Morgunblaðið - 03.05.2003, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 11
hækkun varð á launatöxtum. Með-
allaun á 4. ársfjórðungi 2002 byggj-
ast á upplýsingum um laun rúmlega
15.500 starfsmanna á almennum
vinnumarkaði. Að meðaltali fengu
launamenn greiddar 186.200 krónur
í regluleg laun. Meðaltal heildar-
launa var 239.000 krónur og meðal-
vinnutími 45,2 stundir, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu.
Verkafólk vinnur
lengsta vinnutímann
Fram kemur að verkafólk og iðn-
aðarmenn vinna lengsta vinnutím-
ann. Verkafólk tæpar 49 stundir á
viku og iðnaðarmenn tæpar 47
stundir. Sérfræðingar og stjórnend-
LAUN hækkuðu að meðaltali um
4,8% á tímabilinu frá fjórða ársfjórð-
ungi 2001 til sama tímabils árið 2002,
að því er fram kemur í launakönnun
Kjararannsóknanefndar. Á sama
tímabili hækkaði vísitala neyslu-
verðs um 2,3% og jókst því kaup-
máttur launa samkvæmt því að með-
altali um 2,5% á tímabilinu.
Launahækkun starfsstétta var á
bilinu 3,4% til 6,3%. Laun kvenna
hækkuðu um 5,6% en karla um 4,4%.
Laun á höfuðborgarsvæði hækkuðu
jafnmikið og laun utan höfuðborgar-
svæðis eða um 4,8%.
Laun hækkuðu almennt sam-
kvæmt kjarasamningum um 3% hinn
1. janúar 2002 auk þess sem sérstök
ur vinna hins vegar stysta vinnutím-
ann tæpa 41 stund á viku.
Þegar laun einstakra starfsstétta
eru skoðuð kemur í ljós að verkafólk
er með lægstu launin, 137.800 kr. í
regluleg laun, þjónustu-, sölu og af-
greiðslufólk er með 154.700 kr.,
skrifstofufólk með 177.600 kr., iðn-
aðarmenn 209.800 kr., tæknar og
sérmenntað starfsfólk 283.700 kr.,
sérfræðingar með 340.900 kr. og
stjórnendur með 376.800 kr.
Tölur Kjararannsóknarnefndar á 4. ársfjórðungi 2001 til jafnlengdar 2002
Kaupmáttur
óx um 2,5%
& +& -&& -+& !&& !+& %&& %+& *+&*&& ./#
!
"
# !
"
$
"%"%
& "
' "
"""
0
( " " "
) " "
(
)
*+) "
,--,
1 23
4
STEFÁN Hermannsson borgarverk-
fræðingur hefur upplýst að gengið
verði til viðræðna við hann um að
hann taki að sér
framkvæmdastjórn
Austurhafnar-TR
ehf. sem stofnað hef-
ur verið til að annast
framkvæmd sam-
komulags um bygg-
ingu tónlistarhúss
og ráðstefnumið-
töðvar við Austur-
höfn. Tölvupóstur
sem Stefán sendi samstarfsfólki sínu
þess efnis var lesinn upp af borgar-
stjóra á borgarstjórnarfundi á mið-
vikudag.
Fram kemur í bréfinu að stjórn
Austurhafnar-TR hafi samþykkt til-
lögu Ólafs B. Thors, formanns stjórn-
ar, um að gengið yrði til viðræðna við
Stefán. „Ég hef tekið jákvætt í þetta
og er það gert í góðri sátt við borg-
arstjóra, Þórólf Árnason. Gangi þetta
eftir mun ég láta af störfum eftir 3–4
mánuði og í raun byrja að undirbúa
þetta verkefni eins fljótt og mögulegt
er,“ segir í bréfinu.
„Ég vil undirstrika að hér er borgin
að gefa kost á því að til þessa merka
verks verði ráðinn sá besti maður sem
við teljum að komi til greina og ég
óska Stefáni til hamingju,“ sagði
borgarstjóri.
Borgarverk-
fræðingur
annast fram-
kvæmd
UMFERÐ rússneskra herflugvéla um íslenska
loftvarnarsvæðið hefur verið mjög stopul frá lok-
um kalda stríðsins haustið 1991 en var fram að því
töluverð um þriggja áratuga skeið. Hámarki náði
flugumferðin á árunum 1985 og 1986 þegar
bandarískar flugvélar af Keflavíkurvelli voru
sendar til móts við um 160 sovéskar vélar hvort
ár, eða um 320 vélar á þessum tíma. Eftir að kalda
stríðinu lauk kom engin vél inn á loftvarnarsvæð-
ið fyrr en 1999 og nú síðast á föstudag þegar tvær
rússneskar vélar, svokallaðir „Birnir“, önnur kaf-
bátaleitarvél og hin fjarskiptavél komu inn á
svæðið og fóru út aftur eftir 25 mínútna flug.
Íslenska loftvarnarsvæðið nær að meðaltali
150 sjómílur út frá ströndinni og hefur svipaður
viðbúnaður verið viðhafður þegar aðkomuvélar
koma inn á það. Varnarliðsvélar hafa verið sendar
á loft til að fylgja þeim eftir á meðan flogið er inn-
an svæðisins og eru aðkomuvélarnar ljósmynd-
aðar í lofti og fylgst með þeim. Ekkert skyldar
aðkomuvélar til að tilkynna sig þegar þær koma
inn á svæðið, en „Birnirnir“ frá því á föstudag
komu einmitt ótilkynntir inn á svæðið. Með loft-
varnarsvæðinu er átt við það svæði sem auglýst
er á flugkortum og Varnarliðið áskilur sér rétt til
að vita hvað er inni á á hverjum tíma. Ekki er um
að ræða sjálfa 12 mílna lofthelgina sem Varnarlið-
inu er falið að verja gegn óboðnum gestum. Frið-
þór Eydal upplýsingafulltrúi Varnarliðsins segir
að umferð sovéskra véla um svæðið hafi byrjað
haustið 1962 í Kúbudeilunni, en eftir 1986 fór
mjög að draga úr umferðinni. „Það varð svolítill
skjálfti 1986 þegar Rússar fóru að nota nýja út-
gáfu af H-módeli af „Björnum“ sem báru lang-
drægar stýriflaugar sem gátu borið kjarnorku-
vopn og æfðu flug að skotmörkum á austurströnd
Bandaríkjanna,“ segir hann. Mismunandi er
hversu nálægt lofthelginni vélarnar fóru á þeim
þrem áratugum sem um ræðir.
Ekki er vitað til þess að nokkur samskipti hafi
átt sér stað milli aðkomuvélanna og varnarliðsvél-
anna þau ár sem fylgst var með þeim á flugi.
Orustuþota frá Varnarliðinu á Keflavíkur-
flugvelli fylgist með rússneskri Bjarnar-
sprengiflugvél við Ísland á árum áður.
Umferð sovéskra herflugvéla á íslenska loftvarnarsvæðinu náði hámarki 1985–1986
Varnarliðsvélar sendar til móts
við á fjórða hundrað véla
FRAMBJÓÐENDUR eru á ferð og
flugi þessa dagana og jafnvel á milli
kjördæma, eins og Guðni Ágústs-
son, varaformaður Framsókn-
arflokksins og oddviti flokksins í
Suðurkjördæmi, sem brá sér ásamt
Dagnýju Jónsdóttur á fund með
hestamönnum og öðrum gestum í
hesthúsinu í Hringsholti í Dalvík-
urbyggð, þar sem áður var loð-
dýrabú.
Dagný skipar 3. sætið hjá Fram-
sóknarflokknum í Norðaust-
urkjördæmi.
Yfir 50 manns komu á fundinn og
var létt yfir umræðunum. „Þetta
var sannarlega góð stund milli
mjalta og messu og með skemmti-
legri framboðsfundum sem ég hef
farið á,“ sagði Guðni, sem hér er
ásamt Dagnýju og einum gæðing-
anna í Hringsholti.
Guðni og Dagný á fundi
með hestamönnum
Utanríkisþjónustan
ómissandi bandamaður
Yfirlýsing um starfsemi utanríkisþjónustunnar
MORGUNBLAÐINU hefur borist
yfirlýsing frá nokkrum stjórnendum
fyrirtækja eða samtaka þeirra vegna
umræðna um utanríkisþjónustuna.
„Við undirritaðir starfsmenn og
stjórnendur fyrirtækja eða samtaka
þeirra, sem eiga mikið undir erlend-
um mörkuðum og kynningarstarfi er-
lendis, hörmum villandi mynd sem
reynt er að draga upp af starfsemi ut-
anríkisþjónustunnar í aðdraganda
kosninga. Fyrirtæki okkar hafa notið
liðsinnis þessa mikilvæga ráðuneytis
á erlendum vettvangi og hefur atbeini
þess oft ráðið úrslitum í málum, sem
snerta veigamikla hagsmuni.
Bættur hagur fyrirtækja og nýir
markaðir færa samfélaginu öllu mik-
inn ávinning með nýjum störfum og
gjaldeyristekjum. Á síðustu árum
hafa verið gerðar miklar breytingar
sem miða að því að ráðuneytið geti
enn betur þjónað viðskiptalífinu og er
það fagnaðarefni.
Við teljum utanríkisþjónustuna
ómissandi bandamann í útrás íslensks
atvinnulífs.“
Undir yfirlýsinguna rita eftirtaldir:
Arngrímur B. Jóhannsson,
stjórnarformaður Atlanta hf.
Benedikt Sveinsson, forstjóri SÍF
Iceland Seafood Corporation.
Erlendur Hjaltason,
framkvæmdastjóri Eimskips hf.
Friðrik Pálsson,
stjórnarformaður SÍF.
Gunnar Svavarsson,
forstjóri SH.
Gunnar Örn Kristjánsson,
forstjóri SÍF.
Hafþór Hafsteinsson,
forstjóri Atlanta hf.
Hörður Arnarson,
forstjóri Marels hf.
Ingimundur Sigurpálsson,
forstjóri hf. Eimskipafélag
Íslands.
Jón Hjaltalín Magnússon,
forstjóri ALTECH.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri
Flugfélags Íslands, formaður
Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jón Sigurðarson,
framkvæmdastjóri Bára ehf.
Jón Sigurðsson,
forstjóri Össurar hf.
Katrín Pétursdóttir,
forstjóri Lýsis hf.
Magnús Gústafsson,
forstjóri Icelandic USA.
Ólafur Ólafsson, starfandi
stjórnarformaður Samskipa.
Ómar Benediktsson,
framkvæmdastjóri
Íslandsflugs.
Ragnar S. Halldórsson,
stjórnarformaður ALTECH.
Róbert Guðfinnsson,
stjórnarformaður SH.
Sigurður Helgason,
forstjóri Icelandair/Flugleiða.
Sigurgeir Þorgeirsson,
framkvæmdastjóri
Bændasamtaka Íslands.
Steinn Logi Björnsson,
framkvæmdastjóri Icelandair,
markaðsstjóri Flugleiða.
Sveinn Hannesson,
framkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins.
SIV Friðleifsdóttir umhverf-
isráðherra hefur falið Um-
hverfisstofnun Ísafjarðarbæj-
ar að annast umsjón og
rekstur friðlandsins á Horn-
ströndum, en samningur þar
að lútandi var undirritaður í
gær. Með samningnum tekur
Ísafjarðarbær að sér að sjá
um að umgengni og ástand
friðlandsins sé með besta móti
og að farið sé að reglum frið-
landsins. Ísafjarðarbær mun
einnig sjá um að upplýsa
ferðamenn um umgengnis-
reglur og viðhalda gönguleið-
um og upplýsingaskiltum í
friðlandinu. Samningurinn
gildir í eitt ár.
Friðlandið
á Horn-
ströndum í
umsjón Ísa-
fjarðarbæjar
Bygging nýs
tónlistarhúss
Stefán
Hermannsson