Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL gróska er í stuttmyndagerð í grunn- og framhaldsskólum hér á landi og nokkuð er um að ungir og metnaðarfullir kvikmyndagerðar- menn hasli sér völl í stuttmyndum. Það vantar hinsvegar nokkuð upp á að stuttmyndir hafi náð að festa sig í sessi sem listform hjá fullmótuð- um kvikmyndagerðarmönnum. Ekki bara æfingavöllur „Auðvitað æfa menn sig á stutt- myndum áður en þeir hafa aldur eða reynslu til að fara út í kvik- myndir í fullri lengd,“ segir Kristín B. Pálsdóttir, sem er yfir stutt- og heimildarmyndum hjá Kvik- myndamiðstöð Íslands. „Það er af hinu góða, því það er ódýrara og ekki eins mikið í húfi.“ En hún bendir á að stuttmyndir séu líka listform einar og sér, sem standi fyrir sínu. „Þetta er ekki bara æfingavöllur, en það eru fáir sem leggja þær alfarið fyrir sig hér á landi. Mér finnst það pínulítil vonbrigði og nokkuð sem mætti gjarnan breytast. Ástandið er mun betra í nágrannalöndunum, eink- um í Noregi þar sem stuttmynda- gerð er í þvílíkum blóma að unaður er að fylgjast með því hvernig þetta knappa form er nýtt.“ Markaðurinn ekki öruggur Ástæðan er fyrst og fremst sú að ekki hefur skapast öruggur mark- aður fyrir stuttmyndir hér á landi. Kristín bendir á að í Noregi séu stuttmyndir sýndar á undan bíó- myndum í kvikmyndahúsum, en stuttmyndir hafi ekki náð fótfestu í íslenskum kvikmyndahúsum. Þá eigi stuttmyndir ekki á vísan að róa í sjónvarpi, öfugt við heimildar- myndir. Undir það tekur Böðvar Bjarki Pétursson kvikmyndagerðarmað- ur. „Mér finnst stuttmyndir enn skemmtilegri en ella vegna þess að þær passa svo illa inn í sjónvarps- dagskrárnar,“ segir hann. „Dag- skráin er orðin svo flöt í eðli sínu, öll í hálftíma- og klukkutímalöng- um þáttum, og þess vegna er dag- skrárstjórum svona illa við stutt- myndir. Það er ómögulegt að skeyta þeim inn í dagskrána, nema sýna margar saman, sem er ná- kvæmlega það sem ber að forðast.“ Þarf að koma upp áhorfendum Þrátt fyrir að umhverfið sé erfitt fyrir stuttmyndagerð er þó eitt- hvað um að kvikmyndagerðar- menn séu að spreyta sig á því formi. Stutt- og heimildamyndahá- tíðin „Reykjavík Shorts and Docs“ verður haldin í apríl í annað sinn og er orðin árlegur viðburður. „Þeir sem eru að fást við heimildarmynd- ir og stuttmyndir fá þarna gott tækifæri til að horfa á sýnishorn af því sem aðrir eru að gera. Það er alltaf örvandi,“ segir Kristín. „Svo þarf líka að koma upp áhorfenda- hópi fyrir þessa tegund mynda. Ís- lendingar eru enn óvanir því að sækja stutt- og heimildarmynda- hátíðir.“ Böðvar Bjarki segir að þróunin á Íslandi hafi verið meiri undanfarin ár í heimildarmyndum og jafnvel tilraunamyndum, en í stuttmynda- gerð. „Ég ber virðingu fyrir stutt- myndinni eins og öllum öðrum formum, en ég kann líka ágætan frasa, sem er svona: Leiðinleg stuttmynd er einhver lengsta mynd sem maður horfir á.“ Tákn um það sem koma skal Hann segir að fyrir utan ein- staka leikstjóra sem trúi á stutt- myndina, þá hafi gróskan verið mest í grunnskólum og kvik- myndaklúbbum framhaldsskól- anna. „Við höfum auðvitað stutt- myndadaga hjá Verzlunarskól- anum, sem hafa heppnast mjög vel. Ég hef líka verið að kenna á ýms- um námskeiðum í framhalds- og grunnskólum. Þannig að gróskan er þar og við vitum að stuttmyndin getur verið tákn um það sem koma skal; um það vitna menn eins og Júlíus Kemp, Dagur Kári og Óskar Jónasson.“ Stuttmyndir Markaðurinn er erfiður fyrir stuttmyndir á Íslandi og mesta gróskan hjá ungum og upprennandi kvikmyndagerðarmönnum. Pétur Blöndal talaði við nokkra um verkefnin sem þeir hafa á prjónunum. ÝMISLEGTbendir til aðrafsegul-bylgjur geti haft alvarleg áhrif á heilsu fólks og líðan. Þau ískyggilegu tíð- indi eru bakgrunnur stuttmyndar Arnars Jónassonar, Straum- hvörf, en hann hefur leikstýrt verðlauna- stuttmyndum á stutt- myndadögum í Reykjavík auk fjölda tónlistarmyndbanda. Óútskýranlegir atburðir Stuttmyndin fjallar um Loft, sérfræðing í rafmagnsmengun. Hann kemur fólki til aðstoðar sem kvartar undan rafmagns- mengun út frá heim- ilistækjum, sem virð- ist hafa langtíma- áhrif, valda haus- verkjum, minnis- tapi … og dauða. „Það gerast óútskýranlegir at- burðir, sem Loftur þarf að kljást við. Og verður að koma í ljós síðar hvernig í pottinn er búið,“ segir Arnar óræður á svip. Hann bætir við að umhverfið sem nútímamað- urinn býr við sé í ætt við vísinda- skáldsögur. Manneskjan sem líf- vera sé komin langt frá sínu eiginlega umhverfi og það hafi áhrif á hana, t.d. sé hún farin að sitja aftar í stólum en fyrir hálfri öld og litli puttinn óðum að minnka. Tók sér hlé til að læra fagið Arnar byrjaði að fást við kvik- myndagerð fyrir tíu árum og er 26 ára. „Ég byrjaði á því að gera stuttmyndir og fékk fyrstu verð- laun tvö ár í röð á stuttmyndadög- um.“ Það var fyrir myndirnar At- hyglissýki og Matarsýki árin 1993 og 1994. „Þá tók ég mér hlé frá leikstjórn til að afla mér starfs- reynslu. Ég hef unnið fyrir ýmis kvikmyndagerðarfyrirtæki til að læra fagið. Og það má segja að með þessari mynd sé ég að snúa mér aftur að eigin kvikmyndagerð.“ Margar best heppnuðu myndirnar, að mati Arnars, blanda saman kímni og drama. „Það er æskilegt að myndir flakki þar á milli, jafnvel þannig að stemmningin verði skyndilega allt önnur um miðbik myndarinnar. Í það minnsta eiga myndir að vera óvenjulegar og sitja í manni.“ Engar tæknilegar fyrirstöður Arnar segist kunna best við höf- undamyndir þar sem leikstjórar eru líka höfundar. „Mér finnst skemmtilegast að búa til persónur, setja þær í aðstæður og sjá hvað gerist. Það má finna endalausan efnivið úr lífinu í slíkar myndir og sögur.“ Stuttmyndin Straumhvörf er framleidd af Arnari. „Oft er talað um að dýrt sé að gera myndir og vissulega er það rétt ef haft er í huga hversu langan tíma það tekur. En tæknilegar fyrirstöður hafa horfið þannig að ef hægt er að fá leikara, þá er ekkert sem stöðvar mann.“ Skrifaðar samræður sviðslegar Tökum er lokið og myndin er í eftirvinnslu. Hún verður tilbúin í sumar, að sögn Arnars, og er stefn- an sett á kvikmyndahátíðir. „Þar byrjar hún og ef Guð lofar á Sjón- varpið einnig eftir að taka hana til sýninga. Ef það gengur eftir fær þjóðin tækifæri til að sjá hana. Ef ekki, þá geri ég bara stuttmynda- þríleik og sýni í bíói.“ Arnar segist gjarnan styðjast við spuna í myndum sínum. „Þó að söguþráðurinn sé ákveðinn, þá er talað mál eðlilegra. Þegar skrifaðar samræður eru notaðar verða þær oft sviðslegar og skringilegar; það hefur einmitt viljað loða við ís- lenskar myndir. Sagan er dæmi- gerð fyrir þær sögur sem mig lang- ar til að segja. Þetta er hvers- dagssaga úr nútímanum, sem er orðinn sérhæfður og margþættur. Aðstæðurnar sem fólk lendir í eru svo ólíkar og ég reyni að bregða skemmtilegu ljósi á þær.“ Hausverkir, minnistap … og dauði Morgunblaðið/Golli Hárin rísa á Arnari Jónassyni við rafalinn. Hann gerði rafmagnaða mynd. ÉG KEMST nú eiginlegaekki frá núna,“ segirHarpa Þórsdóttir, sem erað baka sína fyrstu epla- köku á afmælisdaginn. „Svona er ég hæfileikarík, ég geri bæði epla- kökur og stuttmyndir,“ bætir hún við kotroskin. Þegar loksins gefst tími ljóstrar hún því upp að hún hafi gert stutt- mynd til að sækja um kvikmynda- skóla og hún sé enn að bíða eftir svari. „Þetta er nokkuð sem mig hefur langað að gera frá því ég var krakki. Ég hef unnið við kvik- myndagerð á Íslandi í þrjú ár og það er nokkuð sem mig langar til að leggja fyrir mig í framtíðinni.“ Leikarar í öllum hlutverkum Efinn er fyrsta stuttmyndin sem hún gerir af alvöru. „Ég gerði einu sinni stuttmynd í staðinn fyrir rit- gerð í félagsfræðiáfanga, en tel það nú ekki með,“ segir hún og hlær. Stuttmyndin var tekin í hléi á gerð myndarinnar Kaldaljóss, sem Harpa var að vinna við. „Við höfð- um fjóra daga og byrjunin lofaði ekki góðu því aðalleikkonan hringdi að morgni fyrsta dagsins og var orðin veik. Ég þurfti því að fá aðra leikkonu í hlutverkið og þá voru bara þrír dagar eftir.“ En tökur gengu vel. Þær klár- uðust á einum og hálfum degi og síðan fór einn og hálfur dagur í að klippa myndina. „Nína Dögg og Gísli Örn léku í myndinni ásamt Sigurði Skúlasyni og fleirum,“ seg- ir hún. – Þetta hefur þá verið dýr mynd í framleiðslu? „Nei, þetta voru nú bara vin- argreiðar sem ég var svo lánsöm að njóta eftir að hafa unnið og kynnst fólki í þessum bransa,“ svarar hún. Stúlka ástfangin af homma Harpa segir að myndin hafi kom- ið ágætlega út og hún stefni að því að bæta hana frekar, laga hljóð og jafnvel leikin atriði svo myndin verði sýningarhæf. „Ef maður er að gera mynd út á greiða er mik- ilvægt að velja réttan tíma svo allir komist,“ segir hún. Efinn fjallar um stúlku sem verður ástfangin af homma og þá krísu sem fylgir óendurgoldinni ást, ásamt mörkunum milli vináttu og ástar. „Það hafa allir lent í því í lífinu að verða ástfangnir, án þess að sú ást væri endurgoldin,“ segir Harpa. „Ég er að draga upp mynd af því, sem er örlítið öfgafyllri af því að stúlkan er ástfangin af homma. En þetta er raunsæismynd, sem endar ekki vel.“ Vill frekar handrit annarra Harpa skrifaði handritið sjálf, en það er ekki sér- stakur metnaður hjá henni. „Ég hef meiri áhuga á því að vinna eftir handriti annarra. Því fleiri sem koma að gerð mynd- ar, því betri held ég hún verði.“ Hún segist hafa beðið leikarana að endurorða setningar ef þær væru óþjálar, því ekkert sé heilagt þó það sé komið á blað og mik- ilvægt að allir taki þátt. Að lokum segist hún ekki stefna að því að leggja kvikmyndagerð fyrir sig, heldur sé þetta meira hugsað sem undirbúningur fyrir gerð kvik- myndar í fullri lengd. Allir hafa upplifað óendurgoldna ást Morgunblaðið/Sverrir Harpa Þórsdóttir gerði stuttmynd með Gísla Erni og Nínu Dögg í hlutverkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.