Morgunblaðið - 03.05.2003, Qupperneq 26
SUÐURNES
26 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„JÁ, þetta er draumastarfið. Ég hef
verið við kennslu nánast allan minn
starfsaldur og hef gaman af að
vinna með börnum og
unglingum og fólki yf-
irleitt,“ segir Jónína
Guðmundsdóttir sem
bæjarráð Reykjanes-
bæjar hefur samþykkt
að ráða í stöðu skóla-
stjóra Holtaskóla í
Keflavík.
Jónína hefur verið
aðstoðarskólastjóri í
Holtaskóla í sjö ár og
hefur gegnt starfi
skólastjóra frá ára-
mótum í veikindaleyfi
Sigurðar E. Þorkels-
sonar. Staðan var aug-
lýst nýlega eftir að
Sigurður óskaði eftir
að ljúka störfum við skólann. Auk
Jónínu sóttu um starfið Ásta Katrín
Helgadóttir á Selfossi og Stella Á.
Kristjánsdóttir á Skagaströnd.
Jónína er 52 ára gömul og segist
hafa kennt í tæpa þrjá áratugi, all-
an þann tíma í Holtaskóla. Hún seg-
ist hafa lent í kennslu fyrir tilviljun.
„Mér var boðið starf hérna þegar
ég var nýflutt í bæinn og ætlaði
ekkert í kennslu. Ég sá að þetta átti
vel við mig og ákvað að fara í kenn-
aranám,“ segir hún.
Hef gaman af að
vinna með fólki
Keflavík Jónína segir að spennandi sé að
takast á við þetta starf. „Mig lang-
aði að taka við stjórnun og vinna
áfram að uppgangi skólans,“ segir
Jónína um umsókn sína.
Holtaskóli var
lengst af unglingaskóli
fyrir Keflavík en fjög-
ur ár eru síðan skóla-
kerfinu í Reykjanesbæ
var breytt á þann veg
að þar starfa nú fjórir
grunnskólar sem allir
eru með 1. til 10. bekk.
„Þetta var mikil breyt-
ing sem að flestu leyti
hefur verið til góðs.
En það var einnig
mjög skemmtilegt að
vinna við skólann eins
og hann var áður og
ég hefði ekki viljað
missa af því,“ segir
Jónína. Hún segist líta
á Holtaskóla sem nýjan skóla sem
enn sé í mótun. Verið sé að skapa
þar skólahefð. Hún segist vilja
halda áfram á þeirri braut sem
mörkuð hefur verið og gera skól-
ann enn betri.
„Það er mjög áhugavert að vinna
að skólamálum í Reykjanesbæ. Mik-
ill metnaður er hjá bæjaryf-
irvöldum, foreldrum og skólafólki
að bæta skólastarf og ná betri ár-
angri. Gaman er að taka þátt í
þessu,“ segir Jónína.
Jónína Guðmundsdóttir
Stórkostlegur fengur fyrir þá sem þekkja til slíkrar gæðavöru
EINSTÖK PERSNESK TEPPI
og önnur fyrirtaks austurlensk teppi af hæsta alþjóðlega
gæðastaðli ásamt persneskum og austurlenskum skrautteppum í
ýmsum stærðum
UPPBOÐ
á persneskum teppum í hæsta gæðaflokki.
Að þessu sinni bjóðum við úrval handofinna austurlenskra
teppa í hæsta gæðaflokki:
Gullfallegt skrautofið persneskt silkinain 295 x 197 cm
Fínofið isfahan úr silki að hluta 173 x 112 cm
Fínofið satínsrinagar 430 x 304 cm
Sígilt persneskt kashan teppi 400 x 292 cm
Persneskt ghom úr hreinu silki 196 x 135 cm
Skrautofið persneskt heriz teppi 370 x 290 cm
Persneskt sarouk af hæsta gæðaflokki 203 x 130 cm
Persneskur zandjan dregill 297 x 100 cm
Agra satínteppi 313 x 241 cm
Persneskt senneh teppi 313 x 197 cm
Auk þess bjóðum við margar aðrar persneskar og
austurlenskar hágæða gólfmottur, dregla og teppi
sem verða boðin upp og seld á uppboðinu.
Við ábyrgjumst að hvert teppi sé ósvikið, handunnið og ekki hvíli á því
neinar útistandandi skuldir eða gjöld.
SUNNUDAGUR 4. MAÍ
UPPBOÐ KL. 19:00,
HÆGT ER AÐ SKOÐA VÖRUNA FRÁ KL. 17:00
í Sunnusal á
RADISSON SAS Hótel Sögu
Greiðslumáti: Reiðufé, ávísanir með bankaábyrgð, öll helstu greiðslukort
FREKARI UPPLÝSINGAR FÁST VIÐ SKOÐUN OG Á UPPBOÐINU
sem haldið er í samvinnu við Bickenstaff and Knowles, alþjóðlegra uppboðshaldara í Lundúnum.
Uppboð þetta er haldið samkvæmt tilskipun alþjóðlegs stórbanka til að nýta haldsrétt vegna
umtalsverðra vanskila og gjaldþrots leiðandi heildsala á persneskum teppum.
BÖRNIN í leikskólanum Suðurvöll-
um í Vogum sýndu foreldrum sín-
um húsakynni leikskólans og verk
sín á Suðurvalladeginum sem var í
gær. Þá komu trúðar í heimsókn
og börnin skemmtu sér í hoppi-
kastala.
Síðasta vor var opið hús hjá leik-
skólanum og segir Ragnhildur Sig-
mundsdóttir leikskólastjóri að svo
vel hafi til tekist að ákveðið hafi
verið að halda Suðurvalladag
framvegis fyrsta föstudag í maí ár
hvert. Dagurinn í gær var ekki
síðri, að sögn Ragnhildar. Hún
sagði ánægjulegt hversu margir
foreldrar komu með börnum sínum
í skólann.
Foreldrafélag leikskólans notaði
skemmtisjóð sinn til að fá kastala
fyrir börnin að leika sér í og trúða
til að skemmta börnunum. Þá var
grillað í hádeginu og boðið upp á
kaffihlaðborð áður en samkomunni
var slitið.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Biðröð myndaðist við hoppikastalann en trúðarnir gengu um og léttu börnunum biðina erfiðu.
Foreldrar og trúður í leikskólanum
Vogar
GUÐBJÖRG Jóhannsdóttir við-
skiptafræðingur hefur verið ráðin í
nýja stöðu atvinnuráðgjafa á Suður-
nesjum. Stjórn
Sambands sveit-
arfélaga á Suður-
nesjum ræður í
starfið með fjár-
hagslegum stuðn-
ingi Byggðastofn-
unar.
Samband sveit-
arfélaga gerði
fyrr á árinu samn-
ing við Byggða-
stofnun um verkefni á sviði atvinnu-
og byggðaþróunarmála á Suðurnesj-
um. Kom sá samningur í stað samn-
ings Byggðastofnunar við Markaðs-
og atvinnumálaskrifstofu Reykjanes-
bæjar sem lögð var niður fyrr í vetur.
Í samningnum felst að SSS ræður
atvinnuráðgjafa til að sinna verkefn-
um á þessu sviði. Staðan var auglýst
og sótti 31 um og segir Guðjón Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri SSS,
að í þeim hópi hafi verið margir mjög
hæfir einstaklingar.
Stjórn SSS ákvað að ráða Guð-
björgu Jóhannsdóttur. Hún er 38 ára
og lauk meistaraprófi í viðskipta-
fræði frá Háskóla Íslands á síðasta
ári. Hún starfar við rekstrarráðgjf á
sviði markaðs- og sölumála, fjármála
og rekstrar.
Ráðin í nýja
stöðu atvinnu-
ráðgjafa
Reykjanes
Guðbjörg
Jóhannsdóttir
BJÖRN B. Kristinsson, verkamaður
í Sandgerði, var heiðraður við há-
tíðahöldin 1. maí í Sandgerði.
Björn er rúmlega sjötugur, fædd-
ur á Siglufirði 1931. Hann hefur
stundað sjómennsku, lengst af á tog-
urum og vertíðarbátum. Kona hans
er Elsa Ingibjörg Þorvaldsdóttir og
eiga þau þrjú uppkomin börn.
Baldur Matthíasson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags Sand-
gerðis, afhenti Birni fána félagsins
og blómvönd af þessu tilefni við há-
tíðahöldin á baráttudegi verkalýðs-
ins. Þau fóru fram í Samkomuhúsinu
og voru fjölsótt.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Baldur og Björn á verkalýðsdaginn.
Aldraður
verkamaður
heiðraður
Sandgerði
INNAN við fjórðungur þeirra
nemenda grunnskóla á Suður-
nesjum sem hjóla í skólann
virðast nota reiðhjólahjálma.
Kom það fram í athugun sem
lögreglan í Keflavík gerði við
þrjá skóla í vikunni.
Lögreglumenn könnuðu
hjálmanotkun við Sandgerðis-
skóla, Holtaskóla í Keflavík og
Njarðvíkurskóla á mánudag og
þriðjudag í þessari viku.
Fæstir í Holtaskóla
Tíu börn komu á reiðhjólum í
Sandgerðisskóla og voru aðeins
þrjú með hjálm.
21 barn kom á reiðhjóli í
Holtaskóla og voru aðeins fjög-
ur þeirra með hjálm. Er það
innan við fimmtungur barn-
anna.
Sex mættu á reiðhjóli í
Njarðvíkurskóla, kennari og
fimm nemendur. Kennarinn
var með hjálm ásamt einum
nemanda.
Lögreglan segir að ekki sé
nógu gott að aðeins um fjórð-
ungur nemenda sem koma á
reiðhjólum sé með hjálm til að
hlífa höfðinu.
Minna en
fjórðungur
með reið-
hjólahjálm
Suðurnes