Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 20
ERLENT
20 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
TARJA Halonen, Finnlandsforseti,
skipaði formlega nýja ríkisstjórn á
fimmtudag. Jafnmargir karlar og
konur skipa stjórnina en ráðherrarn-
ir eru alls 18.
Anneli Jäättenmäki er nýr for-
sætisráðherra landsins og er Finn-
land því eitt ríkja Evrópu þar sem
bæði forsetinn og forsætisráð-
herrann eru konur. Halonen tók við
völdum í mars 2000.
Þing Finnlands staðfesti Jäätt-
enmäki sem nýjan forsætisráðherra
með 111 atkvæðum gegn 72 á þriðju-
dag. Hún er 48 ára og lögfræði-
menntuð. Hlutverk forsætisráð-
herra í stjórn landsins er mun
veigameira en hlutverk forseta.
„Þetta er í fyrsta skipti í sögu
Finnlands sem kynjajafnrétti í rík-
isstjórninni hefur orðið að veru-
leika,“ sagði Halonen í ræðu. „Ég
vona að þetta verði öðrum hvatning.“
Miðflokkurinn vann nauman sigur
í þingkosningunum 16. mars eftir að
hafa setið í átta ár í stjórnarand-
stöðu. Jäättenmäki lýsti því yfir að
hún vildi að jafnmargir karlar og
konur skipuðu nýja stjórn. Meðal
ráðherranna er fyrrverandi ungfrú
Finnland, Tanja Karpela, og fer hún
með stjórn menntamála.
Jafnræði
í Finnlandi
EINN þekktasti þingmaður frjáls-
lyndra í Rússlandi, Sergej Júshenk-
ov, var skotinn til bana í Moskvu á
fimmtudag.
Þingmaðurinn var skotinn nokkr-
um sinnum í brjóstið við heimili sitt í
einu af úthverfum Moskvu.
Júshenkov var um nokkurt skeið
bandamaður milljarðamæringsins
og kaupsýslumannsins Boris Berez-
ovskíjs, sem flýði land og mun nú
einkum halda til í Lundúnum. Hins
vegar slettist síðar upp á vinskapinn.
Júshenkov var talinn óháður hug-
sjónamaður, einn fárra rússneskra
stjórnmálamanna. Hann var andvíg-
ur stríði Rússa í Tétsníu og baráttu-
maður gegn spillingunni sem þykir
einkenna svo mjög stjórnmálalífið í
Rússlandi.
Pólitískt morð
í Moskvu
KÚRDAR í Írak hafa fundið fjölda-
gröf nærri borginni Kirkuk í norður-
hluta landsins.
Frumrannsóknir á gröfinni gefa
til kynna að þar sé að finna jarðnesk-
ar leifar óbreyttra borgara.
Talið er að í gröfinni sé að finna
2.000 til 2.500 lík. Telja Kúrdar að
þarna sé að finna fórnarlömb her-
ferðar Saddams Husseins, þáver-
andi Íraksforseta, gegn Kúrdum ár-
ið 1988. Kúrdar nefna þá aðgerð
„Anfal“ en í henni var m.a. framið
fjöldamorð á óbreyttum borgurum í
bænum Halabja og efnavopnum
beitt. Talið er að um 100.000 manns
hafi fallið fyrir hendi morðsveita
Saddams í Kúrdahéruðum Íraks.
Fjöldagröf
fundin í Írak
SUMIR þeirra sem fóru ráns-
hendi um fornminjasafn í Bagdad,
höfuðborg Íraks, virðast hafa
skipulagt sig vel og höfðu í sumum
tilvikum lykla að peningaskápum
safnsins og gátu því tekið verð-
mæta gripi þaðan.
Þetta kom fram á fundi sér-
fræðinga um málið á vegum
Menningarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna, UNESCO. Um 30 sér-
fræðinga á sviði lista og menninga
sóttu fundinn sem haldinn var í
París en tilgangurinn með honum
var að meta þann skaða sem írösk
söfn hafa orðið fyrir af völdum
rána og skemmdarverka í kjölfar
stríðsins þar.
Voru með lykla að
peningaskápum
Þó svo að mikið af ránunum og
gripdeildunum hafi verið handa-
hófskenndar segja sérfræðingar
að sumir þjófanna hafi greinilega
vitað að hverju þeir voru að leita
og hvar þeir myndu finna það.
„Það lítur út fyrir að hluti rán-
anna hafi verið skipulagður,“
sagði McGuire Gibson, prófessor
við Háskólann í Chicago og forseti
bandarískra samtaka um rann-
sóknir í Bagdad.
„Þeir voru með lykla að pen-
ingaskápum og gátu tekið þaðan
mikilvæg gögn frá tíma Mesó-
pótamíu,“ sagði Gibson.
Sérfræðingar FBI
sendir til Bagdad
Fram kom á fundinum að ein-
hverjir gripanna sem hurfu í
Bagdad væru komnir á svartan
markað. Miðstöð svarta markað-
arins á sviði ólöglegrar verslunar
með stolna listmuni og forngripi
er í París.
Bandaríkjastjórn hefur sent
sérfræðinga Alríkislögreglunnar,
FBI, til Bagdad til að reyna að
afla upplýsinga um hvar fornmun-
irnir kunna að vera niður komnir.
Ráðgjafarnefnd George W. Bush
Bandaríkjaforseta á sviði menn-
ingarmála sagði af sér fyrr í vik-
unni til að mótmæla því að ránin í
Bagdad skyldu ekki hafa verið
stöðvuð.
Ránin voru
skipulögð
Washington, París. AFP.
BRESKAR sérsveitir og lögregla
voru í nánu sambandi við útlæg sam-
tök mótmælenda á Norður-Írlandi
sem m.a. eru ábyrg fyrir morði á
kaþólskum lögmanni, Patrick Finuc-
ane, árið 1989.
Þetta kemur m.a. fram í skýrslu
sem birt var á fimmtudag þar sem
greint er frá niðurstöðu fjögurra ára
rannsóknar á samskiptum breska
hersins við útlægar morðsveitir á
Norður-Írlandi.
„Ólögmæt aðild aðila að morði gef-
ur í skyn að öryggissveitir hafi heim-
ilað manndráp,“ segir sir John Stev-
ens, yfirmaður Lundúnalögregl-
unnar, í skýrslu sinni.
Niðurstöður skýrslu Stevens urðu
til þess að kaþólikkar kröfðust þess
að bresk yfirvöld gæfu leyfi fyrir al-
þjóðlegri rannsókn á morðinu á
Finucane. Þá komst Stevens einnig
að því að samsæri hefði verið um
morðið á háskólanemanum Adam
Lambert árið 1987. „Mín niðurstaða
er sú að samsæri hafi verið um bæði
morðin,“ segir í skýrslu Stevens.
„Samsærið birtist í ýmsum atrið-
um. Allt frá því að skýrslur voru ekki
gerðar, upplýsingum var haldið
leyndum og að þátttöku liðsmanna
hers og lögreglu,“ segir í skýrslunni.
Finucane varði háttsetta liðsmenn
Írska lýðveldishersins fyrir rétti.
Hann var 38 ára gamall þegar hann
var skotinn til bana er hann settist
að kvöldverðarborðinu á heimili sínu
í Belfast ásamt konu sinni og börn-
um. Þó svo að liðsmaður Ulster De-
fense Association (UDA) hafi framið
morðið hafa kaþólikkar löngum sak-
að yfirmenn bresku leyniþjónust-
unnar um að hafa hvatt til þess.
Skýrsla Stevens er 6.000 blaðsíður
og hefur ekki verið gerð opinber í
heild en útdráttur hefur verið birtur.
Störfuðu með
morðsveitum
SJÓNVARPIÐ í Abu Dhabi sýndi á
föstudag myndbandsupptöku sem
sögð var tekin af Saddam Hussein,
fyrrum Íraksforseta, 9. þessa mán-
aðar, daginn sem Bagdad féll.
Myndirnar voru sagðar teknar í
Bagdad tveimur dögum eftir að
Bandaríkjamenn gerðu loftárás á
byggingu eina í borginni þar sem tal-
ið var að Saddam kynni að vera á
fundi með ráðgjöfum sínum. Telja
margir að forsetinn hafi týnt lífi í
þeirri árás.
Á myndunum ræðir Saddam
Hussein við almenning í miðborg
Bagdad sem tekur leiðtoga sínum
fagnandi. Talsmenn Bandaríkja-
stjórnar sögðu að myndirnar yrðu
skoðaðar en kváðust ekki geta skorið
úr um hvort Saddam Hussein væri
lífs eða liðinn.
Sýndi myndir
af Saddam
TALIÐ er að um það bil 10.000
manns hafi tekið þátt í mótmælum í
Bagdad, höfuðborg Íraks, á föstu-
dag. Fólkið mótmælti hernámi
Bandaríkjamanna og krafðist þess
að liðsaflinn í landinu yrði kallaður
á brott.
Athygli vakti að bæði shía-
múslimar og súnnítar tóku þátt í
mótmælunum en þeir fyrrnefndu
hafa verið kúgaður meirihluti í
Írak áratugum saman. Bænaleið-
togar í Bagdad höfðu áður hvatt
shíta og súnníta til að snúa bökum
saman gegn innrásarliðinu.
Reuters
Mótmæli í Bagdad
YFIRVÖLD í Hong Kong skýrðu frá
því í gær að tólf til viðbótar hefðu dá-
ið af völdum lungnabólgufaraldurs-
ins HABL og fórnarlömbum sjúk-
dómsins hefði aldrei fjölgað þar eins
mikið á einum degi frá því að farald-
urinn braust út fyrir sex vikum.
Alls hefur 81 dáið úr sjúkdómnum
í Hong Kong. Síðustu fórnarlömbin
voru á aldrinum 37–87 ára og þeirra
á meðal voru sjö aldraðir Hong
Kong-búar sem höfðu átt við lang-
varandi veikindi að stríða.
Skýrt var frá 30 nýjum sjúkdóms-
tilfellum í Hong Kong í gær. Alls eru
110 í gjörgæslu vegna sjúkdómsins
og um 40 hafa verið útskrifaðir af
sjúkrahúsum.
Hundruð þúsunda Hong Kong-
búa tóku í gær upp þvottakústa og
afþurrkunarklúta til að hreinsa göt-
ur og byggingar borgarinnar í von
um að það dragi úr útbreiðslu sjúk-
dómsins.
Heimildarmaður í Alþjóðaheil-
brigðismálastofnuninni og stjórnar-
erindrekar í Peking sögðu í gær að
kínversk yfirvöld væru að búa sig
undir að birta nýjar upplýsingar um
útbreiðslu sjúkdómsins og þar kæmi
fram að fjöldi látinna og sýktra væri
miklu meiri en talið hefur verið. Til
að mynda hefðu nokkur hundruð
manna sýkst í kínversku höfuðborg-
inni einni en ekki 44 eins og gefið
hefur verið upp. Kínversk yfirvöld
hafa verið sökuð um að hafa sagt
ósatt um úbreiðslu sjúkdómsins.
Reuters
Fjármálaráðherra Hong Kong, Antony Leung, tók í gær þátt í því að
hreinsa götur borgarinnar til að draga úr útbreiðslu bráðrar lungnabólgu.
HABL-faraldurinn í Hong Kong
Hæsta dánartala
á einum degi
Hong Kong. AFP.
FORSETAKOSNINGAR fóru fram
í Nígeríu í gær, hinar fyrstu sem tal-
ist geta frjálsar í landinu í 20 ár.
Margir óttast að brögð verði í tafli
í kosningunum og að ofbeldisverk
setji mark sitt á þær.
Kosningarnar eru taldar sérlega
mikilvægur liður í viðleitni stjórn-
valda að skapa stöðugleika í landinu.
Alls eru 20 menn í framboði en
fréttamenn í Nígeríu segja að Olus-
egun Obasanjo, núverandi forseti,
muni að líkindum sigra. Hann er
kristinn maður úr suðurhluta lands-
ins en helsti keppinautur hans er
Muhammadu Buhari, múslimi úr
norðurhlutanum.
Þingkosningar fóru fram í Nígeríu
um liðna helgi og náði flokkur Obas-
ajo hreinum meirihluta á þingi.
Stjórnarandstaðan segir að sú nið-
urstaða hafi verið fengin fram með
svikum.
Forseta-
kosningar
í Nígeríu
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦