Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í fyrsta sinn hefur verið gefin út í einni bók efitirmynd af eina
varðveita eigihandarriti Hallgríms Péturssonar að
Passísusálmunum ásamt prentuðum texta þeirra:
Einn mesti dýrgripur á íslenskri tungu í fallegri útgáfu sem
verður ævarandi eign þess er hýtur.
Bókin er í stóru broti, bundin í alskinn og hvergi sparað til
þess að innihaldið fá notið sín sem best.
Gjöf sem vex með fermingarbarninu
Bókin fæst í Kirkjuhúsinu, Hallgrímskirkju , Landsbókasafni
(í Þjóðarbókhlöðu) og helstu bókaverslunum.
Passíusálmarnir
- vönduð gjöf
Ú
RSLITIN í kosningabaráttunni eru að ráðast þessa dag-
ana. Ekki í fjölmiðlum eða reykmettuðum bakher-
bergjum stjórnmálaflokka heldur í fermingarveislum
sem stofnað er til út um allan bæ. Þar komast sögur á
kreik á meðan aðrar fjara út. Og örlög stjórnmálamanna
og ráðast.
Ábyrgð fermingarbarna er því mikil. En það virtist ekki íþyngja nein-
um í borgaralegri fermingu í Ráðhúsinu um síðustu helgi. Ferming-
arbörnin spiluðu sjálf á hljóðfæri og sungu. Predikunin var ekki flutt af
sérlega skipuðum erindreka Guðs, þó verið geti að
hann gangi á Guðs vegum, heldur las Einar Már Guð-
mundsson rithöfundur hugleiðingu. Svo tíndust ferm-
ingarbörnin í veislurnar.
Það getur verið vandkvæðum bundið að sækja borg-
aralega fermingju. Í sumum bókaverslunum eru nefni-
lega ekki til fermingarkort nema með krossi. Furðu
mörgum hefur þó tekist að finna heiðin kort, því nánast er troðið út úr
dyrum í fermingarveislunni. Ekki þarf að undrast að í eldhúsinu er and-
rúmið eins og á bráðavaktinni.
– Ég er að sækja mjólk fyrir Jónas, segir stelpa og hugsar um litla
bróður.
– Hvar finn ég gosið? segir karlmaður og hallar sér upp að borði með
Sinalco og Appelsíni.
– Það þarf að þurrka upp í stofunni, segir húsmóðirin á heimilinu og
er rokin af stað með tuskuna.
– Var það nokkuð sonur minn? spyr ein móðirin áhyggjufull.
Allt nokkuð týpískar spurningar fyrir bráðavakt í fermingarveislu,
utan ein sem kemur dálítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum.
– Er einhver með gítarnögl í vasanum?
En áður en kemur að skemmtiatriðunum kveður faðir ferming-
ardrengsins sér hljóðs. Hann talar um hversu lánsamur sonur sinn hafi
verið. Í fermingum í sumum löndum hefði hann verið látinn bjarga sér
einn úti í frumskóginum dögum saman og í öðrum væri skorið í við-
kvæma líkamsparta. Svo bætir hann við að reyndar sé það mikil mann-
dómsraun að lifa af alla kossana og knúsin frá frænkum og frændum og
hlusta á setningar eins og:
– Ó, hvað þú ert orðinn stór. Síðast þegar ég sá þig varstu bara lítill
gutti. Veistu að ég skipti á þér?
Íbúðin er óskaplega fín eins og almennt gildir um íbúðir foreldra
fermingarbarna. Nema hvað, það er trommusett í stofunni. Fyrr en var-
ir er fermingardrengurinn sestur við trommurnar með bítlagreiðsluna
sína og síðhærður vinur hans tekur sig vel út í strigaskóm, svörtum
íþróttabuxum og sparijakka með rafmagnsgítar. Þetta eru frumlegir
strákar og tónlistin er frumsamin. Rokk og ról. Og ekki er laust við að
það fari um gamla konu frammi á gangi.
– Ég er búin að vera með giftingarmynd af ykkur í tuttugu ár og þið
hafið ekkert breyst, segir heldri kona í hrókasamræðum í eldhúsinu.
– Ekki hún heldur? spyr maðurinn og setur upp undrunarsvip.
– Ég fermdist ekki, segir langamma og rifjar upp að hún fékk ekki að
sitja í kristinfræðitímum í skólanum í þá daga vegna þess að hún vildi
ekki fermast. Hún var bara send út á skólaplan. Og er enn ósátt við það.
Hún segist ekki hafa tölu á öllum þeim fermingum sem hún hafi sótt í
gegnum tíðina.
– Ég geng aldrei til altaris til að borða oblátu. Mér fannst það bara
skrípaleikur. Ég kann ekki við það. Að borða líkama Krists og drekka
blóðið hans.
– Er einhver með startkapla? er kallað yfir veisluna.
– Já, ég, segir herramaðurinn með myndavélina og hleypur til.
– Hvað er enginn hérna? segir kona sem gengur inn í stofuna þegar
gestirnir eru farnir að tínast út.
– Er ég enginn? spyr maður á móti með kímnisvip.
Foreldrarnir í veislunni fá fyrir hjartað þegar lítill drengur labbar að
vini sínum og kyssir hann á kinnina. Mikið óskaplega er hann vel upp al-
inn má lesa úr svipnum á þeim og hægt andvarp líður um stofuna. Svo
rífur drengurinn bílinn af vini sínum og segir: „Ég á.“
Bannað er að opna gjafirnar fyrr en flestir gestanna eru farnir. Þann-
ig að fermingardrengurinn verður að finna sér eitthvað annað til dund-
urs. Hann ákveður að kveikja á nýja rafmagnsgítarnum, Rockwood Pro.
– Finnurðu einhvern mun? spyr blaðamaður.
– Mér finnst ég vera ríkari, svarar hann og brosir út í annað.
Loks eru þrír tímarnir liðnir sem fermingardrengurinn hafði lofað að
opna ekki pakkana sína. Þeir gestir sem eftir eru í veislunni setjast inn í
herbergi og fylgjast með því þegar hann opnar pakkana og umslögin.
– Nú er bara að telja, segir einn og ekki laust við að spenna myndist í
herberginu á meðan umslögin fæða þúsundkallana af sér.
– Ég er búinn að vera að bíða eftir þessum, segir fermingardreng-
urinn og teygir sig eftir stærsta pakkanum.
Þegar öllu er á botninn hvolft virðast borgaralegar fermingar ekkert
frábrugðnar kristilegum fermingum. Pakkarnir eru stórir, umslögin
þykk og unglingur er kominn í fullorðinna manna tölu. – Hann á pen-
inga.
Morgunblaðið/Sverrir
Í fullorðinsvígslu
SKISSA
Pétur Blöndal
fór í borg-
aralega
fermingu
EIRÍKUR S. Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Kaldbaks, sagði að
niðurstaða gerðardóms á heildar-
verðmæti Norðurmjólkur væri von-
brigði. „Við hefðum ekki áfrýjað
þessu máli nema af því að við töldum
að við ættum að fá meira fyrir okkar
eignarhlut.“ Niðurstaða gerðardóms
var að verðmæti Norðurmjólkur
væri 824 milljónir króna. Áður höfðu
dómkvaddir matsmenn komist að
þeirri niðurstöðu að verðmæti allra
hlutabréfa Norðurmjólkur væri 931
milljón króna, eða 107 milljónum
króna hærri.
Auðhumla, félag mjólkurframleið-
enda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum,
átti um þriðjungs hlut í Norðurmjólk
en keypti um 67% hlut Kaldbaks í fé-
laginu sl. sumar, með stuðningi fleiri
aðila í mjólkuriðnaði. Ekki náðust
samningar um kaupverð og fór svo
að dómkvaddir matsmenn mátu
verðmæti félagsins. Forsvarsmenn
Kaldbaks sættu sig ekki við þá nið-
urstöðu og töldu verðið of lágt. Málið
fór því fyrir gerðardóm og er niður-
staða hans bindandi fyrir báða aðila.
Einn skilaði séráliti
„Við áfrýjuðum málinu í upphafi
vegna þess að við töldum að það
hefðu verið verulegir annmarkar á
vinnu matsmanna. Þá er dómur
gerðardóms afskaplega veikur að
mínu mati. Eini lögmaðurinn af þess-
um þremur sem skipuðu dóminn,
Margeir Pétursson, sem telst vera
sérfræðingur í svona málum, skilaði
séráliti og hann metur félagið 100
milljónum króna hærra en hinir tveir
gera. Þeir meta okkar eignarhlut á
550 milljónir króna en Margeir met-
ur hlutinn á 650 milljónir króna.“
Aðspurður hvort þetta væri samt
ekki endanleg niðurstaða sagði Ei-
ríkur svo vera, „nema við getum sýnt
fram á það með einhverjum hætti að
lög um gerðardóm hafi verið brotinn.
Þá væri hægt að fara með málið fyrir
dómstóla. Við eigum eftir að fara bet-
ur yfir dóminn og því er alls óvíst
með framhald málsins,“ sagði Eirík-
ur.
Auk Margeirs skipuðu þeir Sig-
urður Tómas Magnússon og Ólafur
Gústafsson gerðardóminn.
Framkvæmdastjóri Kaldbaks um verðmæti Norðurmjólkur
Niðurstaðan er vonbrigði
NÆSTA haust mun nýr einkarekinn framhaldsskóli,
Menntaskólinn Hraðbraut, taka til starfa í Hafnarfirði.
Þar verður boðið upp á tveggja ára nám til stúdents-
prófs og munu nemendur skólans því útskrifast átján
ára, að sögn Ólafs Hauks Johnson, skólastjóra.
Boðið verður upp á bóknám á tveimur brautum, nátt-
úrufræði- og málabraut. Náminu verður stillt upp í 15
fimm vikna lotur og verða þrjár námsgreinar teknar
fyrir í hverri lotu. „Kennsla fer eingöngu fram á mánu-
dögum, miðvikudögum og föstudögum en hina virku
dagana er gert ráð fyrir að nemendur mæti í skólann
og sinni heimanámi í skólastofunum. Þá daga verða
kennarar viðstaddir og veita aðstoð,“ útskýrir Ólafur.
„Við lok hverrar fimm vikna lotu verða síðan próf og
eftir það frí í viku fyrir þá sem ná en gert ráð fyrir að
þeir sem falli noti vikuna til að bæta sig.“ Hann tekur
fram að kennarar muni bera meiri ábyrgð á námi nem-
enda en almennt gerist í framhaldsskólum. „Andinn á
að vera þannig að þegar nemandinn er kominn í skól-
ann verði allt gert til hjálpa honum sem mest og best í
náminu.“
Sjö ára gömul hugmynd
Ólafur er viðskiptafræðingur með kennsluréttindi
frá Kennaraháskólanum og hefur unnið við kennslu í
framhaldsskóla í 12 ár. Þá hefur hann rekið Hraðlestr-
arskólann í 20 ár og Sumarskólann þar sem framhalds-
skólanemendur hafa getað tekið framhaldsskólaáfanga
á mánaðarlöngum námskeiðum á sumrin. Hann segist
hafa fengið hugmyndina að Hraðbrautinni árið 1996
við rekstur Sumarskólans. „Ég hef verið með Sum-
arskólann í 10 ár ásamt mági mínum og má segja að
þar hafi ég verið að prufukeyra hugmyndina að þess-
um nýja skóla.“
Skólaárið mun standa yfir frá miðjum ágúst og fram
í miðjan júní eða um mánuði lengur en í öðrum fram-
haldsskólum en á móti kemur að nemendur útskrifast
með stúdentspróf tveimur árum fyrr en venja er.
„Vinnuálag verður auðvitað nokkurt en á móti kemur
að vinnunni verður hagað þannig að námið verði mjög
markvisst. Fræðimenn sem hafa þróað hugmyndina að
skólanum með mér hafa reiknað út að námið muni
liggja vel fyrir um 15% nemenda í hverjum árgangi en
gert er ráð fyrir að um 100 nemendur verði teknir inn í
skólann á hverju hausti.“
Hann segir félagslíf skólans auðvitað mótast af því
hversu lítill hann er.
Þjóðhagslegur ávinningur
Menntaskólinn Hraðbraut verður til húsa á Reykja-
víkurvegi 74 þar sem Iðnskólinn í Hafnarfirði var áður.
Húsið verður þó fyrst nánast endurbyggt og heilli hæð
bætt ofan á það, að sögn Ólafs. Hann tekur fram að
ásamt honum sjálfum muni fyrirtækið Nýsir hf. koma
að rekstrinum. „Einnig verður Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur hluthafi, en félagið hefur sýnt því mikinn
áhuga að stuðla að styttingu stúdentprófs.“ Hann nefn-
ir að menntamálaráðuneytið hafi þegar veitt faglega
viðurkenningu á náminu en auk þess hafi verið gerður
samningur um fjárstuðning. „Skólagjöld verða um 190
þúsund krónur fyrir hvort árið og munu nemendur
geta fengið lán fyrir þeirri upphæð frá viðskiptabönk-
um. Það þarf síðan ekki að byrja að greiða niður fyrr
en að afloknu háskólanámi.“ Hann bendir á að ávinn-
ingurinn af því að fá stúdentspróf 18 ára sér marg-
víslegur. „Nemendur komast fyrr út á vinnumarkaðinn
sem skapar þeim meiri möguleika og tekjur fyrir þá.
Þá er einnig þjóðhagslegur ávinningur af því að fá ungt
fólk fyrr út í atvinnulífið.“
Skráning mun hefjast fljótlega en upplýsingar um
skólann má nálgast á heimasíðunni hradbraut.is.
Nýr einkarekinn framhaldsskóli í Hafnarfirði í haust
Nemendur fá
stúdentspróf
átján ára
Morgunblaðið/Sverrir
Ólafur Haukur Johnson er skólastjóri Menntaskólans
Hraðbrautar en hann mun útskrifa nemendur með
stúdentspróf á tveimur árum.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt 23 ára karlmann í árs
fangelsi fyrir tilefnislausa og fólsku-
lega líkamsárás á Gauk á Stöng í júní
2001. Vegna hömlulauss dráttar á
rekstri málsins hjá lögreglu, sem
viðhlítandi skýring fékkst ekki á, var
refsingin skilorðsbundin. Ákæra var
gefin út um miðjan janúar á þessu
ári, eða rúmum 19 mánuðum eftir
brotið. Ákærði játaði sök.
Í dómnum segir að við meðferð
málsins hafi ákærði lagt fram gögn
sem sýni að hann hafi frá því að brot-
ið er framið sýnt verulegan vilja til
að ná tökum á lífi sínu eftir mikla
neyslu áfengis og vímuefna. Sé hann
í sambúð og að verða faðir. Valtýr
Sigurðsson héraðsdómari kvað upp
dóminn. Verjandi ákærða var Ró-
bert Árni Hreiðarsson hrl. Málið
sótti Katrín Hilmarsdóttir fulltrúi
lögreglustjórans í Reykjavík.
Fangelsi
fyrir árás