Morgunblaðið - 03.05.2003, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.05.2003, Qupperneq 35
Þessi stefnubreyting þýðir hins vegar að það verður atvinnufrelsi í greininni og a.m.k. ein- hver möguleiki fyrir kvótalitlar sjávarbyggðir að fá þessar heimildir. Þær fá þá aftur að njóta nálægðar sinnar við fengsæl fiskimið.“ Forsætisráðherra hefur talað um að það séu forsendur til að auka þorskveiðar um 30 þús- und tonn á næsta fiskveiðiári. Ef Samfylkingin verður í ríkisstjórn mun flokkurinn beita sér fyrir því að leiga á þessum kvóta verði boðin út strax í haust? „Já, mér finnst það langeðlilegasta leiðin. Í þessari kosningabaráttu hafa menn verið að ausa fjármunum á báða bóga. Fyrst kemur for- sætisráðherra með 30 milljarða í skattalækk- anir, svo koma 6 milljarðar í flýtiframkvæmdir, svo koma 30 þúsund tonn í þorski og 21 þúsund tonn í ýsu. Það er verið að moka milljörðum á milljarða ofan til að freista þess að kaupa þjóð- ina til fylgilags við Sjálfstæðisflokkinn. Þessi 30 þúsund tonn sem Davíð talaði um eru verð- mæti upp á 4,5 milljarða ef þetta væri leigt inn- an ársins. Þetta ætla þeir að afhenda þeim sem eru með kvótann fyrir.“ Davíð bendir á að þetta fari til þeirra sem voru skertir áður. „Já, hann gengur út frá óbreyttum úthlut- unarreglum. Við erum hins vegar að tala um breytingu og aukningin gefur færi á að byrja hana mjúkt. Hann vill að þeir sem notið hafa forréttinda njóti þeirra áfram en við viljum vinda ofan af því kerfi.“ Ráðuneytum verði fækkað Það hefur ekki verið mikið fjallað um land- búnaðarmál í kosningabaráttunni. Telur þú nauðsynlegt að gera grundvallarbreytingar á landbúnaðarstefnunni? „Ég tel að það liggi fyrir að það verði að gera grundvallarbreytingar í landbúnaði. Við sjáum hvað er að gerast hjá Heimsviðskiptastofn- uninni. Það mun fela í sér að við þurfum að draga úr þessum framleiðslutengdu nið- urgreiðslum sem eru í greininni. Það er miklu betra að vera á undan og vera ekki að bregðast við ógn að utan heldur laga sig að þeirri til- hneigingu sem uppi er á þessu sviði. Ég tel að þróunin hljóti að vera í þá átt að greiða bænd- um beint sem eins konar vörslumönnum lands- ins og þá um leið þurfi þeir að sinna ákveðnum verkefnum á því sviði. Síðan geti þeir verið með sína framleiðslu en hún sé meira á mark- aðslegum forsendum en í dag.“ Í stefnuskrá Samfylkingarinnar er talað um að stofna atvinnuvegaráðuneyti? Hvaða breyt- ingar er þar verið að boða? „Við búum núna við mjög gamla ráðu- neytaskipan sem tekur mið af þessum gömlu grundvallaratvinnugreinum, þ.e. landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði. Í dag eru verslun og þjónusta með yfir helming af landsframleiðsl- unni og yfir 60% af störfum. Ferðaþjónusta er mjög vaxandi atvinnugrein, en hún heyrir núna undir samgönguráðuneytið. Er það endilega eðlilegt? Við viljum skoða hvort það sé hægt að hafa þessar helstu atvinnugreinar saman í einu ráðuneyti þannig að það sé horft á þær út frá jafnræðissjónarmiði, en ekki að sumar at- vinnugreinar eigi sérstök ráðuneyti sem þá gæta þeirra hagsmuna en að aðrar séu settar til hliðar. Það eru líka að koma upp nýjar at- vinnugreinar. Menningin er t.d. að verða mik- ilvæg atvinnugrein þótt ég sé ekki að tala um að hún eigi að vera inni í atvinnuvegaráðu- neyti.“ Þú hefur lagt áherslu á jafnréttismál í kosn- ingabaráttunni. Er þetta forgangsmál? „Já, það er löngu tímabært að það sé talað um jafnréttismálin í aðdraganda kosninga og flokkarnir séu skikkaðir til að gera grein fyrir því hvernig þeir ætli að vinna að þessum mál- um. Jafnréttismálin eru einhverra hluta vegna þess eðlis að það eru gjarnan stigin tvö skref áfram og síðan eitt skref aftur á bak. Ef ekki er sífellt verið að minna á jafnréttismálin gleym- ast þau. Þetta er málaflokkur sem stjórn- málamönnum finnst sjálfsagt að tala um og sinna þegar ekkert annað er við að vera. Þetta endurspeglast mjög vel í nýlegri grein Björns Bjarnasonar á vefnum þar sem hann er afar argur yfir því að þurfa yfirleitt að vera að ræða jafnréttismál. Hann veltir fyrir sér hvað það eigi eignlega að þýða að vera að setja þessi mál á dagskrá og hvers vegna sé ekki verið að ræða önnur mál. Ég spyr, eru þessi mál eitthvað síð- ur mikilvæg en önnur? Er þetta bara eitthvert afgangsmál? Þetta er mál sem á að ganga í gegnum alla aðra málaflokka. Það er til stefnu- mótun hjá ríkisstjórninni sem segir að það eigi að samþætta jafnréttismál allri stefnumótun hins opinbera. En til að það sé hægt þurfum við að tala um þessi mál. Þetta má ekki verða eitt- hvert skrautblóm sem menn setja í barminn þegar það hentar þeim, en síðan sé engin al- vara á bak við það.“ Menntun eykur landsframleiðslu Hvenær á kjörtímabilinu ætlar Samfylk- ingin að hrinda skattalækkunartillögum sínum í framkvæmd? „Við höfum lagt til að fyrsta skrefinu um að hækka persónuafslátt verði hrundið í fram- kvæmd 2004. Við viljum að þá verði skattleys- ismörkin hækkuð um 5.000 krónur á mánuði. Við gerum ráð fyrir að seinni hluti hækkunar persónuafsláttar og aðrar skattalækk- unartillögur komi til framkvæmda síðar á kjör- tímabilinu og þá eftir samráð við aðila vinnu- markaðarins. Við sjáum fyrir okkur að það geti orðið erfitt að koma saman kjarasamningum á næsta kjörtímabili. Við erum að fara inn í nýja uppsveiflu og hlutfall launa af s.k. þáttatekjum er núna um 70%. Áður þegar við höfum farið í uppsveiflur í íslensku efnahagslífi hefur þetta hlutfall verið um 60%. Það virðist því vera lítið svigrúm til launahækkana og aðilar vinnu- markaðarins munu þess vegna þurfa á stuðn- ingi ríkisins að halda til að ná kjarasamn- ingum. Ég tel að skattalækkunartillögurnar eigi að koma í tengslum við þetta og koma til framkvæmda í samstarfi og sátt við aðila vinnumarkaðarins.“ Samfylkingin gengur ekki eins langt í skattalækkunartillögum og Sjálfstæðisflokk- urinn. Er það vegna þess að flokkurinn telur að það þurfi að verja auknum fjármunum til vel- ferðarmála? „Já, við teljum að það þurfi að verja auknum fjármunum til velferðar- og menntamála. Við leggjum gríðarlega mikla áherslu á aukna fjár- festingu í menntun. Hún er að vísu þeirrar gerðar að hún skilar sér aftur í aukinni lands- framleiðslu. Þannig höfum við fengið útreikn- inga sem sýna að menntasókn Samfylking- arinnar muni leiða til 1% aukningar landsframleiðslu á átta árum sem er í námunda við þá aukningu sem Kárahnjúkavirkjun og ál- ver Alcoa hafa í för með sér. Kennslustofurnar eru orkuver framtíðarinnar. Hærra mennt- unarstig eykur framleiðni og tekjur í samfélag- inu og það skilar sér til baka til hins opinbera í auknum tekjum. En við leggjum áherslu á að það verði borð fyrir báru til að það sé hægt að bæta velferðarkerfið og fjárfesta í menntun.“ Hefur Samfylkingin sett verðmiða á þessi auknu útgjöld til velferðar- og menntamála? „Við viljum verja þremur milljörðum til að koma á því sem við köllum afkomutryggingu sem yrði samið um við samtök lífeyrisþega hvernig yrði fyrir komið. Þar erum við fyrst og fremst að hugsa um bótaþega og atvinnulausa. Síðan höfum við talað um þrjá milljarða til barnabóta þegar það er komið til framkvæmda og síðan viljum við setja að jafnaði þrjá millj- arða á ári til viðbótar í menntakerfið.“ Þú nefndir menntamálin. Sérðu fyrir þér að einkaframtak eigi að hafa eitthvert hlutverk í menntakerfinu í framtíðinni? „Já, ég sé fyrir mér að einkaframtakið hafi þar hlutverk. Ég sé fyrir mér að atvinnulífið geti komið að uppbyggingu bæði á framhalds- skólastigi og háskólastigi. Ég held að það sé sérstaklega mikilvægt þegar við komum að verkmenntun og tæknimenntun. Ég tel líka mikilvægt að það sé samkeppni á háskólastigi. Sú samkeppni sem þegar er á háskólastigi hef- ur leitt til þess að fleira fólk fer í háskólanám og það er mjög mikilvægt. Þessi samkeppni gerir það hins vegar að verkum að nauðsynlegt er að móta stefnu um nám á háskólastigi og fjármögnun háskólanna sem tryggir starfs- grundvöll þeirra allra og samkeppnisstöðu. Við hjá Samfylkingunni viljum setja okkur það markmið að 25% fleiri úr hverjum árgangi ljúki framhaldsskólanámi og háskólanámi en gera það í dag. Þetta er nauðsynlegt til að við stönd- um jafnfætis öðrum Norðurlandaþjóðum, en það gerum við ekki í dag.“ Að síðustu, sérð þú fyrir þér að þið Davíð Oddsson verðið saman í næstu ríkisstjórn? „Ég sagði þegar ég kom inn í landsmála- pólitíkina að ég væri ekki að koma inn í stjórn- málin til að framlengja veru Davíðs Oddssonar á stóli forsætisráðherra. En okkar persónur eiga ekki að skipta höfuðmáli í þessu sambandi. Það er hins vegar ljóst að ég hef mjög margt við hans stjórnunarstíl að athuga. Ég sætti mig ekki við hvernig forysta Sjálfstæðisflokksins beitir því mikla áhrifavaldi sem hún hefur og tel tímabært að breyta þeim vinnubrögðum í stjórnmálum sem hún hefur mótað. Í mínum huga er þetta pólitískt aðalatriði.“ Morgunblaðið/Sverrir egol@mbl.is ’ Forsætisráðherra hefurverið að fara um landið og væntanlega komist að því hvernig landsbyggðinni hefur farnast undir núver- andi ríkisstjórn. Hafi landsbyggðinni einhvern tímann verið greitt rot- högg þá hefur það gerst undir hans forystu. ‘ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.