Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 38
SKOÐUN 38 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 27. mars sl. sýndi sjónvarpið áhrifa- mikla stuttmynd um einelti í skólum. Vel var fjallað um efnið innan þeirra marka þó, að aðeins var lýst hvernig fórnarlömb eineltis upplifa það og hvaða afleiðingar það hefur alltaf fyrir fórnarlömbin. Ekki var gerð tilraun til að skýra þetta fyrirbæri eða leita leiða til að uppræta það. Þetta er einnig mest einkennandi fyrir alla umræðu um einelti. Lík- lega vegna þess að skýringanna og upprætingarinnar er að leita hjá þeim sem valdið hafa. Það eru í raun þeir og aðeins þeir, sem geta upp- rætt það. En það kostar mikla stjórnunarlega þekkingu. Þekkingu, sem stjórnendur eru yfirleitt ekki tilbúnir að fallast á að þeir hafi ekki. Kennarar eru, hvort sem þeim líkar það betur eða verr, stjórnendur bekkjarins. Þeir eru ekki bara kenn- arar. Það eru þeir, sem skapa and- rúmsloftið í bekknum, menninguna eða þær hópbundnu hegðunarreglur (norm), sem innan bekkjarins ríkja. Þeir gera það annaðhvort viljandi, af þekkingu eða þekkingarleysi, eða þeir gera það óviljandi af hugsunar- leysi. Það að gera það ekki viljandi er líka aðgerð. Þeir eru nefnilega, enn og aftur, stjórnendur hópsins. Hvað er einelti? Einelti er það, þegar hópur ein- staklinga reynir að útiloka einn eða hugsanlega fleiri út úr hópnum með öllum mögulegum hætti. Þetta getur verið með stöðugri stríðni, gera fórnarlambið að aðhlátursefni, sýna því vanþóknun, hæðast að því, bera út slúður um fórnarlambið, einangra það og útskúfa og/eða með líkam- legri valdbeitingu. Einelti þarf ekki að vera mjög sýnilegt og getur falist í stöðugu áreiti gagnvart fórnar- lambinu eins og að stugga stöðugt við viðkomandi þegar gengið er framhjá. Áhrifin eru þau sömu, ef áhersla þess/þeirra, sem stunda ein- eltið, er á ógnun eða útskúfun úr hópnum á einhvern hátt. Einelti felur það í sér að fórnar- lambið upplifir sig óvelkomið í og útilokað af hópi, sem það getur ekki annað en tilheyrt, t.d. skólabekk, verkefnishópi, íþróttahópi, skáta- hópi, vinnuhópi, fjölskyldu o.s.frv. Til er að einstaklingar leggist þann- ig á aðra einstaklinga, án stuðnings annarra í hópnum, en þá er ekki tal- að um einelti í sama skilningi, þar sem fórnarlambið upplifir sig ekki einangrað og útilokað úr hópnum á sama hátt og getur varið sig með því að líta á ofsækjandann sem veikan eða illa innrættan. Einelti felur allt- af í sér að fórnarlambið upplifir alla eða flestalla í viðkomandi hópi á móti sér, þó svo að í langflestum til- vikum sé meirihlutinn óvirkur í stuðningi sínum við eineltið. Aðeins lítill hluti hópsins er yfirleitt virkur, en nýtur stuðnings hins hlutans í gegnum aðgerðarleysi hans, en flestir þeirra líta svo á að hættulegt sé að taka upp hanskann fyrir fórn- arlambið. Það gæti leitt til þess að þeir sjálfir yrðu lagðir í einelti. Ástæðan fyrir þeim ótta er að and- rúmsloft eineltis er ríkjandi í hópn- um. Menning hópsins gengur út á valdabaráttu – hver ráði í hópnum. Í hópnum ríkir ekki jafnrétti, sam- staða eða umburðarlyndi. Í slíkum hópi gæti ekki myndast einelti. Einelti er félagslegt fyrirbæri Einelti er þannig félagslegt fyr- irbæri. Það tengist alltaf hópi barna (fólks) og valdabaráttu einstaklinga innan hópsins og óöryggi þeirra um stöðu sína innan hans. Það er grund- vallaratriði fyrir þá, sem stjórna ein- eltinu, að viðhalda óörygginu. Ef það viðhelst ekki og innan hópsins fer að ríkja jöfnuður, samkennd og um- burðarlyndi missa stjórnendurnir völd sín. Þess vegna „verða“ þeir að viðhalda eineltinu og þar með óör- ygginu. Einelti er því alls ekki ein- angrað samspil á milli tveggja ein- staklinga. Slík samskipti eru ekki kölluð einelti heldur stríðni. Það er því nauðsynlegt að stjórnendur hópa, hvort sem það eru kennarar, skátaforingjar, stjórnendur á vinnu- stað eða aðrir leiðtogar hópa, geri sér grein fyrir því hvort um er að ræða einelti, sem er félagslegt fyr- irbæri innan hóps, eða deilur og ágreining milli tveggja einstaklinga. Viðbrögð þeirra sem stjórnenda eiga að stjórnast af því. Einelti myndast sem sagt aðeins í hópi, þar sem einhvers konar vanlíð- an er fyrir hendi. Líði öllum ein- staklingum vel í hópnum, finnist sem allir séu meira eða minna jafnir, finni að allir njóti þokkalega jafnrar virðingar, finni að allir hafi eitthvað að segja og að hlustað sé jafnt á alla verður til umburðarlyndi í hópnum og því myndast ekki einelti þar. Sé hins vegar ríkjandi ójöfnuður í hópnum, hlustað á suma en aðra ekki og mikill munur er á virðingu milli einstaklinga, myndast vanlíðan í hópnum. Fyrri hópurinn hefur flat- an valdapíramída eða goggunarröð, þar sem jöfnuður og vellíðan ríkir og sátt er um forystuna. Síðari hópur- inn hefur brattan valdapíramída eða goggunarröð, þar sem ríkir ójöfn- uður, vanlíðan og valdabarátta. Það er einungis í síðari hópnum sem ein- elti getur myndast og alltaf sem hluti af valdabaráttunni, sem á sér stað í hópnum. Sú valdabarátta er ekki einungis á efstu þrepunum, vegna þess að í slíkum hópi ríkir mikið óöryggi um stöðu sína hvar sem er í goggunarröðinni og því myndast þörf hjá öllum fyrir að klifra ofar og þá gjarnan á kostnað þeirra, sem neðar eru. Öryggi í stað vellíðunar Sé ríkjandi vanlíðan og óöryggi í hópi og valdapíramídi hans er bratt- ur leita allir einstaklingar hópsins eftir einhvers konar stöðugleika og öryggi. Það er hins vegar ekki endi- lega leitað eftir vellíðan, því vellíðan er aftar í þarfaforgangsröð einstak- linga en öryggi. Í slíkum hópi lítur alltaf út fyrir að mesta öryggið um stöðu sína sé á efstu þrepum hans, sérstaklega vegna þess að svo virð- ist sem þar sé mesta virðingin, áhrif- in og völdin. Þess vegna leita ein- staklingarnir upp goggunarröðina með því að koma öðrum í henni nið- ur fyrir sig. Það er hægt að gera með því að smjaðra fyrir forystunni, leggja henni lið eða sýna henni fram á hollustu á ýmsan hátt, t.d. með því að andmæla henni ekki, hlæja að uppátækjum hennar eða örva hana til dáða á annan óbeinan hátt. Eftir því sem ofar dregur í goggunarröð- inni kemur þó fram nýtt óöryggi hjá HVER BER ÁBYRGÐ Á EINELTI Í SKÓLUM? „… einelti er félagslegt fyrirbæri, sem stjórn- ast af því að um vanlíðan er að ræða í hópnum. Það orsakast ekki af því að ein- staklingarnir séu vond- ir, illa innrættir, illa upp- aldir eða veikir.“ Eftir Sigtrygg Jónsson I Stjórnmálaumræðan undanfarn- ar vikur hefur nokkuð einkennst af yfirlýsingum um að íslenska vald- kerfið sé þreytt, lokað og spillt. Það þurfi að stokka upp, opna um- ræðuna, auka gegnsæi þess, auka lýðræði og bæta réttaröryggi þegnanna í samskiptum við rík- isvaldið. Þetta eru almennar yfirlýsingar sem ekki er studdar skýrum dæm- um. Á hinn bóginn má auðveldlega rökstyðja þá skoðun, bæði lög- fræðilega og sögulega, að þrjú síð- ustu kjörtímabil, hið fyrsta með Sjálfstæðiflokk og Alþýðuflokk við stjórnvölinn, en tvö hin síðari með Sjálfstæðisflokk og Framsóknar- flokk við stjórnvölinn, séu eitt mesta framfaraskeið Íslandssög- unnar að því er varðar bætta rétt- arstöðu þegnanna og gegnsæi ákvarðanatöku í opinberu lífi. II Til stuðnings þessari skoðun má nefna: 1. Gildistöku nýrrar réttar- farslöggjafar á árinu 1992. Á því ári var réttarfari í landinu umbylt og kastað fyrir róða fyrirkomulagi, sem að hluta til hafði verið við lýði á Íslandi í aldir. Mikilvægasta breytingin fólst í aðskilnaði dóms- valds og framkvæmdarvalds í um- dæmum utan Reykjavíkur. Ýmsar breytingar sem gerðar voru sam- fara þessu á skipan dómstóla og starfsemi þeirra hafa stórbætt réttarfar í landinu, aukið skilvirkni dómstóla og eflt réttaröryggi borg- aranna. Dómstólar eru borgurun- um öruggara skjól en áður. 2. Breytingar á mannréttinda- kafla stjórnarskrárinnar með stjórnskipunarlögum nr. 97/1995. Mannréttindakafli stjórnarskrár- innar hafði staðið óbreyttur frá 1944 og raunar lengur, þegar haft er í huga að þágildandi ákvæði stjórnarskrárinnar byggðust á enn eldri reglum. Þetta hefur, ásamt þróun í dómaframkvæmd, bætt mannréttindavernd á Íslandi og aukið á réttaröryggi borgaranna. 3. Lögfesting mannréttindasátt- mála Evrópu með lögum nr. 62/ 1994. Með sáttmálanum, fullgild- ingu hans og síðar lögfestingu, var vernd mannréttinda á Íslandi færð til samræmis við alþjóðlegar, eink- um evrópskar, viðmiðanir í þeim efnum. Dómstólar beita reglum sáttmálans endurtekið í málum sem varð réttarstöðu þegnanna og samskipti þeirra við hið opinbera. Vissulega hefur þetta átt þátt í að efla vernd mannréttinda á Íslandi og aukið réttindi borgaranna. 4. Stjórnsýslulögin nr. 37/1993, sem tóku gildi 1. janúar 1994, hafa stórbætt starfshætti stjórnsýsl- unnar og mælt fyrir um skýrari réttarstöðu þegnanna í samskipt- um við hið opinbera en áður. Hafa lögin að geyma mikilvæg ákvæði um hæfi opinberra aðila til að taka þátt í ákvörðun, andmælarétt, rannsókn máls, málshraða, leið- beiningarskyldu stjórnvalda, rann- sókn máls, jafnræði og meðalhóf. Var mál þetta undirbúið í forsæt- isráðuneytinu og gildistaka lag- anna m.a. undirbúin með útgáfu sérstaks bæklings fyrir almenning sem dreift var til allra lands- manna. Lögin hafa valdið straum- hvörfum í opinberri stjórnsýslu á Íslandi. 5. Upplýsingalög 24/1996 mæla fyrir um rétt almennings til að- gangs að upplýsingum um tiltekin mál. Lögin hafa aukið til muna gegnsæi í opinberri stjórnsýslu og um leið aukið réttaröryggi þegn- anna í samskiptum við hið opin- bera. 6. Samkeppnislög nr. 8/1993. Lögin hafa það markmið að efla virka samkeppni í viðskiptum og vinna að hagkvæmri nýtingu fram- leiðsluþátta þjóðfélagsins. Lögun- um er ætlað vinna gegn óhæfileg- um hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinna gegn óréttmætum viðskiptaháttum, skaðlegri fákeppni og samkeppn- ishömlum og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum. Samkeppnisstofnun, samkeppnis- ráð og áfrýjunarnefnd samkeppn- ismála starfa á grundvelli laganna. Lögin og starfsemi þessara stofn- ana er gríðarlega mikilvæg fyrir virka samkeppni í íslensku við- skiptalífi. Með gildistöku laganna varð grundvallarbreyting, m.a. til hagsbóta fyrir íslenska neytendur. 7. Reglur um verðbréfaviðskipti. Umbylting hefur orðið á þeim lagagrundvelli sem gildir um verð- bréfaviðskipti á Ísland. Sviðið er umfangsmikið og eingöngu hægt að nefna meginatriði. Meginatriði í því sambandi eru lög um verð- bréfaviðskipti nr. 13/1996, lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, lög nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða og lög nr. 87/1997 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Öll þessi löggjöf hefur stórum aukið gegnsæi í viðskiptum með verðbréf á Íslandi og í raun lagt grunninn að íslenskum verðbréfamarkaði. Hún leiðir til stórbættrar stöðu al- mennings og greiðir fyrir þátttöku hans í viðskiptum með verðbréf. 8. EES-samningurinn, sbr. lög nr. 2/1993. Samningurinn er gríð- arlega mikilvægur fyrir starfsum- hverfi íslenskra fyrirækja og hags- muni neytenda. Af mörgu er að taka, en mest ástæða í þessu sam- bandi til að vekja athygli á reglum um ríkisstyrki og opinber innkaup. Reglur þessar þrengja til mun svigrúm stjórnvalda til að draga taum einstakra fyrirtækja. Margt fleira mætti nefna frá fyrrgreindu tímabili sem horft hef- ur til aukins réttaröryggis og traustari stöðu einstaklinga, svo sem nýskipan lögreglumála, ný lög um persónuvernd og meðferð per- sónuupplýsinga, ný lögræðislög og ný barnaverndarlög, margvíslegar breytingar á hegningarlögum o.s.frv. Listinn er í raun mjög langur og ekki unnt að gera honum fullnægjandi skil í þessari stuttu grein. III Vel má vera að betur megi gera og auðvitað má deila um einstakar ákvarðanir og aðgerðir sem reistar eru á þeim lögum sem nefnd voru. Það breytir þó ekki þeirri meg- instaðreynd að í lagalegu tilliti hef- ur í tíð Davíðs Oddssonar í stóli forsætisráðherra orðið bylting á þeim lagagrundvelli sem mótar samskipti þegnanna og fyrirtækja við ríkisvaldið. Dómstólar eru þegnunum og að- ilum í atvinnurekstri styrkara skjól fyrir ágangi ríkisvaldsins en áður í íslenskri sögu, stjórnsýslu- lög og upplýsingalög binda hendur stjórnvalda við ákvarðanatöku í ríkara mæli en fyrr hefur þekkst í opinberu lífi á Íslandi og EES- samningurinn hefur styrkt stöðu fyrirtækja og bindur hendur stjórnvalda og þrengir mikið svig- rúm þeirra til að taka tillit til sér- tækra hagsmuna einstakra fyrir- tækja í opinberum ákvörðunum. Enginn vafi er á að þetta hefur leitt til stórkostlegra réttarbóta til handa öllum almenningi í landinu og aukið gegnsæi í starfsumhverfi fyrirtækja. Þeir sem taka við stjórnartaum- unum að loknum kosningum í vor, hverjir sem það verða, taka við mikilvægum lagagrundvelli til að byggja á og það skapar þeim ákjósanleg skilyrði til að bæta um betur ef svo ber undir. RÍKI OG ÞEGNAR Eftir Davíð Þór Björgvinsson Höfundur er prófessor við lagadeild HÍ. „... í laga- legu tilliti hefur í tíð Davíðs Oddssonar í stóli forsætisráðherra orðið bylting á þeim lagagrundvelli sem mót- ar samskipti þegnanna og fyrirtækja við rík- isvaldið.“ Perlunni. Opið alla daga kl. 10 -18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.