Morgunblaðið - 03.05.2003, Síða 55

Morgunblaðið - 03.05.2003, Síða 55
ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 55 ✝ Ólafur Magn-ússon fæddist á Landamótum í Seyð- isfirði hinn 3. maí ár- ið 1903. Hann lést með sviplegum hætti á Vífilsstaðaspítala 4. nóvember árið 1930, aðeins 27 ára að aldri. Foreldrar hans voru Magnús Jóns- son (1875–1946), for- maður á Seyðisfirði og síðar á Sólvangi í Vestmannaeyjum ,og kona hans, Hildur Ólafsdóttir (1882– 1917), frá Landamótum í Seyð- isfirði. Ólafur var elstur tíu barna þeirra hjóna en þrjú systkini hans dóu barnung. Systkini Ólafs er upp komust voru Jón (1904–1961), Rebekka (1905–1980), Kristinn (1908–1984), Sigurður (f. 1909), Unnur (1913– 2002) og Sigurbjörg (1916–2000). Sigurður er einn eftirlifandi systkina Ólafs og maka þeirra og býr á Seyðisfirði. Ólafur kvæntist 27. mars 1926 Ágústu Hansínu Petersen, f. 4. janúar 1905, d. 27. október 1987. Hún var dóttir Aage Lauritz Pet- ersen (1879–1959), símstjóra í Vestmannaeyjum og síðar skatt- stofufulltrúa í Reykjavík, og konu hans, Guðbjargar Jónínu Gísla- dóttur (1880–1969), eins stofnenda kvenfélagsins Líknar og Leik- félags Vestmannaeyja. Synir Ólafs og Ágústu voru Magnús, læknir og hjartasérfræðingur í Reykjavík, f. 1. nóv- ember 1926, d. 2. september 1990, og Ólafur, lyfjafræð- ingur í Reykjavík og síðar lyfsali á Húsa- vík, f. 29. mars 1928, d. 14. febrúar 1984. Eftirlifandi eig- inkona Magnúsar Ólafssonar er Anna G. Stefánsdóttir, f. 1930, og eru synir þeirra Stefán Ágúst, f. 1950, og Ólafur Friðrik, f. 1952. Dóttir Magnúsar og Margrétar Ólafíu Jónsdóttur er Nína Valgerður, f. 1948. Eftirlif- andi eiginkona Ólafs Ólafssonar er Erna Hermannsdóttir, f. 1933. Kjörsynir þeirra eru Ólafur Vig- fús, f. 1969, og Ragnar Pétur, f. 1971. Sonur Ólafs og Sigrúnar Sigurðardóttur er Sigurður Sig- fússon, f. 1948. Ólafur Magnússon lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1923 og nam lækn- isfræði við Háskóla Íslands en þurfti að hætta námi vegna heilsubrests. Hann stofnaði árið 1928 vikublaðið Víði, sem kom út í Vestmannaeyjum í aldarfjórðung og ritstýrði því þar til hann var lagður inn á Vífilsstaðaspítala vegna berkla í mars 1930. Ólafur var víðlesinn og afburða góður skákmaður. Hann var einn stofn- enda knattspyrnufélagsins Týs og félagsins Akóges í Vestmanna- eyjum. Við komum hér á kveðjustund að kistu þinni, bróðir að hafa við þig hinzta fund og horfa á gengnar slóðir. Og ógn oss vekja örlög hörð, en ennþá koma í hópinn skörð, og barn sitt faðmi byrgir jörð, vor bleika, trygga móðir. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hverju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Ef lífsins gáta á lausnir til, þær ljóma bak við dauðans þil. Og því er gröfin þeim í vil, sem þráðu útsýn stærri. Þetta fallega minningarljóð ber nafnið „Kveðja“ og er að finna í kvæðasafni skáldsins og ljóðaþýð- andans Magnúsar Ásgeirssonar (1901–1955), sem Tómas Guð- mundsson gaf út árið 1957. Það var ort vegna fráfalls Ólafs Magnús- sonar, stud.med. og sungið við jarðarför hans. Ólafur var vinur Magnúsar og systursonur þáver- andi eiginkonu hans, Önnu Ólafs- dóttur (1898–1987). Ólafur Magnússon var um margt líkur föður sínum, Magnúsi Jóns- syni. Magnús var Borgfirðingur að uppruna, fæddur á Geldingaá í Leirársveit, sonur Jóns Jónssonar (1840–1889), bónda þar, sem var fæddur á Deildartungu í Reyk- holtsdal, og konu hans, Kristínar Jónasdóttur (1843-1917), sem var fædd á Leirá í Leirársveit. Magnús hóf snemma sjómennsku og var barnakennari og organleikari áður en hann fluttist til Seyðisfjarðar árið 1902 og gerðist formaður þar. Hann fluttist til Vestmannaeyja ár- ið 1915, þar sem hann rak útgerð og gaf jafnframt út og ritstýrði blaðinu Víði eftir fráfall sonar síns. Magnús bjó í Túnsbergi fyrstu árin í Vestmannaeyjum, en reisti Sól- vang árið 1920, sem hann var jafn- an kenndur við. Magnús var mynd- arlegur á velli, vel og sterklega vaxinn, þrekmaður, svipmikill og fríður sýnum. Hann var gáfaður atorkumaður, prúðmenni og öllum geðþekkur, skáldmæltur og orti undir nafninu Hallfreður. Hann var farsæll sjósóknari, sem naut mikils trausts. Hildur, móðir Ólafs, var fædd í Gráhúsi á Þórarinsstaðaeyr- um í Seyðisfirði. Faðir hennar var Ólafur Pétursson (1860–1944), út- vegsbóndi á Landamótum, fæddur á Hofi í Norðfirði. Móðir Hildar var Rebekka Eiríksdóttir (1860– 1923), sem var fædd á Hrafna- björgum í Jökulsárhlíð, en bjó síð- ar með foreldrum sínum á Sörla- stöðum í Seyðisfirði. Hildur Ólafsdóttir fæddi alls ellefu börn, en eitt fæddist andvana og þrjú dóu barnung. Hún dó aðeins 34 ára gömul frá sjö börnum á aldrinum eins til fjórtán ára, en Magnús maður hennar reyndist vandanum vaxinn og hélt fast utan um barna- hóp sinn. Þegar Magnús og Hildur fluttust til Vestmannaeyja með fjölskyld- una urðu bræðurnir Ólafur og Sig- urður eftir á Seyðisfirði. Ólafur hjá afa sínum og ömmu á Landamót- um, en Sigurður hjá fósturforeldr- um sínum á Þórarinsstöðum. Þar fann Sigurður árið 1938 grafir úr heiðnum sið, sem vafalítið eru ein- hverjar merkustu fornminjar þjóð- arinnar. Sigurður flutti síðar til Vestmannaeyja, þar sem flest börn systkinanna frá Sólvangi hafa alist upp. Þau Jón, Kristinn, Sigurður og Sigurbjörg hafa eignast stóran barnahóp en Rebekka missti eina barn sitt og Unni varð ekki barna auðið. Af börnum systkinanna frá Sólvangi búa enn í Eyjum Ólafur Magnús Kristinsson, og tvö barna Sigurbjargar, þau Gunnlaugur Ax- elsson og Kristrún Axelsdóttir. Í bókinni Deildartunguætt, sem kom út árið 1978, er gerð ágætlega grein fyrir afkomendum Magnúsar á Sólvangi og Hildar Ólafsdóttur. Ólafur Magnússon tók gagnfræða- próf vorið 1920 eftir að hafa lesið undir það í einn vetur. Haustið eft- ir settist hann í fjórða bekk Menntaskólans og lauk stúdents- prófi vorið 1923. Sama haustið inn- ritaðist hann í læknadeild Háskól- ans og tók próf í heimspeki vorið eftir. Stundaði hann nám í lækna- deild í nokkur ár en hætti námi um það leyti sem hann veiktist af berklum. Hafði hann þá m.a. gegnt aðstoðarlæknisstörfum hjá Ólafi Ó. Lárussyni, héraðslækni í Eyjum. Stofnun Víðis var mikið þrekvirki á sínum tíma og útgáfa þess enn meira afrek eftir að Ólafur lagðist veikur í maí 1929. Allt sem hann skrifaði í blaðið ritaði hann við hné sér í rúminu og las þar allar próf- arkir og leiðrétti með sama hætti. Í ávarpi í fyrsta tölublaði Víðis 17. nóvember árið 1928 segir Ólafur m.a.: „Ekkert víðlesið blað hefur verið gefið hjer út og önnur blöð hafa gert ótrúlega lítið að því að flytja frjettir hjeðan, úr öðrum fólksflesta bæ landsins. Væri vel, ef blaðið Víðir gæti úr þessu bætt.“ Víðir tók frá upphafi afstöðu með Íhaldsflokknum og seinna Sjálfstæðisflokknum eftir samein- inguna við Frjálslynda flokkinn. Í grein í Víði árið 1942 leggur Magn- ús á Sólvangi hins vegar áherslu á sjálfstæði blaðsins, þegar hann segir: „Síðan árið 1933 hef ég stjórnað útgáfu Víðis á eigin kostn- að. Get ég þess einkum til að leið- rétta þann misskilning, sem sumir virðast haldnir af, að ég hafi verið í þjónustu Sjálfstæðisflokksins, en það er hinn mesti misskilningur. Ég hef engum verið háður og eng- an fjárhagsstuðning beðið um eða hlotið. Víðir hefur ekki verið gefinn út af mér í gróðaskyni. Blaðið hef- ur stutt stefnu sjálfstæðismanna, síðan það hóf göngu sína og alltaf verið opið fyrir þeim, sem fundið hafa hjá sér þrótt til að skrifa um hagsmunamál bæjarins, lands og þjóðar. Hafa margir hinna mæt- ustu borgara látið þar til sín heyra.“ Ekki þarf að fara mörgum orðum um að Magnús tók fyrst og fremst við Víði til að halda uppi merki sonar síns. Á sama hátt og það var þrekvirki hjá Ólafi Magn- ússyni að ritstýra Víði, oft fárveik- ur, lagði Magnús á Sólvangi hart að sér, þegar hann bæði „stýrði fiskibát og bæjarmálablaði“, eins og lýst er í samnefndri grein í Morgunblaðinu frá 10. september árið 1988, eftir Aðalstein Jóhanns- son. Þannig vann Magnús oft við skriftir um borð í fiskibát sínum og samdi þar mörg erfiljóða sinna um látna Vestmannaeyinga. Magnús seldi Einari Sigurðssyni blaðið Víði, skömmu fyrir andlát sitt. Eft- ir það ritsýrði Einar Víði í átta ár, en síðar varð Fylkir málgagn sjálf- stæðismanna í Eyjum. Ólafi Magnússyni er lýst þannig í minningargrein í Víði: „Ólafur var ágætur námsmaður og frábærlega skilningsgóður. Veitti honum mjög létt að nema tungumál og stærð- fræði. Voru það jafnan bestu náms- greinar hans er hann var í skóla. Eins og títt er um þá sem eru góð- ir stærðfræðingar var Ólafur mjög góður taflmaður. Á skólaárum sín- um var hann jafnan taflkonungur Menntaskólans, og eftir að Tafl- félag Vestmannaeyja var stofnað var hann oftast taflkonungur Vest- mannaeyja. Sem dæmi þess hve góður taflmaður Ólafur var má geta þess, að oft lék hann sér að því að máta sæmilega taflmenn í blindskák, og sneri þá baki í tafl- borðið en lét mótstöðumanninn hafa það fyrir framan sig. Einu sinni tefldi hann hér samtímis skák við 20 menn. Stóð skákin yfir í þrjár klukkustundir, og fóru leikar svo, að jafnir urðu vinningar og töp, en alls voru leikir í skákinni 270. Ber þetta allt órækan vott um andlega atgjörvi Ólafs sáluga. Hann var maður í hærra lagi, hárið dökkt og andlitsfölur, og vel og lið- lega vaxinn. Meðan heilsan var góð var hann ágætur íþróttamaður, og svo frár á fæti, að fáir stóðu honum á sporði. Stundaði hann knatt- spyrnu og hlaup um langt skeið, og var jafnan hægri bakvörður í liði „Týs“, og þótti ætíð hinn traustasti í vörninni.“ Ágústa, eiginkona Ólafs, var um margt lík Guðbjörgu, móður sinni, sem var einkar ljúf og blíðlynd kona. Guðbjörg var dóttir Gísla Stefánssonar (1842–1903), kaup- manns og útvegsbónda, í Hlíðar- húsum í Vestmannaeyjum og Soffíu Lísbetar Andersdóttur (1847–1936). Meðal systkina Guð- bjargar voru séra Jes, Eldeyjar- fararnir Stefán og Ágúst og Anna Ásdís, sem síðar er getið. Guðbjörg og Aage, faðir Ágústu, skildu árið 1915 og giftist Guðbjörg síðar Sæ- mundi Jónssyni, kaupmanni og út- gerðarmanni, á Gimli í Vestmanna- eyjum. Þar fæddust báðir synir Ólafs og Ágústu, en Gimli stendur við Kirkjuveg, alveg við jaðar nýja hraunsins en Sólvangur er örstutt þaðan, einnig við Kirkjuveg. Þegar Ólafur þurfti að leggjast inn á Víf- ilsstaðaspítala í mars 1930 flutti Ágústa með eldri soninn, Magnús, til móðursystur sinnar, Önnu Ás- dísar Johnsens (1878–1945), og eig- inmanns hennar, Gísla J. Johnsens (1881–1965) stórkaupmanns og út- gerðarmanns í Vestmannaeyjum og í Reykjavík, en þau bjuggu á Túngötu 18 í Reykjavík. Yngri son- urinn, Ólafur, varð eftir í Eyjum og ólst upp hjá Guðbjörgu, ömmu sinni, og Sæmundi á Gimli. Eftir fráfall Ólafs Magnússonar bjó Ágústa áfram hjá Ásdísi og Gísla, þar til hún giftist síðari manni sín- um, Bjarna Forberg, bæjarsím- stjóra í Reykjavík, árið 1933. Eign- uðust þau þrjú börn, Örn, f. 1933, Ásbjörgu, f. 1939, og Jenný, f. 1945. Ólafur Magnússon var öllum harmdauði sem þekktu hann, ekki síst systkinum hans, sem heiðruðu minningu hans alla tíð. Fráfall elsta systkinsins, sem kostað hafði verið til mennta af litlum efnum og miklar vonir bundnar við, var þungt högg fyrir fjölskylduna á Sólvangi. Það kom í hlut Gísla J. Johnsens að segja Magnúsi á Sól- vangi frá andláti Ólafs, þegar hann kom suður að sækja son sinn. Magnús hélt ró sinni þrátt fyrir þetta mikla áfall, enda haggaði fátt honum í lífsins ólgusjó. Þessu hef- ur Unnur, systir Ólafs, lýst fyrir mér, en hún stundaði nám í Versl- unarskólanum og bjó í Reykjavík, þegar bróðir hennar lést. Magnús, faðir minn, mundi óljóst eftir Ólafi, föður sínum, sem hann bar djúpa virðingu fyrir og leit á sem sanna fyrirmynd sína. Hann ákvað barn- ungur að nema læknisfræði eins og faðir hans hafði gert. Svo undarlega vill til að fyrir tíu árum fann ég í kassa á heimili for- eldra minna dánarvottorð Ólafs Magnússonar. Þar er að finna dán- arorsökina Phthis. pulmon., sem á íslensku útleggst eyðing á lungna- vef (vegna berkla). Faðir minn hafði þó eftir móðurbróður sínum, Gísla Friðriki Petersen, sem var aðstoðarlæknir á Vífilsstöðum í eitt ár skömmu eftir andlát Ólafs, að vegna mistaka í blásningu hafi Ólafur fengið loft inn í blóðrásina og látist nær samstundis. Ólafur hafði þá náð sér svo vel eftir átta mánaða dvöl á Vífilsstöðum, að hann hafði útskrifast þaðan. Í sama kassa og dánarvottorð Ólafs var í fann ég dagbókarfærslur, sem Ólafur hélt á Vífilsstöðum frá kom- unni þangað 4. mars 1930 og fram til 24. maí 1930, en þá snögghætta færslurnar. Þær eru engu að síður afar athyglisverðar, enda lýsingar þar á flutningi Ólafs í sjúkrabörum frá Vestmannaeyjum til Vífilsstaða og á daglegu lífi sjúklinga á hæl- inu, þar sem þeir urðu stundum vitni að andnauð herbergisfélaga sinna áður en þeir skildu við. Ólafur var jarðsettur við fjöl- skyldugrafreit Gísla J. Johnsens í suðausturhorni kirkjugarðsins við Suðurgötu. Á leiði hans er fallegur stuðlabergssteinn, sem synir hans létu koma þar fyrir. Við hliðina á leiði Ólafs er leiði með brjóstmynd Gísla J. Johnsens og legsteinum með svipmyndum Önnu Ásdísar og síðari eiginkonu Gísla, Önnu El- ísabetar. Ólafur þurfti að kveðja þennan heim langt á undan sínum nánustu. Því er hætt við að minning hans fölni um síðir. Þannig háttar vafa- lítið til með margt ungt fólk, sem á fyrri hluta síðustu aldar var lagt til hinstu hvílu í gamla kirkjugarð- inum við Suðurgötu. Oft féll þetta fólk í valinn fyrir sýklum eða öðr- um ástæðum sem við ráðum auð- veldlega við í dag. Örlög Ólafs Magnússonar stud. med. eru skýrt dæmi um það að sitt er hvað gæfa eða gjörvuleiki og þau minna óþægilega á fallvaltleika lífsins. Með lokaorðum úr einu erfiljóða Magnúsar á Sólvangi lýk ég þess- ari minningargrein á aldarafmæli Ólafs Magnússonar: En líf þótt lýsi hárin og lítið hrörni fley, og lengi svíði sárin, um síðir þorna tárin, þú góði gleymist ei. Ólafur F. Magnússon. ÓLAFUR MAGNÚSSON Ólafur Magnússon og systkini hans ásamt Magnúsi Jónssyni á Sólvangi árið 1926, talið frá vinstri: Standandi: Jón, Sigurður, Ólafur og Kristinn. Sitjandi: Unnur, Magnús á Sólvangi, Sigurbjörg og Rebekka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.