Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 30
HEILSA
30 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Spurning: Ég var að greinast með
Parkinsons-sjúkdóminn, hann er
ekki orðinn slæmur, en mig langar
að gera mér grein fyrir því hvað er í
vændum. Hvernig er best að lifa
með Parkinsons-sjúkdómnum og
hvernig virkar hann? Þarf að huga
sérstaklega að mataræði og eru
aðrir hlutir, sem hafa ber í huga
eins og til dæmis hreyfing og lík-
amsrækt?
Svar: Parkinsons-sjúkdómur, eða
Parkinsons-veiki, er kenndur við
enska lækninn James Parkinson
sem var fyrstur til að lýsa honum
árið 1817. Parkinsons-veiki er hægt
versnandi hrörnunarsjúkdómur í
miðtaugakerfi sem einkennist af
hægum og minnkuðum hreyfing-
um, stirðleika í vöðvum, skjálfta í
hvíld og óstöðugleika við stöðu og
gang, en ýmis önnur sjúkdóms-
einkenni geta komið fram. Í flest-
um tilfellum eru fyrstu einkennin
hvíldarskjálfti í annarri hendi.
Smám saman minnkar hreyfigeta í
andliti sem verður sviplaust og
einnig dregur úr raddstyrk og
munnvatnsframleiðslu. Einkennin
byrja oftast á annarri hlið líkamans
en koma á hina hliðina eftir nokkur
ár. Parkinsons-veiki er einn af al-
gengustu hrörnunarsjúkdómunum
og hrjáir um 1-2% af fólki sem er
orðið meira en 65 ára. Að meðaltali
byrjar sjúkdómurinn um 60 ára
aldur en getur í raun byrjað hve-
nær sem er þó að Parkinsons-veiki
hjá börnum og ungu fólki sé sem
betur fer sjaldgæf.
Lítið er vitað um orsakir þessa
sjúkdóms annað en að í langflestum
tilvikum er um að ræða sambland
erfða og umhverfisþátta eins og
gildir um flesta aðra sjúkdóma.
Sum geðlyf geta haft aukaverkanir
sem líkjast einkennum Parkinsons-
veiki en þær hverfa ef skammtar
eru minnkaðir. Vissar eitranir og
slys á höfði geta einnig valdið Park-
insons-veiki. Einkenni sjúkdóms-
ins, framvinda hans og árangur
meðferðar er mjög einstaklings-
bundinn og því er stundum haldið
fram að um fleiri en einn sjúkdóm
sé að ræða.
Talsvert er vitað um hvað gerist í
heilanum í Parkinsons-veiki. Í heila
og úttaugakerfi er mikill fjöldi
taugaboðefna sem flytja boð frá
einni frumu til annarrar. Eitt þess-
ara boðefna heitir dópamín og er
mikilvægt í heilanum en gegnir líka
nokkru hlutverki í úttaugakerfinu.
Í Parkinsons-veiki minnkar mynd-
un dópamíns á vissum stöðum í
heilanum, einkum í djúpkjörnum
(basal ganglia) og sortukjarna
(substantia nigra), þetta dregur úr
starfsemi viðkomandi tauga og að
lokum fara taugafrumurnar að
deyja. Meðferð miðar að því að
bæta upp skortinn á dópamíni og
draga úr frumudauða.
Meðferð við Parkinsons-veiki
miðar að því að draga úr sjúkdóms-
einkennum. Meðferðin er margs
konar, fer eftir ýmsu og má þar
nefna aldur sjúklings, hvaða ein-
kenni eru til staðar og hversu alvar-
leg þau eru og hve mikið sjúkdóm-
urinn háir sjúklingnum. Stundum
er talið heppilegast að bíða með alla
meðferð og sjá hvernig sjúkdóm-
urinn þróast. Heilbrigt líferni
skiptir máli fyrir þróun sjúkdóms-
ins, mikilvægt er að borða hollan
og fjölbreyttan mat og hæfileg
hreyfing er mjög mikilvæg og má
þar nefna göngur og sund. Allir
lenda í því að þurfa á lyfjum að
halda og oft verka lyfin mjög vel
meðan einkenni eru væg. Um er að
ræða margskonar lyf sem verka á
mismunandi hátt og stundum þarf
að prófa sig áfram með lyfin vegna
þess að árangur og aukaverkanir
eru einstaklingsbundin. Oft þarf að
gefa fleiri en eitt lyf saman.
Skurðaðgerðir hafa verið stund-
aðar lengi og eru af nokkrum mis-
munandi gerðum. Hægt er að setja
rafskaut á vissa staði í heilanum og
þau eru notuð til að erta viðkom-
andi svæði. Einnig er hægt að rjúfa
vissar taugabrautir. Þessar að-
gerðir eru ekki alveg hættulausar
en þegar vel tekst til geta þær
dregið verulega úr sjúkdóms-
einkennum. Skurðaðgerðir henta
bara sumum og eru þeir valdir eftir
ákveðnum reglum.
Allir sem eru með sjúkdóminn
ættu að kynna sér Parkinsonsam-
tökin (www.parkinson.is) sem veita
upplýsingar og þjónustu og gefa út
fréttabréf. Sérstök endurhæfing
fyrir fólk með Parkinsons-veiki
hefur verið starfrækt á Reykja-
lundi í nokkur ár.
Hvað er Parkinsons-veiki?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Fyrstu einkennin
hvíldarskjálfti í
annarri hendi
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á hjarta.
Tekið er á móti spurningum á virkum dög-
um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100
og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok.
Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent
fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net-
fang Magnúsar Jóhannssonar:
elmag@hotmail.com.
REIÐHJÓLAHJÁLMAR hafa verið notaðir hér á
landi í mörg ár og hafa fyrir löngu sannað gildi sitt.
Allar rannsóknir sýna fram á að þeir verja höfuð vel,
jafnvel í alvarlegum umferðarslysum.
Opinberir aðilar og félagasamtök beittu sér fyrir
lagasetningu um notkun hjálma við hjólreiðar fyrir
nokkrum árum. Skömmu síðar tóku gildi lög sem
kveða á um að öll börn undir 15 ára aldri skuli nota
hjálma. Hjálmurinn er reyndar svo sjálfsagður örygg-
isbúnaður að allir ættu að nota hann, börn og full-
orðnir.
Nú eru börnin okkar komin út í vorið á hjólunum
sínum en því miður er áberandi hversu fá börn nota
hjálma þrátt fyrir þrotlausan áróður. Í seinni tíð er
líka algeng sjón að sjá börn þjóta um á línuskautum, hlaupahjólum og
hjólabrettum. Á þessum farartækjum er ekki síður nauðsynlegt að nota
hjálma. Að auki er mikilvægt að þau noti olnbogahlífar, hnéhlífar og úln-
liðshlífar við þessa leiki. Margir gera sér ekki grein fyrir því að flest börn
sem slasast á þessum farartækjum detta illa og sum þeirra hljóta alvar-
lega áverka. Það eru ekki bara börn sem verða fyrir bíl sem slasast alvar-
lega. Börnin mega því ekkert frekar vera hjálmlaus þótt þau séu fjarri
umferðargötum.
Ábyrgð foreldra
Þótt börn noti hjálm er samt sem áður ekki óhætt fyrir þau að hjóla úti í
umferðinni fyrr en þau hafa náð 12 ára aldri. Einnig er mikilvægt að for-
eldrar hafi kennt börnunum umferðarreglurnar og gæti þess að þau fari
alltaf eftir þeim. Mörg alvarleg slys verða líka vegna þess að hjól eru biluð
og þeim er illa við haldið. Nauðsynlegt er að fara yfir allan búnað reglu-
lega.
Til að reiðhjólahjálmur verji höfuðið þarf hann að vera rétt stillur. Hann
þarf að verja enni og hnakka og sitja þétt að höfðinu. Ekki má nota húfu
undir hjálmi, því ef barn dettir af hjóli getur hjálmurinn færst til þegar
það lendir í götunni og veitir hann þá síðri eða enga vörn. Best er að nota
þunna lambhúshettu eða eyrnaskjól sem fest eru á bönd hjálmsins.
Það er margt annað sem huga þarf að varðandi reiðhjólahjálma og ör-
yggisbúnað. Á heimasíðu Árvekni, (www.arvekni.is) er að finna upplýs-
ingar um þetta efni og slysavarnir barna almennt.
Landlæknisembættið og Árvekni hvetja alla foreldra til að beita sér fyr-
ir því að börn noti alltaf hjálm þegar þau hjóla.
Herdís L. Storgaard,
framkvæmdastjóri Árvekni.
Frá Landlæknisembættinu.
Heilsan í brennidepli
Verður höfuðið
á barninu þínu
öruggt í sumar?
Illa stilltur
hjálmur er
gagnslaus
OFNEYSLA á vítamínum er vaxandi
vandamál í Bandaríkjunum, að mati
margra margra lækna og næringar-
fræðinga þar í landi.
Talið er að um 70% þjóðarinnar
taki vítamín aðallega í töfluformi, í
von um betra heilbrigði.
Komið hefur í ljós að vinsæl fjöl-
vítamín, innihalda í sumum tilfellum
of stóra skammta af tilteknum
vítamínum, aðallega A vítamíni en
einnig E-vítamín og járn sem getur
haft óæskilegar afleiðingar í för með
sér, m.a aukið líkur á sjúkdómum, að
því er segir í nýlegri grein á new-
yorktimes.com.
Því spyrja menn hvort nauðsynlegt
sé fyrir fólk sem neytir fjölbreyttar
og hollrar fæðu að taka fjölvítamín og
hvort fjölvítamín geti komið þeim að
gagni sem ekki neyta hollrar fæðu?
„Mikil breyting hefur orðið á lífs-
háttum fólks á skömmum tíma. Áður
var reynt að sjá til þess að lágmarks-
þarfir væru uppfylltar en nú er
vandamálið ofneysla. Offita er vax-
andi vandamál en einnig of stórir
skammtar af vítamínpillum og stein-
efnum,“ segir dr. Benjamin Caball-
ero, forstjóri næringarmiðstöðar
Johns Hopkins-háskóla í New York.
Hann er þeirra skoðunar að auka-
skammtar af vítamíni geti ekki bætt
fyrir slæmar matarvenjur og að
fjölvítamíntöflur geti ekki komið ekki
í veg fyrir sjúkdóma. „Ekki er hægt
að koma í veg fyrir veikindi eða sjúk-
dóma með því að taka fjölvítamín,“
fullyrðir dr. Caballero.
Ofneysla á A-vítamíni er talin sér-
lega viðsjárverð. Aðstæður geta verið
þannig að neytendinn fær mun meira
en hann þarfnast, allt að fimm sinnum
meira, t.d. úr fjölvítamíni en einnig
vítamínbættu morgunkorni, heilsu-
drykkjum, orkubitum og mjólk. Lítið
þarf til þess að hættuástand skapist.
Lítið hefur verið litið á samband
A-vítamíns og beinheilsu en nýjar,
viðamiklar rannsóknir hafa leitt í ljós
að of stórir skammtar af A-vítamíni
geta aukið líkur á beingisnun.
Ef A-vítamínforðinn í líkamanum
er eðlilegur en auk þess er tekin al-
geng fjölvítamínblanda, er auðvelt að
ná því stigi að vítamínið hlaðist upp í
líkamanum sem getur aukið líkur á
beingisnun, að sögn dr. Capallero.
Mest keyptu vítamíntöflur í Banda-
ríkjunum innihalda C- og E-vítamín,
segir Robert M. Russell, forstjóri
næringarfræðistofnunar við Tuft-há-
skólann í Medford í Massachusetts.
„Staðreyndin er aftur á móti sú að
þetta eru þau vítamín sem við þurfum
hvað minnst á að halda.“
Vísindamenn héldu því fram að
neysla þessara vítamína myndi koma
í veg fyrir krabbamein og hjartasjúk-
dóma en en dr. Russel segir að nýjar
viðamiklar rannsóknir hafa sannað að
ekki séu nein tengsl þar í milli.
„E-vítamíntöflur geta þvert á móti
aukið hættu á hjartaáfalli og ofneysla
á járni getur aukið líkur á hjartasjúk-
dómum, auk þess sem
rannsóknir hafa sýnt að C-vítam-
íntöflur hafa engin áhrif til bætts heil-
brigðis.“
Ofgnótt af C-vítamíni fer úr líkam-
anum með þvagi en aðrar tegundir
safnast fyrir í fitunni sem getur
reynst hættulegt. A-vítamínið safnast
saman í lifrinni og þess vegna þarf að
gæta þess sértaklega að taka ekki of
mikið af því.
Aldraðir þurfa B12-vítamín
Lögð er áhersla á að aukaskammt-
ar af vítamínum eru sumum hópum
nauðsynlegir, t.d. er talið að aldraðir
þurfi að taka sérskammta af B12-
vítamíni þar sem líkaminn hættir að
geta unnið vítamínið úr fæðunni þeg-
ar efri árum er náð.
Þeir sem eru mikið innandyra og
njóta því lítils sólarljóss gætu þurft á
aukaskammti af D-vítamíni að halda.
og talið er sannað að barnshafandi
konur þurfi að taka inn fólínsýru til
þess að minnka líkur á að barn fæðist
með klofinn hrygg. Sumir mæla með
því að allar konur á barneignaraldri
taki fólínsýru þar sem hennar er fyrst
og fremst þörf á fyrstu stigum með-
göngu. Fólínsýru er m.a. að finna í
grænmeti og ávöxtum.
Dr. Caballero segir fólk blekkja
sjálft sig með því að neyta fjöl-
vítamíns til þess að bæta fyrir lélegt
fæðuval.
„Ekkert kemur í staðinn fyrir heil-
brigðar og góðar matarvenjur. Vitað
er að þeir sem borða fimm skammta
eða fleiri af ávöxtum og grænmeti á
dag, minnka líkur á sjúkdómum. Við
vitum ekki nákvæmlega hvað það er
sem gerir það að verkum. Reynt hef-
ur verið að framleiða fæðubótarefni
með beta karotíni og E-vítamínum
svo dæmi séu tekin en þau virkuðu
ekki. Fólk hefur þannig verið í leit að
töfralausnum en þær eru ekki til.“
Of mikil neysla vítamína, sér í lagi
A-vítamíns, getur verið óholl.
Ofneysla á vítamínum
getur verið varhugaverð
Smákúlan er framleidd af
breska fyrirtækinu Telsol sem á
rætur að rekja til háskólans í
Leeds á Bretlandi.
ÖRLÍTIL glerkúla
sem leysist upp afar
hægt og inniheldur
lífsnauðsynleg snef-
ilefni hefur umbylt
stjórnun á búpeningi
og er á góðri leið með
að umbylta tannlækn-
ingum í mönnum, að
því er segir í frétt
breska utanríkisráðu-
neytisins á vefnum
fco.gov.uk.
Smákúlunni er kom-
ið fyrir í maganum á
dýrunum, leysist þar
upp á ákveðnu tíma-
bili og veitir þannig
nauðsynlegan skammt
af snefilefnum sem
annars gæti hugs-
anlega skort í fæðu
dýranna.
Í mönnum hafa ver-
ið gerðar tilraunir
með tveggja milli-
metra smákúlu sem er
komið fyrir í aftari
jöxlum. Tannlæknir
kemur henni fyrir á
tveggja ára fresti en
úr kúlunni rennur flú-
or, hæfilegt magn sem
ætlað er að draga úr
tannskemmdum. Sam-
kvæmt tilraunum sem
þegar hafa verið gerð-
ar, hefur tannskemmd-
um fækkað um allt að
75%. Einnig hefur þessi örsmáa
flúorkúla þá eiginleika að
minnka viðkvæmni tanna fyrir
heitum og köldum efnum.
Smákúla fækkar
tannskemmdum
Glerkúlan hefur fækkað tannskemmdum um
75% samkvæmt tilraunum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg