Jörðin er núna stór örk fyrir okkur mannkynið og við getum ekki flúið þaðan. Við eigum engan annan kost en að búa saman og ferðast saman með örkinni okkar sem jörðin er. Allt sem varðar framtíð mannkyns verður að byggjast á því að við við- urkennum þetta. Í gamla daga var hægt að flýja og flytja til annarra staða. Sagan um Móses og brottför Ísraelsþjóð- arinnar frá Egyptalandi er dæmi um slíkt og hún felur í sér ákveðna „aðskilnaðarstefnu“. Í aðskilnaðar- stefnu getur tiltekinn hópur, sem er með ákveðið gildismat innan hópsins, forðast að mæta öðruvísi gildismati og flúið í einangrun. Að- skilnaðarstefna getur verið hættu- leg, af því að þar mætir fólk ekki öðruvísi gildum en sínum eigin og lætur sem eigið gildismat sé full- komið og takmarkalaust. Þetta er ein birting skurðgoðadýrkunar. En í nútímanum er afar erfitt að halda slíkri skurðgoðadýrkun án árekstr- ar við aðra. Næstu hundrað ár verða, að mínu mati, að byggjast frekar á hugmynd hvítasunnunnar. Það er dagur þegar fólk byrjar að tala og heyra mörg ókunnug tungumál eins og segir frá í Nýja Testament- inu. Þar er það táknað sem and- stæða aðskilnaðarhugmyndar. Það er hugmynd um blöndun og gagn- kvæma aðlögun og von um upp- byggingu jákvæðrar fjölbreytni. Ég kalla þetta „sambúðarstefnu. Tveir eða fleiri ókunnugir mætast, og lyfta tilveru sinni á hærra plan, með því að gera hið óþekkta þekkt. Ef mannkynið á að þroskast á ein- hvern hátt tel ég að það hljóti að vera á þennan hátt. Takmörkun hvers og eins gildis Annað atriði sem við lærum af mynd jarðarinnar er að aðgreina ómissandi þætti í tilveru okkar frá því sem við getum verið án. Á mynd af jörðinni frá geimnum, sjást engin landamæri. Jörðin er ein kúla án allra lína til að aðskilja eitt svæði frá öðru. Við erum svo vön því að sjá landamæri á heim- skorti og við trúum næstum því að landamæri séu dregin á jörðinni í alvöru. En það er bara ímyndun okkar. Jörðin án landamæra er tákn um aðgreiningu milli þess sem er endilega ómissandi fyrir mannkyn og þess sem hefur aðeins takmarkað gildi fyrir okkur. Tak- markað gildi er líka mikilvægt en það er mikilvægt að viðurkenna takmörkun hvers og eins gildis í kringum okkur. Landamæri eru mikilvæg og nauðsynleg, en þau mega aldrei stjórna örlögum mann- kyns. Hið sama gildir um þjóðerni, ríkisborgararétt, tungumál eða til- tekinn meningarheim. Þetta er allt mjög mikilvæg og fólk á skilið að við tökum þessi mál alvarlega til umræðu. Samt tilheyrir þetta ekki hinum takmarkalausu gildum og því megum við ekki gleyma. Virkari vitund um sjálfsmynd Að lokum vil ég reyna að tengja þessa hugsjón við hugmyndina um „hvað er að vera Íslendingur“. Hverjir eru Íslendingar? Þegar við spyrjum þessarar spurningar, reynum við auðvitað að aðskilja Ís- lendinga frá útlendingum. Íslend- ingar eru tiltekinn hópur manna í heiminum, sem einkennist af ís- lensku tungumáli, sameiginlegri sögu eða ýmsum þjóðernistengdum atriðum. Að hugsa um sjálfsmynd Íslendinga á þennan hátt er hefð- bundin aðskilnaðarstefna. Eins og ég sagði áðan, finnst mér þetta ekki passa alveg á 21. öldinni. Að aðskilja Íslendinga með menning- arleg einkenni er kannski aðeins helmingur skilgreiningar um Ís- lendinga. Hinn helmingurinn snýr að því hvernig Íslendingar koma útlendingum fyrir sjónir, sem sagt atriðið sem varðar sambúðar- stefnu. Sú hlið, þar sem Íslend- ingar skilgreina sjálfa sig í sam- hengi við viðhorf sín til útlendinga, er ómissandi hluti sjálfsmyndar- mótunar Íslendinga. Sjálfsmynd okkar, hvort sem hún er Íslendinga eða Japana, getur ekki verið að- skilin frá samhengi við aðra á jörð- inni. Þetta er virkari vitund um sjálfs- mynd sína. Það er ýmislegt sem er sérstakt á Íslandi, margt sem er yndislegt hjá Íslendingum. Fallegt tungumál, stéttlítið samfélag, rúm- gott land, hrein náttúra o.fl. Hvernig ætla Íslendingar að nota þessi einkenni til að auðga aðra íbúa á jörðinni? Ég met það mik- ilvægt sem hluta sjálfsmyndar Ís- lendinga. Það er vissulega verk- efni, sem aðeins Íslendingar geta sinnt. Hvað um t.d. náttúrvernd? Hvernig skilja Íslendingar fegurð náttúru landsins? Hún er forrétt- indi og séreign Íslendinga. Hver hefur þá sérábyrgð á henni? Mörg lönd í heiminum eru búin að eyði- leggja og týna fegurð náttúru sinn- ar vegna iðnaðarstefnu. Íslending- ar geta sýnt þeim dýrmæti náttúrunnar og það mun vera eitt af því mikilvæga sem eingöngu Ís- lendingar geta sinnt. Slík virk samskipti við aðra jarð- arbúa eiga að teljast til sjálfsmynd- ar hverrar og einnar þjóðar á jörð- inni, ekki síst til sjálfsmyndar Íslendinga, á 21.öld. Þannig birtist sambúðarstefna í fjölmenningar- legu samfélagi. Sjálfsmynd okkar í fjöl- menningarlegu samfélagi Eftir Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. „Virk sam- skipti við aðra jarð- arbúa eiga að teljast til sjálfsmyndar hverrar og einnar þjóðar á jörð- inni …“ Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.