Morgunblaðið - 03.05.2003, Qupperneq 20
ERLENT
20 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HAIDA Azzawi notar ekki trefil
til að fela sítt og mikið hár sitt.
Hún klæðist röndóttum bómull-
arbuxum og litfagurri skyrtu. Hún
fer út af heimili sínu ef henni sýn-
ist og þarf ekki að vera í fylgd
karlkyns ættmenna sinna. Svona
vill hún hafa þetta áfram.
Líkt og margar íraskar konur
er Azzawi, sem er 24 ára og með
gráðu í stærðfræði og tölfræði frá
einkaháskóla í Bagdad, ánægð
með endalok valdatíðar Saddams
Husseins, en hún hefur áhyggjur
af því að breytt stjórnarfyr-
irkomulag geti leitt til þess að
mjög dragi úr réttindum kvenna.
Hún segist aldrei hafa falið and-
lit sitt og höfuð, líkt og margar,
heittrúaðar múslímakonur. „En nú
veit ég ekki nema það sé fram-
tíðin. Það og annað álíka,“ segir
hún.
Í marga áratugi hafa íraskar
konur – að minnsta kosti þær sem
búa í Bagdad og öðrum stór-
borgum – notið persónufrelsis
sem konur í nágrannalöndunum,
eins og til dæmis Sádí-Arabíu og
furstadæmunum við Persaflóann,
geta einungis látið sig dreyma
um.
Þær mega aka bíl. Þær geta
stundað háskólanám ásamt körl-
um. Þær mega vinna utan heim-
ilisins á skrifstofum þar sem einn-
ig vinna karlar. Þær mega erfa
eignir til jafns við bræður sína.
Konur eru stór hluti af sér-
menntastéttum landsins, læknum,
lögfræðingum, verkfræðingum,
háskólaprófessorum, bankastjór-
um, skólameisturum. Margar geta
ráðið því sjálfar hverjum og hvort
þær giftast.
Sjítar líklegir til að taka við
En nú eru líkur taldar vera að
aukast á því að stjórnmálamenn
úr röðum sjítamúslíma muni að
miklu leyti fylla valdatómið sem
Saddam skildi eftir sig. Þessir
menn kunni að reyna að innleiða
þá íhaldssömu samfélagssiði sem
einkenna suðurhluta landsins, þar
sem sjítar eru í meirihluta.
Líkt og Írakar allir eru íraskar
konur nú að reyna að finna út úr
því hvaða tækifæri bíði, og hvað
geti að eilífu glatast, í kjölfar falls
Saddams. Í stjórnartíð hans var
Írak eitt mesta lögregluríki
heims, en á sama tíma sá flokkur
hans, Baathflokkurinn, sem er
veraldlegur sósíalistaflokkur,
mörgum konum fyrir atvinnu- og
menntunartækifærum sem tíðk-
uðust hvergi annars staðar í þess-
um heimshluta.
„Ég veit ekki mitt rjúkandi
ráð,“ segir May George, 41 árs
verkfræðiprófessor við Tæknihá-
skólann í Bagdad. „Ég er svo glöð
yfir því að hann skuli vera horf-
inn, en sjáið nú þetta,“ heldur hún
áfram þar sem hún stendur í rúst-
um skrifstofu sinnar í málmfræði-
og iðnaðarverkfræðideild skólans.
Þar höfðu ræningjar brotið rúð-
ur, dreift skjölum út um allt,
kveikt eld sem skildi eftir sig
reyk- og sótskemmdir og hent
tölvum út um glugga á þriðju
hæð.
„Þetta minnir mig á það að þar
sem breytingar verða verður oft
eyðilegging líka,“ sagði George,
sem fæddist inn í kristna fjöl-
skyldu í borginni Mosul í norður-
hluta landsins. „Þess vegna er ég
áhyggjufull – mjög áhyggjufull –
yfir því hvort ég muni geta haldið
áfram að lifa því lífi og sinna því
starfi sem ég hef hingað til gert.“
Stjórnin verði lýðræðisleg
Ýmislegt hefur bent til þess að
bráðabirgðastjórnin í landinu, sem
Bandaríkjamenn standa að, muni
vernda réttindi kvenna. „Við mun-
um fá mjög sterka, lýðræðislega
stjórn í Írak,“ sagði Jay Garner,
bandaríski eftirlaunahershöfðing-
inn sem er æðsti yfirmaðurinn í
landinu eftir að stríðinu lauk. „Og
ef til vill mun sá dagur renna upp
þegar kona verður æðsti maður
landins.“
En hvað svo sem Bandaríkja-
menn ætla sér munu sterk sam-
félagsöfl sem fall Saddams hefur
leyst úr læðingi óhjákvæmilega
láta til sín taka, sagði Wamid
Nadmi, prófessor í stjórn-
málafræði við Bagdadháskóla.
„Í Írak, líkt og öllum öðrum
múslímaríkjum, er til sterk íhalds-
hyggja, þótt hér fari heldur minna
fyrir henni en víða annars stað-
ar,“ sagði hann. „Það mun óhjá-
kvæmilega koma að því að stefna
nýrrar ríkisstjórnar endurspegli
þessa staðreynd.“
Í Írak undir Saddam giltu að
mörgu leyti svipaðar reglur og í
Sovétríkjunum sálugu, og voru
kvenréttindi hluti af kenn-
ingakerfi stjórnarflokksins. Þar af
leiðandi veittust íröskum konum
mörg góð tækifæri, en ýmis tákn
sem oft var bent á til marks um
stöðu kvenna voru óekta, sagði
Hana Ibrahim Kafaji, þekktur
hagfræðingur.
„Jú, konur gegndu ráðherra-
embættum og sátu á þingi og fá-
einar konur voru háttsettar í
Baathflokknum, en þessar konur
voru allar valdar vegna tryggðar
sinnar við flokkinn. Þetta er því
ekki til marks um raunverulegt
jafnrétti fyrir konur,“ segir
Kafaji.
Flokkshollusta skilyrði frama
Sumar konur segja, líkt og sum-
ir karlar, að starfsframi þeirra
hafi verið heftur vegna þess að
þær vildu ekki ganga í flokkinn,
eða að þeim hafi fundist sem þær
yrðu að heita flokknum hollustu
til að komast áfram.
„Maður verður að vera félagi í
flokknum til að fá vinnu í mínu
fagi,“ segir stærðfræðingurinn
Azzawi, sem ekki hefur tekist að
finna sér starf síðan hún útskrif-
aðist. „Ég vil fá mér vinnu og fjöl-
skylda mín leyfði mér það, en út
af þessu gat ég ekki fengið starf.“
Areij Ibrahimi, þrítugur lög-
fræðingur, segist hafa gengið í
flokkinn vegna þess að hana lang-
aði til að læra til doktorsprófs í
alþjóðalögum. „Annars hefði ég
ekki getað haldið áfram námi,“
sagði hún. „Öllum í bekknum mín-
um var sagt að skrifa undir skjal
sem sagði að við styddum stjórn-
ina, og við gerðum það.“
Í Írak undir stjórn Saddams
tengdust ýmis atvinnutækifæri
kvenna hörmungum er dundu yfir
unga karlmenn í hinu langa stríði
við Íran á níunda áratug síðustu
aldar. Mannfallið var svo mikið –
sagt vera tugir þúsunda – að það
skekkti hlutfallið milli fjölda karla
og kvenna og konur urðu umtals-
vert fleiri.
Þegar stríðið stóð sem hæst gat
maður allt eins búist við því að
allir starfsmenn í banka eða póst-
húsi væru konur, sagði stjórn-
málafræðingurinn Nadmi. „Eftir
stríðið komu margir karlanna aft-
ur og endurheimtu störf sín, en
margir áttu ekki afturkvæmt.“
Fátt breytt á landsbyggðinni
Umræðan um kvenfrelsi í Írak
fær lítinn hljómgrunn fyrir utan
stærstu borgir landsins. Bæði áð-
ur en Saddam tók við og í valda-
tíð hans hafa konur á landsbyggð-
inni notið fæstra þeirra réttinda
sem kynsystur þeirra í borgunum
hafa öðlast. Flestar búa við fá-
tækt. Lítið er um vinnu utan
heimilisins, hjónabönd eru skipu-
lögð og kona sem álitin er hafa
svert heiður fjölskyldunnar kallar
yfir sig útskúfun eða eitthvað það-
an af verra.
„Þær berjast í bökkum – þær
hafa ekki aðgang að góðri lækn-
isþjónustu, sérstaklega ekki í sam-
bandi við barneignir,“ sagði hag-
fræðingurinn Kafaji. „Og
skólaganga er miklu takmarkaðri.
Þær lifa allt öðruvísi lífi og ég
held að breytingar muni taka
langan tíma úti á landsbyggðinni,
burtséð frá því hvernig nýja rík-
isstjórnin verður.“
Sumar konur segjast þegar vera
farnar að sjá merki þess að nú,
þegar stríðinu er lokið, muni hlut-
skipti þeirra verða takmarkaðra.
Ibrahimi segir að í doktorsnáminu
hafi hún stundum hitt karlkyns
nemendur – og jafnvel prófessora
– sem telji að æðri menntun
kvenna sé tímasóun.
„Hér áður fyrr veitti ég þeim
enga athygli,“ sagði hún. „En nú
er ég ekki eins örugg með mig.
Ég er ekki viss um að ég geti virt
þetta viðhorf að vettugi.“
Aðrir eru þó bjartsýnni. Þarfir
Íraks eru svo knýjandi, segja þeir,
að allir sem vettlingi geti valdið –
þar á meðal konur – verði að
leggja hönd á plóg. „Þegar maður
hefur einu sinni stigið tiltekið
skref verður ekki aftur snúið,“
segir Kafaji. „Það er ekki hægt að
taka aftur allt það sem konum
hefur áunnist, allt það sem þær
leggja af mörkum. Það myndi
enginn láta slíkt viðgangast.“
Íraskar konur óttast
um réttindi sín
eftir fall Saddams
Bagdad. Los Angeles Times.
TPN
Stærðfræðingurinn Haida Azzawi er ánægð með að Saddam Hussein skuli
horfinn, en óttast að ný ríkisstjórn muni ekki gæta réttinda kvenna.
’ Í Írak, líkt og öll-um öðrum múslíma-
ríkjum, er til sterk
íhaldshyggja. ‘
TALIÐ er að 14 af 88 konum er
fundist hafa látnar í mexíkósku
landamæraborginni Ciudad Juarez
kunni að hafa verið rænt og þær
myrtar í því skyni að taka úr þeim
líffæri og selja þau, að því er sak-
sóknari greindi frá.
Líkamsleifar kvennanna 88 hafa
verið að finnast undanfarin tíu ár.
Sl. miðvikudagskvöld greindi Carl-
os Javier Vega Memije, aðstoðaryf-
irsaksóknari í Chihuahua-fylki, frá
því að „ýmis smáatriði“ styddu þá
tilgátu að konurnar hefðu verið
myrtar í þeim tilgangi að taka úr
þeim líffæri.
Ciudad Juarez er um 1,3 milljóna
manna borg við landamærin að
Bandaríkjunum, andspænis borg-
inni El Paso í Texas.
Þótt mexíkósk yfirvöld hafi ekki
greint frá tilgátu sinni í smáat-
riðum felur hún í sér að líffærin
hafi verið seld efnuðum Bandaríkja-
mönnum á læknamiðstöðvum og
sjúkrahúsum í grennd við landa-
mærin.
Seld Bandaríkja-
mönnum?
„Hverjir gætu haft efni á því að
kaupa líffæri? Samkvæmt þessari
kenningu eru það Bandaríkja-
menn,“ sagði Oscar Maynez, fyrr-
verandi yfirmaður réttarlæknis-
embættisins í Ciudad Juarez, sem
vann að rannsókn málsins til ársins
2001.
Maynez sagði aftur á móti að til
að flytja líffæri til Bandaríkjanna
þyrfti umfangsmikið flutningsnet,
skriffinnsku og sérþekkingu. Sak-
sóknarinn hefði ekki sýnt fram á
neinar vísbendingar um slíkt.
Maynez sagði ennfremur að þann
tíma sem hann hefði unnið að rann-
sókninni hefði hann aldrei séð vís-
bendingar um að líffæri vantaði í
líkin sem fundust. Oft hefðu líkams-
leifarnar ekki verið annað en beina-
grindur og því erfitt að segja af eða
á.
En Vega Memije sagði vísbend-
ingarnar sem fundist hafa vera
nægilega áreiðanlegar til að rétt-
læta varðhaldsúrskurð yfir tveim
mönnum sem handteknir voru í síð-
asta mánuði, grunaðir um að hafa
myrt þrjár af átta konum sem fund-
ust myrtar 2001.
Fjórtán morð talin
tengd líffæraverslun
Mexíkóborg. AP.
MINNINGARATHÖFN verður
haldin um Eugene V. Rostow, fyrr-
verandi forseta lagadeildar Yale-
háskólans í Bandaríkjunum, á
morgun, sunnudag, í Yale. Rostow,
sem lengi var aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, kom að
landhelgisdeilum Íslendinga og
Breta á áttunda áratugnum.
Rostow lést 25. nóvember í
fyrra, 89 ára að aldri. Hann stund-
aði nám við Yale og Cambridge í
Bretlandi og hóf síðan kennslu við
Yale árið 1938. Hann þjónaði í
Bandaríkjaher í síðari heimsstyrj-
öldinni en fór síðan til starfa í utan-
ríkisráðuneytinu.
Rostow var gerður að deildar-
forseta lagadeildar Yale árið 1955
og gegndi hann því starfi í áratug.
Er honum m.a. talið til tekna að
hafa breytt náminu við deildina, og
þannig stuðlað
að því að orðspor
Yale fór mjög
upp á við.
Rostow kom
aftur til starfa í
utanríkisráðu-
neytinu snemma
á sjöunda ára-
tugnum og var
gerður að að-
stoðarutanríkis-
ráðherra árið 1966, þ.e. í forsetatíð
Lyndons B. Johnsons, einmitt á
þeim tíma er Víetnamstríðið stóð
sem hæst.
Rostow þjónaði einnig undir for-
setum, sem komu úr röðum repúbl-
ikana, og á fyrstu árum Ronalds
Reagans í embætti fór Rostow fyr-
ir sérstakri stofnun innan stjórn-
arinnar er sá um afvopnunarmál.
Eugene V. Rostow
minnst við Yale
Eugene V.
Rostow