Morgunblaðið - 03.05.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.05.2003, Qupperneq 1
Sálumessa í fyrsta sinn Stríðssálumessa Brittens undir stjórn Ashkenazys Lesbók Hvergi klippt í talað mál Andstaða Íslendinga gegn stríðinu í Írak Fólk 68 INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, talsmaður Sam- fylkingarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hún vilji að sú þorskkvótaaukning, sem reiknað er með að komi til framkvæmda á næsta fiskveiðiári, verði boðin upp til leigu strax í haust og öllum verði gefinn kostur á að leigja þessar afla- heimildir. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hægt verði að auka þorskveiðar um 30 þús- und tonn á næsta fiskveiðiári. Ingibjörg Sólrún bendir á að ef þessi 30 þúsund tonn væru leigð út innan ársins næmi verðmæti þessara aflaheimilda um 4,5 milljörðum króna. Hún segist ekki fylgjandi því að þessar aflaheimildir verði afhentar þeim sem séu með kvótann fyrir. Forsætisráðherra hefur sagt eðlilegt að þessar aflaheimildir fari til þeirra sem urðu áður fyrir kvótaskerðingu. Ingibjörg Sólrún segist ekki vilja úthluta þessum aflaheimildum með óbreyttum hætti, enda vilji Samfylkingin breyta um stefnu í sjávarútvegsmálum. „Við erum hins vegar að tala um breytingu og aukningin gefur færi á að byrja hana mjúkt. Hann [forsætisráðherra] vill að þeir sem notið hafa forréttinda njóti þeirra áfram en við viljum vinda ofan af því kerfi.“ Vísar gagnrýni á fyrningarleið á bug Ingibjörg Sólrún vísar algerlega á bug gagnrýni Davíðs Oddssonar um áhrif fyrningarleiðar í sjáv- arútvegi, sem Samfylkingin vill fara, en hann telur að þessi leið muni þýða hrun í sjávarútvegi og á landsbyggðinni. Hún bendir á að allir eigi mögu- leika á að bjóða í aflaheimildir sem hafa verið inn- kallaðar, líka stórútgerðin. Hún segir að Samfylk- ingin sé tilbúin að gefa góðan tíma í aðlögun og að e.t.v. þurfi að nota hluta þeirra fjármuna sem komi inn í fyrstu umferð til að milda áhrifin. Ingibjörg Sólrún segir að viðbrögðin við fyrning- arleiðinni séu mjög mótsagnakennd. Þeir sem séu smáir í sjávarútvegi tali um að þeir komist ekki inn í greinina því þeir þurfi að keppa við stóru og öflugu fyrirtækin sem hafa aðgang að bankakerfinu. Fulltrúar þessara stóru fyrirtækja segi aftur á móti að þeir eigi eftir að tapa vegna þess að ætlunin sé að taka heimildirnar af þeim. „Þessi stefnubreyting þýðir hins vegar að það verður atvinnufrelsi í grein- inni og a.m.k. einhver möguleiki fyrir kvótalitlar sjávarbyggðir að fá þessar heimildir. Þær fá þá aft- ur að njóta nálægðar sinnar við fengsæl fiskimið.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill breyta úthlutun á aflaheimildum Aukinn þorskkvóti verði boðinn upp næsta haust  Aðalatriðið/34 DRENG bjargað úr rústum í Bing- ol. Vonir um að takast mætti að bjarga fleiri börnum, sem voru í heimavistarskóla sem hrundi í jarð- skjálftanum, fóru þverrandi í gær. 117 nemendur björguðust. Talið er að manntjónið geti að einhverju leyti stafað af því að emb- ættismenn hafi ekki fylgt eftir reglum um öryggi bygginga en um- ræddur skóli var byggður fyrir nokkrum árum. EPA Vonir þverra um björgun Nú er vitað með vissu að að minnsta kosti 127 manns týndu lífi og yfir 500 slösuðust í jarðskjálftanum, að sögn stjórnvalda. Upptök skjálftans, sem var 6,4 stig á Richter-kvarða, voru um 15 km frá Bingol. Um 200 manns urðu undir braki húsa sem féllu í borginni og þorpinu Celtiksuyu. Á síðarnefnda staðnum var heima- vistarskólinn sem hrundi. Ahmet Aydin, aðstoðarhéraðsstjóri í Bingol, tjáði Anatolia-fréttastofunni að allt að 40 börn væru enn undir rústun- um. Síðdegis í gær fóru vonir að þverra um að einhver þeirra hefðu lifað af. „Hvorki hlustunarbúnaður- inn né hundarnir gátu numið nokk- urt hljóð,“ sagði einn leitarmaðurinn en bætti við að ekki yrði gefist upp. „Þótt við finnum ekkert lífsmark munum við halda áfram störfum eins og það sé lifandi fólk þarna niðri.“ Björgunarmönnum tókst að ná alls 117 nemendum út í gær og fyrra- dag, þar af einum seint í gær. 21 lík var grafið út úr rústunum. Talsmenn aðgerðamiðstöðvar vegna jarðskjálftans, sem var komið upp í tyrkneska forsætisráðuneyt- inu, sögðu í gær að auk manntjónsins hefðu alls 537 manns slasazt í skjálft- anum í héraðinu öllu. Minnst 127 manns týndu lífi í jarðskjálftanum í Austur-Tyrklandi Yfir 30 barna enn saknað Bingol, Celtiksuyu, Ankara. AFP.  Óánægja/18 TALIÐ var í gær að enn væru 30–40 börn grafin undir rústum heimavistarskóla í þorpi við borgina Bingol í Austur-Tyrklandi, þar sem sterkur jarðskjálfti reið yfir aðfaranótt fimmtudags. Staðfest var að nærri 50 nemendur skólans hefðu farizt og einn kennari. Björgunarmenn unnu hörðum höndum að því að leita í rústunum, en vonir um að einhver barnanna fyndust á lífi voru farnar að dvína. STOFNAÐ 1913 118. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Óttast um réttindin Haida Azzawi er ánægð með að Saddam skuli horfinn Erlent 20 SLYS um borð í dísilknúnum kafbáti kínverska flotans, sem tók þátt í heræfingum í Gula- hafi, varð til þess að öll sjötíu manna áhöfnin fórst, að því er kínverska ríkisfréttastofan Xinhua greindi frá í gær. Að sögn fréttastofunnar varð slysið „nýlega“ í kínverskri lög- sögu, austur af Neichangshan- eyjum í Gulahafi, við mörk lög- sögu Norður-Kóreu. Heræfing kínverska flotans stóð yfir er slysið varð vegna „tæknilegrar bilunar“, með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Í tilkynningu Xinh- ua var ekki nánar greint frá því sem gerðist. Var kafbáturinn sagður hafa verið dreginn til hafnar á ótilgreindum stað. Tilkynningin þykir óvenju- leg, þar sem kínverska komm- únistastjórnin hefur ekki tíðk- að að greina opinberlega frá hernaðarslysum. Vestrænir sérfræðingar segja þetta í fyrsta sinn sem Kínverjar við- urkenni opinberlega svo alvar- legt kafbátaslys.                           Kínversk kafbáts- áhöfn ferst Peking. AP. BANDARÍSKUR fjallgöngumaður notaði vasahníf til að skera hluta af öðrum handleggnum af sér til þess að losna undan bjargi sem hann hafði verið fastur undir í fimm daga. Greindi lögregla frá þessu í gær. Útivistarfólk fann Aron Ralston, sem er 27 ára gamall fjallaklifrari frá Aspen í Colorado, á fimmtudag, eftir að hann hafði skorið af sér handlegginn fyrir neðan olnboga, sigið síðan niður um 20 m háan klettavegg og gengið yfir 6 kíló- metra til að leita sér aðstoðar. „Þessi náungi er hetja,“ sagði Mitch Vetere, lögreglumaður í Emery-sýslu í Utah. Ralston var í fjallgöngu í Blue John-gljúfri í Canyonlands-þjóð- garðinum í Utah á laugardag. Er hann leitaði handfestu á bjargi uppi í miðju klettabelti steyptist það yfir hann. Þar lá hann fastur unz hann sá ekki aðra leið færa til að bjarga lífi sínu en að skera sig lausan. Er líðan hans nú eftir atvikum góð. Bitið á jaxlinn Saltlækjarsytru í Utah. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.