Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
20. apríl 1993: „Ríkissjóður
er illa staddur um þessar
mundir. Að loknum fyrsta
ársfjórðungi yfirstandandi
fjárlagaárs er ljóst, að fjár-
lagahallinn á þessu ári stefnir
í a.m.k. 10 milljarða króna.
Þetta stafar bæði af minni
tekjum vegna minnkandi um-
svifa í þjóðfélaginu og aukn-
um útgjöldum, sem ekki var
gert ráð fyrir við fjár-
lagagerðina í desember.
Fyrstu áætlanir um fjárlög
ársins 1994 benda til þess, að
hallinn á því ári geti orðið enn
meiri, eða nokkuð á annan
tug milljarða.“
. . . . . . . . . .
20. apríl 1983: „Í upphafi
kosningaviku sendi Þjóð-
hagsstofnun frá sér skýrslu
með helstu niðurstöðum um
framvindu og horfur í efna-
hagsmálum. Morgunblaðið
birtir þessa skýrslu í heild í
dag og eins og lesendur geta
kynnt sér er ekki orðum auk-
ið þótt hún sé nefnd svarta
skýrsla Þjóðhagsstofnunar.
Lífskjörunum hrakar ár frá
ári án þess að gripið sé til
gagnráðstafana. Vegna
skorts á fyrirhyggju og
stefnu yfirvalda sem hafa
verið andvíg orkufrekum iðn-
aði hefur orðið að sækja of
fast fram í öflun sjávarfangs
og nú eru sumir fiskistofna að
þrotum komnir. Þannig hefur
verið haldið á málum eftir út-
færslu fiskveiðilögsögunnar í
200 sjómílur að andvirði hins
aukna afla hefur verið eytt
jafn harðan. Engin áhersla
hefur einu sinni verið lögð á
það að útgerðarfyrirtæki
treystu eigin stöðu. Enda er
svo komið nú að sjávar-
útvegsráðherrann stofnar op-
inberan kosningasjóð með er-
lendu lánsfé til að unnt sé að
halda skipum úti fram yfir
kjördag. Í samræmi við þetta
spáir Þjóðhagsstofnun því að
á árinu 1983 verði þjóðar-
framleiðslan 4,5 til 5,5%
minni en á síðasta ári þegar
hún dróst saman um 2%. Því
er spáð að framleiðsla til út-
flutnings verði svipuð eða
nokkru minni í ár en í fyrra.
Þá er spáð samdrætti í þeirri
framleiðslu sem háð er inn-
lendri eftirspurn eins og
byggingarstarfsemi. Jafn-
framt er nú spáð 3 til 4%
samdrætti þjóðartekna á
árinu 1983.“
. . . . . . . . . .
19. apríl 1973: „Þinglausnir
fóru fram í gær. Þegar störf
þessa löggjafarþings eru
skoðuð, kemur í ljós, að af-
raksturinn er harla lítill. Það
sem við blasir, er fyrst og
fremst alger ringulreið í með-
ferð mála á vegum ríkis-
stjórnarinnar. Einungis allra
nauðsynlegustu mál hafa
hlotið afgreiðslu á þessu
þingi, svo sem fjárlögin.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VANTRÚNNI EYTT
Píslarsagan, sem við höfum heyrtsagða á ýmsum vettvangi undan-farna daga, er ekki eingöngu
saga um pínu og dauða Krists. Hún er
ekki síður saga um vantrú annarra á að
hann væri sá, sem hann sagðist vera
eða að hann gæti sigrazt á þeim öflum,
sem ofsóttu hann.
Öldungaráð gyðinga trúði því ekki að
hann væri Guðs sonur. Lýðurinn í Jerú-
salem heimtaði að Barrabas yrði látinn
laus fremur en Jesús. Jafnvel Pétur,
nánasti samverkamaður hans, afneitaði
honum. Eftir krossfestinguna fannst
mörgum fylgismönnum Krists að öllu
væri lokið og þeir voru daprir og von-
lausir.
Meira að segja eftir að konurnar,
sem komust að því að Jesús væri horf-
inn úr grafhvelfingunni, þar sem hann
var lagður, sögðu lærisveinunum frá
því, voru þeir enn vantrúaðir, eða eins
og segir í Lúkasarguðspjalli: „En þeir
töldu orð þeirra markleysu eina og
trúðu þeim ekki.“
Lúkas segir áfram frá því hvernig
Jesús slóst í för með lærisveinum sín-
um á leið til Emmaus eftir upprisuna,
en þeir þekktu hann ekki. Að sögn Lúk-
asar sagði Jesús við þá: „Ó, þér heimsk-
ir og tregir í hjarta til þess að trúa öllu
því, sem spámennirnir hafa talað! Átti
ekki Kristur að líða þetta og ganga svo
inn í dýrð sína?“ Það var ekki fyrr en
Jesús hafði borðað með þeim, sýnt þeim
hendur sínar og fætur og sárin, sem
hann hlaut á krossinum, að þeir trúðu.
Tómas efaðist lengst og varð að fá að
setja fingurinn í naglaförin á höndum
Krists til að sannfærast. Í Jóhannesar-
guðspjalli segir þannig frá því: „Síðan
segir hann við Tómas: Kom hingað með
fingur þinn og sjá hendur mínar, og
kom með hönd þína og legg í síðu mína,
og vertu ekki vantrúaður, vertu trúað-
ur. Tómas svaraði: Drottinn minn og
Guð minn! Jesús segir við hann: Þú trú-
ir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru
þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“
Við erum sjálf oft í sporum lærisvein-
anna og annarra þeirra, sem efuðust
um tilvist Krists og verk hans. Þótt við
höfum flest verið skírð til kristinnar
trúar og staðfest hana í fermingunni,
erum við oft vantrúuð. Þeir, sem missa
ástvini eða verða fyrir öðrum áföllum
og sorg, efast oft um tilvist Guðs. Og
hver láir þeim, sem horfa upp á
myrkraverk, stríð og ofbeldi, fátækt og
eymd um allan heim, að efast um að til
sé sú „alveldissál, andi sem gjörir
steina að brauði“, sem Einar Bene-
diktsson orti um?
Boðskapur páskanna, um upprisu
Jesú, er mikilvægasta og kröftugasta
uppspretta trúarinnar. Sigur Krists á
dauðanum var og er annars vegar sönn-
un þess að hann er sá, sem hann sagðist
vera, Guðs sonur, og hins vegar fyrir-
heit um að þeir, sem trúa á hann, öðlast
eilíft líf. Páskadagurinn er nokkurs
konar úrslitastund í lífi sérhvers krist-
ins manns; þess eru dæmi að efasemda-
menn hafi endurheimt trúarvissu sína í
messu að morgni páskadags.
Upprisan er forsenda þeirrar full-
vissu, sem kemur t.d. fram í öðru kvæði
Einars Benediktssonar, sem ort er eftir
barn:
Og því er oss erfitt að dæma þann dóm,
að dauðinn sé hryggðarefni,
þó ljósin slokkni og blikni blóm. −
Er ei bjartara land fyrir stefni?
Þér foreldrar grátið, en grátið lágt,
við gröfina dóttur og sonar,
því allt, sem á líf og andardrátt,
til ódáinsheimanna vonar.
Og þrátt fyrir allt eru ótal dæmi um
víða veröld um að hið góða sigrast á
hinu illa. Stöðugt er fólk um allan heim
að vinna að því að bæta líf annarra og
margt af því trúir einlæglega orðum
Krists, að „allt, sem þér gjörðuð einum
minna minnstu bræðra, það hafið þér
gjört mér.“ Framrás manngæzku og
sannleika verður ekki stöðvuð ef nógu
margir trúa − jafnvel þótt hægt fari og
stundum virðist hið illa sækja fram um
stund.
Við fáum ekki sömu áþreifanlegu
sannanirnar og Tómas postuli, en sömu
sannfæringu geta menn sótt í orð
Krists, Biblíuna, þar sem stendur í Jó-
hannesarguðspjalli, í lok frásagnarinn-
ar af Tómasi: „En þetta er ritað til þess
að þér trúið, að Jesús sé Kristur, sonur
Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans
nafni.“
Morgunblaðið óskar lesendum sínum
og landsmönnum öllum gleðilegra
páska.
Þ
EGAR stuðningsmenn Bills
Clintons Bandaríkjaforseta
lögðu á ráðin um það hvaða
aðferðum ætti að beita til að
sigra George H.W. Bush í
forsetakosningunum árið
1991 hafði James Carville
meiri áhrif en flestir aðrir.
Hann stjórnaði „stríðsherberginu“, eins og aðal-
miðstöð kosningastjórnarinnar var kölluð, með
harðri hendi og lagði umfram allt áherslu á að
boðskapurinn til kjósenda yrði að vera skýr og
markviss.
Carville setti upp tússtöflu í herberginu þar
sem þrjár grundvallarreglur voru ritaðar sem
áttu að tryggja að Clinton og stuðningsmenn
hans gleymdu ekki því sem mestu máli skipti.
Aðalatriðin að mati Carville voru eftirfarandi:
„Breytingar eða óbreytt ástand. Efnahagsmálin,
vitleysingarnir ykkar. Ekki gleyma heilbrigðis-
málunum.“
Dag eftir dag, á fundi eftir fundi, ítrekaði
Carville að þetta væri það sem skipti máli ef
Clinton ætti að vinna kosningarnar.
Þetta kunna að virka sjálfsögð sannindi en
með því að hamra á þeim aftur og aftur og ein-
beita sér að þessum einfalda boðskap tókst Bill
Clinton, tiltölulega óþekktum fyrrum ríkisstjóra
frá Arkansas, að sigra sitjandi forseta sem
skömmu áður, eftir lok fyrra Persaflóastríðsins,
hafði virst ósigrandi.
Samkvæmt skoðanakönnunum fyrri hluta árs-
ins 1991 var Bush eldri einhver vinsælasti forseti
í sögu Bandaríkjanna. Nokkrum mánuðum síðar
beið hann ósigur í forsetakosningum. Helsta
skýringin á þeim miklu umskiptum hefur verið
talin sú að hann missti sjónar á því sem skipti
kjósendur mestu máli: efnahagsmálunum og þar
með lífskjörum almennings.
Þegar Carville ritaði á tússtöfluna sína: Efna-
hagsmálin, vitleysingarnir ykkar vildi hann
minna menn á að kjósendur hefðu takmarkaðan
áhuga á heimsmálum, milliríkjasamningum og
öðrum háleitum markmiðum. Þegar upp væri
staðið réði úrslitum hvort almenningur teldi sig
hafa það betra eða verra en fyrir síðustu kosn-
ingar. Ráðstöfunartekjur, verðbólga og vaxta-
stig skiptu miklu meira máli en hvort friðarum-
leitanir fyrir botni Miðjarðarhafs væru að þokast
í rétta átt eða ekki. Budda kjósandans réð at-
kvæði hans.
Efnahagsmálin
Það er forvitnilegt að
velta því fyrir sér
hvort einhverjar hlið-
stæður sé að finna hér á landi nú þegar kosn-
ingar eru í nánd. Tæpur mánuður er eftir til
kosninga og baráttan fyrir þær fer smám saman
að ná hámarki.
Samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísinda-
stofnunar, sem framkvæmd var fyrr í mánuðin-
um fyrir Morgunblaðið, er greinilegt að íslenskir
kjósendur stjórnast af buddunni ekki síður en
bandarískir kjósendur. Þegar spurt var hvað
réði mestu um hvaða flokk menn kysu sögðu
30,8% að skattamál réðu mestu um afstöðu
þeirra. Þá sögðu 27,7% velferðarmálin vega
þyngst. Að auki nefndu 7,6% efnahagsmálin sem
það er skipti mestu í þeirra huga.
Það er athyglisvert að þrátt fyrir harðar deilur
um stóriðju- og virkjunarframkvæmdir á undan-
förnum misserum telja einungis 2,7% kjósenda
að umhverfis- og orkumál séu það sem mestu
máli skiptir þegar þeir gera upp hug sinn til
flokkanna.
Að sama skapi virðast deilur um stuðning ís-
lensku ríkisstjórnarinnar við aðgerðirnar í Írak
ekki hafa teljandi áhrif á kjósendur. Aðeins 1,9%
segja utanríkismál vera það málefni sem skipti
þá mestu. Það er mjög svipaður fjöldi og nefndi
Evrópumálin sem þann þátt er réði úrslitum um
afstöðu til stjórnmálaflokkanna. 1,8% nefndu
Evrópumálin, sem hlýtur að teljast lágt hlutfall,
miðað við hvað sá málaflokkur hefur verið fyrir-
ferðarmikill í íslenskri þjóðmálaumræðu síðast-
liðin ár.
Af könnun Félagsvísindastofnunar má einnig
ráða að kjósendur hafa mjög ólíkar áherslur eftir
því hvernig þeir skipa sér í flokka. Þannig eru
það fyrst og fremst kjósendur stjórnarflokkanna
sem nefna skattamálin á meðan stjórnarand-
stöðuflokkarnir telja skattamál skipta minna
máli. 40,6% þeirra sem sögðust ætla að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn nefndu skattamál, 33,8%
þeirra sem sögðust ætla að kjósa Framsóknar-
flokkinn, 26,9% þeirra sem sögðust ætla að kjósa
Samfylkinguna, 10,9% þeirra sem sögðust ætla
að kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð og
einungis 4,1% þeirra sem hugðust kjósa Frjáls-
lynda flokkinn.
Á heildina litið nefndu 8,5% sjávarútvegsmál
og kvótakerfið sem þann málaflokk er skipti
mestu máli. Þegar tölurnar eru skoðaðar eru það
hins vegar nær einvörðungu þeir sem sögðust
ætla að kjósa Frjálslynda flokkinn sem nefndu
sjávarútvegsmálin. Alls nefndu 57,1% stuðnings-
manna Frjálslynda flokksins sjávarútvegsmálin
en enginn stuðningsmanna vinstri grænna. Ein-
ungis um 4% stuðningsmanna annarra flokka
nefndu þennan málaflokk. Það er að vísu nokk-
urt umhugsunarefni, hvort niðurstöður þessarar
könnunar endurspegli fyrst og fremst þau mál-
efni, sem stjórnmálamennirnir hafa lagt mesta
áherslu á að undanförnu. En kannski hafa þeir
einmitt lagt áherslu á þessa málaflokka vegna
þess, að þeir hafa fundið áhuga kjósenda á þeim.
Stjórnarflokkarnir telja sig hafa mjög sterka
málefnastöðu þegar efnahagsmálin eru annars
vegar. Í vikunni kynnti fjármálaráðuneytið nýja
efnahagsspá þar sem því er spáð að við séum að
sigla inn í nýtt hagvaxtarskeið er muni standa út
þennan áratug. Þrátt fyrir að fiskveiðiheimildir
séu nánast í sögulegu lágmarki hefur tekist að
halda uppi hagvexti. Verðbólga er á ný orðin
lægri en í flestum ríkjum Evrópu. Atvinnuleysi
hefur vissulega aukist en flest bendir til að úr því
muni draga verulega á næstu misserum þegar
þær miklu framkvæmdir, sem framundan eru,
hefjast. Tekin hafa verið stærstu skref Íslands-
sögunnar varðandi einkavæðingu og ber þar
hæst sölu á hlut ríkisins í viðskiptabönkunum.
Það var stórt og mikilvægt skref sem mun hafa
mikil áhrif á íslenskt viðskiptalíf á næstu árum.
Sjálfstæði Seðlabanka Íslands hefur verið aukið
og gengi krónunnar ræðst nú í viðskiptum á al-
mennum markaði en ekki með stjórnvalds-
ákvörðunum.
Á heildina litið hafa orðið róttæk umskipti í ís-
lensku viðskipta- og efnahagsumhverfi á því
kjörtímabili sem nú er að líða. Líklega hafa opin-
ber afskipti af viðskiptalífinu og efnahagslífinu
aldrei verið minni en nú.
Þá skiptir máli að tekist hefur samkomulag
um byggingu álvers á Reyðarfirði með tilheyr-
andi virkjunarframkvæmdum. Framundan eru
því mestu framkvæmdir Íslandssögunnar sem
hafa munu í för með sér gífurlega innspýtingu
fjármagns í efnahagslífið og viðvarandi hag-
vaxtaraukningu. Það er ekki síst út af þessum
framkvæmdum sem flokkarnir hafa treyst sér til
að gefa út jafn afdráttarlausar yfirlýsingar um
lækkun skatta og raun ber vitni.
Allir flokkar segjast stefna að því að lækka
skatta á næsta kjörtímabili. Áherslur eru hins
vegar ólíkar, hvað varðar eðli jafnt og umfang
þeirra skattabreytinga sem þeir boða. Það getur
hins vegar reynst erfitt fyrir kjósendur að meta
áhrif þeirra tillagna er lagðar hafa verið fram.
Munu þær bæta hag viðkomandi eða jafnvel
draga úr ráðstöfunartekjum hans? Kjósendur
eiga rétt á því að fá svör við slíkum spurningum.
Hvort sem lagðar eru til breytingar á
skattleysismörkum eða skattprósentum, breyt-
ingar á virðisaukaskatti eða bótum eiga kjós-
endur heimtingu á því að lagðar séu fram áætl-
anir um kostnað annars vegar og áhrif á
einstaklinga hins vegar.
Í síðustu viku birti Morgunblaðið frétt um mat
ríkisskattstjóra á áhrifum þeirra skattkerfis-
breytinga, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt
til. Því ber að fagna að fjölmiðlum var leyft að
kynna sér og birta þær upplýsingar sem finna
mátti í minnisblaði ríkisskattstjóra. Aðrir flokk-
ar hljóta að fara sömu leið og gera niðurstöðuna
opinbera.
Ekki gleyma
heilbrigðis-
málunum
Þrátt fyrir að kjós-
endur leggi ríka
áherslu á skattamálin
er ekki þar með sagt
að ekkert annað skipti
almenning máli en að
greiða færri krónur í skatta. Þvert á móti virðist
ljóst af könnun Félagsvísindastofnunar að fé-
lagsleg velferð sé lykilatriði í hugum kjósenda.
Alls sögðu 27,7% að velferðarmálin væru það
sem skipti mestu máli þegar afstaða væri tekin
til flokkanna. Rúmlega 40% kjósenda Samfylk-
ingar og vinstri grænna telja þannig að félagsleg
velferð sé sá málaflokkur sem skipti mestu máli
og í kringum 15% af stuðningsmönnum annarra
flokka.
Af þessu má ráða að stór hluti kjósenda sé
reiðubúinn að greiða hærri skatta eða að
minnsta kosti óbreytta skatta til að hægt sé að
efla félagslega velferð.
Íslendingar leggja ríka áherslu á að hér sé
rekið öflugt heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Þá
hefur það verið grundvallaratriði í íslenskum
stjórnmálum um áratuga skeið að hlúð sé að
þeim sem minna mega sín eða verða undir í lífs-
baráttunni af einhverjum ástæðum.