Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ A LLAR götur frá því aðallinn missti þau sérréttindi sín að ganga í glæsi- legum fatnaði hafa ráðandi sam- félagsöfl reynt að finna á því flöt hvernig þau gætu endurheimt for- réttindi sín sem leiðandi mótendur smekkvísi. Að gera eins og náung- inn er partur af lítt umræddum þrautakóngi sem þó virðist skipta mun meira máli en menn vilja vera láta. Ljóst og leynt er reynt að draga menn í dilka eftir því hvar og hvernig þeir búa, í hvers konar kerrum þeir aka, hvernig þeir eru til fara, og síðast en ekki síst hverrar skoðunar þeir séu í þjóðmálum, og þá er átt við mun víðtækara svið en því sem nemur stjórnmálum, flokkspólitík eða hagsmunasamtökum af öðrum toga. Þegar ég leyfði mér að gagnrýna hugmyndina að baki sýningaröð þeirri í Gerðubergi sem hleypt var af stokkunum fyrir fáeinum árum undir rú- brikkunni „Þetta vil ég sjá“, var það ekki vegna þess sem mér var brigslað um í einhverri ómerkilegri svargrein, að ég væri spældur yfir því að aðrir en listfræð- ingar og gagnrýnendur væru fengnir til að setja saman sýningar, heldur hins að sótt var í þjóð- kunna menn og valdamikla til að velja verkin. Með því var hreinlega verið að ýta undir snobbið eina ferðina enn. Núna, þegar við lítum á sýningarnar tvær, „Að mínu skapi“, í Gallerí Fold, sem Davíð Oddsson raðaði saman, og „Þetta vil ég sjá“, í Gerðubergi, sem valin er af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, er það sem ég uggði komið fram í sinni ýktustu mynd. Reynt er að flokkspólitísera smekkvísina enn eina ferðina með grófasta móti. Án þess að mér detti í hug að gagnrýna sjálfa veljendurna – ég er næsta viss um að þau Davíð og Ingibjörg slógu til full- komlega græskulaust og í góðri trú – verð ég að ítreka gagnrýni mína á þeim sem hleyptu þessari afkáralegu hugmynd af stokkunum. Að baki liggur lítil ást á listum; aðeins áhugi á því að vita hvaða smekk þessi eða hin silkihúfan hefur, ef til vill í frómri von um að finna megi órækan silkihúfusmekk sem hægt sé að veifa framan í almenning. Þar með værum við aftur búin að endurheimta þá „sælutíð“ þegar aðallinn fékk að ráða öllu um útlit og afstöðu manna. Gegn þeirri óværu börðust kynslóðir listamanna og voru ekki af verri sortinni. Ludwig van Beethoven og Franc- isco Goya eru þekktustu dæmin um fyrstu kynslóð tónlistar- og myndlistarmanna sem neituðu að hlýta þröngri og hverfulli smekkvísi aðalsins. Síð- an eru komnar ófáar kynslóðir listamanna sem hafna ofanaðkomandi forsjá eða opinberum smekk, vitandi vits að það fer ekki eftir neinum virðingarstiga hvort menn hafa tilfinningu fyrir listum. Samt er eins og íslenska listamenn vantiraunverulegan kjark til að hrekja þessarog aðrar heftandi tilhneigingar semíþyngja íslensku listalífi. Í staðinn fyrir að heimta mun meiri fyrirgreiðslu þessum hluta menningarinnar til handa ganga þeir bljúgir inn á stýrandi nískuspil hins opinbera og hróplegan ná- nasarhátt einkageirans. Þeir gleyma að þeir eru handhafar kyndils íslenskrar listmenn- ingar og bera sem slíkir ábyrgð á framvindu hennar. Einungis með því að sannfæra ráðandi öfl um nauðsyn þess að efla íslenska listmenn- ingu geta þeir náð einhverjum markverðum ár- angri innlendri list til handa. Í þeim efnum eru samræður fyrsta skrefið og mega listamenn eflaust taka umræðukvöld rithöfunda í Gunnarshúsi – 25. síðasta mánaðar – sér til fyrirmyndar, þótt áherslurnar kunni að vera ólíkar. Markmiðið hlýtur þó að vera áþekkt; að efla með mönnum uppbyggilega óhlýðni til varnar íslenskri listmenningu. Hvað það varðar er okkur hollt að minnast abstrakt- expressjónistans Philips Gustons (1913–80) og þeirrar „hetjulegu“ kúvendingar hans að mála „vafasamar“ myndasöguskotnar fantasíur af meðlimum Ku Klux Klan, síðasta áratuginn sem hann lifði. Þegar hann sýndi þessar myndir fyrst í Jew- ish Museum, í New York, 1968, hlaut hann hvarvetna hraklega dóma. Listileg ósvífni þeirra og hvatskeytinn ókunnugleiki kom aðdá- endum hans í opna skjöldu. Eina huggunin kom frá kollega hans, Willem de Kooning, sem taldi í hann kjark og þóttist sjá „frelsisást“ í þessum óvenjulegu málverkum. Víst er að Guston hafði fengið sig fullsaddan af þeirri vél- rænu tilveru sem gekk út á að þóknast vana- föstum og þröngsýnum viðskiptavinum. Hann lést þó áður en sú umbun hlotnaðist honum að sjá heila kynslóð listamanna feta ámóta leið. Þannig lifði fordæmið áfram góðu lífi. Listin, afstaðan og aðstaðan „Dómssalur“, 1970, eftir Philip Guston. Málverkið er liðlega þriggja metra langt. AF LISTUM Eftir Halldór Björn Runólfsson halrun@ismennt.is NÝLEGA vorum við nokkrir þing- menn á fundum í Brussel með þing- mönnum á Evrópusambandsþinginu. Í hópi viðmælanda okkar var Diana Wallis, Evrópusambandsþingmaður frá Bretlandi, sem hefur skrifað bók um stöðu Íslands og annarra EFTA- ríkja utan Evrópusambandsins. Í við- ræðunum kom fram, að hún fagnaði því sérstaklega, að út hefði verið gef- in bókin Iceland and European Deve- lopment – a historical review from a personal perspective eftir Einar Benediktsson sendiherra. Hún gæfi útlendingum glögga mynd af þróun og stöðu mála í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins. Fyrir evrópska stjórnmálamenn eða aðra málsvara samrunaþróunar- innar í Evrópu undir merkjum Evr- ópusambandsins er ekki auðvelt að skilja, hvers vegna Íslendingar standa utan þessarar þróunar og hvers vegna enginn íslenskur stjórn- málaflokkur hefur á stefnuskrá sinni að Ísland gerist aðili að Evrópusam- bandinu. Í bók sinni lýsir Einar Benediktsson stefnu og straumum að því er varðar hlut Íslands í þessari þróun allri. Fyrir rúmum 40 árum eða 1961 til 1962 unnu íslensk stjórnvöld að því að skilgreina stöðu Íslands gagnvart Efnahagsbandalagi Evrópu eins og Evrópusambandið hét þá. Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptaráð- herra í viðreisnarstjórninni, Þórhall- ur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri við- skiptaráðuneytisins, Jónas H. Haralz, efnahagsráðgjafi ríkisstjórn- arinnar, og Einar Benediktsson voru þá í forystu í viðræðum Íslands við stjórnendur Efnahagsbandalagsins og ráðamenn aðildarlanda þess um hvaða leið væri best fyrir Ísland gagnvart bandalaginu. Aðild að því var ekki útilokuð en forsendur fyrir henni brustu með öllu í ársbyrjun 1963, þegar Frakkar höfnuðu aðild Breta að Efnahagsbandalaginu. Einar Benediktsson réðst til starfa í stjórnarráðinu árið 1960 eftir fjög- urra ára störf hjá Efnahags- og fram- farastofnuninni (OEEC/OECD) í París. Í bók sinni rekur hann í stuttu máli sögu stofnunarinnar og Evrópu- sambandsins og skýrir jafnframt þróun efnahagsmála hér á þeim ár- um, þegar verið var að brjótast út úr kerfi hafta og skömmtunar inn á braut þess frjálsræðis, sem var skil- yrði fyrir virkri aðild Íslands að hin- um efnahagslega samruna í Evrópu. Ríkisstjórnin hóf vorið 1965 að kanna leiðir Íslands til aðildar að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evr- ópu, en sögu þeirra lýsir Einar einn- ig. Hann er í einstakri aðstöðu til að lýsa samningaviðræðunum, sem leiddu til aðildar Íslands að EFTA 1. mars 1970. Árið 1967 skrifaði Einar skýrslu um aðild að EFTA, sem var þá um haustið lögð til grundvallar, þegar ríkisstjórnin kynnti málið fyrir stjórnarandastöðunni, en síðan var skipuð nefnd með fulltrúum allra þingflokka til að ræða kosti aðildar að EFTA. Voru þeir Þórhallur og Einar ritarar þessarar nefndar. Í bók sinni rekur Einar gang sam- skipta okkar við Evrópuþjóðirnar allt frá þessum árum. Hann lét ekki síður að sér kveða sem sendiherra við gerð samningsins um evrópska efnahagssvæð- ið fyrir rúmum tíu árum, en Einar var sendiherra Íslands í Ósló í mars 1989, þegar ferlið vegna evrópska efnahagssvæð- isins hófst á leiðtogafundi EFTA-ríkjanna. Hann rekur sögu samningavið- ræðnanna og bregður ljósi á álitamálin auk þess að lýsa þróun samstarfs- ins innan EES til þessa dags. Samhliða því, sem Einar Bene- diktsson segir þessa sögu frá sínum einstæða sjónarhóli, rekur hann gang íslenskra stjórnmála á þessu árabili og lýsir afstöðu stjórnmálaflokkanna til þeirra mikilvægu ákvarðana, sem búa að baki aðild Íslands að evrópsku samrunaþróuninni. Einar lætur þó ekki staðar numið við Evrópuþáttinn í sögu íslenskra utanríkismála á þessu tímabili, held- ur lýsir einnig framvindunni í örygg- is- og varnarmálum. Á því sviði hefur hann einnig öðlast mikla þekkingu sem fastafulltrúi Íslands í Atlants- hafsbandalaginu (NATO) og sendi- herra Íslands í Washington. Vegna starfa sinna á vettvangi NATO varð hann fyrstur íslenskra sendiherra til að sitja fundi kjarnorkuáætlana- nefndar bandalagsins. Með þátttöku hans þar var staðfest, að Íslend- ingar eiga aðgang að öll- um þáttum í starfi bandalagsins, þótt þjóð- in ráði ekki yfir eigin her. Bók Einars Bene- diktssonar sýnir lifandi áhuga hans á þeim við- fangsefnum, sem hann hefur sinnt sem fulltrúi þjóðar sinnar, og lúta að því að tryggja stöðu okk- ar í samfélagi þjóðanna. Við lítum gjarnan á ár- angur liðinna ára og áratuga sem sjálfsagðan hlut, þegar tekist er á um málefni líðandi stundar. Auðvitað fer því víðs fjarri. Hann hefði ekki náðst nema vegna þess að þjóðinni voru sett markmið og staðfastlega var unnið að því að ná þeim. Hver sem les bók Einars Bene- diktssonar hlýtur að komast að þeirri niðurstöðu, að Íslendingar geti verið stoltir af þeim árangri, sem stefna þeirra í utanríkismálum hefur skilað þeim og þar með einnig af þeim, sem hafa unnið að framgangi hennar. Með þessari stefnu hefur einnig verið lagður grunnur að góðri framtíð í samskiptum okkar við þjóðir Evrópu og Norður-Ameríku sé rétt á málum haldið. Ísland og evrópska samrunaþróunin Einar Benediktsson BÆKUR Stjórnmál Eftir Einar Benediktsson. 256 bls., útgef- andi Almenna bókafélagið, 2003. ICELAND AND EUROPEAN DEVELOPMENT Björn Bjarnason Edda eftir Snorra Sturluson (1179– 1241) er komin út á ensku. Í bókinni er að finna helstu frásagnir Eddu ásamt úrvali evr- ópskrar myndlistar sem sprottin er af lestri Eddu á und- anförnum öldum. Edda er eitt af grundvallarritum norrænnar menn- ingar. Þar segir frá uppruna Danmerk- ur og Svíþjóðar; ævintýrum guð- anna gömlu: Óðins, Þórs, Baldurs, Freyju og allra hinna, að ógleymdum hinum brögðótta Loka. Þar segir frá uppruna heimsins og endalokum hans. Ennfremur segir frá Völsungum og Niflungum, Sigurði og Drekanum. Þessi útgáfa er að mörgu leyti tíma- mótaverk: Í henni er að finna rjómann af þeirri myndlist sem Edda hefur kveikt á undanförnum öldum. Textinn er auk þess settur fram með hætti sem höfðar til nútímamanna. Á annað hundrað myndir eru í bókinni. Elsta myndin er frá 1680 og sú yngsta frá 1985 og má sjá hvernig margir helstu myndlistarmenn Evrópu hafa á und- anförnum öldum kallast á við íslensk- ar fornbókmenntir. Myndlistarmennirnir sem eiga verk í bókinni eru frá tólf Evrópulöndum. Útgefandi er Guðrún útgáfufélag. Edda-útgáfa hf. annast dreifingu og sölu bókarinnar á Íslandi. Bókin er 360 bls., í stóru broti. Verð: 8.900 kr. Snorra-Edda Spádómabókin er eftir Símon Jón Jó- hannsson þjóðfræðing. Í bókinni er fjallað um það hvernig hægt er að skyggnast inn í framtíðina með hjálp margvíslegra spádómsaðferða frá ýmsum heims- hornum. Höfundur rekur sögu helstu að- ferða úr austri og vestri og gerir grein fyrir því hvernig unnt er að beita þeim til að spá um framtíðina. M.a. er fjallað um vestræna og kínverska stjörnuspeki, tarotspil og venjuleg spil, lófa- og handspár, bolla- og talnaspár, I Ching og rúnaspár. Einnig er greint frá því hvernig hægt er, samkvæmt íslenskri þjóðtrú, að lesa út úr sínu nánasta umhverfi merki um það sem á eftir að gerast. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 320 bls., prentuð í Odda. Hönnun útlit og kápu: Anna Cynthia Leplar. Verð: 4.990 kr. Spádómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.