Morgunblaðið - 03.05.2003, Page 45

Morgunblaðið - 03.05.2003, Page 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 45 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 10. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt, sendiráðum og mörgum ræðismönnum erlendis. Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, alla daga frá kl. 10-22. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýs- ingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosningar2003.is. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík – Símar 515 1735 og 515 1736 Bréfasími 515 1739 – Farsími 898 1720 Netfang: oskar@xd.is MARGIR Íslendingar muna enn eftir fleyinu fagra Gullfossi, sem sigldi með farþega á milli landa eftir miðja síðustu öld. Gullfoss var ekki bara skip. Hann bauð upp á allt það, sem þorri Íslendinga vildi gjarnan leyfa sér í mat, drykk, varningi og skemmt- unum, en þjóðin hafði samt harð- bannað sjálfri sér að njóta um ára- tugaskeið, nema menn hefðu tök á því að sleppa út fyrir landhelgina í skipi eða flugvél og koma sér áfram til annarra landa. Kjósendur völdu verri lífskjör Það var ekkert náttúrulögmál, sem stóð í vegi fyrir því að Íslend- ingar gætu almennt lifað eins og ná- grannaþjóðirnar. Það var ákvörðun meirihluta íslenskra kjósenda, sem kusu þá stjórnmálaflokka, sem höfn- uðu markaðsskipulaginu að miklu eða öllu leyti í nafni alþýðu eða bænda, svo að ekki sé minnst á meinlætamenn allra þingflokka. Í stríðslok 1945 voru Íslendingar ein auðugasta þjóð heims vegna sam- starfs við Breta og Bandaríkjamenn, en á meðan aðrar Evrópuþjóðir völdu sér leið atvinnu- og við- skiptafrelsis og hækkuðu laun í sam- ræmi við hagvöxt kusu Íslendingar að þrengja að frelsi manna með alls kyns höftum og miðstýringu og hækkuðu laun sín tíðum langt um- fram það, sem atvinnulífið gat borið. Verðbólga geisaði, sparnaður varð að ódygð, ríkisútgjöld fóru úr bönd- um og íslenska ríkið safnaði miklum og dýrum skuldum í útlöndum. Krónan hrapaði sífellt, þannig að ástæða þótti loks til að stýfa af henni tvö núll vegna þess að allar upp- hæðir voru að verða svo svimandi háar, en kaupmáttur krónu ósköp rýr eftir allar „kjarabæturnar“. Raunar hafði mönnum hugkvæmst að slá smámynt úr áli, sem flaut á vatni, eins og markið í austur-þýska alþýðulýðveldinu. Hagstjórn á Ís- landi minnti líka um sumt á sósíal- íska búskaparhætti austan járn- tjalds og í Þriðja heiminum, en allt átti þetta að vera hinum snauðu til blessunar, og ýmsir af helstu spak- vitringum landsins og síðar blóminn úr svokallaðri sextíu og átta-kynslóð lofaði alþýðu sælu á jörðu, ef hún steypti vestrænu hagskipulagi að fullu og segði landið úr öllum helstu alþjóðasamtökum lýðræðisríkja. Stundum rofaði hér vissulega til í efnahagsstjórn, en kjósendur sáu lengst af til þess að landið væri eft- irbátur nágrannaríkjanna í hagvexti og lífskjörum, enda átti samkeppni að vera „dýr og almennt til leið- inda“, eins og borgarfulltrúi einn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagði 1987. Á síðasta áratug skipti snögglega um, skikkan var komið á hagstjórn að vestrænum hætti. Áður en Ís- lendingar vissu af voru þeir stignir um borð í Gullfoss og komnir fram úr mörgum þjóðarskútum öðrum með fyrirheit um góðan skrið fram- undan, á meðan flestar þjóðir þurfa nú að sætta sig við stöðnun eða aft- urför í lífskjörum. En þótt allar vísitölur sýni svart á hvítu, að þjóðin hafi aldrei eftir stofnun lýðveldis bætt kjör sín jafn- hratt og undir skipstjórn Davíðs Oddssonar og aldrei búið jafnlengi við stöðugt verðlag og sterkt gengi krónu, virðist sem vísitala ánægju hafi ekki risið í líku hlutfalli. Árang- ur í efnahagslífi, sem áður sýndist næsta óhugsandi á Íslandi, er létt- vægur fundinn af stjórnarandstöðu, sem fullyrðir að ávinninginn megi að minnsta kosti alls ekki þakka þeim Davíð og Halldóri, heldur ein- hverjum mönnum úti í bæ ellegar samningi við Evrópusambandið (sem sjálft býr við hnignandi hag) eða sjálfstýringu, sem síðasta vinstri stjórn var svo hugulsöm að skilja eftir sig í stjórnarráðinu. Betri kostur? Til að taka við skipstjórn er teflt fram foringja, sem telur sig geta vandað um við forsætisráðherra í anda Konfúsíusar og ávítað hann fyrir ólýðræðislega stjórnarhætti, en vann að öllum líkindum borg- arstjórnarkosningar í upphafi með yfirboði í leikskólamálum, sem hún viðurkenndi í lok kjörtímabils að hefði verið óraunhæft; lofaði borg- arbúum að hækka ekki skatta, en lagði í staðinn á þá gjald kennt við holræsi; hét borgarbúum að útkljá flugvallarmálið í atkvæðagreiðslu eftir ákveðnum leikreglum en breytti þeim, þegar úrslitin gengu henni í óhag; sagðist ætla að fjár- festa um 200 milljónir króna í fjar- skiptafyrirtæki en gróf um þrjá milljarða – 3.000 milljónir króna – af almannafé í jörðu undir minnisvarð- anum Línu-Neti; sagði að bók um fá- tækt á Íslandi væri „biblían“ sín en lagði um fjóra milljarða – 4.000 milljónir króna – af almannafé í það að reisa höll yfir Orkuveituna; tók við stöndugasta bæjarfélagi lands- ins, Reykjavíkurborg, undir merkj- um hinnar hagsýnu húsmóður en hækkaði álögur, á meðan rík- isstjórnin lækkaði þær; jók sam- anlagðar skuldir borgar og borg- arfyrirtækja um 1.100% – tólffalt – á meðan ríkið greiddi niður skuldir; lofaði kjósendum og samstarfs- flokkum upp á æru og trú að sitja þriðja kjörtímabil sitt í borg- arstjórastóli – ókyrrðist fyrir próf- kjör í haust en lýsti því síðan hátíð- lega yfir að hún væri hætt við að hætta – stóðst þó ekki mátið heldur tók sæti á framboðslista að loknu lýðræðislegu prófkjöri, bauð kaup- sýslumanni af karlkyni, sem ekki hafði verið kjörinn í borgarstjórn, stól sinn fremur en konu, og skildi við Reykjavík sem eitt af skuldug- ustu bæjarfélögum landsins til að gefa þjóðinni allri kost á því að njóta foringjahæfileika sinna, væntanlega í þriggja flokka ríkisstjórn af því tagi, sem sló hér síðast suður- amerísk met í verðbólgu og ráðleysi. Að því búnu hélt foringinn til Borg- arness og ásakaði forsætisráðherra um einræðishneigð fyrir að efast um viðskiptasiðferði Jóns Ólafssonar og Kaupþings og gruna suma Baugs- menn um að telja samkeppni dýra og almennt til leiðinda. Ég veit ekki, hvað Konfúsíus hefði sagt um þetta, en ég hélt að það væri í anda lýðræðis að stjórn- málamenn stæðu við heit sín, og leyfi mér að efast um, að við siglum lengi á Gullfossi, ef kjósendur setja skipstjórann af svona rétt til að breyta til í brúnni. Á Gullfossi Eftir Þór Whitehead Höfundur er sagnfræðingur. HINN 10. maí gengur þjóðin til Al- þingiskosninga. Í þessum kosningum eru kostir óvenju skýrir. Stjórn- arflokkarnir hafa verið við völd óslitið í átta ár. Ójöfnuður hefur farið vaxandi í þjóðfélaginu í tíð nú- verandi ríkisstjórnar. Hinir ríku hafa orðið ríkari og hinir fá- tæku fátækari. Fjárfestar og kvóta- braskarar hafa ótæpilega skarað eld að eigin köku, eins og alþjóð þekkir. Ríkisbankarnir hafa verið seldir pen- ingamönnum. Miklir fjármunir hafa verið færðir frá almenningi til fárra útvalinna. Auður hefur safnast á fárra hendur, meðan þeim fjölgar sí- fellt og skipta orðið þúsundum, sem leita verða til mæðrastyrksnefndar og hjálparstofnana til að sjá sér og sínum farborða, jafnvel allan ársins hring. Samkvæmt könnun Hörpu Njáls búa 7–10% þjóðarinnar við fá- tæktarmörk. Þar er m.a. um að ræða öryrkja, einstæðar mæður og fólk á lægstu töxtum. Er það viðunandi í þjóðfélagi sem þykist búa við alls- nægtir? Staðreynd er, að skattbyrði hefur aukist á síðustu árum, hverju sem menn halda fram, og buddan mun vera ólygnasti vitnisburður um, að kaupmáttur ráðstöfunartekna hef- ur ekki vaxið, enda margt hækkað svo sem húsaleiga. Nú bregður svo við, er kosningar nálgast, að stjórn- arflokkarnir hyggjast útdeila millj- örðum í allar áttir, lækka skatta, hækka húsnæðislán og bæta kjör ör- yrkja. Skyndilega er hægt að gera allt fyrir alla, þegar menn fara að ótt- ast um fylgið. Ekki er það trúverðugt, eða hvað hafa þessir menn verið að gera sl. átta ár? Sjá menn fyrir sér, að eitthvað af þessum milljörðum eigi að nota til að uppræta fátækt á Íslandi? Eru menn búnir að gleyma ör- yrkjadóminum forðum, þegar allt ætlaði af göflum að ganga á stjórn- arheimilinu vegna þess dóms. Á hinum kanti stjórnmálanna er svo Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð, hin ungu stjórnmálasamtök. VG er félagshyggjuflokkur, sem vill setja jöfnuð lífskjara í forgrunn, fjölbreytni í atvinnulífi, umhverfisvernd og jafn- an rétt allra þjóðfélagsþegna til grunnþjónustu samfélagsins. Flokk- urinn leggur áherslu á fjölbreytni og nýsköpun í atvinnumálum, að styðja við alla vaxtarsprota, en einblína ekki á stóriðju og þungaiðnað að sovéskri fyrirmynd, líkt og núverandi stjórn- arflokkar gera. Fátt er mikilvægara lítilli þjóð eins og Íslendingum en varðveita ósnortin víðerni landsins, sjálfan höfuðstól þjóðarinnar, því ósnortin náttúra verður stöðugt verð- mætari og mun laða að sér vaxandi fjölda ferðafólks í heimi, þar sem mengun og eyðilegging náttúrunnar fer vaxandi. Einn allra flokka á Al- þingi hefur VG staðið heill og óskipt- ur gegn byggingu Kárahnjúkavirkj- unar og álvers á Reyðarfirði, sem valda mun miklum, óafturkræfum umhverfisspjöllum og aukningu koltvísýringsmengunar um tugi pró- sentna. Sú andstaða hefur fyrst og fremst grundvallast á umhverfissjón- armiðum. Komandi kynslóðir munu meta störf þeirra, sem standa vörð um náttúruna, þegar afleiðingar koma í ljós. Náttúra Íslands á sér for- mælendur fáa í núverandi ríkisstjórn. Það er alþjóð orðið ljóst. Þar ráða auðhyggjan og græðgin för. Í sjávarútvegsmálum leggur VG áherslu á að færa sjávarbyggðunum aftur réttinn til auðlindarinnar. Hvatt verði til notkunar vistvænni veið- arfæra. Komið verði í veg fyrir brott- kast afla. Mikil áhersla er lögð á gildi menntunar, menningar og lista og mótuð skýr stefna í þeim málum. Stefnt skal að samfelldu grunnnámi til 18 ára aldurs í heimabyggð. VG vill byggja landið allt, efla atvinnulíf og búsetu á landsbyggðinni. Ekki er of- mælt, að VG sé eini raunverulegi dreifbýlisflokkurinn á þingi í dag. Af framansögðu má ljóst vera, að kostir í komandi kosningum eru glöggir. Annars vegar stjórnarflokk- arnir, fulltrúar óbreytts ástands í tekjuskiptingu landsmanna og vel- ferðarmálum, þar sem auðhyggjan er sett ofar manngildinu. Hins vegar VG með skýrar áherslur á aukinn jöfnuð í þjóðlífinu, félagslegt réttlæti og um- hverfisvernd, þar sem samhjálp og virðing fyrir einstaklingnum er leið- arljós í stað kaldrifjaðrar markaðs- hyggju. Kjöroð VG er: Réttlæti – næst á dagskrá. Nú er kominn tími á, að réttlætið nái til allra þegna þjóð- félagsins, en ekki bara sumra. Í kosn- ingunum í vor gefst e.t.v. tækifæri til að gera þessi orð að veruleika. Það tækifæri þarf að nota. Velferð- arstjórn að vori er markmið VG. En til þess að slík stjórn megi verða að veruleika þarf Vinstrihreyfingin – grænt framboð að koma sterk út úr kosingunum. Án hennar verður ekki velferðarstjórn. Ég hvet alla, sem telja sig eiga málefnalega samleið með VG, hvar í flokki sem þeir hafa staðið, að veita flokknum braut- argengi. Sömuleiðis allt það umhverf- issinnaða fólk, sem tekið hefur þátt í baráttunni fyrir verndun hálendisins. Valið er auðvelt, gott fólk, ef við vilj- um vera sjálfum okkur samkvæm. Við getum treyst því, að VG lætur málefnin ráða fremur en vinsældir í skoðanakönnunum. Stöndum saman og gerum sigur Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs sem mest- an í kosningunum 10. maí. Alþingiskosn- ingar – skýrir kostir Eftir Ólaf Þ. Hallgrímsson Höfundur er sóknarprestur á Mælifelli í Skagafirði. ÞAU eru nú ekki uppbyggileg skilaboðin sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Samfylkingin senda til kvenna á Íslandi þessa dagana. Í skrifum á vef flokksins er látið að því liggja að enginn annar en Ingibjörg hafi unnið nokk- uð að jafnréttismálum og með auglýsingum sem fylla heilar opnur í dag- blöðum eru send þau skilaboð að Ingibjörg sé eina von ís- lenskra kvenna og að enginn árangur hafi enn orðið í jafnréttismálum hér á landi. Þessi skilaboð sendir Samfylkingin út þó svo að allir flokk- ar, félagasamtök og hagsmunaðilar á Íslandi hafi verið að vinna að jafnréttismálum í langan tíma og náð verulegum ár- angri. Í því sambandi má benda á Verslunarmannafélag Reykjavíkur, núverandi ríkisstjórn og verkefni eins og Auð- ur í krafti kvenna svo eitthvað sé nefnt. Þar sem höfundur er aldeilis gátt- aður á framgöngu Samfylkingarinnar og Ingibjargar og trúir tæpast að um vanþekkingu sé að ræða liggur beinast við að um sé að ræða stórfenglegt vanþakklæti í garð þeirra flokka og aðila sem unnið hafa að þessum málum. Vorkunn Annað nýtt dæmi um ranghugmyndir Ingibjargar um jafnréttismál kvenna kemur fram þar sem hún hvetur hinar hjálparlausu kynsystur sínar áfram með aumkunarverðu slagorði: „Áfram stelpur! Frá upphafi Íslands- byggðar hafa karlar stjórnað Íslandi. Það er komið að okkur.“ Hvað er „ráðherraefni“ Samfylkingarinnar að segja hér um sjálfa sig sem kvenkyns stjórnanda, alla kvenkyns ráðherrana á þingi, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, hinar fjölmörgu frammákonur í at- vinnulífinu og þær konur sem lagt hafa kvenréttindabaráttunni lið í nútíð og fortíð? Dæmi hver fyrir sig en svona til upprifjunar fyrir Ingibjörgu hefur þessi barátta staðið lengi með miklum árangri og má nefna nokkur dæmi í því samhengi: 1915 fengu konur kosningarétt, 1922 var fyrsta konan kosin á Alþingi, 1959 varð fyrsta konan borgarstjóri í Reykjavík, 1994 varð kona aft- ur borgarstjóri í Reykjavík og árið 2000 var jafnræði kvenna og karla í fæð- ingarorlofsmálum lögfest. Áróður í atkvæðaskyni Rauði þráðurinn í áróðri Ingibjargar og Samfylkingarinnar er í þá veru að enginn annar hafi komið að jafnréttismálum hér á landi og að nú sé Samfylk- ingin eini flokkurinn sem einbeitir sér að þessu málefni. Þessi tónn Ingibjarg- ar er rangur og hann verður að leiðrétta. Ingibjörg er augljóslega komin í þrot með málefni og þess vegna reynir hún í örvæntingu að ná til kvenna eða „stelpna“ eins og hún orðar það með klisjukendum slagorðum um að nú sé komið að „okkur stelpunum“. Almenn sátt um kvenréttindi í samfélaginu Það er almenn sátt um það hjá öllum flokkum að minnka þurfi launamun kynjanna og fjölga þurfi konum í stjórnendastörfum. Það er einnig eining um það í einkageiranum, hagsmunasamtökum og stéttarfélögum. Í atvinnu- auglýsingum er orðið algengt að sjá frasa eins og „konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um“ eða „starfið hentar jafnt konum sem körlum“. Ef þetta er ekki breyting til batnaðar þá hvað! Sjálfstæðisflokkurinn styður jafnréttismál Jafnvel þó að mikið og gott verk hafi verið unnið í jafnréttismálum á Ís- landi er ekki þar með sagt að björninn sé unninn og þess vegna mun Sjálf- stæðisflokkurinn halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið í þessum málaflokki og efla enn frekar. Sjálfstæðisflokkurinn lætur verkin tala en tal- ar ekki og talar bara til þess að tala og það vita konur í flokknum. Stærsti ár- angurinn í langan tíma er án efa jafn réttur kvenna og karla til fæðing- arorlofs sem er alger bylting í þessum málaflokki. Þessi búbót dregur úr kynbundnum launamun og eykur jafnrétti bæði heima fyrir og á vinnumark- aði og nú notfæra 85–90% karla sér réttinn til fæðingarorlofs. Meðal þess sem núverandi ríkisstjórn hefur gert er að skipa nefnd til að auka hlut kvenna í stjórnmálum, haldið námskeið sérstaklega ætlað konum, efnt til ráðstefnunnar „Konur og lýðræði“ sem vakti heimsathygli og var konum víða um heim mikil hvatning. Ekki má gleyma að ríkisstjórnin studdi dyggi- lega við verkefnið „Auður í krafti kvenna“ sem Háskólinn í Reykjavík stóð fyrir. Ingibjörg Sólrún sýndi því verkefni lítinn áhuga og var margreynt að fá hana sem fyrirlesara en án árangurs. Á nýliðnum landsfundi Sjálfstæð- isflokksins urðu konur í meirihluta í kosningu til miðstjórnar flokksins en samt sem áður leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á almennar aðgerðir í jafnréttismálum sem gagnast öllum en ekki fáum útvöldum. Nýlega stofnuðu sjálfstæðiskonur Landsnet sjálfstæðiskvenna sem er opið öllum sem vilja vera í stjórnmálum á forsendum aukins jafnréttis kynjanna og einstaklings- frelsis. Hafa ber í huga að góðir hlutir gerast hægt og að Róm var ekki byggt á einni nóttu. Hægt en örugglega hefur Sjálfstæðisflokkurinn stuðlað að bættum kjörum kvenna og mun halda því áfram fái hann til þess tækifæri. Ranghugmyndir Ingibjargar um stöðu jafnréttismála Eftir Elínu Gränz Höfundur er sjálfstæðiskona.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.