Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Netsalan ehf., Garðatorgi 3, 210 Garðabæ
Sími 565 6241, 544 4210 - fax 544 4211, netf.: netsalan@itn.is
Heimasíða: www.itn.is/netsalan. Opið á virkum dögum frá kl. 10–18.
Opið í dag, laugardag frá kl. 10-16
Opið í dag, sunnudag frá kl. 11-16
McLOUIS HÚSBÍLAR
Fyrsta sending UPPSELD - önnur á leiðinni
SÖLU- OG KYNNINGARSÝNING
Landsins besta verð!
Fellihýsin eru tilbúin á götuna með bremsubúnaði.
Takmarkað magn. Til afgreiðslu strax
Epic 1906 9 fet.
Verð kr. 798.000
*himinn fylgir ekki
VIKING FELLIHÝSI
*
Eigum til Grand Cherokee jeppa,
Limited og Overland. Splunkunýja!
SIGRÍÐUR Rut Júlíusdóttir hdl.
gerði harða hríð að málatilbúnaði
ákæruvaldsins í stóra málverkaföls-
unarmálinu í varnarræðu sinni í
gær. Krafðist hún sýknu fyrir skjól-
stæðing sinn, Pétur Þór Gunnars-
son, og sagði að engin gögn lægju
fyrir um að hann hafi vísvitandi selt
falsaðar myndir og í raun og veru
væri alls ekki sannað að þeir hefðu
falsað þær.-. Sönnunargögnin væru
auk þess mun veikari heldur en í
fyrra fölsunarmálinu en þá dæmdi
Hæstiréttur Pétur Þór í sex mánaða
fangelsi.
Rut gaf lítið fyrir álit sérfræðinga
sem hafa fært margvísleg rök fyrir
því að verkin 102 séu fölsuð. Varla
væri hægt að líta á álitin sem hlut-
laus og fagleg enda hefðu sérfræð-
ingarnir allir tengsl við kaupendur
að hinum meintu fölsunum. Jafnvel
sjálfir tekið þátt í að kaupa mynd-
irnar á sínum tíma og ekkert séð at-
hugavert við þær svo árum skipti.
Rut benti á að Viktor Smári Sæ-
mundsson forvörður væri starfs-
maður Listasafns Íslands og list-
fræðingarnir Hrafnhildur Schram
og Júlíana Gottskálksdóttir hafi báð-
ar unnið fyrir safnið. Kristín Guðna-
dóttir listfræðingur hafi unnið á
Kjarvalsstöðum í upphafi rannsókn-
ar og jafnvel átt þátt í þeirri ákvörð-
un að kæra myndir f.h. safnsins og
sem slík „algjörlega óhæf“ til að
veita álit sitt, að mati Rutar. Aðrir
sérfræðingar væru ýmist tengdir
kærendum eða hvorir öðrum. Þetta
væri fyrsta lögreglurannsóknin, sem
hún vissi til, þar sem lögregla óskaði
eftir því að starfsfólk kærenda í
sakamáli ynni sérfræðiálit. Og
greiddi þeim margar milljónir fyrir.
Ósanngjarn samanburður
Pétur Þór er ákærður vegna 93
mynda. Rut rakti ákærutilvikin
hvert af öðru og dugði ekki minna en
sjö klukkustundir til þess. Hún sagði
ótal brotalamir í rannsókninni.
Meintar falsanir hafi iðulega verið
bornar saman við allra bestu verk
viðkomandi listamanna sem væri
ákaflega ósanngjarnt enda hafi
myndirnar oft verið seldar sem verk
frá upphafi listamannsferils þeirra.
Fullyrti Rut að margar óvefengdra
mynda málaranna myndu ekki
standast slíkan samanburð við
meistaraverk þeirra.
Taldi hún sammerkt með þessum
rannsóknum að ekki hafi verið leitað
eftir því sem gæti gefið vísbendingar
um sýknu heldur hafi flestir sér-
fræðingarnir beinlínis talið það hlut-
verk sitt að finna eitthvað til að
sanna sekt. Dæmi um það væri að
við rannsókn á undirskrift á teikn-
ingu eftir Þórarin B. Þorláksson hafi
verið miðað við olíumálverk eftir
listamanninn jafnvel þó að Listasafn
Íslands ætti fjöldann allan af teikn-
ingum eftir hann. Þegar rannsaka
átti undirskrift á olíumálverki hafi
síðan verið miðað við teikningar.
Rut sagði sönnunarfærslu ákæru-
valdsins verulega ábótavant. Ekki
dygði að sanna að myndirnar væru
falsaðar því einnig þyrfti að sanna að
ákærði hefði sjálfur falsað eða látið
falsa myndirnar í þeim ásetningi að
hagnast. Ekkert þessara atriða hafi
verið sannað. Eigendasögur sem
lyki hjá ákærða, skortur á bókhalds-
gögnum og hinn mikli fjöldi meintra
falsana sem raktar eru til Gallerís
Borgar dygðu ekki til. Það væri ekk-
ert furðulegt að einstaklingar, sem
ákærði benti á sem fyrri eigendur,
hafi ekki viljað kannast við verkin
enda vildu fæstir játa að hafa selt
falsanir. Rut lagði áherslu á að sönn-
unargögnin í þessu máli væru ekki
sambærileg og í fyrra málverkaföls-
unarmálinu en dómur í því féll í
Hæstarétti árið 1999. Þá hafi lög-
regla getað lagt fram gögn um að
Pétur Þór hafi keypt þrjú málverk
eftir danskan listmálara sem síðan
voru seld sem myndir Jóns Stefáns-
sonar í Galleríi Borg. Engin slík
sönnunargögn hafi verið lögð fram í
þessu máli.
Aðalmeðferð stóra málverkaföls-
unarmálsins lýkur væntanlega í dag
Verjandinn
gefur lítið fyrir
sérfræðiálitin
Myndin hér að ofan var seld sem verk Þórarins B. Þorlákssonar. List-
fræðingur taldi myndina vera af heiði á Jótlandi og að hestar og kindur
hefðu verið málaðar inn á til að gefa myndinni íslenskan blæ. Þessu hafn-
aði verjandi í gær og sagði að landslagið gæti rétt eins verið íslenskt.
ÚTFÖR Björns Jóhannssonar, fulltrúa ritstjóra Morg-
unblaðsins, var gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í
gær en Björn lést 23. apríl síðastliðinn. Prestur var sr.
Árni Bergur Sigurbjörnsson, organisti Kári Þormar
og Hljómkórinn söng. Gunnar Kvaran lék einleik á
selló og Snorri Wium söng einsöng. Líkmenn voru
samstarfsmenn Björns heitins á Morgunblaðinu,
fremstir Magnús Finnsson (fjær) og Ragnar Axelsson,
þá Guðlaug Sigurðardóttir og Ágúst Ingi Jónsson,
Sigtryggur Sigtryggsson og Björn Vignir Sig-
urpálsson og aftast Þórir Þorsteinsson og Freysteinn
Jóhannsson.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Útför Björns Jóhannssonar
ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra telur að
með því að gera ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga
á kvóta virkara en nú er yrði stuðlað að stöðugleika í
byggðarlögum og í útgerð. Líklega þurfi lagabreyt-
ingu til en hann vill þó ekki tjá sig frekar um hvernig
breytingin yrði útfærð.
Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti þeirri skoðun
sinni á stjórnmálafundi í Vestmannaeyjum á fimmtu-
dag, að til álita komi að gera forkaupsréttarákvæðið
virkara en nú er. „Framsalið er fyrir hendi en það er
nauðsynlegt að varnagli sé fyrir byggðirnar. Við hljót-
um því að skoða gaumgæfilega hvaða kostir eru fyrir
hendi,“ sagði Davíð.
Árna lýst vel á þessa hugmynd og telur að virkara
ákvæði stuðli að stöðugleika í byggðarlögum þar sem
veiðiheimildir yrðu ekki fluttar þaðan jafn skyndilega
eins og menn ætla að þær geti gert við núverandi
virkni ákvæðisins. Sjávarútvegurinn hafi gengið í
gegnum mikið hagræðingarskeið en nú sé sennilega
komið að því að huga meira að því að viðhalda stöð-
ugleika í greininni. Hægt sé að finna leiðir til þess án
þess að stefna sveigjanleika og aðlögunarhæfni sjáv-
arútvegsins í voða.
Virkaði ekki eins og menn héldu
Aðspurður segir Árni að forkaupsréttarákvæðið hafi
ekki virkað eins vel og menn upphaflega gerðu ráð fyr-
ir. Frá því ákvæðið var sett í lög hafi menn verið upp-
teknir við að ræða um hvort setja ætti gjald á sjávar-
útveginn eða afskrifa veiðiheimildir og ekki gætt að
þeim möguleika að styrkja þennan rétt. Síðan hafi út-
gerðarfyrirtæki þurft að bregðast við aflasamdrætti
og aðlaga sig hratt að aðstæðum. Nú, þegar menn sjá
fram á betri tíma sé sveigjanleikinn ekki jafn mik-
ilvægur og því sé hægt að leggja meiri áherslu á að
viðhalda stöðugleikanum.
Virkari forkaupsréttur
stuðlar að stöðugleika
SKEMMDIR hafa komið í ljós á
trjám og plöntum í kjölfar nætur-
frosts undanfarna sólarhringa á
Norður- og Austurlandi og víðar á
landinu. Þröstur Eysteinsson, fag-
málastjóri Skógræktar ríkisins, seg-
ir skemmdirnar einkum bundnar við
trjátegundir sem hafi grænkað
óvenju snemma í vor. Aðallega sé um
að ræða skemmdir á blöðum og nál-
um.
Tegundir sem helst hafa orðið fyr-
ir skemmdum á Norður- og Austur-
landi eru lerki og aspir. Þá hafa
skrautrunnar í görðum; heggur,
toppar, sírenur og fleiri tegundir
orðið fyrir skemmdum. Þröstur seg-
ir útlit fyrir að gróður verði ljótur í
einhverjum görðum og einnig sumar
trjátegundir í skógrækt. „Síðan eru
aðrar tegundir sem eru sennilega
ekki skemmdar, eins og greni, fura
og birki.“
Hann segist vongóður um að til-
tölulega litlar skemmdir verði á
sprotunum sjálfum og tré ættu í
flestum tilvikum að ná sér. Heldur
snemmt sé hins vegar að segja til um
hversu miklar skemmdirnar séu, það
velti á því hvort rætist úr veðri og
hvort sumarið verði sæmilega hlýtt.
Þröstur segir ungplöntur viðkvæm-
astar. Ef kal komist í sprotana kunni
einhverjar þeirra að drepast.
Skemmdir á
trjám og plöntum
Næturfrost og kólnandi veður