Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 12

Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og forseti Þýskalands, Jo- hannes Rau, ræddust við á fundi sín- um í Þýskalandi í gærmorgun. Ólafur Ragnar er í nokkurra daga heimsókn þar í landi þar sem hann hefur tekið þátt í fundi Þýsk-íslenska versl- unarráðsins í Berlín og setti í gær menningarhátíð í Greifswald sem helguð er menningu Norðurlanda. Forsetinn sagði þýska starfsbróður sinn hafa sýnt mikinn áhuga á Íslandi og segir þá m.a. hafa rætt mögulega heimsókn hans hingað til lands innan tíðar. Ólafur Ragnar sagðist hafa greint Johannes Rau frá þýsk-íslensku við- skiptaráðstefnunni sl. miðvikudag þar sem hann hefði hvatt þýska fjár- festa og athafnamenn til að gefa gaum að þeirri nýsköpun sem finna mætti á Íslandi. Væri það m.a. á sviði hugbúnaðargerðar, lyfjaframleiðslu, heilbrigðisrannsókna og í banka- og fjármálastarfsemi. Ólafur Ragnar sagði þýska forsetann hafa tekið þessum upplýsingum vel og sagt að þýskt atvinnulíf gæti haft ýmislegt að sækja til Íslands og annarra landa. Þá kvað hann þýska forsetann hafa sýnt áhuga á íslenskri menningu og hefðu þeir rætt möguleikann á heim- sókn hans hingað á næstunni. Hún væri þó enn ekki tímasett. Ræddu samskiptin innan Atlantshafsbandalagsins Forsetarnir ræddu einnig alþjóða- mál, m.a. nauðsyn alþjóðlegrar sam- vinnu við uppbyggingu í Írak í kjölfar stríðsins. Ólafur Ragnar kvaðst hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að styrkt yrðu á ný samskipti og samræður þjóða innan Atlantshafsbandalagsins beggja vegna Atlantshafsins. Hann sagði Johannes Rau hafa bent á þá skoðun Þjóðverja að unnt hefði verið að halda Saddam Hussein í skefjum með öðrum leiðum, hvernig eftirlits- starfsemi Sameinuðu þjóðanna og framganga alþjóðasamfélagsins hefði sýnt það með aðgerðum sínum und- anfarin ár að þrótturinn hefði smátt og smátt verið dreginn úr Saddam Hussein. Kvað hann forsetann hafa sagt að samband Þjóðverja og Bandaríkjamanna yrði áfram traust og að góður andi ríkti milli ríkjanna. Þjóðverjar hefðu sýnt Bandaríkja- mönnum mikla samúð eftir atburðina 1. september og sú væri enn raunin. Ólafur Ragnar kvaðst í lokin hafa lagt áherslu á að Íslendingar hefðu jafnan kappkostað að rækta gott samband við Þjóðverja, þeir væru mikilvæg bandalagsþjóð okkar innan Atlantshafsbandalagsins og vin- áttuþjóð innan ESB. Áríðandi væri fyrir Íslendinga að geta átt beinar og milliliðalausar viðræður við Þjóð- verja. Opinber heimsókn forseta Þýskalands til Íslandi myndi stað- festa vilja þeirra til slíkra viðræðna. Í gær flutti forseti Íslands ræðu við setningu norrænnar menning- arhátíðar í Greifswald. Meðal ís- lenskra listviðburða er frumsýning á Hafinu eftir Ólaf Hauk Símonarson. EPA Forsetar Íslands og Þýskalands, Ólafur Ragnar Grímsson og Johannes Rau, skoða heiðursvörð við heimsóknina. Opinber heimsókn til Íslands á döfinni Forsetar Íslands og Þýskalands ræddust við í Berlín í gær ÞRÍR aðilar hafa reiknað út áhrif fyrningarleiðarinnar svokölluðu á af- komu útgerðarinnar. Niðurstaðan er í öllum tilfellum sú, að fyrning, hvort sem er 5% eða meira á ári, leiðir til gjaldþrots á fáum árum. Þeir aðilar sem hafa reiknað þetta út eru endur- skoðunarfyrirtækið Deloitte og Touche fyrir Vinnslustöðina, Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þor- bjarnar Fiskaness, og Jón Þorgeir Einarsson endurskoðandi fyrir út- gerðir krókabáta í Bolungarvík. Jakob Bjarnason, formaður stjórnar VSV, kynnti niðurstöður út- reikninganna á aðalfundi Vinnslu- stöðvarinnar í gær og sagði þá: „Deloitte & Touche gerði ráð fyrir að 10% fyrning myndi leiða til þess að framlegðin minnkaði um 15% á ári, sem mér þykir reyndar mjög svo varlega áætlað í ljósi þeirrar stað- reyndar að 11% samdráttur í tekjum Vinnslustöðvarinnar á fyrsta fjórð- ungi ársins 2003 leiddi til 24% minni framlegðar – sem eru mun meiri áhrif til hins verra en endurskoðun- arskrifstofan gerir ráð fyrir.“ Hann sýndi síðan tvö dæmi, hið fyrra þess efnis að félagði endurleigði ekki til sín það sem af því yrði tekið og sagði: „Hvaða afleiðingar hefði slíkt kerfi í för með sér? Kæru hluthafar, starfsmenn og Eyjamenn. Svarið er skýrt. Strax á næsta ári stæði félagið ekki undir afborgunum núverandi lána og forsvarsmenn þyrftu að leita til lánastofnana um skuldbreytingu lánanna. Félagið gæti ekki greitt hluthöfum sínum arð Eftir fimm ár gæti félagið ekki greitt neitt upp í skuldir. Í árslok 2009 eða eftir sex ár er allt eigið fé félagsins upp urið. Með öðr- um orðum, innan sex ára yrðum við að loka fyrirtækinu, segja upp 220 fastráðnum starfsmönnum okkar og hafa lokið sölu allra eigna félagsins. Seinna dæmið snýr að því að félag- ið leigi til sín jafnóðum þær heimildir sem það missir. Nú er söluverð var- anlegra heimilda í þorski um 1.100 kr./kg. Deloitte & Touche gaf sér að verð til 10 ára væri helmingi lægra eða 550 kr./kg. Árlegt afgjald þorsk- ígildis er 55 kr./kg. Hverju breyta hinar nýju forsendur í rekstri félags- ins? Svarið við þessari spurningu er líka skýrt. Eftir tvö ár stæði félagið ekki und- ir afborgunum núverandi lána og forsvarsmenn þyrftu að leita til lána- stofnana um skuldbreytingu lán- anna. Eftir þrjú ár mætti félagið ekki greiða út arð til hluthafa sinna. Eftir sex ár skilaði reksturinn engu upp í afborganir lána Í árslok 2011 eða eftir átta ár væri allt eigið fé félagsins upp urið. Með öðrum orðum, innan átta ára yrðum við að loka fyrirtækinu, segja upp 220 fastráðnum starfsmönnum okk- ar og hafa lokið sölu allra eigna fé- lagsins,“ sagði Jakob Bjarnason. Allt eigið fé uppurið eftir sex til átta ár Deloitte og Touche metur áhrif fyrningarleiðarinnar á rekstur Vinnslustöðvarinnar .    )  / 0   1/!  "! ,--23,-4, .     !&&% !&&+ !&&" !&&, !&-- 4 5    3   + * % ! - & $- $! $% ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að ekki gangi upp að íslensk fyrirtæki tengist ólöglegri úthafskarfaveiði á Reykjaneshrygg. Vandamál varðandi veiði litháísku skipanna sé þó tímabundið og leysist af sjálfu sér þegar ríkið gengur í ESB. „Þegar maður sér fyrir endann á vandamálinu hefur maður kannski minni áhyggjur af því,“ segir hann. Fimm skip frá Litháen og eitt frá Lettlandi hafa stundað veiðarnar en löndin standa utan Norðaustur-Atl- antshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Árni hefur rætt við menn sem tengjast Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Þormóði ramma – Sæbergi en þessi fyrirtæki eiga meirihluta í langflestum skipanna frá Eystrasaltsríkjunum. Hann kveðst ávallt hafa gert útgerðar- mönnum það ljóst að alls staðar þar sem Íslendingar tengist útgerð verði þeir að fara eftir lögum og reglum og geti ekki tekið þátt í starfsemi sem grefur undan íslenskum hagsmun- um. Ella verði þeir að taka afleiðing- unum. Árni segir að taka verði tillit til þess að Litháen eigi sérstaka sögu í þessum veiðum. Á Sovéttímanum hafi verið gert út á þessar veiðar þaðan en þegar Sovétríkin leystust upp hafi Rússar fengið allan kvóta Litháa. Utanríkisþjónusta Litháens hafi verið í molum og enginn gætt hagsmuna landsins. Með þetta í huga og að málið mun leysast við inngöngu landsins í ESB telji hann ekki ástæðu til aðgerða. „Ég hef hins vegar meiri áhyggjur af því ef ís- lenskir aðilar væru tengdir skipum frá Belize eða Dóminíska lýðveldinu [sem stunda ólöglegar veiðar],“ segir hann. „Það er vandamál sem ég sé fyrir mér að við munum glíma við á næstu árum og er hluti af stóru al- þjóðlegu vandamáli.“ Verða að fara eftir lögum og reglum Íslendingar tengjast ólöglegum veiðum á Reykjaneshrygg ÞÓRA Ellen Þórhallsdóttir grasa- fræðingur hlaut í gær viðurkenn- ingu tíu umhverfis- og nátt- úruverndarsamtaka fyrir framlag til náttúru- og umhverfisvernd- armála. Verðlaunin voru afhent í Ráðhúsi Reykjavíkur en þetta er í fimmta sinn sem þau eru veitt. Ingvar Birgir Friðleifsson, for- stöðumaður Jarðhitaskóla Samein- uðu þjóðanna og formaður dóm- nefndar, sagði Þóru Ellen hafa tekið virkan þátt í umræðu um um- hverfismál og að málflutningur hennar væri skýr og faglegur. Þá vísaði hann til formennsku hennar í starfshópi rammaáætl- unar um nýtingu vatnsafls og jarð- varma sem fjallar um náttúrufar og minjar. Þóra Ellen hefði náð mjög athyglisverðum árangri við val á aðferðum sem hefðu alþjóðlega til- vísun og við þróun aðferða þar sem ekki væri á neinum fyrirmyndum að byggja. Morgunblaðið/Jim Smart Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur tekur við viðurkenningu fyrir framlag til náttúru- og umhverfisverndarmála frá Ingvari Birgi Friðleifs- syni, forstöðumanni Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Þóra Ellen fékk viðurkenningu í ár FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins áttu í gær fund með starfsmönnum Ráðhússins, starfsmanni yfirkjör- stjórnar og skrifstofustjóra borgar- stjórnar, auk starfsmanns Skýrr, í kjölfar þess að yfirkjörstjórnir í Reykjavík höfnuðu ranglega með- mælendum með framboðslistum þriggja flokka á dögunum. Margeir Pétursson, formaður full- trúaráðs Sjálfstæðisflokksins, segir starfsmenn Ráðhússins hafa ítrekað afsökunarbeiðni sína vegna þessara leiðu mistaka. „Við vildum fá skýr- ingu á þessu og eins sannfærast um að kosningarnar muni núna og fram- vegis fara fram óaðfinnanlega.“ Margeir segir að svo virðist sem blandist saman mannleg mistök og villa í forriti. Hann segir að ekki verði aðhafst neitt frekar í málinu af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Margeir segir að fram hafi komið á fundinum að ekkert yrði gert frek- ar í kosningunum með rafrænum hætti. Búið væri að prenta út kjör- skrána. „Nú er það á ábyrgð trúnaðar- manna yfirkjörstjórnar að fram- kvæma þetta og ég held að það hljóti að verða í góðu lagi meðan menn treysta eigin dómgreind en ekki því sem tölvur spýta út úr sér. Ég held að það sé mjög til bóta.“ Ekkert aðhafst frekar með rafrænum hætti Fulltrúar D-lista funda með starfsmönnum Ráðhúss vegna meðmælendalista

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.