Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNMÁLASAMTÖKIN Nýtt aflvoru stofnuð í upphafi mánaðarinsog sótti á þriðja hundrað mannsstofnfund samtakanna. GuðmundurG. Þórarinsson verkfræðingur og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins var einróma kjörinn formaður samtakanna. Hann segir í viðtali við Morgunblaðið að auð- vitað væri gaman að ná inn manni á þing, en helsta markmið samtakanna sé að koma brýn- um málefnum sem ekki hafa verið í sviðsljós- inu inn í umræðuna. Hvers vegna Nýtt afl, hvað vantar í íslensk stjórnmál? „Það sem við erum að fást við er mjög mik- ilvægt. Við erum að tala um heildaráhersl- urnar í þjóðfélaginu. Við teljum að ríkis- stjórnin hafi fjarlægst fólkið í landinu og sé komin í minnisvarðapólitík. Sú pólitík byggist á því að áherslurnar eru rangar, þörfum fólks- ins í þjóðfélaginu er ekki mætt og forgangs- röðunin er röng. Nýtt afl er hópur fólks úr öllum stjórn- málaflokkum sem myndar stjórnmálahreyf- ingu til að berjast fyrir grundvallarbreyt- ingum í þjóðfélaginu. Við teljum að ákveðin hugarfarsbreyting þurfi að eiga sér stað í þjóðfélaginu. Hún felst einkum í því að und- anfarið hafa Íslendingar verið að mörgu leyti vel stæðir og stjórnvöld haft mikla peninga til umráða. Á sama tíma hefur gleymst að hugsa um þarfir fólksins sem kosið hefur stjórnvöld til að vinna í sína þágu, valið þau til að gæta hagsmuna almennings. Rangar áherslur Tökum dæmi. Fjögur til fimm þúsund manns eru á biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Okkur er sagt að það sé ekki hægt að stytta þessa lista, það kosti of mikið. En á meðan við horfum á þennan vanda er verið að bjóða út jarðgöng norður í landi sem eiga að kosta sex til átta þúsund milljónir króna. Við teljum að þetta sé ekki rétt forgangsröð. Jarðgöng eru ekki það sem þarf að gera núna, það er hægt að gera þau seinna. Ekki nóg með það heldur er á sama tíma verið að gera jarðgöng fyrir austan sem kosta þrjú til fjögur þúsund millj- ónir króna. Á meðan er fólk látið bíða eftir að- gerðum á sjúkrahúsunum. Ef ég má nefna fleiri dæmi. Um 400 manns bíða í brýnni þörf eftir aðstöðu fyrir hjúkrun. Aldraðir með ýmiss konar hrörnunarsjúk- dóma og heilabilaðir. Aðstandendur þessa fólks eru í algerum vandræðum. Biðin eftir plássi er eitt og hálft til tvö ár og það er ekk- ert hægt að gera, ekki til peningur segja stjórnvöld. Á sama tíma erum við nýbúin og erum að byggja stórhýsi á Keflavíkurflugvelli. Landamæravörslu fyrir Evrópusambandið, Schengen, sem við höfum ekkert að gera við og kostar mörg hundruð milljónir króna á ári að reka. Þetta er gert í einum logandi hvelli og það eru til nægir peningar í þetta verkefni, fimm til sex þúsund milljónir í þetta sem við höfum ekkert að gera við. Fyrir þessa peninga væri hægt að byggja fimm barnaspítala. Það hefur aftur á móti tekið mörg ár að reisa þann spítala fyrir okkar eigin börn. Að mati okkar hjá Nýju afli eru þessar áherslur rangar. Enn eitt dæmi um rangar áherslur eru sendiráðabyggingarnar sem ver- ið er að reisa um allan heim og kostar mörg hundruð milljónir að reka á ári. Það er verið að bjóða út byggingu fyrir sendiherrann í Berlín sem kostar um 300 milljónir. Við erum að byggja sendiráð í Tókýó sem kostar á ann- að þúsund milljónir. Við vorum að opna sendi- ráð í Helsinki og tvö í Kanada. Á sama tíma er verið að loka deildum fyrir aldraða og heilabil- aða til að spara 15–20 milljónir á ári. For- eldrar með börn með vímuefnavanda eða geð- röskun þurfa að bíða í hálft ár eftir úrræðum. Verið er að selja fíkniefni við skólalóðir. Lög- reglan segist ekki geta sinnt þessu, þetta ger- ist eftir vinnutíma og þeir geti ekki unnið yf- irvinnu vegna sparnaðar. Okkur er sagt að það séu ekki til peningar til að leysa þessi vandamál. Á sama tíma erum við í öllum þess- um framkvæmdum. Þetta gengur ekki upp, það þarf að leysa þarfir fólksins í landinu. Við kusum stjórnvöld til þess að annast okkar hagsmuni, til þess að sjá um þarfir fólksins. En þau bjóða okkur upp á bið fyrir aldraða foreldra og börn sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Þetta er hugsunarhátt- urinn hjá stjórnvöldum og löggjafanum. Við í Nýju afli segjum nei við þessum stjórn- unarháttum. Við viljum að sú rödd heyrist sem segir: Þetta gengur ekki.“ Hvaða leiðir viljið þið fara til að bæta úr þessum vandamálum? „Reynslan og árin hafa sýnt að það eru miklir fjármunir í þessu þjóðfélagi. Við viljum til dæmis draga úr utanríkisþjónustunni og loka hluta af þessum sendiráðum. Við verðum að raða þessum stórframkvæmdum, jarð- gangagerð og slíku, í rétta forgangsröð. Það er ekki rétt að taka slík verk fram yfir brýn- ustu þarfir fólksins í landinu. Annað veigamikið atriði sem við höfum lagt mikla áherslu á er sú eignatilfærsla sem orðið hefur í íslensku samfélagi á síðustu árum. Hún er hrikaleg og það er eins og mönnum hafi sést yfir hana. Annars vegar er þar um að ræða gjafakvótakerfið þar sem þúsundir millj- óna króna hafa verið færðar yfir til ein- staklinga sem gengið hafa í burtu með pen- ingana.“ Auðlindina aftur til þjóðarinnar Hvað viljið þið gera í sjávarútvegsmálum? „Við viljum færa auðlindina aftur til þjóð- arinnar með yfirveguðum og öruggum hætti. Við viljum gera ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnræði til atvinnurekstrar virkt. Þ.e.a.s. að menn geti staðið jafnir frammi fyrir því að hefja atvinnurekstur til sjávar. Og við viljum fyrna þessa kvóta og færa þá aftur til þjóð- arinnar.“ Eruð þið þá hlynnt þeirri fyrningarleið sem sett hefur verið fram nú þegar? „Já, við viljum beita henni og færa þessi yf- irráð aftur til þjóðarinnar. Þetta er vandasamt vegna þess að okkur hefur verið komið í mjög mikinn vanda með því hvernig þetta hefur verið gert. Við verðum líka að átta okkur á því að kvótinn erfist í gjafakvótakerfinu. Fólkið í þorpinu hefur engan rétt en sonur kvóta- kóngsins getur selt kvótann og farið með pen- ingana úr landi nánast skattfrjálst. Hinn venjulegi launþegi borgar ávallt sinn skatt, um 40%, til samfélagsins af launum sem eru yfir 70 þúsund krónum. En hinn, sem erfir kvótann, þarf ekki að greiða af honum til sam- félagsins. Þannig höfum við búið til lagskipt- ingu í þjóðfélaginu sem er stöðugt að aukast.“ Hvað viljið þið gera til að bæta úr þessari misskiptingu? „Við viljum hækka skattleysismörkin í 100 þúsund krónur á mánuði, svo nauðþurft- artekjur séu ekki skattlagðar. Við viljum yf- irfara velferðarkerfið til að reyna að komast upp úr fátæktargildrum. Í dag er það svo í velferðarkerfinu að þegar menn fara að vinna þá skerðast bæturnar fljótt. Við teljum það ranglátt að skattleggja tekjur þeirra sem vinna hörðum höndum fyrir lífsafkomu fjöl- skyldunnar um tæp 40% en stórkostlegan söluhagnað af kvóta og hlutabréfum um 10%. Við viljum að þetta verði endurskoðað. Það verður að endurskoða lög og reglur á fjár- magnsmarkaði. Það sem hefur verið að gerast á fjármagnsmarkaði undanfarið er sennilega kornið sem fyllti mælinn og varð til þess að Nýtt afl var stofnað. Það liggur í því að ofan á þessar eignatilfærslur erum við að búa til milljarðamæringa á fjármagnsmarkaði. Ekki vegna dugnaðar heldur vegna þess að stjórn- völd hafa brugðist skyldum sínum að móta eðlilegar leikreglur. Menn eru að sýsla með sjóði sem þeir eiga ekki en eiga að bera ábyrgð á.“ Um hvaða sjóði ertu að tala? „Ég er að tala um sjálfseignarsjóði, eins og sparisjóðina, tjónasjóði tryggingafélaganna og lífeyrissjóðina. Á þessum markaði hafa fá- mennir hópar náð að sölsa undir sig völd og áhrif yfir eignum þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa brugðist því að móta almennar leikreglur sem vernda hagsmuni almennings að þessu leyti.“ Hvað viljið þið gera til að sporna við þessari þróun? „Við viljum móta heildstæða löggjöf á fjár- málamarkaði. Við viljum kalla til okkar hæf- ustu menn og móta löggjöf sem verður til þess að vernda hagsmuni almennings. Lífeyrissjóðirnir eiga 700 þúsund milljónir í dag. Fólkið í landinu á þá og greiðir í þá en það hefur hins vegar ekkert að segja um stjórn þeirra. Ekki hefur tekist betur til hjá sumum þeirra en svo að verið er að skerða líf- eyrisrétt félagsmanna. Þá teljum við óréttlátt að það ræður því enginn í hvaða lífeyrissjóð hann greiðir. Það er bundið í lög.“ Viljið þið þá breyta rekstrarfyrirkomulagi lífeyrissjóða? „Já, við viljum að fólkið kjósi stjórn lífeyr- issjóðanna og fólk geti ráðið því í hvaða sjóði það er. Mesta eignatilfærsla síðan á tímum svarta dauða Þetta sem við erum að ræða núna er ekkert samkvæmistal heldur grafalvarlegt mál. Fjár- munum þjóðarinnar og fiskimiðunum sem tók okkur áratugi að ná frá erlendum aðilum í þorskastríðum hefur verið sólundað. Við sem samþykktum framsal aflaheimilda í þinginu á sínum tíma töldum það nauðsynlegt til að auka hagkvæmni útgerðarinnar. Það sá hins vegar enginn fyrir að þessi ósköp myndu ger- ast. Stjórnvöldum bar að grípa inn í þegar ljóst var að eignatilfærslur yrðu með svona gríðarlegum hætti, en þau brugðust. Nú er þetta að endurtaka sig á fjármagns- markaði. Það hefur ekki átt sér stað eigna- tilfærsla af þessu tagi síðan á tímum svarta dauða 1492.“ Hverjar eru tillögur ykkar í skattamálum aðrar en að hækka skattleysismörkin í 100 þúsund krónur? „Við viljum fyrst og fremst skoða hvort ekki er hægt að lækka virðisaukaskatt á matvælin. Hvað skattleysismörkin varðar er ljóst að allir njóta góðs af því að þau séu hækkuð. Með því hins vegar að lækka tekjuskattsprósentuna mismunum við fólki eftir tekjum og nánast ekkert kemur þeim til góða sem búa við fá- tækt eða eru með lág laun.“ Hafið þið markað ykkur stefnu í öllum helstu málaflokkum? „Það sem við erum fyrst og fremst að reyna að gera er að opna umræðu um hluti sem eru ekki til umræðu hjá öðrum. Að þvinga um- ræðuna inn á það sem við teljum að skipti máli. Þessi hópur kemur mjög seint fram. Hann er búinn að móta drög að stefnuskrá sem kemur fram á heimasíðu okkar nu.is. Við erum að undirbúa sérstaka stefnuskrárráð- stefnu sem verður haldin nú strax eftir páskana til þess að vinna nánar þau drög sem fyrir liggja. Eins og ég sagði í upphafi þá er þetta fram- boð mjög sérstakt. Þetta er ef til vill í eina skiptið á Íslandi sem myndaður er þver- pólitískur stjórnmálaflokkur. Þarna eru menn og konur úr öllum stjórnmálaflokkum sem leggja ágreining til hliðar til að taka á ákveðnum málum, þeim sem ég hef verið að gera grein fyrir hér.“ Eruð þið þá nokkurs konar óánægjufram- boð? „Ég myndi ekki segja það. Við erum að krefjast stefnubreytingar en erum með víð- tæka stefnu í öllum helstu málum. Við leggj- um megináherslu á að það verði unnið að því að ná sátt um málefnin í þjóðfélaginu.“ Þið hafið fengið rúmlega eitt prósent í síð- ustu skoðanakönnunum. Eruð þið sáttir við það eða stefnið þið að því að ná inn manni? „Auðvitað væri gaman að ná inn manni. Við teljum hins vegar mjög mikilvægt að þessi rödd heyrist og það er meginástæðan fyrir því að við erum í framboði. Við höfum enga fjár- muni til að heyja þessa kosningabaráttu á meðan mér skilst að aðrir flokkar séu að eyða 30–50 milljónum í auglýsingar.“ Nú ert þú þekktur úr stjórnmálum hér áður fyrr og hefur tvisvar áður setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Hvað er það sem rekur þig í framboð í þriðja sinn? „Það eru þessi mál sem ég hef verið að vekja athygli á. Það verður einhver að vekja athygli á þessu óréttlæti og ranglæti. Ég ætla að gera það núna og segja það sem mér finnst ég þurfa að segja. Mér finnst ég skulda þjóð- félaginu og sjálfum mér að koma fram og segja þetta.“ Aðrir félagsmenn í Nýju afli hafa áður reynt fyrir sér á vettvangi stjórnmálanna, með misjöfnum árangri þó. Er þetta óánægjuframboð í þeim skilningi, fyrir menn sem vilja koma sér á framfæri með öðrum hætti? „Það er svo merkilegt að þegar við komum saman var enginn að hugsa sérstaklega um að fara í framboð. Þeir sem hafa komið þarna saman hafa hins vegar mikla reynslu af þjóð- félagsmálum og yfirsýn. Þeim ofbýður sú þró- un sem orðið hefur í samfélaginu og hafa ákveðið að láta til sín taka af þeim sökum. Grunnþátturinn í því er siðferðislegur, ekki óánægja heldur siðferðislegur boðskapur. Við segjum við stjórnvöld: þið eruð komnir allt of langt frá þörfum fólksins og hafið brugðist með því að gæta ekki hagsmuna þess.“ Nýtt afl fyrir brýn málefni Stjórnmálasamtökin Nýtt afl voru fyrst og fremst stofnuð til að gæta hagsmuna hins almenna borgara og berjast fyrir breyttum áherslum og forgangsröðun í samfélaginu. Ragna Sara Jónsdóttir ræddi við Guðmund G. Þórarinsson, formann samtakanna, sem bjóða í fyrsta sinn fram til alþingiskosninga. Morgunblaðið/Golli rsj@mbl.is Alþingiskosningar 10. maí 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.