Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 45
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 30.663
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára,
20. maí – flugsæti til Bologna.
Verð kr. 47.962
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára,
20. maí – Nautic, vikuferð.
Verð kr. 57.950
M.v. 2 í stúdíóíbúð í viku, Nautic,
20. maí.
Vinsælasti
áfangastaður á Ítalíu.
Heimsferðir bjóða vikulegt flug til Rimini alla þriðjudaga í sumar en
Rimini er vinsælasti áfangastaðurinn á Ítalíu og hefur slegið í gegn í
sumar enda flest flug orðin uppseld. Hér bjóða Heimsferðir vinsælustu
gististaðina, frábærlega staðsetta og hér er auðvelt að njóta lífsins til
hins ítrasta í fríinu. Héðan er stutt að fara til Feneyja eða Flórens og
kynnast heillandi menningarheimi þessa
ótrúlega lands eða einfaldlega njóta einnar
fegustur sólarstrandar við Adríahafið. Að
sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu
fararstjóra Heimsferða sem bjóða þér
spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni
stendur.
Við þökkum ótrúlegar viðtökur
Munið Master-
card ferða-
ávísunina
Síðustu sætin til
Rimini
í maí og júní
frá kr. 30.663
Vinsælustu gististaðirnir
Allt að verða uppselt
20. maí – 19 sæti
27. maí – 11 sæti
3. júní – uppselt
10. júní – 23 sæti
17. júní – uppselt
24. júní – 17 sæti
1. júlí – uppselt
8. júlí – uppselt
15. júlí – laust
22. júlí – uppselt
Flug alla þriðjudaga
Astoria
KANNSKI ætti hún að reyna að
tala um eitthvað annað en andstæð-
inga sína. Eða kannski að reyna að
forðast Borgarnes. Að minnsta kosti
ætti hún að forðast að tala um and-
stæðinga sína þegar hún er stödd í
Borgarnesi, því það fer illa. Fyrir
tveimur mánuðum hélt Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir þar ræðu sem
víðfræg varð og ekki endilega fyrir
stórmennsku ræðumanns. Og nú í
vikunni mætti hún að nýju í ræðu-
stólinn í Borgarnesi og enn
streymdu frá henni órökstudd stór-
yrðin. Stærst var sennilega sú full-
yrðing frambjóðandans, að aðili,
sem hún nefndi „forystu Sjálfstæð-
isflokksins“, stærsta flokks þjóðar-
innar, hefði þann sið að „hamast á“
forseta Íslands, hvenær sem forset-
inn talaði ekki eins og forystunni
væri „þóknanlegt“. Kannski eru
menn orðnir svo vanir stórum ásök-
unum og lítt rökstuddum dylgjum
þessa frambjóðanda, sem virðist
flest vilja ræða frekar en málefnin,
að enginn kippir sér lengur upp við
neitt sem kemur úr þessari átt. En
sennilega brygði flestum ef einhver
annar maður færi að saka andstæð-
inga sína um að „hamast á“ forseta
Íslands. Flestir aðrir yrðu krafðir
rökstuðnings fyrir slíkum fullyrð-
ingum, en þessi frambjóðandi á ekki
slíkum viðbrögðum að venjast. En
kannski eru flestir farnir að átta sig
á því að maður, sem krefur Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur um inni-
stæðu þeirra stóryrða sem hún býð-
ur nú upp á kvölds og morgna; þeim
manni verður jafn ágengt og þeim
sem fer í geitarhús að leita sér að
ull.
Gersamlega innistæðulaust
Nú sjá eflaust flestir að ásakanir
þessar eru gersamlega innistæðu-
lausar, enda reyndi Ingibjörg Sól-
rún ekki einu sinni að nefna nokk-
urt einasta dæmi um það hvernig
hamast hefði verið á forsetanum.
Þeir sem fylgst hafa með málflutn-
ingi Ingibjargar Sólrúnar að und-
anförnu velkjast tæplega í vafa um
að þegar hún talar um „forystu
Sjálfstæðisflokksins“ þá á hún við
Davíð Oddsson forsætisráðherra,
sem virðist henni ákaflega hugstæð-
ur. En sé fullyrðingin um hinar
stórfelldu árásir „forystu Sjálfstæð-
isflokksins“ á forseta Íslands ekki
beysin þegar horft er á hana í því
ljósi að hún er órökstudd með öllu,
hvað á þá að segja um hana þegar
það bætist við að það er sennilega
enginn stjórnmálamaður sem hefur
fengið meira hrós en Davíð Oddsson
fyrir einmitt það að verja forseta Ís-
lands?
„Þeirra sanda og sæva“
Af og til hafa stjórnmálamenn
gagnrýnt framgöngu núverandi for-
seta Íslands, og má þar nefna Guð-
mund Árna Stefánsson þingmann
Samfylkingarinnar og Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra. Þannig
má nefna að sumarið 1997 hélt for-
seti Íslands vestur um haf og fór
mikinn. Ekki líkaði öllum hér heima
framganga hans og Halldór Ás-
grímsson boðaði það að hann myndi
tala alvarlega við forsetann þegar
hann næði til hans. Forsætisráð-
herra stóð hins vegar með Ólafi.
Um þessi mál öll var fjallað í leiðara
Alþýðublaðsins, sem þá var vita-
skuld blað í andstöðu við forsætis-
ráðherra og ríkisstjórn hans. Í leið-
aranum segir, og þó þessi orð sanni
vitaskuld ekkert af eða á um þá
kenningu að forysta Sjálfstæðis-
flokksins hamist á forseta Íslands,
þá eru þau fróðleg: „Þannig hafa
persónulegir burðir forsetans, sam-
bönd hans erlendis og starfsstíll
þegar leitt til umfangsmikilla ávinn-
inga fyrir þjóðina. Þetta skilur Dav-
íð Oddsson mæta vel. Hann lætur
gamla úlfúð úr persónulegum átök-
um sínum og Ólafs Ragnars lönd og
leið, og lýsti stuðningi við störf for-
setans erlendis. Davíð Oddsson er
líka þeirra sanda og sæva að hann
verður ekki afbrýðissamur yfir vel-
gengni forsetans á erlendri grund,
heldur lítur á hana sem Íslendingur
og skilur ávinninginn af henni fyrir
þjóðina.“ Og hver ætli hafi nú kveð-
ið upp þennan dóm yfir samskiptum
Davíðs Oddssonar og forseta Ís-
lands? Leiðarinn er reyndar ekki
undirritaður en ef einhver þekkir
ekki ritstílinn þá má geta þess að á
Alþýðublaðinu var á þessum tíma
aðeins einn ritstjóri og hét Össur
Skarphéðinsson. Og það er ekki að-
eins að Alþýðublaðið tali svona í
leiðurum. Í fréttum og ritstjórnar-
efni segir blaðið að Davíð hafi „varið
Ólaf af hörku gegn gagnrýnisrödd-
um“ og stutt forsetann „dyggi-
lega“.“
Engin málefni
Órökstuddar dylgjur Ingibjargar
Sólrúnar sýna skýrar en nokkuð
annað hve fátt Samfylkingin hefur
fram að færa í þessum kosningum.
Sú sem hefur frambærileg málefni
þarf ekki að berjast með meðulum
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Engin notar dylgjur og hálfkveðnar
vísur ef hún hefur málefnalegri rök
tiltæk. En Samfylkingin veit að það
er erfitt að afsanna þær dylgjur
sem ekki eru studdar við annað en
tilfinningu sögumanns eða ætlaðar
skoðanir ónafngreindra manna úti í
bæ. En er ekki nær að fara fram á
að sögumaður færi fram sínar sann-
anir? Þangað til það er gert verða
hinar „víðkunnu“ ræður Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur einungis víð-
kunnar fyrir þá furðulegu, en leið-
inlegu staðreynd, að bæði trúverð-
ugleiki hennar og hún sjálf hafa
þann eiginleika að smækka í hvert
sinn sem hún kemur í Borgarnes!
Héðan í frá ætti hún sennilega að
sneiða hjá þessu ágæta þorpi á ferð-
um sínum, en ef því verður ekki við
komið, að reyna þá að fara hratt yf-
ir og segja sem fæst.
Ingibjörg Sól-
rún, ekki meir!
Eftir Tinnu
Traustadóttur
„Órök-
studdar
dylgjur Ingi-
bjargar Sól-
rúnar sýna
skýrar en nokkuð annað
hve fátt Samfylkingin
hefur fram að færa í
þessum kosningum.“
Höfundur er lyfjafræðingur.