Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 54

Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir allar góðu samveru- stundirnar. Við viljum minnast þín með bæninni sem þú kenndir okk- ur: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Hvíl þú í friði. Þín barnabörn; Sigurður Óli, Kristbjörg, Íris, María, Kristín, Ólafur Rafn og Bjarki. Í hógværð og þakklæti kvaddi Kristbjörg, svilkona mín og vin- kona, þennan heim síðasta dag vetrar, umvafin ástúð og umhyggju barna sinna og tengdabarna. Hún var lögð á sjúkrahús hinn 23. jan. sl. og átti ekki afturkvæmt á heim- ili sitt eftir það. Síðustu fjórar vik- urnar naut hún frábærrar umönn- unar á líknardeild Landspítala, Landakoti, og ber að þakka því góða fólki, sem annaðist hana þar, sem og annars staðar. Til síðasta dags sagði hún líðan sína ljómandi góða, aldrei var kvartað. Kristbjörg, eða Kidda eins og við kölluðum hana, var gæfumann- eskja allt sitt líf. Að vísu blés ekki byrlega fyrir henni, þegar hún kom í heiminn, þar sem móðir hennar var berklasjúklingur og þurfti að fara á sjúkrahús fáeinum vikum eftir fæðingu einkabarns síns. Ljósmóðir hennar, sem þekkti að- stæður á heimilinu, sótti hana þriggja vikna gamla, og bætti henni í hóp átta barna sinna í Steinum undir Eyjafjöllum. Þar ólst hún upp og átti öll sín bernsku- og æskuár við gott atlæti og ástríki eins og eitt af börnum þeirra sæmdarhjónanna, Elínar Bárðardóttur og Magnúsar Tóm- assonar. Alla tíð hefur verið ein- staklega náið samband og kært með þeim systkinum öllum og af- komendum þeirra svo að til fyr- irmyndar er. Kidda minntist oft fóstru sinnar við mig með mikilli hlýju og þakklæti og sömuleiðis systkina sinna allra. KRISTBJÖRG ÓLAFÍA ÓSKARSDÓTTIR ✝ Kristbjörg Ólaf-ía Óskarsdóttir fæddist á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum 9. nóvember 1927. Hún lést á líknardeild Landspítala á Landa- koti 23. apríl síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 2. maí. Ung að árum kynnt- ist hún eiginmanni sínum, vönduðum og hæfileikaríkum manni, sem hún giftist tæp- lega tvítug að aldri. Þau áttu farsæla sam- búð og voru samhent í öllu, sem þau tóku sér fyrir hendur. Bæði voru þau myndarleg og afkastamikil í öll- um sínum verkum, komu sér upp hlýlegu og notalegu heimili, þar sem börnin þeirra þrjú áttu öruggt at- hvarf og gestum og gangandi var ætíð tekið opnum örmum og veitt af rausn. Þau byggðu sér sumarbú- stað í sveitinni sinni undir Eyja- fjöllum og undu hag sínum þar afar vel. Þar voru þeirra rætur, þar höfðu leiðir þeirra legið saman og þar skildu leiðir um sinn fyrir tæp- lega sjö árum, þegar Óli hennar sofnaði kvöld eitt í bústaðnum og vaknaði ekki til þessa heims að morgni. Kidda var glæsileg og kraftmikil kona. Hún vann utan heimilis um árabil, lengst á sótthreinsunardeild Borgarspítalans, eins og hann hét þá. Þegar hún lét af störfum tileink- aði hún sér félagsstarf eldri borg- ara af lífi og sál svo lengi sem heilsan leyfði og eftir hana liggja ótal listmunir, sem hún dreifði til afkomenda sinna og vina. Hún átti við alvarleg og erfið veikindi að stríða síðustu tvö til þrjú árin, en með einstökum vilja- styrk og jákvæðni tókst henni að lifa með þeim á þann veg að hún naut lífsins. Hún eignaðist góðan vin, Harald V. Magnússon frá Akranesi, fyrir um fimm árum, vandaðan og þægi- legan mann, sem vildi allt fyrir hana gera, sem í hans valdi stóð. Þau áttu góðar stundir saman og styrktu hvort annað allra síðustu árin. Þeim auðnaðist að ferðast saman utanlands og innan og gerðu lífið þess virði að lifa því hvort fyr- ir annað á meðan kostur var. Þegar litið er yfír lífshlaup Kristbjargar sér maður að hún hef- ur orðið mikillar gæfu aðnjótandi og þó er ótalið stærsta lánið í lífi hverrar konu – barnalánið. Börnin hennar þrjú eru öll mannkostafólk, vel af guði gerð og virðast hafa fengið það besta frá foreldrum sín- um. Þau hafa eignast góða og trausta maka og barnabörnin hafa öll heppnast vel. Þá hafa þau reynst mömmu sinni frábærlega vel og verið vakin og sofin við að liðsinna henni, hvenær sem hún þurfti á að halda. Hún mat mikils að geta alltaf leitað til þeirra. Að leiðarlokum þökkum við Ein- ar Kiddu, vinkonu okkar, fyrir allt sem hún var okkur og okkar fólki og biðjum henni blessunar guðs. Lífið verður fátæklegra þegar hún er horfin okkur. Við söknum henn- ar sárt. Við sendum börnum, tengda- börnum, afkomendum öllum og Vigdísi, systur hennar, sem vitjaði hennar daglega í sjúkrahúslegunni, okkar innilegustu samúðarkveðjur og óskum þeim velfarnaðar. Sigríður G. Jóhannsdóttir. Við hjónin viljum kveðja okkar kæru vinkonu Kiddu með fáeinum orðum. Hún var konan hans Óla, æskuvinar Hjörleifs, og höfðu þau öll alist upp undir Eyjafjöllum. Þegar Óli og Kidda giftu sig hófu þau búskap í Reykjavík. Mikið jafnræði var með þeim hjónum og gaman að fylgjast með hve sam- hent þau voru í að skapa sér fagurt heimili. Síðan komu börnin þrjú. Þeim var öllum komið vel til manns af þeim dugnaði og alúð sem ein- kenndi foreldrana. Aldrei gleymist hvernig þið reyndust við giftingu okkur. Þið keyrðuð okkur upp á Akranes. Þar var þá prestur séra Jón Guðjóns- son, sem ykkur hafði fermt. Þið voruð okkar svaramenn. Kristbjörg, ekki gleymist hve þú varst góð og hlý, ekki hvað síst við börnin okkar. Þið hjónin tókuð dóttur okkar svo vel, þegar hún þurfti að vera um tíma í Reykjavík. Það var dekrað við mig, sagði hún. Og þegar við komum í bæinn tókuð þið okkur alltaf opnum örmum inn á heimilið. Margan kaffisopann fengum við hjá þér og gestrisnin alltaf með afbrigðum. Það var gaman að sjá hvernig heimili ykkar blómstraði og dafn- aði með þrotlausum dugnaði ykkar beggja og þar áttum við margar gleðistundir saman. Alltaf varst þú skemmtileg, hafðir yndi af söng og fagra rödd. Kímnigáfa þín var létt, hlý og góðlátleg eins og þú. Börnin ykkar þrjú uxu úr grasi, sem nýtir og góðir þjóðfélagsþegn- ar, og bera bernskuheimili sínu fagurt vitni. Kidda mín þú varst glæsileg hús- móðir, og ekki lengi að slá upp veislu. Þú varst myndarleg í hönd- unum, og margur gripurinn ber handbragði þínu fagurt vitni Þú vannst löngum fullan vinnudag ásamt því að sinna heimilinu af al- úð. Eftir að barnabörn og lang- ömmubörn bættust í hópinn nutu þau öll sömu hlýjunnar og alúðar- innar, og við vitum að þessi fríði hópur veitti þér ómælda gleði. Við kveðjum þig nú kæra vin- kona og við vitum að Óli tekur vel á móti þér. Þú áttir þér þína góðu trú og átt því von á góðri heim- komu. Börnum þínum og öðrum afkom- endum vottum við okkar dýpstu samúð og vitum að góður guð mun vaka yfir ykkur öllum. Ingibjörg og Hjörleifur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og föðursystir, GUÐRÍÐUR SIGURBJÖRG (Lóa) HJALTESTED, hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, áður Karfavogi 43, sem lést miðvikudaginn 23. apríl á hjúkrunar- heimilinu Seljahlíð, verður jarðsungin frá Ás- kirkju mánudaginn 5. maí kl. 15. Gunnar Hjaltested, Gyða Þorsteinsdóttir, Stefán Bjarni Hjaltested, Margrét Pálsdóttir, Kristján Björn Hjaltested, Kristján Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRÁÐS DAVÍÐSSONAR í Nesi. Þakkir þeim er færðu fram gjafir í minningu hans. Þökkum einnig starfsfólki á Sjúkrahúsi Akra- ness fyrir góða umönnun. Vigdís Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og fjölskyldur. Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, ÖNNU GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Hreiðurborg. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Heilbrigðis- stofnunar Suðurlands fyrir einstaka umönnun og hlýlega framkomu. Guð gefi ykkur öllum gleðilegt sumar. Herdís, Arnar, Þorsteinn, Magga, Guðmundur og Hulda Brynjólfsbörn. Elskuleg móðir okkar, SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR, Skjóli við Kleppsveg, áður til heimilis í Blönduhlíð 10, lést mánudaginn 28. apríl. Útförin verður gerð frá Háteigskirkju föstudaginn 9. maí kl. 13.30. Rúnar Ágústsson, Sveindís Helgadóttir, Erna Ágústsdóttir, Jörgen Berndsen, Hrafnkell Óskarsson, Bára Þórðardóttir, Pálína Ágústsdóttir, Þorvaldur Reynisson, Sigrún Ágústsdóttir, Vigfús Geirdal, Ágúst Þór Sigurðsson, Matthildur Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, ÓLAFUR ÞÓRÐARSON bóndi á Ökrum, á Mýrum, sem andaðist mánudaginn 28. apríl sl., verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju mánudaginn 5. maí kl. 14.00. Jarðsett verður að Ökrum. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Ingibjörg Jóhannsdóttir. Það er einkennilegt til þess að hugsa að á þessari stundu sorgar og saknaðar er feg- inleiki sú tilfinning sem einnig gerir vart við sig, nú þegar and- látsfregn elsku ömmu Hönnu berst JÓHANNA GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Jóhanna Guð-jónsdóttir var fædd í Hrauntúni í Leirársveit 30. des- ember 1913. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða hinn 8. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 15. apríl. eftir áralanga sjúk- dómslegu. Það er svo stutt síðan að maður gat ekki hugsað sér lífið án hennar. Hún var frá því að við munum eftir okkur daglegur hluti af hversdagslegu lífi okkar, svo fastur punktur í tilverunni að maður gerði sér ekki grein fyrir því fyrr en seinna hversu ómetanlegar og sjald- gæfar þessar aðstæð- ur voru og hversu stóran þátt hún átti í okkar æsku. Umhyggja hennar og sú óeigin- gjarna ást sem hún umvafði okkur olli því að tilveran varð okkur ger- samlega áhyggjulaus og full af gleði. Þegar maður hugsar til baka þá birtist manni fjöldi minninga sem eru hver annari yndislegri. Í öll þau ár sem amma Hanna deildi með okkur upplifði maður ekki eina einustu stund án gleði og gríns enda hún þar ávallt í aðal- hlutverki. Heimili þeirra ömmu og afa, fyrst á Sunnubraut 8 og síðar á Skarðsbraut 11 á Akranesi var okkur systkinum ávallt griðastað- ur í dagsins önn enda dekrað við okkur í alla staði – þar var gott að vera. Með virðingu þökkum við þér, amma, fyrir samfylgdina – nær- vera þín og lífsviðhorf gerði okkur að betri manneskjum. Kveðja, Gunnar, Elín, Þorbergur, Einar og Erlingur Viðarsbörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.