Morgunblaðið - 03.05.2003, Síða 41

Morgunblaðið - 03.05.2003, Síða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 41 Í UMRÆÐUÞÆTTI oddvita stjórnmálaflokkana í ríkissjónvarp- inu létu þrír þeirra ótilkvaddir í ljós áhuga á að efla verkmenntun á komandi árum. Þetta er vonandi til marks um aukinn skilning á þýð- ingu þess fyrir þjóðarhag að verk- menntun hljóti sama sess hér og meðal samkeppnisþjóða okkar. Undanfarið hafa Samtök iðnaðar- ins og fagfélög innan þeirra vakið athygli á mikilvægi þess hluta náms á framhaldsskólastigi, sem snýr að verk- og iðnnámi. Það sé undirstaða þess að iðnfyrirtækjum, sem keppa á innlendum og erlendum mörk- uðum, takist að nýta sér öll þau miklu tækifæri sem þar er að finna. Einu gildir hversu margir sigrar vinnast í vísindum, rannsóknum og þróun ef þeir leiða ekki til arðvæn- legrar framleiðslu. Þá ræður úrslit- um að til séu fagmenn sem kunna að nýta sér nýjustu tækni og hafa jafnframt tök á sígildum hand- brögðum. Vonandi eru menn loks farnir að átta sig á þessum einföldu sann- indum; því fyrr sem stjórnmála- menn færa þann skilning til raun- hæfra aðgerða þeim mun betra. Aukinn vegur verkmennta er ein meginforsenda þess að tryggja megi þegnunum lífskjör eins og þau gerast best. Því er einsýnt að áð- urnefndur vilji stjórnmálaleiðtog- anna verði staðfestur í næsta stjórnarsáttmála og síðan fylgt eftir í verki á kjörtímabilinu. Guð láti gott á vita! Eftir Ingólf Sverrisson „Aukinn vegur verk- mennta er ein meg- inforsenda þess að tryggja megi þegnunum lífskjör eins og þau gerast best.“ Höfundur er deildarstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Alltaf á þriðjudögum ,,ALLIR leikir byrja jafnt og við skulum ekki ákveða fyrirfram að þessi leikur sé tapaður.“ Þessi orð landsliðsþjálfara Færeyinga í knatt- spyrnu skömmu fyrir leik í undan- keppni HM gegn Austurríki fyrir nokkrum árum komu upp í huga minn þegar ég hlustaði á þá Stefán Má Stefánsson prófessor og Óttar Pálsson héraðsdómslögmann kynna rannsókn sína á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins (ESB) á fundi í Háskóla Íslands nýlega. Ekki er ég að draga úr ágæti rannsókna þeirra en það er þó ljóst að lögfræðingarnir eru að nota lagalega niðurstöðu til að svara mjög pólitískri spurningu. Það gengur að mínu mati ekki upp. Stefán Már og Óttar nota niður- stöður aðildarviðræðna við Noreg og Möltu sem útgangspunkt í rann- sóknum sínum. Það er að mörgu leyti skiljanlegt enda rökrétt að nota þá mælistiku í lagalegum rannsókn- um. Gallinn er hins vegar sá að að- stæður í Noregi og Möltu eru að mörgu leyti aðrar en hér á landi og því erfitt að nota þær sem einhverja fyrirmynd í hugsanlegum viðræðum við Ísland. Sjávarútvegur skiptir til dæmis mjög litlu máli í efnahagslífi Möltu enda voru fiskveiðar alls ekki skilgreindar sem forgangsmál af yf- irvöldum á Möltu í samingaviðræð- um við ESB. Ein af meginkröfum Maltverja gekk hins vegar út á rétt yfirvalda til að takmarka frelsi útlendinga að kaupa fasteignir á eynni. Það er ljóst að þessi krafa Möltu gengur í berhögg við fjórfrelsið; frjálst flæði fjármagns, fólks, vöru og þjónustu, og lagalega á þetta því ekki að vera hægt. En hvað gerðist? Jú, Malta náði varanlegum undanþágum frá þessari lagareglu ESB. Ef Maltverj- ar hefðu ákveðið fyrirfram að þetta væri ekki hægt þá hefðu þeir að sjálfsögðu aldrei náð þessu í gegn. Það má færa rök fyrir því að að- stæður í Noregi séu líkari aðstæðum hérlendis en þó má segja að grund- vallarmunur sé á aðstæðum í þess- um tveimur löndum. Þrátt fyrir að sjávarútvegur skipti miklu máli í ýmsum sjávarbyggðum í Noregi þá skiptir hann frekar litlu máli í heild- arefnahagslífi frænda okkar. Það er því erfitt fyrir Norðmenn að halda því fram í viðræðum við Evrópusam- bandið að fiskveiðar og vinnsla varði grundvallarhagsmuni norsku þjóð- arinnar. Samningaviðræður eru til þess gerðar að samningsaðilar nái fram í þeim ásættanlegum markmiðum. Ef svo væri ekki gæti ESB sent þeim löndum sem sækja um aðild staðl- aðan aðildarpakka (Rómarsáttmál- ann og áorðnar breytingar) sem löndin þyrftu að samþykkja þegj- andi og hljóðalaust. Þannig gerast hins vegar kaupin á eyrinni ekki því hvert ríki setur fram kröfur sem það telur varða grundvallarhagsmuni síns ríkis og Evrópusambandið kem- ur með kröfur á móti. Svo mætast menn á miðri leið eins og gengur og gerist í frjálsum samingum. Ef Dan- ir hefðu á sínum tíma ákveðið að ekki væri hægt að semja um sér- reglur varðandi kaup útlendinga á sumarbústaðalandi í Danmörku, Austurríkismenn að ekki væri hægt að fá sérreglur varðandi landbúnað í fjallahéruðum Týról og Finnar að ekki væri hægt að styrkja bændur í norðurhéruðum landsins þá hefðu þessar varanlegu undanþágur frá lagabálki ESB aldrei orðið að veru- leika. Íslendingar geta einnig á sann- færandi hátt fært rök fyrir því að sjávarútvegur varði grundvallar- hagsmuni Íslands og því sé eðlilegt að við fáum sérsamninga varðandi fiskveiðar og vinnslu. Í þætti Páls Benediktssonar ,,Aldahvörf“ sem sýndur var í Sjónvarpinu fyrir rúm- um tveimur árum kom skýrt fram hjá Franz Fischler, sjávarútvegs- ráðherra ESB, og Elliot Morley, sjávarútvegsráðherra Breta, að þeir teldu stöðu Íslendinga vænlega í slíkum viðræðum. Pólitísku álitamáli verður því ekki svarað með lagalegri fortíðarskoðun heldur með vandaðri og greinargóðri kröfugerð af hendi Íslendinga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Að tapa leik fyrirfram Eftir Andrés Pétursson „Íslendingar geta einnig á sannfær- andi hátt fært rök fyrir því að sjávarútvegur varði grundvallarhags- muni Íslands og því sé eðlilegt að við fáum sér- samninga varðandi fisk- veiðar og vinnslu.“ Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. Á réttri leið Við höfum borið gæfu til að lifa lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar og þó ýmsar blikur hafi verið á lofti hefur okkur tekist að viðhalda stöðugleika um leið og kaupmáttur hefur aukist og atvinnulífið styrkst. Framtíð Suðurkjördæmis byggist á því að okkur takist að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast á næstu árum. Víðtækar samgöngubætur hafa tengt atvinnusvæðin tryggari böndum og styrkt þau í sókn til stærsta markaðssvæðis landsins. Um leið höfum við getað fjárfest í menntun framtíðarkynslóðar, byggt upp frábært heilbrigðiskerfi og veitt þeim aðstoð sem þurfa. Við erum á réttri leið, leiðin er greið og við höldum okkar striki. Árni Ragnar Árnason alþingismaður í Reykjanesbæ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.