Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 11
annaðhvort með afnámi tekjutengingar
barnabóta eða með persónuafslætti, t.d. um
tíu þúsund kr., fyrir hvert barn undir 16 ára
aldri. Guðjón segir að þegar tekið hafi verið
tillit til þess að auknar tekjur komi aftur í um-
ferð muni nettókostnaður ríkissjóðs af þess-
um tillögum verða í kringum 14 milljarðar á
ári.
Guðjón segir að flokkurinn sé einnig á því
að skattar af húsnæði, þ.e. eignarskattar verði
felldir niður af „eðlilegri eign“ eins og hann
orðar það, þ.e. eign sem sé ekki verðmeiri en
sem nemur í kringum 30 milljónir kr. „Við er-
um því ekki að leggja það til að eign-
arskattabreytingin gangi upp úr,“ segir hann.
Telur hann að þetta myndi koma eldra fólki
vel.
Að sögn Guðjóns hefur Frjálslyndi flokk-
urinn einnig bent á að leggja eigi niður verð-
tryggingu íbúðalána. Þannig megi létta
skuldabyrði fólks sem er með skuldbindingar
vegna íbúðalána en einnig megi skoða náms-
lán að þessu leyti. „Þetta mun koma fjöl-
skyldufólki vel, þ.e. fólki sem er að koma sér
upp heimili og fóta sig í atvinnulífinu.“
Guðjón tekur fram að frjálslyndir leggi ekki
fram neinar tillögur um afnám hátekjuskatts-
ins og að hann muni ekki styðja neinar til-
lögur í þá veru.
Bætur fylgi launavísitölu
Guðjón segir að Frjálslyndi flokkurinn taki
að miklu leyti undir velferðartillögur Alþýðu-
sambands Íslands (ASÍ) sem kynntar eru í
ritinu: Velferð fyrir alla. „ASÍ hefur lagt til að
atvinnuleysisbætur hækki úr rúmum 77.000
kr. í 93.000 kr á mánuði og að lægstu sam-
settu bætur grunnlífeyris, tekjutryggingar og
heimilisuppbótar einstaklings verði a.m.k.
110.000 kr. á mánuði. Við tökum undir þessar
tillögur,“ segir Guðjón.
Frjálslyndi flokkurinn er einnig, að sögn
Guðjóns, hlynntur því að bætur fylgi launa-
vísitölu. „Sumir hafa haldið því fram að það
væri óeðlilegt að láta bætur fylgja launa-
vísitölu. En ég segi: ef það er viðhorf manna
að bætur eigi ekki að fylgja launavísitölu þá á
heldur ekki að skattleggja þær eins og laun.
Það á m.ö.o. að viðurkenna það að bætur eru
öðruvísi framfærslulífeyrir heldur en laun. Og
miðað við það myndi ég leggja til að þær yrðu
skattlagðar eins og fjármagnstekjur. Þannig
væri 10% skattur af bótum en ekki 38,55%.“
Guðjón segir að það kynni vel að vera
heppileg lausn að setja ellilífeyri, örorkulíf-
eyri og atvinnuleysisbætur undir sama skatt-
þrep og fjármagnstekjur. Með því yrði staða
þess fólks sem þyrfti að vera á þessum bótum
bætt til muna. „Ég held að kostnaður af slíkri
framkvæmd yrði afar lítill. Þessi tíu prósent
skattur yrði tekinn af bótunum um leið og
þær yrðu greiddar út en eftir sem áður nyti
fólkið persónuafsláttarins.“
Spurður um afstöðu flokksins til heilbrigð-
ismála segir Guðjón að hann telji að allir eigi
að hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu
óháð efnahag. „Við erum ekki þar með að
hafna því að hægt sé að semja um að ákveðin
læknisverk séu færð yfir í það sem kalla má
verktöku, þ.e. að þau séu unnin af ákveðnum
rekstrareiningum, en það verður að vera al-
veg tryggt að fólk eigi jafnan aðgang að þeirri
þjónustu.“ Guðjón segir að flokkurinn sé á
hinn bóginn ekki tilbúinn til þess að láta ríkið
taka þátt í því að reka sérstök einkasjúkrahús
eða sérstakar einkalækningastofur. „Ef menn
vilja setja á stofn slík sjúkrahús eða stofur
verða þeir að gera það algjörlega á eigin
ábyrgð. Ríkið á ekki að taka þátt í því. Þeir
sjúklingar sem vilja sækja þjónustu þangað
greiða þá bara fyrir það.“
Ekki á þeim buxunum að sækja um ESB
Um Evrópumál, segir Guðjón, að flokkurinn
sé ekki á þeim buxunum að Ísland eigi að
sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB),
eins og staðan sé í dag. „Og það er enn síður
ástæða til þess að sækja um aðild eftir að okk-
ur hefur tekist að framlengja samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið - EES-samninginn.
Þar höfum við að mínu mati náð viðunandi
kjörum fyrir hönd Íslands. Ég sé því ekkert í
spilunum, á næstu fimm til sex árum, sem
bendir til þess að Ísland sé á leiðinni í ESB.“
Guðjón segir að Frjálslyndi flokkurinn sé
aukinheldur ekki tilbúinn til þess að gangast
undir fiskveiðistjórnun ESB. „Það er alveg
skýrt.“ Á hinn bóginn segir Guðjón að flokk-
urinn hafni ekki aðild að ESB um alla framtíð
sjái hann fram á að Ísland gæti náð viðunandi
kjörum. „En okkur finnst ekkert liggja á eins
og málin hafa þróast,“ ítrekar hann. „Nú eru
margar þjóðir að ganga inn í sambandið og
verður auðvitað fróðlegt að sjá hvernig það
þróast á næstu fimm til sex árum. Ég tel að
nýja samkomulagið um EES tryggi okkur
ágætis tíma til að fylgjast með því hvernig sú
þróun verður.“
Kjördæmabreytingin
fjandsamleg konum
Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi
lagt mikla áherslu á að bókhald stjórn-
málaflokka verði opið almenningi. „Okkar
bókhald hefur verið opið frá því flokkurinn
var stofnaður,“ útskýrir Guðjón og bætir því
við að hægt sé að skoða bókhaldið, uppsett frá
endurskoðanda, á heimasíðu flokksins á Net-
inu, en slóðin er, xf.is. „Við teljum að það eigi
að segja frá því ef stjórnmálaflokkar fá styrki
yfir ákveðinni upphæð. Sú upphæð gæti t.d.
verið fimm hundruð þúsund kr.“ Guðjón segir
að Frjálslyndi flokkurinn miði sjálfur við þá
upphæð. „Hvort sú upphæð er sú eina rétta
ætla ég ekki að segja til um en einhver viðmið
verða menn að hafa.“ Guðjón segir að sér finn-
ist ekkert að því að bæði fyrirtæki og ein-
staklingar hafi áhuga á því að styrkja stjórn-
málaflokka; stjórnmál séu jú hluti af lífinu í
landinu. „En mér finnst að það eigi að liggja
fyrir hvernig slík fjármögnun fer fram.“
Spurður um framboðsmál segir Guðjón að
það sé að verða ákveðin endurnýjun í flokkn-
um; flestir þeirra sem hafi skipað efstu sæti
fyrir síðustu alþingiskosningar séu að draga
sig í hlé og nýtt fólk sé að taka við. Það sé
gert í góðri sátt við alla innan flokksins. „Við
þóttum hjá sumum kannski smáskrítin þegar
við auglýstum eftir fólki í dagblöðunum í
haust en ég held að það hafi verið ákaflega
lýðræðisleg leið. Við vorum ekki með prófkjör
og þar af leiðandi vildum við gefa nýju fólki og
líka okkar fólki kost á því að láta sitt álit í ljós
um það hvort og hvar það vildi sækjast eftir
því að komast í framboð. Við vorum þó líka að
auglýsa eftir konum en höfum kannski ekki
fengið nóg af þeim.“
Frjálslyndi flokkurinn hefur haft það á
stefnuskrá sinni að reyna að hafa hlut
kynjanna sem jafnastan á framboðslistum
flokksins. Þá hefur það verið vilji forystunnar
að hafa svokallaðan fléttulista, en það eru
framboðslistar sem skipaðir eru konum og
körlum á þann hátt að verði kona í fyrsta sæti
verði karl í öðru og svo framvegis. Og verði
karl í fyrsta sæti verði kona í öðru sæti o.s.frv.
Guðjón segi að þetta markmið hafi þó ekki
gengið eftir í öllum kjördæmum. „Ég lagði t.d.
mikla vinnu í það að fá konu í annað sætið í
Norðvesturkjördæmi. Í því skyni talaði ég við
margar efnilegar konur sem sögðust hafa
áhuga á stjórnmálum og vildu styðja flokkinn.
En þegar þær þurftu að gera það upp við sig
hvort þær vildu taka slaginn; hvort þær vildu
taka þátt í kosningabaráttunni að fullu þá óaði
þeim við því.“ Guðjón telur að stækkun lands-
byggðarkjördæmanna hafi átt stóran þátt í
því hve erfiðlega hafi gengið að fá konurnar til
að vera framarlega á framboðslistum. „Þegar
konur áttuðu sig á því að þær þyrftu að leggj-
ast í útilegu og flakk frá heimili og börnum,
jafnvel svo vikum skipti, þá gekk dæmið ekki
upp í þeirra huga.“ Guðjón telur því að stækk-
un kjördæmanna á landsbyggðinni sé í raun
fjandsamleg konum. „Þetta er öðruvísi á suð-
vesturhorninu þar sem hægt er að fara um
kjördæmin á um það bil klukkutíma.“
Að síðustu má geta þess að Sverrir Her-
mannsson og Guðjón A. Kristjánsson lögðu á
kjörtímabilinu fram á Alþingi þingsályktun-
artillögu um að núgildandi kjördæmaskipan
og tilhögun kosninga til Alþingis verði endur-
skoðað með það að markmiði að landið verði
allt eitt kjördæmi og þingmönnum verði
fækkað úr 63 í 52. „Við teljum, úr því sem
komið er, að best sé að gera landið að einu
kjördæmi og að tekið verði upp breytt kosn-
ingafyrirkomulag sem henti slíkri skipan,“
segir Guðjón að lokum.
Morgunblaðið/Golli
arna@mbl.is
’ En nú sitja sumir íþorpum eins og t.d. á
Raufarhöfn og geta ekki
selt húsin sín, nema fyrir
kannski um eina og
hálfa milljón … ‘
’ Það verður erfitt aðsemja okkur út úr
sjávarútvegsráðuneytinu.
Fiskveiðistefnuna munum
við ekki gefa eftir. ‘
’ Ég hef reyndar montaðmig af því að við erum
sennilega með yngstu
frambjóðendurna ef
tekið er tillit til meðal-
aldurs í fyrstu sætum. ‘