Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 56
KIRKJUSTARF
56 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
POLAR- 1200 - nýsmíði - 14,9 brt
Til sölu er nýsmíði POLAR-1200 og POLAR-
1150. Skipið mælist 14,9 brt. og afhendist með
vél sem er frá 450 til 650 hestöfl.
Polar-1200 Loa: 12,10 m - B: 3,30 m.
Polar-1150 Loa: 11,50 m - B: 3,65 m.
Frekari upplýsingar veittar á skipasölu.
http://www.skipasala.com
Sími 568 3330, fax 568 3331.
Aðalfundur
Rauða kross
Íslands
2003
Aðalfundur Rauða kross Íslands verður haldinn
í Kópavogi dagana 23. og 24. maí n.k.
Fundurinn verður settur föstudaginn 23. maí
kl. 15:00 í Salnum, Hamraborg 6.
Dagskrá samkvæmt 5. grein laga
Rauða kross Íslands.
Stjórn Rauða kross Íslands
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Rauði kross Íslands
Iðnskólanemar
— brottskráðir 1943
Komum saman í Skrúð á Hótel Sögu föstudag-
inn 25. apríl kl. 15.00.
Erla, sími 555 4752, Helgi, sími 552 4522.
Aðalfundur Samkaupa hf.
Samkaup hf. boðar til aðalfundar mánudaginn
28. apríl næstkomandi. Fundurinn verður hald-
inn á veitingastaðnum Matarlyst, Iða-
völlum 1, Reykjanesbæ, og hefst kl. 14.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkv. 14. grein
samþykkta félagsins.
2. Önnur mál.
Stjórn Samkaupa hf.
S M Á A U G L Ý S I N G A RI
TILKYNNINGAR
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur,
Síðumúla 31,
s. 588 6060.
Miðlarnir, spámiðlarnir og hug-
læknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen, Ingibjörg Þeng-
ilsdóttir, Erla Alexanders-
dóttir, Katrín Sveinbjörns-
dóttir, Matthildur Sveins-
dóttir, tarrot-lesari og Garðar
Björgvinsson, michael-miðill,
starfa hjá félaginu og bjóða
félagsmönnum og öðrum upp á
einkatíma.
Upplýsingar um félagið, starfs-
emi þess, einkatíma og tíma-
pantanir eru alla virka daga árs-
ins frá kl. 13—18. Utan þess
tíma er einnig hægt að skilja ef-
tir skilaboð á símsvara félagsins.
Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur
starfar í nánum tengslum við Sál-
arrannsóknarskólann á sama stað.
SRFR.
Sálarrannsóknarfélag
Íslands,
stofnað 1918,
sími 551 8130,
Garðastræti 8, Reykjavík
Huglæknarnir Hafsteinn Guð-
björnsson, Kristín Karlsdóttir,
miðlarnir Birgitta Hreiðarsdótt-
ir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Laufey
Egilsdóttir, Lára Halla Snæfells,
María Sigurðardóttir, Oddbjörg
Sigfúsdóttir, Rósa Ólafsdóttir,
Skúli Lórenzson og Þórunn
Maggý Guðmundsdóttir starfa
hjá félaginu og bjóða upp á
einkatíma. Friðbjörg Óskarsdótt-
ir sér um hópastarf.
Upplýsingar og bókanir eru í
síma 551 8130. Breyttur opn-
unartími á skrifstofu í Garða-
stræti 8. Opið mánudaga, þriðju-
daga og miðvikudaga frá kl. 9—
13, fimmtudaga frá kl. 12—16,
lokað á föstudögum. Heimasíða:
www.salarrannsoknarfelagid.is .
Netfang:
srfi@salarrannsoknarfelagid.is .
SRFÍ.
FÉLAGSLÍF
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í dag, páskadag,
kl. 14.00.
Í dag kl. 8.00 Upprisufögnuður
Kl. 20.00 Hátíðarsamkoma.
Majórarnir Turid og Knut Gamst
sjá um samkomur dagsins.
Allir hjartanlega velkomnir!
Fimmtudag kl. 20.00 Sumar-
vaka í umsjón brigaders Ingi-
bjargar Jónsdóttur. Veitingar.
Allir hjartanlega velkomnir!
Páskasamkoma í dag kl.
16.30. Gunnar Þorsteinsson
predikar.
Þriðjudagur: Samkoma kl. 20.00.
Fimmtudagur: Samkoma í
Betel í Vestmannaeyjum
kl. 16.00.
Laugardagur: Samkoma kl.20.30.
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Páskadagur
Fagnaðarsamvera kl. 08.
Allir velkomnir.
Annar í páskum
Bænastund kl. 19:30.
Samkoma kl. 20:00.
Athugið breyttan samkomutíma.
Högni Valsson predikar.
Lofgjörð og fyrirbænir.
„Þér skuluð eigi óttast. ÉG, að
þér leitið að Jesú hinum kross-
festa. Hann er ekki hér. Hann er
upp risinn, eins og hann sagði.“
BÁTAR SKIP
VER RE-112 (0357)
Til sölu er ofangreint neta- og línuveiðiskip.
Skipið er 28,2 brl. 31,4 brt. Mesta lengd 14,7m.
Smíðað í Danmörku 1955. Aðalvél Caterpillar
1991, 326 hestöfl.
http://www.skipasala.com
Sími 568 3330, fax 568 3331.
upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar
ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR
Kvöldmessa
í Grensáskirkju
ANNAÐ kvöld, annan páskadag,
kl. 20 verður kvöldmessa í Grens-
áskirkju.
Messuform er mjög einfalt og
líflegur söngur undir stjórn Árna
Arinbjarnarsonar organista,
bæna- og lofgjörðarstund, stutt
hugvekja og altarisganga. Að
sjálfsögðu tekur innihald mess-
unnar mið af því að hún er haldin
á heilagri páskahátíð, að kvöldi
annars í páskum.
Kvöldmessan er mjög aðgengi-
leg þeim sem vilja taka þátt í sam-
félagi kirkjunnar en eru lítt inni í
hefðum og messusiðum.
Hér er einnig kjörið tækifæri til
kirkjugöngu fyrir þau sem hafa
verið á ferð og flugi um páskana
og ekki haft tækifæri til að sækja
guðsþjónustur.
Messan sjálf tekur tæpan
klukkutíma og að henni lokinni er
boðið upp á kaffi, djús og kex.
Allar nánari upplýingar um
kirkjustarfið í Grensáskirkju eru
á vefnum kirkjan.is/grensas-
kirkja.
Messa og kirkjukaffi
HIN árlega messa og kirkjukaffi
félagsins fer fram sunnudaginn 4.
maí nk. kl. 14 í Áskirkju við Vest-
urbrún, Reykjavík. Séra Lára
Oddsdóttir, sóknarprestur á Val-
þjófsstað, messar.
Breiðholtsbakarí sér um kaffi
og veitingar í félagsheimili kirkj-
unnar að lokinni messu. Verð á
mann er 1.000 kr.
Kór brottfluttra Ísfirðinga
syngur. Góðar söngraddir vel
þegnar í kórinn. Hafið samband
við Þórhildi Sigurðardóttur fyrir
25. apríl nk. í síma 55 44 237 eða
tölvupósti, totla@simnet.is.
Allir Ísfirðingar að fornu og
nýju eru hvattir til að koma og
taka með sér gesti.
Síðustu dagarnir
í lífi Krists
FYRIR allnokkrum árum gaf
bókaútgáfan Örn og Örlygur út
bók Williams Barcklays „Jesús frá
Nazaret“ og var hún skreytt
myndum úr samnefndri kvikmynd
ítalska kvikmyndaleikstjórans
Franco Zeffirelli. Efni og myndir
úr þessari bók verður til sýnis og
umfjöllunar í þættinum „Um trúna
og tilveruna“ sem sýndur verður í
Omega á páskadag kl. 13.30 og
annan í páskum kl. 20. Kvikmynd
Zeffirellis var mjög vel gerð og
var á sínum tíma sýnd í heild sinni
í Ríkissjónvarpinu.
Kyrrðardagar
við sumarkomu
í Skálholti
Á SUMARDAGINN fyrsta,
fimmtudaginn 24.apríl, hefjast
kyrrðardagar í Skálholti þar sem
áherslan verður á útivist, enda
mikið vor í lofti og unaðslegt að
vera mitt í hinni fjölbreyttu nátt-
úru umhverfis Skálholt.
Þáttaka í kyrrðardögum felur í
sér að hverfa frá erli og amstri, að
draga sig í hlé til þess að njóta
friðar og hvíldar í þögn. Hin and-
lega og líkamlega hvíld er í fyr-
irrúmi á kyrrðardögum. Í kyrrð-
inni er að finna styrk, í kyrrðinni
má heyra rödd Guðs.
Þessir kyrrðardagar verða degi
lengri en almennt gerist og er það
að beiðni þátttakenda í fyrri
kyrrðardögum, sem vilja njóta
lengri dvalar
Leiðsögn á kyrrðardögum við
sumarkomu annast. hjónin dr.
Hjalti Hugason prófessor og
Ragnheiður Sverrisdótir djákni.
Hvern dag verður farið í göngu
um nágrennið, að Þorlákshver eða
Vörðufelli og eru hugleiðingar og
íhuganir tengdar þeirri nátt-
úruskoðun og lífsgöngunni, ferð
okkar um lífið. En mikill tími
gefst til hvíldar og kyrrðar auk
þess sem boðið er upp á að taka
þátt í helgihaldi staðarins.
Heildarkostnaður við þátttöku á
kyrrðardögunum er kr. 12.500 og
er gisting fullt fæði og dagskrá
innifalin. Svövusjóður getur stutt
þá sem þurfa til þátttöku.
Nánari upplýsingar og skráning
er í Skálholtsskóla, sími 486 8870.