Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
! "
"
# $
$ $
$
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Í KJÖLFAR greinaskrifa í Frétta-
blaðinu um baráttu þríburaforeldra í
Hveragerði, sjáum við hjá félagi þrí-
buraforeldra okkur knúin til að reyna
að útskýra hvers vegna sérstök að-
stoð getur verið nauðsynleg þegar
um þríbura er að ræða. Oft er fjallað
um þessi mál á þann hátt að þeir sem
ekki þekkja til, geta varla á nokkurn
hátt skilið hvers vegna eigi að aðstoða
þríbura umfram þá sem eiga kannski
þrjú börn með stuttu millibili. Það er
jú fullt af fólki sem á þrjú börn eða
fleiri.
Stundum er nefnt að flestir þríbur-
ar séu glasabörn og hvort fólk hefði
ekki átt að hugsa sinn gang, áður en
það fór út í þessa vitleysu. Vissulega
eru margir þríburar glasabörn. Oft
er þá fólk búið að bíða lengi eftir
barni og á jafnvel að baki margar
mislukkaðar og erfiðar frjóvgunar-
meðferðir. Svo gengur dæmið allt í
einu upp en börnin verða stöku sinn-
um fleiri en eitt. Stundum kemur það
svo fyrir að náttúran sér um þetta al-
veg sjálf og fólk eignast þríbura án
þess að tæknin komi þar nokkuð
nærri.
En þá að kjarna málsins: Því
skyldu þríburaforeldrar þurfa á meiri
aðstoð að halda en aðrir? Fyrst má
nefna að þríburar eru alltaf fyrirbur-
ar og það er áhyggjuefni í hverri þrí-
burameðgöngu hversu langt móðirin
nái að ganga með börnin. Dæmin hjá
okkar félagi sýna að þetta getur verið
frá 26 vikum til 37 vikna en full með-
ganga er 40 vikur.
Í dag er fæðingarorlofi þannig
háttað að móðir fær 6 mánuði með
fyrsta barni og 3 mánuði með hverju
barni umfram það. Samtals 12 mán-
uði með þríburum. Þó er stutt síðan
aukið var við þessi réttindi. Feðraor-
lof þríburaföður er 3 mánuðir. Ef
sömu foreldrar hefðu eignast þrjú
börn með stuttu millibili fengi móðrin
samtals 18 mánuði og faðirinn 9 mán-
uði.
Þegar komið er heim með nýfædda
þríbura má segja að sólarhringurinn
sé undirlagður í umönnun þeirra og
verður fólk alltaf að fá heimilshjálp til
þess að komast yfir það sem gera
þarf og ná einhverjum svefni. Mis-
jafnt hefur verið hvað sveitarfélög
hafa tekið mikinn þátt í kostnaði við
þetta en nefna má Akranes sem verið
hefur til fyrirmyndar og veitt þessa
þjónustu, þríburaforeldrum að kostn-
aðarlausu.
Það segir sig sjálft að frá því að
fæðingarorlofi lýkur, upp úr eins árs
afmæli þríbura, tekur við erfiður tími
fjárhagslega því ekki svarar kostnaði
að senda þrjú börn til dagmóður.
Tekur því við bið eftir leikskólaplássi
og þar til það fæst, verða þessar fimm
manna fjölskyldur (og oft stærri) að
reiða sig á eina fyrirvinnu. Misjafnt
hefur verið eftir sveitarfélögum hvað
þau hafa veitt mikinn aflsátt á leik-
skólagjöldum en þar sem best hefur
verið gert er greitt fullt gjald fyrir
eitt barn en hálft fyrir hin tvö og gild-
ir þar sami afslátturinn einnig fyrir
fæði.
Eins og fram kom hér að framan,
eru þríburar alltaf fyrirburar og hafa
því sumir þeirra þurft sérstaka að-
stoð svo sem sjúkraþjálfun, iðjuþjálf-
un og/eða talþjálfun. Oft getur reynst
erfitt að skipuleggja hvernig vinnu-
tíma og leikskólatíma skuli háttað til
að geta sótt þessa nauðsynlegu þjálf-
un. Einnig má benda á að börn sem
eru fædd mjög löngu fyrir tímann
eiga oft í miklum veikndum framan af
og getur t.d. liðið langur tími, jafnvel
nokkur ár, þar til þau geta innbyrt
nægjanlega næringu á eðlilegan hátt.
Það er álit okkar að það sé þjóð-
félaginu fyrir bestu að hægt sé að
sveigja vinnutíma, leikskólatíma og
gjöld á þann hátt að foreldrum sé
gert kleift að sinna þeim skyldum sín-
um að koma börnunum í þá þjálfun
sem þau eru talin þurfa því lengi býr
að fyrstu gerð.
F.h. félags þríburaforeldra
GUÐBJÖRG
GUNNARSDÓTTIR.
Því skyldu þríbur-
ar þurfa meiri
aðstoð en aðrir?
Frá Félagi þríburaforeldra:
SALVE, Moggi!
Þann 12. apríl rakst ég á frétt um
ólátaseggi fjórða bekkjar Mennta-
skóla við Sund í tilefni af „dimmiter-
ingu“. Var vitnað í heimasíðu skólans,
þar sem rektor baðst afsökunar á of-
beldinu og kvað stúdentsefnin mega
skammast sín fyrir hegðunina. Sam-
mála þessu, snéri ég mér að heima-
síðunni til að afla mér nánari vitn-
eskju, einkum um orðið
„dimmitering“, sem ég átti engan
grun um að finna þar aftur! En þetta
sérkennilega orð blasti hér við mér á
ný, og hafði emmum ekki fækkað. Í
stuttu máli sagt, er hér um orðskrípi
að ræða. Lat. (v.) dimitere= ísl.(s.)
dimitera: senda á brott, kveðja, leysa
(t.d. úr embætti).
Lat.(n.) dimissio=ísl. (n., úr
þýzku> dönsku) DIMISSION:
brottsending, kveðjuathöfn, afleys-
ing. Skrítna orðið, sem ofan er getið,
finnst t.d. ekki í Orðabók Háskólans.
Mig minnir til, að fyrir rúmum
þrjátíu árum var varað við að fjölga
menntaskólum um of. Því var að sjálf-
sögðu engu hlýtt, og bráðlega var
zetu útrýmt úr málinu, þá þéringar
afnumdar og nú staupa menn sig á
„dimmiteringu“. Að vísu er nokkuð
tryggt, að í Schola Reykjavicensis
fari þetta enn fram á dimission.
Ég hugleiði nú hvort ef til vill fleiri
mættu skammast sín en ribbaldarnir
einir. Allavega gildir fyrir hvort
tveggja:…o tempora, o mores!
Servus, Moggi!
BOLLI BJARTMARSSON,
Mainaschaff,
Unterfranken, Þýzkalandi.
Þvílíkir tímar…
Frá Bolla Bjartmarssyni: