Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR og Framsókn- arflokkur hafa ráðið málefnum bænda í ára- tugi. Svo er komið að sauðfjárbændur er fá- tæk stétt og vikulega að meðaltali hefur kúabóndi brugðið búi að undanförnu. Mið- stýrt fyrirtæki í eigu bænda er í burð- arliðnum sem mun ráða mjólkurframleiðslu og verðlagningu til bænda. Fyrirsjáanlegar breytingar eru framundan sem kalla á nauð- synlega aðlögun hvort sem breytingar verða vegna ákvarðana Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar eða ESB-aðildar. Á fundi Starfsgreinasambandsins nýverið var spurt hvaða áhrif aðild að Evrópusam- bandinu myndi hafa fyrir landbúnað, starfs- fólk í matvælaframleiðslu og fyrir neyt- endur. Það er umfjöllunarefni þessarar greinar og hvort bændum standi ógn af hugsanlegri aðild okkar að Evrópusamband- inu. Matur er allt of dýr Matarverðið var mikið til umræðu síðast- liðið haust í tengslum við tillögu mína á Al- þingi um að leita orsaka hins háa mat- vælaverðs hérlendis. Matvara er mjög dýr á Íslandi og í Noregi eða 60 til 70 prósent dýr- ari en meðalverð ESB, meðan matur er mun lægri á hinum Norðurlöndunum. Þegar Finnar gengu í ESB lækkaði matur strax um 10%. Kjöt og kjúklingar allt að 35%. Matur átti eftir að lækka enn meira. Verð til framleiðenda lækkaði um 20 til 60% en á móti komu styrkir sambandsins. Finnskir bændur sáu meira skjól í að vera arverndin og aðlögun að markaði reiknast á plúshliðinni fyrir landbúnaðarframleiðsluna hér. Á fundi Starfsgreinasambandsins sagði talsmaður Framsóknarflokksins að færa mætti rök fyrir því að íslenskum landbúnaði yrði betur borgið innan Evrópusambandsins eftir árið 2006 en utan þess. Óumflýjanlegar breytingar Ísland hefur skuldbundið sig á al- þjóðavettvangi til að vinna að meira frjáls- ræði og umbótum í viðskiptum með landbún- aðarafurðir. Samningalotunni sem stendur yfir hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni á að ljúka 1. janúar 2005. Útflutningsríkin í hópn- um vilja þrengja verulega heimildir til að leggja tolla á landbúnaðarafurðir og afnema útflutningsstuðning meðan önnur ríki vilja forðast risastökk í þessum efnum. Ísland hallar sér að ESB í viðræðunum því þarna liggja hagsmunir okkar saman gagnvart WTO. Það blasir við að íslenskur landbúnaður verður að búa sig undir frekari samkeppni og hagræðingu í greininni því hann mun ekki starfa í einangruðu umhverfi í framtíðinni. Landbúnaður verður áfram mikilvægur þáttur í íslensku atvinnulífi og á að njóta þeirrar sérstöðu sem felst í tengslum við menningu þjóðarinnar og samhengi byggð- anna. En það verður verkefni okkar á næstu árum að skapa fjölbreyttum landbúnaði líf- vænlega framtíð með því að laga hann að markaðsaðstæðum, laga hann að þörfum neytenda og tryggja eðlilega samkeppni við innfluttar vörur. breyta úr framleiðslustyrkjum yfir í byggða- styrki. Opinberir styrkir hérlendis voru 59% af tekjum bænda árið 2001. Sýnin á byggða- styrki er að bændur verði gæslumenn lands- ins í víðum skilningi og eigi meiri möguleika á að breyta um búskapar- og starfshætti. Það er ljóst að við ESB-aðild nýtur Ísland fjarlægðarverndar og uppi verða ákveðnar heilbrigðiskröfur varðandi kjötinnflutning. Okkar úrvinnslugreinar eru gæðavörur s.s. mjólkurvörurnar, ostar og fleira. Lítill sérviskumarkaður innan ESB gæti jafnvel nægt til að bæta upp það sem tapast á inn- anlandsmarkaði vegna opnunar. En ef hugs- anleg ESB-aðild okkar dregur úr neyslu á innanlandsframleiðslu án þess að við getum nýtt nýjan markaðsaðgang annars staðar skapar það óhjákvæmilega samdrátt í störf- um iðn- og verkafólks sem er áhyggjuefni. Í aðildarviðræðum yrði væntanlega lögð áhersla á langan aðlögunartíma fyrir land- búnaðinn vegna þess hvað hann er viðkvæm grein og hvað hér er óþroskaður samkeppn- ismarkaður innanlands. Það er t.d. stutt síð- an að ekki mátti selja jógúrt frá Húsavík í Reykjavík. Heilbrigðiskrafan, fjarlægð- innan ESB en utan því miklar breytingar væru í aðsigi á vegum Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar og aðlögunin við ESB kæmi þeim til góða við þær breytingar. Athyglisvert er að landbúnaðarframleiðsla Finna hefur ekki minkað, búin hafa stækkað og hagur bænda í raun vænkast þrátt fyrir að landbúnaðarverð hefur lækkað. Forstjóri norsku Landbúnaðarrannsókn- arstofnunarinnar telur sömu möguleika fyrir hendi hjá Norðmönnum. Að matvörur geti lækkað niður í sænskt verðlag við aðild Nor- egs að ESB sem myndi þýða 30% lægra mat- arverð og landbúnaður héldi þó velli. Spáð er að lækkunin gæti þýtt 22 þúsund norskar krónur í lækkuðum matarútgjöldum fyrir hefðbundna norska fjölskyldu sem er hátt á þriðja hundrað þúsund íslenskar krónur. Þetta er athyglisvert þegar litið er til þess að hér eru meðalútgjöld matarkaupa með- alheimilis talin um 50 þúsund krónur á mán- uði eða um 600 þúsund krónur á ári. Yrði þetta öðruvísi hér? Offramleiðsla í ESB-löndunum er vanda- mál sem sporna á gegn m.a. með því að Ógnar Evrópusambandsaðild bændum? Eftir Rannveigu Guðmundsdóttur „Talsmaður Framsóknarflokksins sagði að færa mætti rök fyrir því að íslenskum landbúnaði yrði betur borgið innan Evrópusambandsins eftir árið 2006 en utan þess.“ Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. ÞEGAR þessi orð eru skrifuð, hafa fjórir látist í umferðarslysum á árinu, þar af þrír ungir karlmenn. Í námskrá um ökukennslu kemur fram að meginmarkmið hennar sé að neminn tileinki sér viðhorf og þekk- ingu og þá færni sem nauðsynleg er til að hann aki með sem mestu ör- yggi og með fullri fyrirhyggju og framsýni. Í dag er það hins vegar svo að eina leið ungra ökumanna, til að læra að takast á við hálku, snjó- komu og afleitar aðstæður, eru að læra af biturri reynslu þar sem að- stæður hafa enn ekki verið skapaðar til að þeir geti æft sig áður en út í al- vöruna er komið. Ökunemar sem læra að aka yfir sumartímann, þegar aðstæður eru góðar eða eru svo óheppnir að það kemur engin hálka á meðan þeir eru að læra, hljóta óneitanlega að standa verr að vígi en þeir sem þó fá tækifæri til að aka pínulítið í hálkunni. Enn, árið 2003, vantar stóran hluta inn í nám ungra ökumanna, sem er að kenna þeim að takast á við erfiðar aðstæður, eins og hálku, snjókomu og lélegt skyggni sem skellur á fyrirvaralaust. Það má ekki verða happdrætti hvort ung- lingarnir eru þjálfaðir í að takast á við erfiðar aðstæður, það þarf að vera regla. Ökugerði það sem reynt hefur verið að koma á á und- anförnum árum hefur enn ekki litið dagsins ljós og tregða þeirra sem fara með stjórn umferðarörygg- ismála ræður þar mestu um. Þjálfun í slíku gerði er skylda í siðmennt- uðum löndum sem við kjósum að bera okkur saman við og þar sem að- stæður kalla á nauðsyn þess að kunna að bregðast við hættulegum aðstæðum eins og hér. Það er hins vegar ekki nóg að setja upp slíkt gerði, það þarf að tryggja að það sé notað og slíkt verður ekki gert nema með því að gera þjálfun í því að skyldu. Þannig tryggjum við að öku- menn framtíðarinnar fái bestu þjálf- un sem völ er á við öruggar að- stæður og þannig tekst okkur að hjálpa unga fólkinu að glíma við erf- itt hlutverk, sem er að komast heill á húfi í gegnum fyrstu árin í umferð- inni. Unga fólkið á það skilið að við sem eldri erum, leiðbeinum þeim að stíga þessi fyrstu skref sín og búum þannig um hnútana að enginn sé skilinn eftir án slíkrar leiðsagnar. Ósýnileg löggæsla Góð þjálfun við erfiðar aðstæður er þó ekki nándar nærri nóg í bar- áttunni við banaslysin. Gerum ráð fyrir að ökuskólar og ökukennarar standi að mestu leyti sína plikt og að þeim takist að kenna nemendum þau grundvallaratriði sem þeim er ætlað. Enn stendur út af borðinu að ekki er hægt að ætla ökukennurum að breyta viðhorfum ungra ökumanna, viðhorfum sem foreldrarnir og um- hverfið hafa haft 17 ár til að móta, því við hljótum að fara að horfast í augu við það að raunveruleg umferð- arhegðun er oft með allt öðrum hætti en þeir aksturshættir sem nemendum eru uppálagðir í kennslutímum. Hvað er þá til ráða? Skv. könnunum sem gerðar hafa verið og það er einnig álit sérfræð- inga, er sýnileg löggæsla besti kost- urinn í baráttunni við það agaleysi sem menn horfa upp á í umferðinni og birtist í hraðakstri, ótímabærum framúrakstri, ónógri notkun á bíl- beltum og annars konar lagabrotum. Því miður hefur ríkislögreglustjóra ekki tekist að sýna fram á að lítil lög- gæsla úti á þjóðvegunum hafi verið aukin, þar sem slys eru tíðust og al- varlegust. Eins og menn vita, og þá best þeir lögreglumenn sem sinna landfræðilega stórum en fjársveltum embættum, vantar töluvert upp á að lögreglumenn landsbyggðarinnar geti sinnt því eftirliti sem þeim ber, lögum samkvæmt og verulega vant- ar upp á að löggæsla á þjóðvegunum sé eitthvað í líkingu við það sem hún var fyrir 25–30 árum þegar sérstök sveit lögreglumanna sinnti lands- byggðinni, ók hring eftir hring um landið og hélt uppi lögum og reglu í samvinnu við staðbundna lög- reglumenn. Þessi akstur heyrir sög- unni til. Honum er í afar litlum mæli sinnt af eftirlitsbílum Vegagerð- arinnar, sem hafa reyndar allt annað meginhlutverk og eru yfirleitt að sinna öðrum verkefnum. Þeir örfáu bílar sem ríkislögreglustjóri hefur yfir að ráða á þessum vettvangi, eru of fáir og deildin of fámenn, til að hægt sé að tala um virkt eftirlit af þeirra hálfu, nú þegar bílaeign landsmanna hefur þrefaldast á síð- ustu þremur áratugum. Of fámenn lögreglulið og takmarkaðar fjárveit- ingar gera það að verkum að stað- bundin lögregla verður að takmarka akstur sinn um starfssvæðin, eftirlit er bundið við stærstu þétt- býliskjarnana og nánasta nágrenni og lengri eftirlitsferðir, sem heyra nánast sögunni til, eru farnar í ein- hverjum tilvikum til hátíðabrigða eða ef alvarleg slys ber að höndum. Flestir eru sammála um að löggæsla á vegum úti er og hefur verið lengi að mestu ósýnileg, en þá eru hvorki ríkislögreglustjóri né dóms- málaráðherra þar meðtalin enda virðist sýn þeirra á málaflokkinn vera með öðrum hætti en borg- aranna þegar dregnar eru fram í dagsljósið tölur sem eru til þess fallnar að bera saman epli og appels- ínur og drepa umræðuefninu á dreif. Er það von mín að kjósendur geti kallað fram hjákátlegar minningar um pappalöggur dómsmálaráðherra þegar gengið verður til alþing- iskosninga 10. maí nk. og finni sér betur borgið með kjöri á flokki þar sem menn taka umferðaröryggismál alvarlega, Framsóknarflokknum. Fjórir hafa látist Eftir Helgu Sigrúnu Harðardóttur „Flestir eru sammála um það að löggæsla á vegum úti er og hefur verið lengi að mestu ósýnileg...“ Höfundur er verkefnastjóri og skipar 5. sæti á lista framsóknarmanna í Suðurkjördæmi. ÁR hvert fæðast yfir 4.000 börn hér á landi sem eiga yfir 8.000 foreldra. Það eru því mörg þúsund kvenna og karla á ári hverju sem nýta eða munu nýta sér fæðingarorlof en reynslan hefur sýnt að nær allar konur fara í fæðingarorlof og vel yfir 80% karlmanna. Þetta fólk fær 80% af launum sínum greitt í fæðing- arorlofi sem skapar fjárhagslegt ör- yggi fjölskyldunnar þegar nýr ein- staklingur kemur í heiminn. Karlar og konur eiga jafnan rétt Eins og flestir vita þá lauk um síð- ustu áramót lokaáfanga í gildistöku laga um fæðingarorlof þegar feður fengu síðasta mánuðinn af sínum sjálfstæða þriggja mánaða rétti til fæðingarorlofs. Mæður og feður eiga því rétt á þremur mánuðum hvort og þrír mánuðir eru skiptanlegir milli foreldra. Lögin eru því skýr, for- eldrar eiga jafnan rétt til umönn- unar nýfæddra barna sinna. Nú er raunverulegur möguleiki á að ábyrgð á börnum og verkaskipting á heimilinu geti orðið jafnari þegar feður hafa tækifæri til að sjá um börn og bú. Fjarvistir frá vinnu vegna veikinda barna geta lent á hvoru foreldrinu sem er o.s.frv. Þessu hafa vinnuveitendur nú þegar áttað sig á. Konur og karlar með sömu laun? Lögin hafa þó miklu víðtækari áhrif en þau sem snúa að því að jafna rétt foreldra til samvista við barn sitt fyrstu mánuðina í lífi þess. Þetta er eitt stærsta skref sem stigið hefur verið hingað til í jafnréttisbarátt- unni og vafalítið eitt af öflugri tækj- unum í baráttunni fyrir minnkandi launamun kynjanna. Lægri laun kvenna hafa meðal annars verið skýrð með því að konur hafa horfið frá vinnu vegna fæðingar barna og meiri ábyrgð kvenna á heimilinu. Karlar fara nú í fæðingarorlof og taka ábyrgð á heimilinu til jafns á við konur. Það mun vafalítið hafa já- kvæð áhrif á laun kvenna, óháð því hvort viðkomandi er foreldri eða ei, því áhrifin munu ná til allra kvenna á vinnumarkaði. Þetta er sannarlega jafnrétti fyrir mörg þúsund kvenna og karla ár hvert – og líklega Íslendinga alla. Jafnrétti fyrir þúsundir kvenna og karla ár hvert Eftir Guðrúnu Ingu Ingólfsdóttur Höfundur skipar 7. sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík suður og er annar varaformaður SUS. „Karlar fara nú í fæðingarorlof og taka ábyrgð á heim- ilinu til jafns við konur.“ DILBERT mbl.is LJÓSMYNDIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.