Morgunblaðið - 03.05.2003, Page 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VILL LEIGJA KVÓTANN
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill að
aukinn þorskkvóti verði boðinn upp
til leigu strax í haust. Hún vill einnig
að öllum verði gefinn kostur á að
leigja þessar aflaheimildir.
127 látnir í jarðskjálfta
Að minnsta kosti 127 manns hafa
látist í jarðskjálfta í Austur-
Tyrklandi. Talið er að 30 til 40 börn
séu enn grafin undir rústum heima-
vistarskóla rétt utan Bingol.
Áhersla á atvinnuöryggi
Starfsgreinasamband Íslands telur
að í næstu kjarasamningum skuli
leggja mesta áherslu á að tryggja at-
vinnuöryggi, lækkun skatta og hærri
laun. Sambandið komst að þessum
niðurstöðum eftir að hafa gert síma-
könnun hjá 1.300 félagsmönnum.
Kafbátaáhöfn fórst
Kínverska ríkisfréttastofan greindi
frá því í gær að kínversk kafbáta-
áhöfn hafi farist í heræfingum í Gula-
hafi nýlega. Slys varð um borð í dís-
elknúnum bátnum sem varð til þess
að 70 manna áhöfnin fórst.
1,5 milljarða virði
Norsk-íslenska síldin sem sjáv-
arútvegsráðherra hefur heimilað að
veiða er a.m.k. 1,5 milljarða króna
virði að útflutningsverðmæti. Enn-
fremur er hægt að auka verðmætin
með því að vinna aflann um borð í
vinnsluskipum.
Íhaldsflokkurinn vinnur á
Breski Íhaldsflokkurinn í Bret-
landi bætti við sig 545 sveitar-
stjórnarfulltrúum yfir heildina í
sveitarstjórnarkosningum sem fram
fóru í Bretlandi í fyrradag.
L a u g a r d a g u r
3.
m a í ˜ 2 0 0 3
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 40
Viðskipti 16 Kirkjustarf 47/48
Erlent 18/23 Minningar 49/55
Höfuðborgin 24 Myndasögur 58
Akureyri 24/25 Bréf 58/59
Suðurnes 26 Staksteinar 60
Árborg 27 Dagbók 60/61
Landið 28 Íþróttir 62/63
Listir 28/29 Leikhús 64
Heilsa 30 Fólk 64/69
Neytendur 31 Bíó 66/69
Úr Vesturheimi 32 Ljósvakamiðlar 70
Forystugrein 38 Veður 71
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir kynningarblaðið „Og Voda-
fone“. Blaðinu er dreift um allt land.
VORSALA
FÖSTUDAG LAUGARDAG
ÚTSALA Í ÞRJÁ DAGA
SUNNUDAG
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
K
R
I
20
64
5
0
4/
20
03
ÞRJÁTÍU OG ÁTTA starfsmönnum Borgarleik-
hússins, þar af fjórum leikurum, var sagt upp störf-
um í gær. Um er að ræða 20 stöðugildi. Þetta er lið-
ur í aðgerðum til að skera niður í rekstri Leikfélags
Reykjavíkur. Félagið hefur ekki fengið þá auka-
fjárveitingu frá borginni sem það telur sig þurfa til
þess að hægt sé að halda uppi óbreyttri starfsemi,
en til þess þyrfti framlag borgarinnar til leikhúss-
ins að aukast um 70 milljónir króna á ári.
Guðjón Pedersen leikhússtjóri segir að skýringu
á erfiðri stöðu leikfélagsins sé einkum að finna í
auknum launakostnaði. „Við höfum bæði náð
árangri í auknum tekjum af sýningum og ýmiskon-
ar hagræðingu auk þess sem við höfum lækkað
uppsetningarkostnað töluvert. En við höfum auð-
vitað þurft að fylgja almennum launahækkunum í
samfélaginu og það hefur bitnað á okkur,“ segir
Guðjón. Hann segir að viðræður við borgina um
rekstrargrundvöll leikhússins muni halda áfram.
„Þessum viðræðum er ekki lokið og ég get ekki
annað en verið bjartsýnn á að við siglum þeim í
höfn,“ segir Guðjón.
Búið að skera allt kjöt af beinunum
Gunnar Hansson, leikari og formaður deildar
innan Félags íslenskra leikara, sem í eru leikarar
Borgarleikhússins, segir að lengi hafi verið ljóst að
hverju stefndi í rekstri Leikfélagsins. „Aldrei frá
því að flutt var inn í Borgarleikhúsið hefur fengist
sá peningur sem þurft hefur til að reka leikhús af
þessari stærð. Það hlaut því að koma að því að skip-
ið strandaði sem er mjög sorglegt þar sem þetta er
mjög gott skip og búið að byggja upp gott starf
þarna. Það er erfitt að skera niður þegar það er í
rauninni ekki lengur neitt kjöt að skera af bein-
unum í þessum rekstri. Svo má líka benda á að fleiri
liststéttir en leikarar verða fyrir barðinu á þessum
aðgerðum, til dæmis þegar kemur að því að ráða
tónlistarmenn og myndlistarmenn við sýningar,“
segir Gunnar.
Hann bendir á að það sem LR hafi farið fram á
sé að fjárveiting til Borgarleikhússins verði rétt um
helmingur af því sem Þjóðleikhúsið fær. „Þetta eru
svipað stór hús en það er engan veginn hægt að
hafa svipaðan rekstur á þeim þar sem ólin er hert
hér alls staðar,“ segir Gunnar. Hann segir að þrátt
fyrir allt sé mikill baráttuandi í starfsfólki og vilji til
þess að reka áfram gott leikhús. „Við verðum að lifa
í voninni og vera bjartsýn. Við erum með glæsilegt
leikhús og glæsilegt starfsfólk en nú þarf því miður
að reka þetta leikhús á hækjum,“ segir Gunnar.
38 starfsmönnum Borgarleikhússins sagt upp störfum um mánaðamótin
Fækkað um 20 stöðugildi
ÁTTA manns voru fluttir á sjúkra-
hús í Reykjavík eftir harðan árekst-
ur fjögurra bíla sem varð í Hvera-
dalabrekku á Hellisheiði um sjö
leytið í gærkvöldi. Loka þurfti
Hellisheiði í einn og hálfan tíma og
beindi lögreglan umferð um
Þrengsli í staðinn. Um minniháttar
meiðsl var að ræða hjá sex hinna
slösuðu en tveir voru meira slas-
aðir, að sögn Svans Kristinssonar,
varðstjóra hjá lögreglunni á Sel-
fossi, sem stjórnaði aðgerðum á
staðnum.
Bílarnir gjöreyðilögðust og nota
þurfti klippur til að ná tveimur
hinna slösuðu úr bílum sínum.
Talið er slysið megi rekja til
hálku sem skyndilega myndaðist á
veginum seinni partinn í gær en all-
ir bílarnir voru á sumardekkjum.
Farþegar í tveimur bílanna voru er-
lendir ferðamenn í fríi hér á landi.
Tildrög slyssins voru ekki kunn í
gær, einungis ljóst að bílar sem
komu úr gagnstæðum áttum höfðu
rekist saman. Lögreglan á Selfossi
biður þá að hafa samband við sig
sem þarna voru á ferðinni og geta
gefið upplýsingar um slysið.
Morgunblaðið/Júlíus
Nota þurfti klippur til að ná tveimur hinna slösuðu úr bifreiðunum.
Átta slasaðir í
árekstri á Hellisheiði
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
telur hugmyndir BSRB í skattamál-
um athyglisverðar en segist ekki
geta verið sammála öllu sem þar
kemur fram. Hugmyndirnar geti
styrkt núgildandi staðgreiðslukerfi
skatta og séu vel þess virði að skoða
nánar.
„Mér finnst ánægjulegt að heild-
arsamtök eins og BSRB skuli leggja
svo mikla vinnu, sem raun ber vitni, í
að skoða tekjuskattskerfið frá
grunni. Ég tel að margt mjög athygl-
isvert sé í þessum tillögum þó að
auðvitað séu þarna ýmis atriði sem
ég get ekki tekið undir,“ segir Geir.
Honum finnst mikilvægast að í hug-
myndum BSRB sé lögð áhersla á að
tryggja í sessi núverandi stað-
greiðslukerfi skatta og þar með sé
fjölþrepa skattkerfi hafnað. Því beri
að fagna. Jafnframt komi fram hjá
samtökunum að áhersla sé lögð á að
ná tilteknum markmiðum en ein-
blína ekki á ákveðnar leiðir. BSRB
sé þannig ekki á móti lækkun á
tekjuskattsprósentunni.
„Einnig finnst mér athyglisvert
það sem fram kemur hjá BSRB að
draga beri úr skuldahvata gildandi
vaxtabótakerfis og einfalda skatt-
kerfið, meðal annars að setja allan
þann stuðning sem veittur er í gegn-
um skattkerfið undir sama hatt. Það
er ný hugmynd. Þá finnst mér hug-
myndirnar um persónuafsláttinn
áhugaverðar. Ýmsir sem hafa tjáð
sig um þá hluti, stjórnmálamenn og
samtök, hafa einblínt á persónuaf-
sláttinn en þarna er talað um að ná
settum markmiðum eftir öðrum leið-
um,“ segir Geir.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
Hugmyndir BSRB
í skattamálum
athyglisverðar
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI
hefur ákveðið að víkja fyrr-
verandi rannsóknarlögreglu-
manni hjá lögreglunni í Kópa-
vogi að fullu og öllu úr starfi.
Maðurinn hlaut átján mánaða
fangelsisdóm fyrir kynferðis-
brot gegn þremur ungum
stúlkum, en þær voru á aldr-
inum 11–16 ára þegar brotin
voru framin.
Lögreglumanninum var
vikið tímabundið úr starfi
hinn 16. október 2002 þegar
mál hans kom upp og síðan að
fullu og öllu í kjölfar dóms
Héraðsdóms Reykjavíkur,
sem kveðinn var upp sl.
mánudag.
Lögreglu-
manni
vikið úr
starfi
KARLMAÐUR sem varð viðskila
við tvo félaga sína í vélsleðaferð á
Mýrdalsjökli síðdegis í gær fannst
heill á húfi laust upp úr kl. 11 í gær-
kvöld. Maðurinn hafði þá beðið við
sleða sinn við jökulröndina í nokkurn
tíma. Hann var kaldur en að öðru
leyti heill á húfi.
Mennirnir voru í dagsferð á vél-
sleðum og á leið til byggða þegar
einn mannanna heltist úr lestinni
eftir að blindbylur skall á um miðjan
dag. Tveir mannanna skiluðu sér í
skála Snjósleðaferða á Sólheima-
heiði og létu vita af ferðum sínum.
Björgunarsveitir Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar á Hellu, Hvolsvelli
og Vík í Mýrdal voru kallaðar á vett-
vang kl. 18.20 og hófu leit að mann-
inum. Að sögn Bryndísar Harðar-
dóttur, stjórnanda leitaraðgerða, var
aftakaveður á Mýrdalsjökli í gær-
kvöld. Um 40 björgunarsveitarmenn
tóku þátt í leitinni.
Fannst á Mýrdalsjökli