Morgunblaðið - 03.05.2003, Qupperneq 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Áskriftarsími 881 2060
Í FORMI – leiðandi í lausnum
Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001
HAUKUR Clausen,
tannlæknir í Reykjavík
og einn mesti afreks-
maður Íslendinga í
frjálsum íþróttum á
fyrstu árum lýðveldis-
ins, er látinn, á 75. ald-
ursári.
Haukur fæddist í
Reykjavík 8. nóvember
árið 1928, sonur Arre-
boe Clausen, kaup-
manns og síðar bif-
reiðastjóra, og Sesselju
Þorsteinsdóttur Clau-
sen húsfreyju. Hann
varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1948, lauk tannlæknanámi, cand.
odont., frá Háskóla Íslands árið
1952 og stundaði eftir það fram-
haldsnám við University of Minne-
sota í Minneapolis í Bandaríkjunum
um eins árs skeið. Árið eftir hóf
hann störf sem tannlæknir í
Reykjavík. Haukur rak eigin tann-
læknastofu í rúma fjóra áratugi,
eða til 1994 að hann lét af störfum.
Hann fékkst einnig töluvert við
málaralist og hélt tvær málverka-
sýningar á Kjarvalsstöðum, árin
1981 og 1987.
Haukur var í hópi fremstu af-
reksmanna Íslendinga í íþróttum
upp úr miðri síðustu öld, ásamt tví-
burabróður sínum,
Erni Clausen lög-
manni, og fleirum. Að-
eins 18 ára að aldri, í
september árið 1947,
varð hann Norður-
landameistari í 200
metra hlaupi og sum-
arið 1950 setti hann
Norðurlandamet á
sömu vegalengd, 21,3
sekúndur, sem stóð í
mörg ár. Var það
besti árangur í þeirri
hlaupagrein í Evrópu
það árið. Haukur
keppti fyrir Íslands
hönd á Ólympíuleikunum í Lund-
únum árið 1948 og á Evrópumeist-
aramótinu í Brussel árið 1950 þar
sem hann komst í úrslit í 100 metra
hlaupi. Haukur hætti iðkun frjálsra
íþrótta árið 1951 og hafði þá sett
fjölda Íslandsmeta.
Haukur gegndi fjölmörgum trún-
aðarstörfum fyrir tannlækna og sat
í fjölda nefnda fyrir Tannlækna-
félag Íslands, TFÍ, allt til ársins
1988. Var hann formaður félagsins
árin 1974–1976 og um árabil í
samninganefnd TFÍ við Trygginga-
stofnun ríkisins.
Haukur lætur eftir sig eiginkonu,
Elínu Hrefnu Stefánsdóttur Thor-
arensen, og uppkomin börn.
Haukur Clausen
tannlæknir látinn
ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI þeirra 110.000
tonna af síld, sem Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra, hefur heimilað að veiða úr norsk-íslenzka
síldarstofninum er að
minnsta kosti um 1,5 millj-
arðar. Er þá miðað við að all-
ur aflinn fari í vinnslu á mjöli
og lýsi. Hægt er að auk verð-
mætin verulega með því að
vinna síldina um borð í skip-
unum eins og gert var í tölu-
verðu magni á síðustu vertíð.
Sé gert ráð fyrir að
110.000 tonn veiðist má
reikna með 10,5% nýtingu í
lýsi og um 22% í mjöli. Miðað
við núverandi gengi helztu
gjaldmiðla má svo reikna
með því að skilaverð verði 13.900 krónur á tonn upp
úr sjó. Íslendingar hófu veiðar á norsk-íslenzku síld-
inni á ný 1995 og þá veiddust ríflega 21.000 tonn.
Mestur varð aflinn 1998, 220.000 tonn, en í fyrra
varð hann 129.000 tonn.
Síldarvinnslan í Neskaupstað er með langmesta
hlutdeild í þessum síldveiðum, en hlutur hennar er
alls um 22% á eigin skipum og skipum sem hún á
hlutdeild í. Það koma því um 23.000 tonn í hlut fyr-
irtækisins. Gunnþór Ingvason, aðstoðarmaður for-
stjóra SVN, segir að mikilvægt sé að búið sé að
ákveða kvótann og líklega fari menn að huga að veið-
unum eftir næstu viku. Hins vegar sé það mjög
slæmt að ekki skuli hafa samizt og óvissan bæði í
síld- og loðnuveiðum sé slæm. Það að hvorki megi
veiða innan lögsögu Noregs né Jan Mayen, geti þýtt
að erfitt verði að ná kvótanum.
„Maður veit aldrei hvernig hún hagar sér, blessuð
síldin. Stundum heldur hún sig innan norskrar lög-
sögu að mestu, en stundum gengur hún út á al-
þjóðahafsvæðið og jafnvel yfir í lögsögu okkar og
Færeyja. Ég geri ráð fyrir því að menn byrji veið-
arnar snemma til að reyna að tryggja það að kvótinn
náist,“ segir Gunnþór.
Verðmætið
er um 1,5
milljarðar
5/(!## <
% 001
//1
Gefum út/16
Kvóti á norsk-íslenzku síldinni
FIMM íslenskar landsliðskonur í
handknattleik munu leika með
danska liðinu Team Tvis Holstebro
á næstu leiktíð. Þetta eru þær
Hrafnhildur Skúladóttir, Kristín
Guðmundsdóttir, Helga Torfadótt-
ir, Hanna G. Stefánsdóttir og Inga
Fríða Tryggvadóttir. Hrafnhildur
lék með liðinu í vetur og hefur
framlengt samning sinn við það og í
marsmánuði gekk Kristín frá samn-
ingi við liðið. Hún lék með Virum í
Danmörku í vetur en var áður í her-
búðum Víkings.
Team Tvis Holstebro er hálf-
atvinnumannalið og þær stöllur
munu fá vinnu á vegum félagsins.
Liðið leikur í næstefstu deild á
næstu leiktíð en það féll úr úrvals-
deild í vor.
Holstebro
stólar á
Íslendinga
Fimm/62
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FÉLAGAR í Starfsgreinasam-
bandi Íslands telja að í næstu
kjarasamningum eigi að leggja
mesta áherslu á atvinnuöryggi,
lækkun skatta og hærri laun. Þetta
er meðal þess sem kom út úr við-
horfs- og kjarakönnun sem IMG
Gallup vann fyrir sambandið og
kynnt var á ráðstefnu í gær.
Könnunin er símakönnun og var
gerð dagana 4. til 25. febrúar sl. Úr-
takið var 1.300 manns úr félagaskrá
félaga í Starfsgreinasambandinu.
Svarhlutfall var 60,1%. Starfs-
greinasambandið var eins og kunn-
ugt er stofnað í október árið 2000
við samruna Verkamannasam-
bands Íslands, Þjónustusambands
Íslands og Landsambands iðn-
verkafólks.
Svarendur lögðu einnig nokkra
áherslu á að í næstu kjarasamning-
um ætti að verja kaupmáttinn með
því að halda verðbólgu í skefjum,
veikindaréttindi voru einnig nefnd
til sögunnar, menntun, aukin lífeyr-
isréttindi, lenging orlofs, en sá þátt-
ur sem svarendur töldu síst
mikilvægan var stytting vinnutíma.
Þegar spurt var nánar um af-
stöðu til launahækkana sögðu
84,9% að leggja ætti áherslu á
hækkun lægstu launa umfram önn-
ur, en 15,1% töldu hins vegar að all-
ir ættu að fá sömu hækkun. Þá var
spurt hvort svarendur teldu sig
finna fyrir samdrætti á vinnustað
sínum og kom í ljós að 54% kváðust
ekki finna fyrir samdrætti en 46%
sögðust finna fyrir samdrætti.
Mikill munur á launum
karla og kvenna
Könnunin leiðir einnig í ljós að
meðaltekjur félaga í Starfsgreina-
sambandinu, miðað við fullt starf,
eru 182.222 kr. á mánuði. Meðal-
tekjur karla eru 217.968 kr. á mán-
uði, miðað við 100% starf en með-
altekjur kvenna eru 150.635 kr. á
mánuði, miðað við 100% starf. Inni í
þessum tölum eru ekki þeir sem
eru í minna en 75% starfi.
Sé litið á meðaltekjur miðað við
búsetu kemur m.a. í ljós í könnun-
inni að meðaltekjur fólks á höfuð-
borgarsvæðinu, miðað við 100%
starf, eru 180.184 og að meðal-
tekjur fólks á landsbyggðinni, mið-
að við 100% starf, eru 183.411 kr.
Í niðurstöðunum er einnig greint
frá meðaltekjum, miðað við 100%
starf, í einstökum starfsgreinum og
kemur þar fram að meðaltekjur í
fiskvinnslu eru 190.922 kr. á mán-
uði, meðaltekjur í verksmiðjustörf-
um eru 181.903 kr. á mánuði, með-
altekjur í umönnunarstörfum eru
148.947 kr. á mánuði, meðaltekjur í
ræstingum og mötuneyti eru
162.918 kr. á mánuði, meðaltekjur í
verka-, iðnaðar- og gæslustörfum
eru 204,095 kr. á mánuði og að lok-
um eru meðaltekjur í þjónustu- og
skrifstofustörfum 205.853 kr. á
mánuði.
Í niðurstöðunum er aukinheldur
tekið fram hverjar meðaltekjur fé-
laga í sambandinu eru, óháð fjölda
vinnustunda. Skv. því eru meðal-
tekjur félaga í sambandinu 160.246
kr. á mánuði. Meðaltekjur karla
eru 206.630 kr. á mánuði og með-
altekjur kvenna eru 126.990 kr.
Áhersla á atvinnu-
öryggi og skatta
Viðhorfs- og kjarakönnun Starfsgreinasambandsins
ÞEIR eru óteljandi möguleik-
arnir sem bjóðast ferðalöngum
sem sækja Ísland heim í sumar
og á það vilja forsvarsmenn
ferðasýningarinnar Ferða-
torgs í Smáralind leggja
áherslu. Hvort þessi unga
kona, sem kom við á sýning-
unni í gær, hafi verið að bóka
ferð í sumar skal ósagt látið.
Það var a.m.k. augljóslega
mikilvægt símtal sem hún átti.
Ferðasýningin var sett í
Vetrargarði Smáralindar í gær
en þar verða um helgina
kynntir þeir óteljandi mögu-
leikar sem bjóðast ferðalöng-
um á Íslandi. Þegar Pétur
Rafnsson, formaður ferða-
málasamtaka Íslands, hafði
sett Ferðatorgið setti Sturla
Böðvarsson samgöngu-
ráðherra átakið „Ísland, sækj-
um það heim“ sem á að hvetja
Íslendinga til þess að ferðast
meira innanlands.
Boðið verður upp á skemmti-
dagskrá alla helgina á Ferða-
torgi og verða heimatilbúin
skemmtiatriði höfð í öndvegi,
söngur dans og margvísleg
önnur skemmtun. Ferðamála-
samtök Íslands og Ferða-
málaráð Íslands standa að sýn-
ingunni með stuðningi frá
samgönguráðuneytinu.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Með símann á ferðasýningu
ÖKUMAÐUR bifhjóls var sviptur
ökuréttindum á staðnum er lögregl-
an stöðvaði hann á 170 km hraða á
Reykjanesbraut í gærkvöldi á móts
við Bústaðaveg þar sem hámarks-
hraði er 60 km.
Lögreglan í Reykjavík sagði hrað-
ann mjög mikinn, en að gjarnan
gerðist slíkt á þessum árstíma þegar
færð væri góð og bjart úti.
Stöðvaður á
170 km hraða
♦ ♦ ♦