Morgunblaðið - 03.05.2003, Síða 50

Morgunblaðið - 03.05.2003, Síða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bernsku- og ung- lingsárin verða ljóslif- andi fyrir hugskots- sjónum þegar við kveðjum okkar ást- kæra bróður og frænda. Æskuheimili okkar var að Ás- vallagötu 39. Í húsinu bjuggu sömu fjölskyldurnar öll uppvaxtarárin, við börnin lékum okkur mikið sam- an, urðum góðir vinir og kunnings- skapur fullorðna fólksins þróaðist í ævilanga vináttu. Við bjuggum á efri hæð hússins, foreldrar okkar Esther Högnadóttir og Jón Björg- vin Björnsson, við systkinin fjögur, amma og afi Margrét Jónsdóttir og Björn Björnsson og Björn frændi okkar sem ólst að mestu upp hjá ömmu og afa. Það var mikið ævintýri að alast upp í Vesturbænum um miðbik síð- ustu aldar. Þar iðaði allt af lífi og fjöri, róluvöllurinn sem var lengi aðalleiksvæðið var beint fyrir utan gluggana á heimili okkar og stutt að hlaupa inn til mömmu og ömmu. Á róló var stærsta rennibrautin í bænum sem var í stöðugri notkun allan daginn. Í sandkössunum var mikið byggt og margt skrafað. Vesturbærinn var barnmargur á þessum árum og aldrei vantaði áhugann á útileikjum, hvort sem var snú-snú, yfir, kýlóbolti, fallin spýtan, stórfiskaleikur ofl. Ferðir í Hljómskálagarðinn með teppi, kex og póló gátu tekið allan daginn, því sílaveiðarnar tóku sinn tíma fyrir utan sólböð og feluleiki. Þar háðu líka marga hildi leynifélög Vest- urbæinga og krakkanna í Þingholt- unum. Það var alltaf yfirnóg að gera fyrir tápmikla krakka. Á Ás- vallagötunni bjó Þórarinn á Meln- um litlu búi og þangað sóttum við, ekki síst á vorin þegar lömbin fæddust. Svo átti Þórbergur Þórð- arson heima í sama húsi og Auja og Bidda, frænkur okkar á Hring- brautinni og var hann ólatur að ærslast með okkur krökkunum. Á árum seinni heimsstyrjaldar- innar var mikið um ferðir her- manna sem höfðu aðsetur í Camp Knox. Einhver hafði kennt okkur eina setningu í útlensku og galdra- orðin „gimmí göm“ brugðust aldr- ei, þau fylltu vasana okkar af fram- andi sælgæti. Þegar þeir svo fóru kvöddu þeir okkur með fullum kassa af appelsínum, sem þeir hentu inn á róló en appelsínur sáust aðeins í desember. Þá voru engar stórverslanir heldur sér- verslanir, mjólkurbúð, fiskbúð og kjötbúð, og Pétursbúð þar sem Högni var sendill um tíma. Þá var mjólkin afgreidd í mjólkurbrúsa og skyrið úr skyrtunnum. Ýsan var keypt heil, vír þræddur gegnum hausinn og þannig var fiskinum HÖGNI BJÖRN JÓNSSON ✝ Högni BjörnJónsson bifvéla- virkjameistari fædd- ist í Reykjavík 4. ágúst 1942. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 5. apr- íl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 15. apríl. dröslað heim, stund- um dróst sporðurinn aðeins eftir götunni, meðan við vorum ekki há í loftinu. Við systkinin áttum því láni að fagna að föðuramma og -afi bjuggu á heimili okk- ar, og var mikið um gestakomur. Það var oft þröng á þingi í litlu þriggja herbergja íbúðinni en þar ríkti glaðværð og gott hjartalag. Foreldrar okkar voru einstak- lega rík, þó ekki á veraldlegan mælikvarða. Þeim var það gefið að vera svo undur ástfangin alla sína tíð og það mótaði andrúmsloftið á heimilnu. Á hátíðisdögum var mik- ið spilað og farið í leiki. Á þessum tíma var lítið um bílaeignir en í fjölskyldunni var vörubílstjóri sem breytti bílnum í boddýbíl þegar stórfjölskyldan fór í berjaferðir á haustin. Það var mikið ævintýri. Af ömmu og afa lærðum við svo margt sem hefur verið ómetanlegt veganesti í lífinu. Amma kenndi okkur bænir og sálma og vildi hún að við reyndum að skilja og til- einka okkur boðskap uppáhalds- sálmsins hennar „Þú Guð sem stýr- ir stjarnaher“ sem lýsir því best sem hún óskaði okkur í lífinu. Afi kunni aragrúa af vísum, hann var mikill söngfugl og hann las oft fyrir ömmu þegar hún sat í stólnum sín- um og prjónaði á allt liðið sitt. Svarta buddan hans afa með mörgu hólfunum hafði líka mikið aðdráttarafl. Við systkinin fjögur vorum heil- miklir prakkarar, ekki síst Högni, sem var ótrúlega uppátektarsam- ur. Mamma okkar var frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum og fór hún með barnahópinn sinn á sumrin til afa í Vatnsdal. Þaðan eigum við dýr- mætar minningar. Svona leið okkar yndislega æska og smám saman flugum við úr hreiðrinu eitt af öðru og stofnuðum okkar fjölskyldur. Leiðarljós okkar í lífinu hafa verið þau lífsgildi sem við lærðum í bernsku. Afkomendur foreldra okkar eru hátt á fjórða tug, einstaklega samheldin fjöl- skylda sem nýtur alls þess sem okkur systkinunum var kennt. Foreldrar okkar, ömmur, afar og fjölmargir af skyldfólkinu hafa kvatt þennan heim. Ásvallagata 39 er enn á sínum stað, líka róló. Flest hefur breyst á tækni- og tölvuöld, en eitt hvorki breytist né gleymist: minningarnar um ævintýraheiminn okkar vestast í Vesturbænum. Við kveðjum þig hjartkæri bróð- ir og frændi með erindi úr sálm- inum hennar ömmu sem lýsir þér betur en mörg orð. Stýr minni hönd að gjöra gott, að gleði’ ég öðrum veiti, svo breytni mín þess beri vott, að barn þitt gott ég heiti. (Vald. Briem.) Þín systkini Margrét, Björgvin og Edda og Auður frænka. ✝ Guðfinna KristínGuðmundsdóttir fæddist í Lambadal í Dýrafirði 18. maí 1910. Hún lést á Landspítalanum, Hringbraut, 26. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- mundur Jónsson, bóndi í Lambadal, f. 3. nóvember 1870, d. 21. desember 1947, og kona hans, Guð- rún Guðmundsdóttir, húsmóðir, f. 27. sept- ember 1874, d. 14. júlí 1949. Foreldrar Guðfinnu eignuðust tólf börn, en sjö þeirra náðu fullorðinsaldri. Þau voru auk hennar: Guðrún Ólafía, f. 26. sept. 1897, d. 29. ágúst 1974, Þór- dís Margrét, f. 26. nóv. 1900, d. 30. maí 1974, Steinþór Guðfinnur, f. 11. júlí 1902, d. 10. apríl 1983, Guðmundur Jón, f. 13. sept. 1905, d. 14. maí 1953, Guðbjörg, f. 26. júlí 1913, d. 26. júní 1979, og Bjarni, f. 21. ágúst 1915, d. 16. nóv. 1972. Hinn 17. júní 1940 giftist Guð- finna eftirlifandi eiginmanni sín- um, Þormóði Pálssyni, f. 12. apríl 1914. Synir þeirra eru: 1) Árni, f. 17. júní 1941, kona hans er Guð- rún Jónsdóttir, f. 12. febr. 1941. Börn þeirra eru: Þórdís, f. 16. des- ember 1968. Dóttir hennar er Sæ- rún Birta Þórdísardóttir, f. 7. ágúst 2000, og Jón Árni, f. 22. október 1976. Sonur Árna og Önnu Maríu Hauks- dóttur er Þorfinnur Kristinn, f. 15. ágúst 1979. 2) Gunnar, f. 7. júní 1944, kona hans er Ingibjörg Strand- berg, f. 21. nóv. 1945. Dóttir þeirra er Berglind, f. 17. maí 1966, gift Jóni Bjarka Gunnarssyni, f. 3. nóvember 1967. Börn þeirra eru Hlynur Hugi, f. 6. desember 1989, Dagbjört Rós, f. 16. júní 1994, og Sólrún Snót, f. 31. janúar 1997. 3) Viðar, f. 27. ágúst 1945. Guðfinna stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Staðarfelli vet- urinn 1938-1939. Hún var í vist víða um land á 4. áratugnum ásamt því að vera verkakona á síldarárunum á Siglufirði uns hún giftist árið 1940. Þegar hún kom til Reykjavíkur lærði hún kjóla- saum og garðyrkju. Vann í nokk- urn tíma sem sjálfstæð sauma- kona og við garðyrkju. Sótti myndlistarnámskeið hjá Hafsteini Austmann. Árið 1955 fékk hún „Akureyrarveikina“ og í kjölfarið liðagigt og var í hjólastól sl. 25 ár vegna hennar. Árið 1998 hélt Guð- finna sína fyrstu sýningu í Gerðu- bergi en Guðfinna málaði mikið og eftir hana liggur fjöldi verka. Útför Guðfinnu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku amma mín. Það er vor í lofti og golan er hlý, trén að laufgast og allur gróður að lifna við. Vorið vekur vonir og fyr- irheit, léttir lundina eftir dimman vetur. Þér þótti vorið alltaf svo fal- legt, lífið að vakna eftir veturinn, spennandi að sjá hvernig gróðurinn kæmi undan vetrinum. Og nú ert þú farin elsku amma, og það einmitt um vor. Það er alveg í þínum anda að fara í þína hinstu ferð um vor, á þessum fallega tíma. Eftir sit ég hérna langt í burtu og hugsa um allar minningarnar, um allar þær stundir sem við áttum saman. Ferðalögin, haustlitaferðir upp í Heiðmörk, myndlistasýning- arnar, og ekki síst allar notalegu og skemmtilegu stundirnar á pallinum þínum eða í eldhúsinu yfir kaffibolla og kleinu. Rætt var um menn og málefni eða um pólitískar ákvarðan- ir stjórnvalda, sem þurfti að ræða of- an í kjölinn og oft um málefni kvenna og barna. Réttindi og staða kvenna voru þér svo hugleikin. Ég man vel kosningadaginn og -nóttina þegar hún Vigdís var kosin forseti. Ég man þú vaktir alla nóttina, þú vildir ekki missa af neinu og varst svo glöð og ánægð; þetta var stór- sigur í þínum huga. Þú sagðir mér eitt sinn frá draum- um þínum og vonum sem þú áttir sem ung kona. Þú ætlaðir að vera einhleyp og sjálfstæð, þú hafðir tak- markaða trú á hjónaböndum í þá daga og fannst þrældómur á konum og það var ekkert heillandi. Þú vildir læra jarðfræði og náttúrufræði, ferðast um landið, rannsaka og skoða. En þegar ljóst var að ekki voru til fjármunir til að senda þig til mennta, þá fannstu þér aðrar leiðir til að vera sjálfstæð. Þú fórst úr sveitinni þinni Lamba- dal í Dýrafirði, 21 árs. Eftir að hafa verið í vist og í síld á Siglufirði ákvaðst þú að þú þyrftir að læra eitt- hvað hagnýtt. Þá fluttir þú til Reykjavíkur. Þar lærðir þú að vera saumakona og síðan garðyrkju. Þannig hafðir þú svo hugsað þér að hafa lífið, að sauma kjóla á fínu frúrnar á veturnar og ferðast svo um sveitir landsins að kenna fólki að rækta matjurtir á sumrin. Það var þér náttúrubarninu ómögulegt að dúsa inni á sumrin og svo ætlaðir þú að mála í frístundum. Þannig gekk þetta fyrir sig í tvö ár, þá fannst þér launin heldur lág við garðyrkjuna og sú vinna var í rauninni aðeins bundin við vorið. Þá datt þér það snjallræði í hug að ráða þig í vist á víð og dreif um landið á sumrin, með því fékkstu tækifæri til að sjá landið þitt kæra og kynnast fólki. Í einni slíkri vist norður í Húna- vatnasýslu kynnist þú einmitt afa. En afi mátti bíða í fjögur ár, því þú áttir eftir að fara í húsmæðraskóla og það tók tíma að safna fyrir skóla- gjaldinu. Síðan lá leiðin í Hús- mæðraskólann á Staðarfelli í Dölum. Þessi saga úr lífi þínu segir mér svo margt. Þó að óskir manns rætist ekki, og draumarnir verði ekki að veruleika, þá er tilveran full af tæki- færum. Spurningin er hvernig vinn- ur maður úr því sem lífið hefur uppá að bjóða. Ekki gefast upp, vera bjartsýnn og leita nýrra leiða. Löngu seinna og þrátt fyrir miklar annir við heimilis- og uppeldisstörf og enn seinna heilsuleysi, þá hélst þú þínu striki við áhugamálið þitt. Þú hélst áfram að mála, sóttir myndlist- arnámskeið og eftir það málaðir þú meira og markvissar. Það veitti þér ómælda ánægju og hvíld frá daglegu amstri. Fyrir fimm árum hélst þú þína fyrstu myndlistarsýningu, þá 87 ára gömul. Opnunardagur sýningarinn- ar var ævintýri líkastur, það var svo gaman, þú skemmtir þér svo vel. Kórinn og hljómsveitin og allt um- stangið, þetta var upplifun sem aldr- ei gleymist. Sýningin var mikil við- urkenning og hvatning fyrir þig sem listakonu og þú hélst áfram að mála þrátt fyrir háan aldur og að liðagigt- in væri komin í axlirnar og fingurna. Það má með sanni segja að þú haf- ir nýtt tímann vel, og nú er tíminn hérna megin búinn. Þú ert laus við skrokkinn, hann var fyrir löngu orð- in lasinn og þreyttur, þótt andinn væri alltaf jafn léttur. Ég veit að þú ert bara búin að skipta um samastað. Þú ert frjáls, svífur einhversstaðar, á leið til þeirra staða sem þú áttir eftir að heimsækja. Ég er forsjóninni af- skaplega þakklát fyrir að hafa fengið að vera þér samferða í lífinu svona lengi. Það er líka ómetanlegt fyrir börnin mín að hafa kynnst þér. En í eigingirni minni vildi ég svo gjarnan hafa þig lengur hjá mér og eiga með þér fleiri stundir, að við hefðum að- eins meiri tíma. Ég sakna þín svo mikið, elsku amma mín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Berglind. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór að venja komur mína í Hófgerðið til Finnu að loknum skóladegi. Komu manns var ævinlega innilega fagnað, hún breiddi út faðminn á móti mér af þeirri einstöku hlýju og umhyggju sem var henni svo sjálf- sögð og eðilslæg. Oftar en ekki var það fyrsta sem hún sagði við mig í forstofunni, bæði þá og síðar, „svo það hefur verið þú sem sóttir svona að mér“ eða „ég var einmitt búin að hugsa svo mikið til þín“ og í kjölfarið fylgdi góðlátlegur hlátur. Við gerð- um okkur ýmislegt til dundurs, tefldum eða spjölluðum um heima og geima og stundum sýndi hún mér myndirnar sem hún var að mála. Hún sá oftar en ekki til þess að ég fengi mér miðdegislúr í stofunni með þeim orðum að ég yrði að fá nægan svefn þar sem ég væri að vaxa. Minningin um síðdegistónleika í út- varpinu í eldhúsinu stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum en útvarpið var ómissandi félagi Finnu sem átti óhægt um gang vegna liða- gigtar og var af þeim sökum mest heima við. Finna var mikið náttúrubarn. Hún hafði yndi af hvers kyns plöntum og ræktun þeirra eins og sjá mátti í eldhúsinu þar sem alls konar fræ voru í ræktun svo úr varð eplatré svo eitthvað sé nefnt. Að ógleymdri þeirri alúð sem hún lagði við matjurtagarðinn meðan hún hafði heilsu til. Það var henni lífs- nauðsynlegt að „fara út á pall“, eins og hún komst að orði og það helst á hverjum degi til að anda að sér fersku lofti. Hjá Finnu og Þormóði kynntist maður gestristni og lífsviðhorfum sem hafa verið ómissandi veganesti í lífinu. Það lýsir Finnu betur en nokkuð að hún var mér í senn amma og vinkona og þannig hélst það alla tíð þrátt fyrir að við værum ekki skyldar. Það var þó ekki fyrr en ég komst til vits og ára að ég áttaði mig á hversu mikill listamaður hún var. Hún bjó yfir miklum myndlistar- hæfileikum og bera myndir hennar vott um hve rík sköpunargáfan var og hvað hún málaði á tilgerðarlausan og óþvingaðan hátt og án fyrirhafn- ar. Lítillæti og hógværð og þau örlög sem liðagigtin bjó henni urðu hins vegar til þess að myndir sem hún málaði um áratuga skeið voru ekki sýndar almenningi fyrr en árið 1998 þegar við Berglind, barnabarn henn- ar, stóðum fyrir og aðstoðuðum hana við að halda sína fyrstu myndlist- arsýningu. Síðan hefur hún málað þó nokkrar myndir og hefðu sýningarn- ar því vel getað orðið fleiri. Í raun var Finna ákveðin kjölfesta í lífi mínu. Hún var ávallt til staðar og með glaðlyndi sínu, hláturmildi og hlýju minnti hún mann á að það er oft undir manni sjálfum komið hversu miklu andstreymi maður mætir. Jafnvel þegar hún lá bana- leguna var stutt í brosið. Með henni er gengin einstök kona. Ég bið guð um að styrkja Þormóð í sorginni og votta honum og að- standendum mína innilegustu sam- úð. Ragnheiður. GUÐFINNA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, Bröttuhlíð 17, Hveragerði, lést á dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, mánu- daginn 28. apríl. Jarðarförin fer fram frá Lágafellskirkju föstu- daginn 9. maí kl. 15.00. Björn Gunnlaugsson, Magnús Björnsson, Margrét Ósk Vífilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.