Morgunblaðið - 03.05.2003, Page 6
„ÞETTA er frábært,“ segir hinn breski Harry Walker
skælbrosandi þegar blaðamaður spyr hann hvernig
honum lítist á nýju stoðtækin sem hann, ásamt þrem-
ur öðrum börnum, er kominn til Íslands til að prófa.
Harry sem er sjö ára hefur verið með gervifót frá 18
mánaða aldri. Hann segir að nýi fóturinn sé betri en
sá sem hann hafði áður, mýkri þegar gengið er og
dragist ekkert til. Harry stundar ýmsar íþróttir eins
og fótbolta, krikket, tennis. Hann segist einnig hafa
gaman af því að syngja og nýlega byrjaði hann að
læra steppdans. Hann segist auðveldlega geta stund-
að þessar íþróttir en þó verði hann að passa sig dálít-
ið, aðallega í fótbolta. „Samt finnst mér fótboltinn
skemmtilegastur af íþróttunum. Dansinn á þó hug
minn allan núna og ég ætla að einbeita mér að frama
mínum þar.“
Harry ætlar
að einbeita sér
að steppdansi
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
!!
" # !
"!
! # $ % %
# & $ #
%
VERULEGUR munur á afstöðu
kynjanna er fyrir hendi meðal kjós-
enda hér á landi, að því er fram kem-
ur í könnun Félagsvísindastofnunar
Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið
á fylgi flokkanna. Dregur stofnunin
þessa ályktun út frá fylgistölum
kynjanna við Sjálfstæðisflokkinn og
Samfylkinguna þar sem marktækt
fleiri konur en karlar styðja Sam-
fylkinguna en þessu er öfugt farið
með stuðning við Sjálfstæðisflokk-
inn.
Þannig segjast 38% kvenna styðja
Samfylkinguna en 26,2% karla, en
39,8% karla ætla að kjósa Sjálfstæð-
isflokkinn og 29,8% kvenna. Hefur
stuðningur kvenna við Sjálfstæðis-
flokkinn aukist frá síðustu könnun, á
meðan hann hefur minnkað hjá Sam-
fylkingunni.
Sjálfstæðisflokkurinn
stærstur í öllum aldurshópum
Munurinn milli kynja er ekki mik-
ill í öðrum flokkum. Eilítið fleiri karl-
ar en konur styðja Framsóknar-
flokkinn og Frjálslynda flokkinn en
lítið eitt fleiri konur en karlar kjósa
Vinstri græna. Félagsvísindastofnun
bendir á að greiningu sem þessa beri
að taka með miklum fyrirvara vegna
töluverðra skekkjumarka, að munin-
um milli Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar undanskildum. Þegar
stuðningur kjósenda er skoðaður
eftir aldri sést að Sjálfstæðisflokk-
urinn nýtur mests stuðnings í öllum
aldurshópum, mest 35,7% meðal 35–
44 ára og 60–80 ára kjósenda. Sam-
fylkingin fylgir fast á eftir í flestum
aldurshópum ef frá er talinn sá
yngsti, 18–24 ára. Þar nýtur Sjálf-
stæðisflokkurinn 34,7% fylgis á með-
an Samfylkingin er með 26,5% þess
hóps á sínu bandi. Sé litið á fylgi
Frjálslynda flokksins vekur athygli
að hlutfallslega höfðar hann mest til
yngstu kjósenda, eða með 12,3%
fylgi, en fylgið í öðrum aldurshópum
er á bilinu 6 til 8,4%. VG er sömuleið-
is með mest fylgi hjá 18–24 ára kjós-
endum, 14,1%, og næstmest meðal
45–59 ára, 12,1%. Stuðningur við
Framsóknarflokkinn dreifist nokkuð
jafnt á alla aldurshópa, mest 17% hjá
25–34 ára kjósendum en minnst
12,4% hjá þeim yngstu. Er þetta
breyting frá fyrri könnunum þar
sem flokkurinn hefur notið mestrar
hylli hjá elstu kjósendunum, en taka
ber þessa greiningu með fyrirvara
vegna nokkurra skekkjumarka.
Könnunin var gerð dagana 27.–30.
apríl síðastliðinn. Stuðst var við
1.200 manna slembiúrtak úr þjóð-
skrá er náði til allra landsmanna á
aldrinum 18–80 ára. Alls svaraði 791
könnuninni þannig að brúttósvar-
hlutfall var 65,9%. Nettósvörun var
68,5%, sem er heldur meira en í síð-
ustu könnun, en þá hafa verið dregn-
ir frá þeir sem ekki verða komnir
með kosningarétt 10. maí, þeir sem
eru búsettir erlendis, eru látnir eða
veikir og geta ekki svarað. Nærri
20% úrtaksins neituðu og svara og
ekki náðist í tæp 12%.
!"#$%&#
'!&&%
(&$)&
*+$+,
%+$**
!+$%*
-)$!*
! "
#
$
%&
'
'
'
'
'
Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskólans fyrir Morgunblaðið
Raunverulegur munur
á afstöðu kynjanna
ÖSSUR hf. hefur
hannað línu stoðtækja
sem ætluð er börnum
og er þetta í fyrsta
sinn sem slíkar vörur
eru þróaðar eingöngu
með þann hóp í huga,
að sögn Eyþórs Ben-
der framkvæmda-
stjóra markaðs- og
vörusviðs, hjá Össuri.
„Hér er um að ræða
gervifætur sem eiga að
auka færni barna frá 5
ára aldri og minnka
áreynslu til dæmis við
að ganga niður
brekku, stunda íþróttir
og leika sér,“ segir Eyþór. Hann
bendir á að einnig séu þau líklegri til
að ganga á réttan hátt sem hafi
mikla þýðingu fyrir líkamsbygg-
ingu, t.d. bak og beinabyggingu.
„Væntanlega falla þau líka betur inn
í hópinn með jafnöldr-
um sínum og finna
minna fyrir fötluninni,
bæði líkamlega og fé-
lagslega.“
Nýja línan hefur ver-
ið í þróun í eitt ár og
kemur á markað í
haust. Hún verður seld
um allan heim, að sögn
Eyþórs.
„Þetta gefur okkur
tækifæri til að vinna
með viðskiptavinum
sem eru sérhæfðir í að
vinna með börn með
fötlun, til dæmis eru til
sjúkrahús sem ein-
göngu sinna þeim hópi.“
Hann bendir á að með þessari línu
sé Össur í fyrsta skipti að selja
gervilimi í heilu lagi, hingað til hafi
fyrirtækið yfirleitt einungis selt
hluta af þeim. „Þetta er því gott
tækifæri og eykur vonandi markaðs-
hlutdeild okkar.“
Í mismunandi litum
Hann segir að hingað til hafi
gervilimir eingöngu verið hannaðir
fyrir fullorðna og síðan framleiddir í
minni stærðum fyrir börn. Einungis
hafi einstaka hlutir úr gervilimum
verið þróaðir með börn í huga en
aldrei allur gervilimurinn fyrr en
nú. Hann bendir á að meðal þess
sem huga verði sérstaklega að þeg-
ar verið er að hanna fyrir börn sé
ending og útlit auk þess sem tækin
verði að vera fyrirferðarlítil.
„Krakkar hreyfa sig meira en full-
orðnir og því þarf endingin að vera
góð. Á sama hátt skiptir útlit miklu
máli, bæði að gervilimirnir geti ver-
ið eðlilegir í útliti en einnig að þetta
sé gert spennandi í augum krakk-
anna eins og að vera til dæmis með
mismunandi liti.“
Össur með fyrstu stoð-
tækjalínuna fyrir börn
Eyþór Bender
TVEIR starfsmenn Morgun-
blaðsins, Agnes Bragadóttir,
sem verið hefur fréttastjóri sl.
átta ár, og Nína Björk Jóns-
dóttir blaðamaður, hafa verið
ráðnar til starfa á vegum Ís-
lensku friðargæslunnar sem
heyrir undir utanríkisráðu-
neytið. Agnes verður við störf á
Sri Lanka og heldur áleiðis
þangað í næstu viku og Nína
Björk hefur þegar hafist handa
í Makedóníu.
Agnes Bragadóttir verður
talsmaður friðargæslusveit-
anna í Sri Lanka en henni
stjórnar norskur hershöfðingi.
Friðargæslusveitin er skipuð
mönnum frá Noregi, Svíþjóð,
Danmörku og Finnlandi og hef-
ur starfað í landinu frá því kom-
ið var á vopnahléi milli stríð-
andi afla.
Nína Björk Jónsdóttir er í
Skopje í Makedóníu þar sem
friðargæslulið 27 landa innan
Evrópusambandsins tók við af
hersveitum Atlantshafsbanda-
lagsins. Starfar Nína Björk á
skrifstofu talsmanns friðar-
gæslunnar.
Þær eru báðar ráðnar til
starfa sinna til sex til 12 mán-
aða sem starfsmenn Íslensku
friðargæslunnar til verkefna í
þessum löndum.
Tveir
starfsmenn
Morgun-
blaðsins til
friðargæslu
ÍSLAND er eitt fárra ríkja sem náð
hafa markmiðum Sameinuðu þjóð-
anna um fjölda kvenna á þingi. Þróun-
arsjóður kvenna hjá Sameinuðu þjóð-
unum setti fram það markmið á
kvennaráðstefnunni í Peking árið
1995 að a.m.k. 30% þingmanna væru
konur. Norðurlöndin skapa sér
nokkra sérstöðu þar sem þau sem
hafa sjálfstæði, náðu öll markmiðinu.
Þrátt fyrir að nokkur árangur hafi
náðst í jafnréttisbaráttu SÞ eru að
meðaltali aðeins 14% þingmanna í
heiminum konur. Aðeins 10 lönd náðu
settu marki auk Íslands: Danmörk,
Svíþjóð, Noregur, Finnland, Þýska-
land, Holland, Argentína, Costa Ríka,
Mósambík, og Suður-Afríka.
Pólitísk þátttaka kvenna
Öll Norðurlöndin
uppfylla markmið