Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 59
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 59 LÍTILL saklaus drengur átta ára gamall, limlestur og brenndur um all- an líkamann. Í augum hans stirnir á tvö tár. Hann megnar ekki að gráta. Hver þerrar tárin hans? Hvern á hann að til að þerra tárin? Hver hughreystir hann? Er hægt að hughreysta þetta litla barn? Hann liggur á sjúkrabör- um, líkaminn er ber og þolir enga snertingu. Augu hans eru brostin, saklaus barnsaugun. Litli líkaminn hans er svartur af brunasárum. Eitt svöðusár. Hann er búinn að missa hendurnar sínar, þeim varð ekki bjargað. Þær hafa verið skornar af honum. Eftir standa tveir litlir bútar, með umbúðum eftir aflimunina. Hvar er móðurfaðmurinn? Hvar er sterk hönd föður hans? Hvergi nálæg. Foreldrar hans fórust í sprenging- unni sem fór svona með litla dreng- inn. Hann missti líka 9 nána ættingja í sömu sprengingu. Sprengjan féll á heimili þeirra í Írak. Hann liggur nú fjarri heimaslóðum sínum á ókunnum spítala í Kuwait. Munaðarlaus, skaðbrenndur og aflimaður. Fólk var varað við, þegar myndir af þessum litla dreng birtust í sjónvarpi. Þessi mynd af litla drengnum er greypt í huga minn. Eigum við að líta undan? Hvað ef þetta væri barnið þitt? Hver er ábyrgur? Hver vill hugleiða þetta og setja sig í spor barnsins? Hvernig afber hann þjáninguna? Hvað verður um hann? Fær hann þann stuðning sem til þarf? Getum við gert eitthvað fyrir þetta litla barn? Hugleiðum það öll sem eitt. ÁSLAUG M.G. BLÖNDAL, Leifsgötu 13, 101 Reykjavík. Hugleiðing um lítinn dreng Frá Áslaugu M.G. Blöndal Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 Nýr listi www.freemans.is Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is TETRA VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Öll þjónusta fyrir TETRA símkerfið á einum stað Fjarskipti framtíðarinnar w w w .d es ig n .is © 2 0 0 3 Fyrirtæki til sölu: Fyrirtækjadeild Hússins hefur vaxið hratt síðustu árin og hefur gott orðspor fyrir traust og fagleg vinnubrögð. Starfsfólk fyrirtækjadeildarinnar hefur bæði menntun á sviði viðskipta og reynslu af rekstri þeirra. Kaup og sala fyrirtækja er frábrugðin fasteignasölu á margan hátt og kaup- endur jafnt sem seljendur hafa eðlilega litla reynslu í þeim efnum. Við vilj- um gjarnan deila okkar reynslu með því að einfalda og útskýra þá hagfræði sem ræður á þessum markaði. Það er ástæða þess að við höfum tekið saman marvíslegan fróðleik, sem er að finna á heimasíðu okkar, www.husid.is:  Hvernig gerast fyrirtækjakaup?  Hvað ber að varast.  Hlutverk fyrirtækjasala.  Verðlagning fyrirtækja.  Greiðslufyrirkomulag.  Skilgreiningar og hugtök. Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vin- samlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300 en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum, sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu.  Snyrtilegur og fallegur söluturn með vídeó. Gott tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu. Verð 8 m. kr.  Stórt arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði.  Rótgróðið framleiðslufyrirtæki með ljósabúnað. Upplagt sem sameining- ardæmi.  Höfum ýmiss góð sameiningartækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tæki- færi fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Þekkt sérverslun með 100 m. kr. ársveltu. Rekstrarhagnaður 14 m. kr.  Atvinnutækifæri: Rótgróinn pylsuvagn í atvinnuhverfi. Opnunartími virka daga frá kl. 10—17. Ágætar tekjur. Auðveld kaup.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Rótgróið iðnfyrirtæki með 230 m. kr. ársveltu. EBIDTA 19 m. kr.  Fullbúin naglaverksmiðja með nýjum tækjum, sem passar í lítið húsnæði eða jafnvel bílskúr. Búðið er að skoða ýmsar leiðir í framleiðslunni út frá hagkvæmni og hráefnisverði. Hægt er að bæta við framleiðslulínuna vél, sem raðar nöglunum í plastbelti til nota í skotbyssur. Þessi litla verksmiðja þyrfti tvo starfsmenn, einn í framleiðslu og annan í sölu. Hentar vel til flutn- ings út á land og gæti verið tilvalin sem viðbót við skyldan rekstur. Ásett verð er 3,5 m. kr. og er innifalið í því verði ca 7 tonna af vír.  Heildverslun með iðnaðarvélar. Mikil tækifæri framundan.  Teygjustökk. Allur búnaður, þjálfun og viðskiptasambönd. Mikill hagnaður.  Meðeigandi óskast að veitingahúsi í miðbænum. Æskilega kokkur, þjónn eða maður vanur veitingarekstri.  Blómabúð í nýju hverfi í Kópavogi.  Skyndibitastaðurinn Kebab-húsið í Kringlunni.  Myndlistargallerý við Laugaveg. Meðeign kemur til greina.  Kaffihús með vínveitingaleyfi við Laugaveg. Verð 6 m. kr.  Rótgróin ritfangaverslun í verslunarmiðstöð. Góður rekstur og skemmti- legt tækifæri.  Lítil, rótgróin prentsmiðja, sem er ágætlega tækjum búin og hefur verið í eigu sama aðila í um 10 ár. Prentsmiðjan er í eigin húsnæði sem einnig er fáanlegt. Stór hluti tekna kemur frá föstum verkefnum og kemur eig- andi til með að starfa náið með nýjum eiganda, ef þess er óskað. Hér er gott tækifæri til að bæta við reksturinn.  Deild úr fyrirtæki. Mjög þekkt umboð fyrir ferðatöskur. Ársvelta 8 m. kr.  Veitingahúsið Dinerinn í Ármúla. Velta 1.200 þús. kr. á mánuði. 49 sæti + bakkamatur. Stuttur opnunartími. Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.