Morgunblaðið - 03.05.2003, Síða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Velkomnir um borð.
Meistaranám í félagsráðgjöf
Alveg nýtt
námstilboð
VERIÐ er að kynnanýtt meistaranámí félagsráðgjöf við
Háskóla Íslands nú um
stundir. Þar er á ferðinni
ný námsleið í félagsráð-
gjöf með áherslu á fjöl-
skyldufræði. Sigrún Júl-
íusdóttir, prófessor í
félagsráðgjöf við HÍ, er í
forsvari fyrir þetta nám og
svaraði hún nokkrum
spurningum Morgun-
blaðsins.
– Þegar talað er um
nýtt meistaranám í fé-
lagsráðgjöf, hvað er átt
við?
„Í félagsráðgjöf við Há-
skóla Íslands er, og verður
áfram, kostur á einstak-
lingsbundnu MA-námi til
60 eininga. Þetta er hins
vegar alveg nýtt námstilboð, svo-
kallað starfstengt meistaranám.“
– Segðu okkur frá náminu …
„Nýja námsleiðin er 45 eininga
nám, sem unnt er að taka sam-
hliða starfi og ljúka á einu ári.
Miðað er við 30 einingar í nám-
skeiðum og 15 eininga lokarit-
gerð sem byggist á sjálfstæðri
rannsókn á fjölskyldumálefnum.
Nemendur eiga jafnframt kost á
að sækja meistaranámskeið við
erlenda háskóla eða í öðrum
greinum HÍ. Meðal nýrra nám-
skeiða sem kennd verða eru „Fé-
lagsráðgjöf og fjölskyldukenn-
ingar“, þar sem m.a. er áhersla á
vísindasögulega kenningaþróun,
sjúkdómshugtakið, breytt við-
fangsefni og fagsiðfræði og „Að-
ferðir í fjölskyldumeðferð“, þar
sem kynnt eru meðferðarlíkön,
meðferðarnálgun og viðtalstækni
auk klínískrar greiningarvinnu.
Fjallað verður um sértæk svið
svo sem hjónameðferð, skilnaðar-
og foreldraráðgjöf. Þá hafa hand-
leiðslufræði ekki áður verið
kennd í félagsvísindadeild en í
námskeiðinu „Handleiðslufræði –
kenningar og aðferðarþróun“ er
m.a. fjallað um fagsiðfræði og
þrekþurrð (burnout) hjá fagfólki.
Jafnframt er fjallað um kenning-
ar og aðferðarlíkön sem unnið er
eftir til að vernda og aðgreina
einkasjálf og starfssjálf meðferð-
araðila í störfum þeirra í krefj-
andi návígi við ágeng vandamál,
samskiptaerfiðleika og mannleg-
ar þjáningar.“
– Er mikil spurn eftir námi í fé-
lagsráðgjöf á Íslandi?
„Já, félagsráðgjöf er sérfræði-
grein í takt við tímann, samanber
heiti nýlegrar BA-ritgerðar, og
það er vaxandi aðsókn bæði í
grunn- og framhaldsnám. Fé-
lagsráðgjöf við Háskóla Íslands
hefur eflst mjög undanfarið. Ný
kennslu- og rannsóknarsvið hafa
þróast og frjótt rannsóknarstarf í
tengslum við þau. Má þar nefna
öldrunarfræði og barnavernd
sem hvort tveggja tengist fjöl-
skyldufélagsráðgjöf. Nýja meist-
aranámsleiðin mun styrkja þessa
þróun.“
– Er þetta nám andsvar við
þörf fyrir nýja þekk-
ingu og stefnumörkun?
„Já. Flóknara sam-
félag, breytt staða
kynjanna, aðlögun at-
vinnu- og fjölskyldu-
lífs, öðruvísi uppeldishlutverk,
nýstárleg samskiptamynstur og
nýjar fjölskyldugerðir framkalla
breytt viðfangsefni, öðruvísi
þekkingu og annars konar færni
fagfólks. Þá hefur einnig þjóð-
félagsumræðan og athygli stjórn-
málamanna beinst æ meir að mál-
efnum fjölskyldunnar. Má nefna
að rektor HÍ hefur skipað starfs-
hóp til að kanna aðstæður stúd-
enta með fjölskylduábyrgð. Fjöl-
skylduráð undirbýr nú þróun sk.
Fjölskylduvogar, til að greina
stöðu og þarfir fjölskyldna, eins
konar vísitala sem tæki fyrir
stjórnendur og stefnumótendur.
Einnig undirbýr fjölskylduráð al-
mennan Foreldraskóla fyrir
verðandi foreldra. Þarfir almenn-
ings sem snerta þennan mála-
flokk tengjast sérkennum ís-
lensks samfélags og menningu.
Félagsráðgjöf við Háskóla Ís-
lands telur því brýnt að gefa
reyndum félagsráðgjöfum kost á
framhaldsnámi hér heima sem
veitir sérhæfða þekkingu í fjöl-
skyldufræðum. Um leið er verið
að skapa forsendur til að uppfylla
kröfur um sérfræðiréttindi sam-
kvæmt breytingu á lögum um fé-
lagsráðgjöf og styrkja þannig
faglega stöðu félagsráðgjafar til
að fást við sérhæfð meðferðar-,
fræðslu- og rannsóknarstörf á
þessu sviði.“
– Stenst þetta nám fyllilega
samanburð við nám í sömu grein
ytra?
„Vandað hefur verið til undir-
búningsins, sem hefur staðið í
langan tíma. Mið hefur verið tek-
ið af starfstengdu meistaranámi í
félagsráðgjöf við erlenda háskóla
í Bandaríkjunum og á Norður-
löndum og samráð verið haft við
fjölmarga aðila hérlendis og er-
lendis um námsefni, rannsóknar-
verkefni og kennslukrafta. Um-
sjónarmenn námsins og
aðalkennarar eru auk
mín Steinunn Hrafns-
dóttir lektor, auk ann-
arra fastra kennara í
félagsvísindadeild og
sérfræðinga í fjöl-
skyldumeðferð. Erlendir gesta-
fyrirlesarar verða fengnir til þess
að kenna einstaka námsþætti.“
– Byrjar þetta nám í haust?
„Já, og umsóknarfrestur til að
sækja um námið rennur út um
næstu mánaðamót. Við erum með
heimasíðu, www.felags.hi.is/, og
þar getur fólk aflað sér nánari
upplýsinga, svo og hjá umsjónar-
mönnum námsins.“
Sigrún Júlíusdóttir
Sigrún Júlíusdóttir fæddist í
Hrísey á Eyjafirði 3. febrúar
1944. Stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1964 og
fór til náms í félagsvísindum til
Svíþjóðar þar sem hún lauk fé-
lagsráðgjafanámi frá Lundarhá-
skóla 1970. MA í klínískri fé-
lagsráðgjöf frá Michiganháskóla
1978 og doktorspróf frá Gauta-
borgarháskóla 1993. Yfirfélags-
ráðgjafi á geðdeild Landspít-
alans til 1990 en varð þá lektor í
félagsráðgjöf við HÍ og er nú
prófessor þar. Maki er Þorsteinn
Vilhjálmsson, prófessor við HÍ,
og eiga þau samtals fimm börn.
Sérfræðigrein
í takt við
tímann
MARGT bendir til þess að hár blóð-
þrýstingur geti verið áhættuþáttur
fyrir Alzheimersjúkdóm á efri ár-
um. Þetta er meðal þess sem kom
fram á ráðstefnu um heilabilun og
aðra sjúkdóma í heila aldraðra sem
lauk í vikunni.
Ráðstefnan var haldin á vegum
NorAge sem eru norræn samtök
þeirra sem stunda rannsóknir á
breytingum í heila aldraðra. Jón
Snædal yfirlæknir á öldrunarsviði
Landspítala háskólasjúkrahúss seg-
ir að of hár blóðþrýstingur hafi
hingað til fyrst og fremst verið álit-
inn áhættuþáttur fyrir hjarta- og
æðasjúkdóma en ýmsar rannsóknir
sem gerðar hafi verið á Norðurlönd-
unum og annars staðar sýni að hann
geti einnig verið áhættuþáttur fyrir
Alzheimer.
Hann segir að þessi vitneskja sé
ekki nýtilkomin en nú hafi hún verið
studd af fleiri rannsóknum. „Það er
viðurkennt núna að með því að með-
höndla blóðþrýsting vel á miðjum
aldri og upp úr því minnka líkurnar
á að fá Alzheimersjúkdóm,“ segir
Jón. Hann segir að um 10 til 15 pró-
sent Íslendinga sem komnir eru yfir
áttrætt hafi einkenni Alzheim-
ersjúkdóms og því sé um að ræða
stóran hóp af fólki sem þurfi að
fylgjast með og stunda forvarnir
hjá.
Á ráðstefnunni var einnig rætt
um þunglyndi meðal aldraðra en
Jón segir þunglyndi býsna algengt
hjá þessum aldurshópi. „Um tíu
prósent aldraðra þjáist af þunglyndi
og hlutfallið er ennþá hærra inni á
hjúkrunarheimilum,“ segir Jón.
Hann segir vitneskju um forvarnir
sjúkdómsins ekki mjög langt komna
en menn hafi komið fram með til-
gátur um hvað hægt sé að gera til
að fyrirbyggja að fólk verði alvar-
lega þunglynt á efri árum.
„Það eru bæði félagslegar og and-
legar ástæður fyrir þunglyndi meðal
aldraðra og má þar nefna missi.
Líkamlegir sjúkdómar geta einnig
skipt máli. Til dæmis er fólk sem
hefur fengið heilablóðfall í áhættu-
hópi, jafnvel þótt um minniháttar
heilablóðföll sé að ræða,“ segir Jón.
Hann segir félagslega þáttinn
skipta miklu máli og nefnir sem
dæmi að starfslok geti reynst fólki
erfið.
„Það er vitað að fólk sem hættir
störfum og er ekkert búið undir
hvað skal gera í framhaldinu er í
meiri áhættu fyrir að fá þunglyndi
miðað við þá sem hafa búið sig undir
hvað þeir ætla að taka sér fyrir
hendur,“ segir Jón. Hann segir að
miklu máli skipti að fólk búi sig und-
ir eftirlaunaárin félagslega með því
meðal annars að sjá til þess að það
hafi nóg fyrir stafni þegar að þeim
tímamótum kemur.
Nýjar rannsóknir kynntar á ráðstefnu um heilabilun
Hár blóðþrýstingur áhættu-
þáttur fyrir Alzheimersjúkdóm
SAMBAND eldri sjálfstæðis-
manna hélt í vikunni upp á fimm
ára afmæli sitt í kosningaskrif-
stofu flokksins í Álfabakka. 140
sjálfstæðismenn, 60 ára og eldri,
mættu í veisluna og sungu og
gæddu sér á veitingum. Margt
mætra manna var á staðnum og
héldu Katrín Fjeldsted, Ásta Möll-
er, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og
Guðmundur Hallvarðsson m.a.
ávörp.
„Það var fjöldasöngur og þetta
var mjög skemmtilegt,“ segir Guð-
mundur sem var aðalhvatamaður
að stofnun félagsins.
„Þetta félag er mjög öflugt og
hefur haft mjög jákvæð áhrif á
Sjálfstæðisflokkinn. Það hefur
meðal annars náð því fram að nú
er búið að lækka eignaskattinn úr
1,2% í 0,6% og það var meðal ann-
ars eitt af baráttumálum Sam-
bands eldri sjálfstæðismanna,“
segir Guðmundur.
Um 1.800 manns eru skráðir í
félagið og segir Guðmundur að fé-
lögum fari fjölgandi.
Árangur af starfi
eldri sjálfstæðismanna
Morgunblaðið/Árni Torfason
Á afmælisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna litu menn yfir farinn veg
og ræddu helstu verkefni sem eru framundan í starfi samtakanna.