Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 66

Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 66
66 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÆSTUM því upp á dag fyrir fimm árum birtist hér í blaðinu um- sögn eftir undirritaðan um sýningu á Broadway þar sem flutt voru lög sem urðu vinsæl með sænsku hljóm- sveitinni ABBA. Þar var ung söng- kona, Birgitta Haukdal, að koma fram í sinni fyrstu sýningu, en vet- urinn 1996 hafði hún tekið þátt í hæfileikakeppni sem kölluð var Stjörnur morgundagsins á sama stað. Nú mun þessi „spútnik frá Húsa- vík sem átti salinn“ koma fram fyrir Íslands hönd í Evróvisjónkeppninni í Rígu 24. maí nk. Gunnar Þórðar- son fyrir hönd Broadway gaf Birg- ittu tækifæri til að koma sér á fram- færi og hún hafði bein í nefinu, áhuga og getu til að nýta sér það til að skapa sér starfsvettvang við að flytja dægurtónlist og er nú vinsæl- asta söngkona landsins á þeim vett- vangi. Kristján Gíslason sem söng íslenska lagið í Evróvisjón 2001 ásamt Gunnari Ólasyni nýtti líka sýningarnar á Broadway sem stökk- pall út í heiminn, en hann átti nokk- urn feril að baki þegar hann tók þátt í ABBA-sýningunni. Selma Björnsdóttir, sá fulltrúi Ís- lands sem lengst hefur náð í keppn- inni, var ásamt Loga Bergmann Eiðssyni kynnir kvöldsins. Þau slógu á létta strengi og tókst vel upp enda bæði í góðu formi. Efnið var oft bráðfyndið, sérstaklega Eyfa- brandararnir og allt sem var á kostnað Charlotte Nielsen enda hrifsaði hún sigurinn úr höndum Selmu í denn. Selma sá líka um dansana en að baki þeim var tölu- verð vinna. Sporum sem sáust fyrst við flutning laganna í keppninni var ofið saman við hennar eigin sköpun. Auk söngvaranna sáu tvær stúlkur um dansinn þetta kvöld, Ásta Bær- ings og Sigyn Blöndal. Þetta eru hressar stelpur, vel samhæfðar og fullar af krafti. Dansinn setti mikinn svip á sýninguna hvort sem kynnin voru endurnýjuð við gamalkunna takta eður ei. Gott dæmi er hve vel dönsurunum tókst að ná „eighties- fílíngnum“ í sporum frá Söndru Kim í „J’aime la vie“. Í þessum sýningum hefur yfirleitt verið tekinn sá póll í hæðina að söngvararnir leika ekki hlutverk upphaflegu flytjendanna þó að þeir velji sér ákveðna þætti úr upphaf- legum flutningsmáta til að líkja eft- ir. Guðrún Árný varð t.d. undarlega fáguð útgáfa af Birgittu – enda eru þær hvor á sínum pólnum í dæg- urmúsíkinni og ákaflega ólíkar í út- liti og framkomu. Búningar eru af ýmsum toga, stundum reynt að líkja eftir upphaflegum búningi kepp- enda og þá oftar en ekki dregnar fram spaugilegar hliðar þeirra með góðum árangri – sem dæmi má nefna múnderinguna í hinum vel út- færða „Lífsdansi“ Geirmundar Val- týssonar og diskóbúningana í „Save Your Kisses for Me“. Ljós og brell- ur koma svo eiginlega í stað leik- myndar í þetta flókinni og hraðri sýningu. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar átti ekki í neinum erfiðleikum með að endurskapa frumútsetningar laganna enda vanir menn í hverju rúmi og hljómurinn þéttur og fal- legur. Flutt voru 24 lög, flest hröð og grípandi og valin þau lög sem ætla mætti að flestir könnuðust við. Langflest voru þau flutt á ensku, nokkur á íslensku og svo hvort lagið um sig á norsku og frönsku. Davíð, Hjördís, Guðrún og Haf- steinn hituðu upp með laginu „Wat- erloo“ með ABBA frá 1974, sem jafnframt var elsta lagið sem ákveð- ið var að flytja. Flutningur þess var hálfmisheppnaður, samsöngurinn allur á skjön, enda hef ég grun um að söngkerfið hafi verið fínstillt á meðan á flutningi lagsins stóð. En þetta voru bara byrjunarörðugleik- ar. Þó að seinna kæmi í ljós að radd- ir Davíðs og Hafsteins hljómuðu ekki sérstaklega vel saman, var yf- irleitt reynt að fara í kringum það í útsetningum. Sama má í raun segja um raddir Hjördísar Elínar og Guð- rúnar Árnýjar. Þetta kom sjaldnast að sök því oft var karl- og kvenrödd- um blandað saman eða Guðbjörg var fengin til að bjarga málunum. Davíð Olgeirsson sýndi í Bee Gees-sýningunni fyrir rúmum þremur árum að það er töluvert í hann spunnið sem söngvara. Hann var mjög líflegur á sviði og reyndi að setja sig í spor frumflytjenda lag- anna með leikrænum tilburðum. Þar má nefna hreiminn í laginu „Hold Me Now“ sem Írinn Johnny Logan gerði frægt á sínum tíma. Best tókst honum upp í „Fly on the Wings of Love“ sem skaut Olsen- bræðrunum dönsku aftur upp á stjörnuhimininn. Hjördís Elín og Guðrún Árný búa þrátt fyrir ungan aldur að mikilli reynslu. Þær eru hagvanar á sviðinu í Broadway og öryggið uppmálað sem skilar sér í betur unnum hreyf- ingum og dansi. Svo eru þær báðar firnagóðar söngkonur. Skemmtilegt var t.d. að fylgjast með þeim saman Morgunblaðið/Árni Torfason Guðný Árný Karlsdóttir, Davíð Olgeirsson og Hjördís Elín Lárusdóttir í sannri diskósveiflu búin eins og rúmenskir skautadansarar. Stjörnur morgundagsins? SKEMMTANIR Broadway Leikstjóri: Egill Eðvarðsson. Búningar: Sigríður Guðlaugsdóttir. Ljósahönnun: Aðalsteinn Jónatansson. Tónlistarstjóri: Gunnar Þórðarson. Hljóðstjórn: Bjarni Bragi Kjartansson. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar: Ásgeir Steingrímsson, Kristinn Svavarsson og Sigurður Flosa- son (blásturshljóðfæri og ásláttur), Har- aldur Þorsteinsson (bassi), Gunnar Þórð- arson (gítar) Jon Kjell Seljeseth (hljómborð) og Sigfús Óttarsson (tromm- ur). Slaghörpusláttur undir borðum: Haukur Heiðar. Höfundur dans og hreyf- inga: Selma Björnsdóttir. Dansarar: Ásta Bærings og Sigyn Blöndal. Búningar: Sig- ríður Guðlaugsdóttir. Kynnar: Logi Berg- mann Eiðsson og Selma Björnsdóttir. Söngvarar: Davíð Olgeirsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Guðrún Árný Karlsdóttir, Hafsteinn Þórólfsson og Hjördís Elín Lár- usdóttur. Yfirmatreiðslumaður: Sigurður Sigurðsson. Laugardagur 24. apríl. EUROVISION – Í BEINNI HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14. Sýnd kl 2, 4 og 6. B.i. 12 Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð... þangað til hún byrjaði! Traust, svik og blekkingar. Í heimi leyniþjónustunnar er ekki allt sem sýnist. Sýnd kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10. 400 kr Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14. Miðasala opnar kl. 13.30 HL MBL HK DV  Kvikmyndir.com  X-97,7 kl. 3, 6 og 9. Heims frumsýning Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl. tal. 400 kr. Sagan heldur áfram. Enn stærri og magnaðri en fyrri myndin. Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40. B.i. 12 ...Þetta er fyrsta stóra hasarmynd sumarsins 2003 og gæti hæglega endað sem ein sú besta ... Kvikmyndir.com ... tt r fyr t t r r y r i ti l i t ... vik y ir.c Kvikmyndir.is X-men 2 er mynd með boðskap, brellur og brjálaðan hasar... Hvað viltu meira? - r , r ll r rj l r... il ir Sýnd kl. 4 og 5.50. Tilboð 400 kr. 400 kr Sýnd kl. 10. B.i. 14.Sýnd kl. 8. Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð ... þangað til hún byrjaði! Heims frumsýning Sagan heldur áfram. Enn stærri og magnaðri en fyrri myndin. Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12 ...Þetta er fyrsta stóra hasarmynd sumarsins 2003 og gæti hæglega endað sem ein sú besta ... Kvikmyndir.com ... tt r fyr t t r r y r i ti l i t ... vik y ir.c Kvikmyndir.is X-men 2 er mynd með boðskap, brellur og brjálaðan hasar... Hvað viltu meira? - r , r ll r rj l r... il ir SMÁRALIND • S. 555 7878 Laugavegi 63 • sími 5512040 Vönduðu silkiblómin fást í Útitré - útiker DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.