Morgunblaðið - 03.05.2003, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.05.2003, Qupperneq 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 25 BÆJARFULLTRÚAR L-listans, Lista fólksins í bæjarstjórn Akureyr- ar, hafa sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að L-listinn er þver- pólitískt afl á Akureyri sem hefur að markmiði að bjóða fram og eiga full- trúa í bæjarstjórn Akureyrar. „Það hefur verið stefna L-listans frá upp- hafi að einbeita sér að bæjarmálum á Akureyri, en ekki að landspólitíkinni. Félagar L-listans koma úr mörgum ólíkum þjóðfélagshópum og hafa þeir mismunandi skoðanir á landsmálum og því misjafnt hvaða stjórnmála- flokka þeir styðja í alþingiskosning- um,“ segir í tilkynningu bæjarfulltrúa L-listans. Áréttað er að L-listinn taki ekki af- stöðu með einum flokki fremur en öðrum í alþingiskosningum um næstu helgi, en meðlimum frjálst að styðja þann flokk sem þeir kjósa til Alþingis. „Þetta er grundvallarstefna L-listans, sem ekkert fær breytt.“ L-listinn, listi fólksins Ekki tekin afstaða með einum flokki fremur en öðrum Stangveiðifélag Akureyrar verður stofnað í dag, laugardaginn 3. maí, kl. 15 á Hótel KEA. Um 120 manns hafa skráð sig sem tilvonandi félagsmenn en hægt er að ská sig sem stofnfélaga á slóðinni www.netkerfi.is/svfa. Undirbúningshópur að stofnun fé- lagsins býður þeim sem áhuga hafa á að liðka fluguköstin við Leirutjörn í dag frá kl. 11 til 15 ef veður leyfir. Í DAG Vortónleikar Karlakórs Akureyr- ar-Geysis verða haldnir í Ket- ilhúsinu í dag, laugardag, kl. 16. Anna Sigríður Hróðmarsdóttir leirkerasmiður og myndlist- armaður býður fólki að koma í heimsókn í Gestavinnustofu Gil- félagsins í Kaupvangsstræti á morgun, sunnudag, frá kl. 14 til 16. Sýningu tólf félaga í Samlaginu – listhúsi á Bláu könnunni lýkur á sunnudag, 4. maí. Á sýningunni eru málverk, textíll, grafík, tré, leir og ljósmynd. Nýtt Nýtt Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Opið í dag frá kl. 10-16  Stakir jakkar  Kápur  Hörfatnaður  Bolir Sérhæð og bílskúr á Syðri-Brekku, Akureyri Til sölu um 150 fm sérhæð auk bílskúrs. Fasteignamat 11,2 millj., brunabótamat 18,3 millj. Upplýsingar fyrir ákveðna kaupendur í síma 895 5600. FRAMSÓKNARFLOKKURINN Spilakvöld í kosningamiðstöðinni Suðurlandsbraut 34 Framsóknarvist Laugardagskvöldið 3. maí kl. 16:30-18:30 Bingó Sunnudaginn 4. maí kl. 20:00 Bingóstjóri: Halldór Ásgrímsson Kaffihlaðborð bæði kvöldin Fyrsta spjaldið frítt. Næstu spjöld 100 kr. hvert. Fjöldi glæsilegra vinninga! FÉLAG hjartasjúklinga í Eyja- firði hefur afhent rannsókn- ardeild í lífeðlisfræði á FSA hjartaómskoðunartæki ásamt stjórnstöð. Búnaðurinn kostaði tæpar 20 milljónir króna og er gefinn til minningar um látna fé- laga. Hjartaómskoðunartækið leysir af hólmi 10 ára gamalt tæki, sem Félag hjartasjúklinga kom einnig að kaupum á, en fé- lagið hefur stutt dyggilega við FSA í gegnum tíðina. Nýja tækið er stafrænt og myndgæðin í því eru mun meiri en í því gamla, auk þess sem mun auðveldara er að vinna með myndirnar í nýja tækinu. Tækið býður einnig upp á möguleika í fjarlækningum, þannig að hægt sé að skoða sjúk- ling og vera á sama tíma í tengslum við sérfræðing t.d. er- lendis. Jón Þór Sverrisson, for- stöðulæknir lyflækningadeildar, og Gunnar Gunnarsson hjarta- læknir veittu tækinu viðtöku og voru þeir sammála um að hér væri um algjöra byltingu að ræða. Jón Þór sagði að tækið væri notað til að skoða nýfædd börn en þó aðallega hjartasjúkl- inga. Alls eru hjartaskoðanir á FSA 700–800 á ári. Gísli Eyland, formaður Félags hjartasjúklinga í Eyjafirði, af- henti tækið og sagði félagsmenn stolta af því að hafa komið tæk- inu á leiðarenda. Hann sagði að söfnunin hefði gengið mjög vel en staðið í á annað ár. Fjölmörg fyr- irtæki hefðu komið að málum en Gísli nefndi sérstaklega að Odd- fellowstúkurnar á Akureyri hefðu stutt vel við bakið á félaginu og einnig kvenfélög á Norðurlandi. Þá hefði afrakstur af jólakorta- og merkjasölu einnig farið í gjafasjóð félagsins. Morgunblaðið/Kristján Jón Þór Sverrisson forstöðulæknir tekur við gjafabréfi úr hendi Gísla Eylands, formanns Félags hjartasjúklinga í Eyjafirði. Á milli þeirra stendur Gunnar Gunnarsson hjartalæknir. Færir FSA hjartaóm- skoðunar- tæki að gjöf Félag hjartasjúklinga í Eyjafirði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.