Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HVERNIG varð allttil? Himinninn, meðöllum stjörnunum ogtunglunum, eða þájörðin, með öllu sem á henni lifir eða er? Allt frá öndverðu hefur mann- skepnan leitað við þessu svara, og goðsagnir margar hverjar eru af- raksturinn. Samkvæmt Grímnis- málum og Vafþrúðnismálum, sem eru tvö Eddukvæða, og mikilvæg heimild um fornnorrænan átrún- að, eða svokallaða ásatrú, drápu Borssynir jötuninn Ými og gerðu af himin og jörð. Önnur menningarsamfélög fundu aðrar skýringar. Ein hin þekktari hefur sprottið af upplifun og reynslu og fólst í því, að menn tóku eftir að á vorin, með hækk- andi sól, lifnaði náttúran og und- arlegir hlutir fóru að gerast. M.a. tóku fuglar að verpa og í eggjum þeirra kviknaði líf og eftir ákveð- inn tíma brutust úr þeim ungar. Í raun var þetta óskiljanlegt. Eggið hlaut því að vera gætt einhverjum töfrum. Og þegar farið var að hugsa málið nánar, líktist eggja- rauðan býsna mikið sólarkringl- unni. Og þá var ekki langt í næsta skref, að á milli þessara fyrirbæra væri sett jafnaðarmerki, eða allt að því. Upp úr þessum vangavelt- um birtist síðan kenningin um, að veröldin hefði orðið til úr risa- vöxnu eggi. Sú hugmynd fannst víða, m.a. í Egyptalandi, Fönikíu, Grikklandi, Indlandi, Kína, Japan, Mið-Ameríku, Pólynesíu og Finn- landi. Og í framhaldi af því tóku Egyptar að setja egg í grafir hinna látnu, sem tákn um eilíft líf. Sama var á bak við þann sið Grikkja að leggja egg á grafir sinna. Og í Róm varð til orðtakið „Omne vivum ex ovo“; það merkir „Allt líf kemur úr eggi“. Keltar fögnuðu jafndægri að vori með því að gefa hver öðrum rauðmáluð egg; eins gerðu Persar. Þau voru etin, en skurnin brotin eða mulin, til að hrekja veturinn í burtu. Kristnin tók þetta upp, þegar farið var að minnast og halda upp á upprisuna, á 2. öld. Eggið varð tákn grafarinnar, sem Jesús hafði verið lagður í á föstudaginn langa, en braust svo út úr á páskadegi. Er fram liðu stundir tóku kristnar þjóðir að lita eggin eða mála, og skreyta þau á ýmsan veg. Algengasti liturinn varð þó hinn rauði. Hinir tveir voru til staðar í egginu – blóminn sjálfur var gyllt- ur, tákn konungdóms og guðlegs eðlis meistarans, og hvítan merkti sakleysið og hreinleikann. Ekkert vantaði þá nema blóðlitinn – tákn fórnarinnar. Um tilurð eða upphaf hinna lit- uðu eggja urðu til helgisagnir. Ein er á þann veg, að Símon frá Kýr- ene, sem aðstoðaði Jesú við að bera krossinn upp að Golgata, hafi verið eggjakaupmaður. Þegar hann kom á búgarð sinn, uppgötv- aði hann að eggin voru ekki lengur hvít, eins og þau áttu að vera, heldur í öllum regnbogans litum. Önnur saga, ættuð úr Póllandi, er um Maríu Guðsmóður, sem bauð hermönnunum við krossinn egg, og bað þá grátandi um að sýna mildi. Tár hennar féllu á eggin og þau urðu doppótt og mynstruð. Og enn ein sagan, einnig pólsk, fjallar um Maríu Magdalenu, sem bar egg í körfu, á leið til grafarinnar árla páskadagsmorguns; þetta var nesti hennar. Þegar hún ætlaði að neyta þess, sá hún að eggin höfðu breytt um lit, eins og í fyrri dæm- unum. Nú á tímum eru kristnar þjóðir í Austur-Evrópu fremstar allra á þessu sviði, að mála og skreyta egg, og Úkraínumenn sýnu þekkt- astir. Búlgarir hafa t.d. engin mynstur á eggjum sínum, heldur mála þau í einum lit, oftast rauð- um, en aðrar þjóðir flestar gera eitthvað meira. Oft eru þetta hin mestu listaverk. Og fyrst og síðast eru eggin notuð í tengslum við helgihald á páskum. Eftir miðnæt- urmessu og næstu daga á eftir eru þau brotin, til að minna á uppris- una úr gröfinni lokuðu. Annað, sem ýtti undir vinsældir og framgang páskaeggsins, gerð- ist á miðöldum. Leiguliðar í Mið- Evrópu þurftu nefnilega að gjalda landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska. Um það leyti voru egg mjög eftirsóknarverð, enda hæn- urnar nýbyrjaðar að verpa á ný eftir vetrarhléð sem móðir náttúra sér þeim fyrir, og enginn hafði þar á ofan mátt borða kjötmeti (þ.m.t. egg) á föstunni. Á einhverjum tímapunkti fóru landeigendur svo að gefa fimmtung af þessum eggj- um til bágstaddra. Þaðan kemur sú hefð að gefa börnum páskaegg á þessum tíma kirkjuársins. Á barokktímanum tók yfirstétt- arfólk að gefa hvert öðru skreytt egg, oft með gullívafi, og oftar en ekki var op gert á skurnina og litlu spakmæli, rímu eða ljóði stungið þar í. Alþýðan notaði hins vegar bara málningu og liti. Kakótréð er upprunnið í Mið- Ameríku. Súkkulaði kom því ekki til sögunnar í Evrópu fyrr en í lok 16. aldar og byrjun þeirra 17., eftir siglingar Kólumbusar og annarra til Vesturheims. Um miðja 19. öld hófu sælgæt- isframleiðendur páskaeggjagerð í Mið-Evrópu, en á Íslandi urðu þau ekki algeng fyrr en í kringum 1920. En eggin, sem brotin eru í dag, eru sumsé vitnisburður um það, að Kristur er upprisinn. Já, sann- arlega upprisinn. Gleðilega páska! Páskaeggið Margt páskaeggið verður brotið í dag. En þó líklega án nokkurra frekari pælinga, því fáir átta sig á því, að á bak við þann sið nútímans er ákveð- in táknfræði, ævaforn. Sigurður Ægisson kannar þær hugmyndir, sem eiga rætur víða um lönd. sigurdur.aegisson@kirkjan.is HUGVEKJA Við Margrét Egg- ertsdóttir vorum nán- ir samstarfsmenn um nærri tveggja áratuga skeið. Það samstarf var með þeim hætti að ég hlýt að þakka það hér og nú fyrir mína hönd og Dómkirkjunnar. Raunar hygg ég, að æði margir prestar, organistar og aðrir, sem að útför- um hafa starfað, séu þar sama sinnis og taki því undir fyrir sína hönd og kirkju sinnar. Margrét gekk ung til liðs við Dómkirkjukórinn sem þá var undir stjórn Páls Ísólfssonar. Hún varð fljótlega hans hægri hönd við allt er sneri að jarðarförum og reynd- ist honum sterk stoð í því að leið- beina fólki við val á tónlist og söngfólki. Hann gat þá gefið sig allan að hinum listræna þætti í þessu starfi. Er Páll hætti störfum 1968 og Ragnar Björnsson tók við hætti söngfólk Páls og stofnaði nokkru síðar Ljóðakórinn, sem gat sér afar gott orð, einkum við jarð- arfararsöng. Þar var Margrét í fyrirsvari. Ragnar stofnaði nýjan kór sem fékk nafnið Dómkórinn og starfaði næstu tíu árin eða meðan Ragnar var dómorganisti. Hann MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR ✝ Margrét Egg-ertsdóttir söng- kona fæddist í Reykjavík 26. júlí 1925. Hún lést á Landspítala í Landa- koti 1. apríl síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Langholtskirkju 14. apríl. hlaut að hætta 1978. Þá urðu mjög skörp skil í tónlistarstarfinu við Dómkirkjuna og úr vöndu að ráða fyrir sóknarnefndina og okkur prestana. Margrét hafði alltaf saknað starfsins við Dómkirkjuna sem henni þótti afar vænt um. Þegar ég kom til starfa við kirkjuna 1971, kynntist ég henni fljótlega vegna undirbúnings jarðar- fara. Þau kynni urðu öll á einn veg. Það var í raun ekki hægt að hugsa sér þau betri. Hún bjó yfir ótrúlega miklum fróðleik um sálma, sálmalög og önnur tónverk, sem menn nýta gjarnan við útfar- arathafnir, og fyrir ungan mann með takmarkaða reynslu var ómetanlegt að geta leitað til henn- ar. Samstarf okkar varð brátt að vináttu, sem okkur þótti báðum vænt um. Þeirrar vináttu varð eig- inkona mín líka aðnjótandi. Hún varð æði oft að svara fyrir mig í síma og taka skilaboð. Þá kynntist hún því sama og ég, hve Margrét var heilsteypt mann- eskja, sem lifði fyrir það að gera sitt besta fyrir hvern sem í hlut átti. Þegar mest á reyndi og hennar gamla góða kirkja átti á brattann að sækja rann Margréti blóðið til skyldunnar og í raun má segja að það hafi verið mest hennar verk hve vel tókst að brúa bilið frá því Ragnar lét af störfum og þar til Marteinn H. Friðriksson tók við. Hún fékk Ljóðakórinn til að taka að sér messusönginn og benti okk- ur á Ólaf W. Finnsson sem gegndi starfi dómorganista lengst af hin- um umrædda tíma. Þannig sýndi hún vináttu sína í verki og kom miklu góðu til leiðar á þeim starfs- vettvangi sem henni hafði verið einna kærastur. Báðum var okkur Margréti gefið mikið skap. En okkur var líka gef- in sú gæfa að okkur varð aldrei sundurorða. Þekkjandi sjálfan mig hlýt ég að þakka það hennar manngerð. Fá íslensk kirkjutónverk hafa hrifið mig meir en Páskadags- morgunn eftir Sveinbjörn Svein- björnsson. Það hefur verið sungið í páskamessum Dómkirkjunnar lengur en ég man. Fátt hefur skapað mér meiri páskastemningu. Ég minnist þeirra ára er Margrét söng þar altröddina, Þuríður Páls- dóttir sópraninn og Kristinn Halls- son bassann. Hin yndisþýða, silki- mjúka rödd Margrétar hlaut að snerta hvern viðkvæman streng í sálu minni, en hámark áhrifanna og páskaboðskaparins var þegar kórinn söng allur hina dýrðlegu lofgjörð lokatónanna: „Hann upp er risinn.“ Margrét kvaddi okkur í nánd páska, kvaddi og gekk, að minni trú, til starfa í hinu mikla „musteri allrar dýrðar“. Ég bið þess eig- inmanni hennar og ástvinum öllum til handa, að þau megi finna hugg- un sína og styrk í boðskapnum um hann sem upp er risinn og hefur nú kallað Margréti til starfa fyrir sig í hinum mikla kór kristninnar, handan við okkar sjóndeildar- hring. Ég tjái enn einlæga þökk og bið Margréti og fólki hennar bless- unar Guðs. Þórir Stephensen. Sigríður föðursystir okkar er látin í hárri elli, hefði orðið 95 ára í haust. Hún var orðin södd lífdaga og vissi að nú væri komið nóg og var því fegin. Þegar eitt okkar hitti hana fyrir mánuði var samt sama reisnin yfir henni og alltaf en hún sagði þegar kvatt var: „Við sjáumst víst ekki oftar.“ Og svo varð. Samleið okkar með henni er orð- in löng. Hún og Sveinbjörg, systur pabba, bjuggu saman til margra ára og Rósa amma var hjá þeim þar til hún dó. Sigga frænka varð ung ekkja og ól dætur sínar upp sem einstæð móðir. Kjör einstæðra mæðra hafa jafnan verið þröng en voru enn erf- iðari á hennar tíð en í dag, og það fer ekki miklum sögum af þeirri baráttu. Hún er háð utan sviðsljósa á nóttum sem eru lagðar við daga í striti og áhyggju. Sigga háði ódeig sína lífsbaráttu og sá fyrir dætrum sínum. Öll hefði þessi barátta orðið erfiðari hefði Sveinbjargar ekki notið við sem var alltaf heima enda óvinnufær lengst af. Sigga og Sig- urjóna dóttir hennar bjuggu saman meðan báðar lifðu og voru hvor annarri mikilsverður félagsskapur. Sigga gat stolt horft yfir lífsstarf sitt og afkomendahópinn við lífslok sín. Í þá góðu gömlu daga voru sam- skipti fólks öðru vísi en nú. Fólk hittist meira, kom saman og spjall- aði og söng, spilaði og fór í leiki og e.t.v var dansað við harmonikku- SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR ✝ Sigríður Krist-insdóttir var fædd á Kerhóli í Sölvadal í Saurbæj- arhreppi í Eyjafirði 23. september 1908. Hún andaðist á Kristnesspítala 8. apríl síðastliðinn og var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 15. apríl. undirleik. Sjálf söng Sigga vel og gat radd- að sönginn eða spilað með á munnhörpu. Við minnumst margra jóla og hátíða og Sigga og hennar fólk er órjúf- anlegur hluti fjöl- skylduminninganna. Lengi bjó Sigga í leiguhúsnæði en svo kom að þær Jóna gátu flutt inn í eigið hús í Gránufélagsgötunni og þar leið þeim vel og síðan keypti hún íbúð í íbúðum aldraðra í Víðilundi 24. Það var ánægjulegt að sjá hversu vel var að þeim búið þar. Sigga hefur bæði fengið ríflegan skerf af mótlæti og ríkulega upp- skeru ævistarfsins. Hún missti bæði manninn frá ungum dætrum og svo Rósu Kristínu, elstu dótt- urina, langt um aldur fram. Hún tók hvorttveggja nærri sér en hélt þó áfram og lét ekki hugfallast. Sigríður Kristinsdóttir var myndareg kona og reisnarleg allt til hins síðasta. Hún hafði gaman af því að lyfta sér upp og var mann- blendin. Hún var vel greind og minnug, mótaði sér skýrar skoð- anir og lá ekkert á þeim og gat ver- ið hvöss. Það var ekki lognmolla í kringum hana og jafnan gaman að ræða við hana, rifja upp hið liðna sem hún mundi svo vel og einnig taka út þjóðmálin. Hún lagði mikið upp úr því að við ræktuðum frændskapinn og var ekki ánægð ef við vanræktum að koma við ef við komum til Akureyr- ar. Svolítið aðhald í þessum efnum gerði okkur yngra fólkinu bara gott og kenndi okkur að meta frændræknina. Það er gott til þess að hugsa að Sigga frænka átti góða fjölskyldu og hún hafði ríka ástæðu til að vera ánægð með fólkið sitt enda reynd- ist það henni allt vel og barnabörn- in gleðigjafar. Rósa var alltaf vak- andi yfir velferð hennar meðan hún lifði og Sigurður maður hennar sömuleiðis, allt eins og þau Sóley og Kristinn. Að leiðarlokum þökk- um við systkinin samleiðarsporin og biðjum afkomendum hennar allrar blessunar. Halla og Auður Daníelsbörn. Mig langar til að skrifa nokkur þakkar- og minningarorð um föð- ursystur mína, Sigríði Kristins- dóttur, sem andaðist á Kristnes- spítala 8. apríl sl. Fyrstu minningar mínar um hana eru frá því ég var sex til sjö ára. Þá bjó fjölskylda mín á Hóla- braut á Akureyri og það var ekki langur gangur fyrir strák niður í Lundargötu, þar sem Sigga frænka bjó ásamt dætrum sínum Rósu Kristínu og Sigurjónu og þar bjuggu líka Rósa amma og Svein- björg, eldri systir Sigríðar. Það var einkar gaman að heim- sækja Siggu frænku og þar ríkti engin lognmolla. Það var spilað á spil, sungið, sagðar sögur og farið í alls konar leiki. Hún lét okkur syngja og spilaði undir á munnhörpu. Þegar hún var í essinu sínu geislaði af henni gleðin. Mikill gestagangur var á heimilinu bæði úr sveitinni fram í firði og bænum. Sigríður varð ekkja 31 árs göm- ul. Hún var eina fyrirvinnan á heimilinu, Sveinbjörg systir hennar var öryrki en hún gerði sitt til að létta undir á heimilinu og var Siggu ómetanleg aðstoð alla tíð. Sigga var vel gefin kona, hún var útsjónarsöm og stjórnaði heimilinu af mikilli röggsemi og prýði. Ekk- ert bruðl og allt nýtt. Eftir því sem árin liðu fækkaði komum mínum í heimili Sigríðar þar sem ég flutti frá Akureyri. En ég reyndi alltaf að líta við hjá Siggu föðursystur, þegar leið lá þangað. Elsku frænka, ég veit að líf þitt var ekki alltaf dans á rósum en þú stóðst þig eins og hetja og ég er af- ar stoltur af frændskap við þig. Blessuð sé minning þín. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Sigríðar. Sveinn Magni Daníelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.