Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TALSMENN Sjálfstæðisflokks, Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs og Frjálslynda flokksins lýsa furðu sinni á þeim ummælum Stefáns Jóns Hafstein, formanns framkvæmdastjórnar Sam- fylkingarinnar, í útvarpsþætti á Útvarpi Sögu, að hann teldi réttlátara að bjóða íslensk- ar fiskveiðiheimildir út á heimsmark- aði en að viðhalda núverandi kerfi í sjávarútvegi. „Ég er algjörlega andvígur þessu,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, um hug- myndir Stefáns Jóns. Guðjón segir mikilvægt að auðlindin nýtist Íslend- ingum og íslenskum byggðum. „Hins vegar geta menn auðvitað spurt sig; ef þetta endar þannig að hér verði ein- hver fjögur fyrirtæki sem eigi þetta allt verður Íslendingum þá ekki að mestu leyti sama hver er með eign- arhaldið? Þetta er kannski viðhorf í framtíðinni, sem verður mjög hættu- legt, ef þetta á að þróast áfram í þessa veru,“ segir hann. Guðjón segir hug- myndir Stefáns Jóns mjög fjarlægar og algerlega andstæðar hugsun Frjálslynda flokksins. „Við viljum móta sjávarútvegsstefnuna þannig að hún falli að byggðahagsmunum og tryggi atvinnu og byggð í landinu.“ Ekki séð áður svona innlegg í umræður um sjávarútvegsmál „Það er andstætt íslenskum lögum að erlend skip hafi heimildir til veiða í íslenskri lögsögu nema milliríkja- samningar kveði á um það. Við meg- um ekki úthluta þeim heimildum skv. lögum,“ segir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. „Þetta er þvert á allt það sem Íslendingar hafa verið að gera í landhelgismálum í gegnum tíðina í þeim tilgangi að ná yfirráðum yfir eigin lögsögu. Það má einnig benda á að það sem menn hafa óttast mest við aðild að Evrópusambandinu er annars vegar hin slaka fiskveiði- stjórn Evrópusambandsins og hins vegar kröfur ríkja Evrópusambands- ins um veiðiheimildir í íslenskri lög- sögu. Ég hef ekki séð svona innlegg í umræður um sjávarútvegsmál á Ís- landi áður, en auðvitað verður maður að taka þetta alvarlega því þessi mað- ur er hátt settur innan Samfylking- arinnar og reikna verður með því að það sem hann segir sé í samræmi við það sem forsætisráðherraefni og for- maður Samfylkingarinnar segja og að þetta sé stefna Samfylkingarinnar.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir vart hægt að bregðast við ummælum af þessu tagi. Þau séu svo fjarlæg hans hugmyndum. Steingrímur segir meg- inatriði í sjávarútvegsstefnu VG að fiskveiðirétt- indin verði færð nær byggðunum og fólkinu, svo skapa megi sæmilegt öryggi og draga úr þeirri óvissu sem markaðsvæðing sjávarútvegsins með frjálsu framsali hefur skapað. „Mér finnst Stefán vera að setja á fulla ferð í hina áttina að bjóða þetta upp á heimsmarkaði. Þá fyrst held ég að færi nú að þrengjast fyrir dyrum. Ég hélt að ein aðalröksemd þess að við gætum ekki gengið í Evrópusambandið væri sú, að þá gætu smátt og smátt opnast hætta á því að við misstum for- ræði yfir auðlindinni,“ segir Stein- grímur Hann bendir einnig á að ef hug- myndir af þessum toga yrðu að veru- leika myndi þróunin í sjávarútveginum í heild ráðast á grundvelli fjarlægra hagsmuna. „Ef við leikum okkur með þessa útópíu Stefáns Jóns Hafstein og segjum að t.d. Unilever eða Nestlé hreppi hnossið í uppboði. Hvað gæti þjónað hagsmunum þeirra? Til dæmis að setja allt hráefnið óunnið inn í ein- hverjar verksmiðjur í útlöndum sem væru liður í matvæladreifingarkeðju þeirra? Ég botna ekkert í hvað hann er að fara og held að svona hugmyndir færi okkur ekki mikið áfram í þessari umræðu, ekki frekar en hræðsluáróð- urinn.“ Ekki hægt að tala af gáleysi um sjávarútveginn „Þetta er náttúrlega svo algjörlega fáránlegt. Ég lýsi mig fullkomlega ósammála þessum manni,“ sagði Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra um ummæli Stefáns Jóns. „Maður verður svolítið var við það í umræðunni að Reykvíkingar sem hafa litla þekk- ingu á lífinu á landsbyggðinni sjá bara fyrir sér einhverja örfáa sægreifa þeg- ar talað er um sjávarútvegsmál. En sannleikurinn er sá að þessi fyrirtæki eru í almenningseign og eru flest hver skráð á markað. Og þau eru slíkir máttarstólpar atvinnulífsins á lands- byggðinni að það er ekkert hægt að tala af gáleysi um þennan atvinnuveg eins gert hefur verið,“ sagði hún. Um- ræðan sé oft með ólíkindum og þar komi fram mikið skilningsleysi á mik- ilvægi sjávarútvegsins fyrir lands- byggðina og fyrir þjóðarbúið allt. Val- gerður sagði gáleysi að ætla sér að taka áhættu með undirstöðuatvinnu- veg þjóðarinnar. Miðað við stöðu Stef- áns Jóns hjá Reykjavíkurborg skyldi ætla að hann væri ábyrgur stjórnmála- maður. Að slíkur maður skuli leyfa sér að koma fram með þau sjónarmið að bjóða megi út fiskveiðiheimildir á heimsmarkaði af því að það sé betra fyrir samfélagið: „Hann kemur úr ein- hverju umhverfi sem ég hélt að fyr- irfyndist ekki hér á Íslandi,“ sagði Val- gerður. Talsmenn stjórnmálaflokka um ummæli Stefáns Jóns Hafstein um fiskveiðikerfið Furða sig á hugmynd um uppboð á heimsvísu MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá Stefáni Jóni Hafstein vegna fréttar í blaðinu í gær: ,,Morgunblaðið leggur ranglega út af ummælum mínum í útvarps- þætti á dögunum, og segir að ég telji réttlátara að bjóða út auðlind þjóð- arinnar á heimsvísu ,,en að viðhalda núverandi kerfi í sjávarútvegi“ eins og blaðið segir. Þetta er rangt. Þetta hef ég aldrei sagt. Þetta hefur auk þess ekkert að gera með yfirlýsta stefnu Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum eins og skilja má af uppsetningu fréttarinnar um ,,formann fram- kvæmdastjórnar“. Það hefði blaðamaður getað fengið staðfest ef hann hefði borið við að leita skýringa. Í útvarpsþætti í síðustu viku (sem Morgunblaðið segir ranglega að hafi átt sér stað á þriðjudag) lýsti ég grein sem hið virta vikurit, The Economist, skrifaði um olíuauð Íraka sem ætti að nýtast þjóðinni allri að mati blaðsins. The Economist leggur til að vinnsla olíunnar verði boðin út á heimsmarkaði og arðurinn færður í þjóðarsjóð. Blaðið varar við að færa auðlindina klíkuveldi. Það sem Morgunblaðið hefur orðrétt eftir mér vísar í þessa grein, án þess að blaðið láti þess getið nægilega vel að sú blaðagrein hafi verið til umræðu, sem er mikilvægt fyrir sam- hengið. Umræðan var til dæmis ekki um stefnu Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum heldur um aðferð við auðlindaútboð í Írak. Í viðtalinu lýsti ég því að ,,þeir“, The Economist, leggðu til að auð- lindir Íraka væru ,,boðnar út á heimsmarkaði og öllum leyft að bjóða í“. Bætti síðan við: ,,Það er okkar leið“, og átti að sjálfsögðu við ,,öllum leyft að bjóða í“, enda stefna okkar Samfylkingarmanna í þeim málum öllum ljós. Hún felur sem kunnugt er ekki í sér útboð á heimsmarkaði og hefur aldrei komið til umræðu. Í framhaldinu var ég spurður að því sérstaklega hvort ég vildi bjóða upp auðlindir okkar á heimsvísu. Í svari mínu stillti ég upp tveimur kostum, í samræmi við vangaveltur The Economist: ,,…að afhenda þær örfáum sægreifum til einkaeignar“ eða bjóða út nýtingarréttinn á heimsvísu. Ég sagði að útboð á heimsvísu væri réttlátari leið og gagn- særri en afhending auðlindarinnar til ,,einkaeignar“. Þessi orðu lutu því að umfjöllun The Economist um útboð á þjóðarauðlind, ekki að stefnu Samfylking- arinnar í sjávarútvegsmálum. Útlegging Morgunblaðsins á orðum mínum um að ég vilji frekar út- boð á heimsvísu en ,,viðhalda núverandi kerfi í sjávarútvegi“ er beinlín- is röng. Um það var ég aldrei spurður. Núverandi kerfi Íslendinga byggist nefnilega á sameign þjóðarinnar og það ákvæði á að staðfesta í stjórnarskrá og virkja við nýtingu auð- lindarinnar. Auðlindin er ekki í einkaeign og má ekki verða það. Við sem förum fyrir Samfylkingunni viljum einmitt staðfesta ákvæði um sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá og gera það virkt. Það hefur ekki verið gert og þess vegna ríkir ósætti um þessi mál eins og hver maður gat skilið af orðum mínum í umræddum þætti. Hver er þá ,,fréttin“? Að Stefán Jón Hafstein vilji að sameiginleg auð- lind þjóðarinnar verði ekki í einkaeign. Yfirlýsing frá Stefáni Jóni Hafstein um fiskveiðikerfið Sameign þjóðarinnar er meginatriði FRAMBJÓÐENDUR Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokksins voru í Kringlunni þar sem þeir spjölluðu við gesti og gangandi um stefnu- mál flokkanna, nú þegar aðeins eru tveir dagar í kosn- ingar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, ræðir hér við gangandi vegfarendur í Kringlunni ásamt Árna Magnússyni, sem situr í öðru sæti Reykjavíkurkjör- dæmis norður hjá Framsóknarflokknum. Morgunblaðið/Jim Smart Stjórnmálamenn í götuspjalli MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun til borgaryfir- valda frá nokkrum forystumönnum samtaka listamanna. „Borgarleikhúsið er stolt Reykja- víkurborgar um leið og það er eitt stærsta menningarhús landsins. Borgarleikhúsið getur státað af metnaðarfullri og glæsilegri starf- semi. Án lifandi listastarfsemi er það þó ekki annað en köld steinsteypan. Það er veruleg ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála í Borgarleik- húsinu í ljósi atburða undanfarinnar viku, þegar 38 starfsmönnum hússins var sagt upp. Ef svo heldur fram sem horfir gæti Borgarleikhúsið orðið stærsta draugahús landsins. Erfið staða Borgarleikhússins kemur illa niður á listafólki í fjöl- mörgum greinum, ekki bara leikur- um og leikstjórum, heldur einnig hljóðfæraleikurum, tónskáldum, leik- ritahöfundum, leikmynda- og bún- ingahöfundum, auk hönnuða ljósa og hljóðmynda og fólks í öðrum störfum svo sem hárgreiðslu- og förðunar- fólki, smiðum, sviðsmönnum o.fl. Erf- ið staða Borgarleikhússins kemur líka illa niður á borgarbúum og gest- um þeirra, en yfir 100.000 manns hafa lagt leið sína í Borgarleikhúsið á yfir 400 atburði að meðaltali undan- farin ár. Skerðing á starfsemi leik- hússins er skerðing á þjónustu við al- menning. Við biðjum borgaryfirvöld að horf- ast í augu við þá staðreynd að menn- ingarstarfsemi á borð við leikhús- rekstur er dýr í beinhörðum peningum, en slík starfsemi skapar líka fjölda starfa og skilar auk þess ómældum verðmætum og arði til samfélagsins með öðrum hætti. Það er kominn tími til að borgin standi að rekstri þessa glæsilega húss eins og því sæmir og leysi til frambúðar þann fjárhagsvanda sem háð hefur lista- starfsemi í Borgarleikhúsinu frá upp- hafi. Við undirrituð skorum á borg- aryfirvöld að bregðast við vandanum.“ Undir áskorunina rita Tinna Gunnlaugsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, Aðalsteinn Ás- berg Sigurðarson, formaður Rithöf- undasambands Íslands, Árni Ibsen, formaður Leikskáldafélags Íslands, Áslaug Thorlacius, formaður Sam- bands íslenskra myndlistarmanna, Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, Björn Br. Björnsson, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, Gunnar Hansson, formaður 2. deildar Félags íslenskra leikara, Hlín Gunnarsdótt- ir, formaður Félags leikmynda- og búningahöfunda, Kjartan Ólafsson, formaður Tónskáldafélags Íslands, Magnús Kjartansson, formaður Fé- lags tónskálda og textahöfunda, Mar- grét Bóasdóttir, formaður Félags ís- lenskra tónlistarmanna, Margrét Kristín Pétursdóttir, formaður 4. deildar Félags íslenskra leikara, Ólöf Ingólfsdóttir, formaður Félags ís- lenskra listdansara, Randver Þor- láksson, formaður Félags íslenskra leikara, Rúnar Freyr Gíslason, for- maður 1. deildar Félags íslenskra leikara (Leikarafélag Íslands), Valdís Bjarnadóttir, formaður Arkitekta- félags Íslands, og Viðar Eggertsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi. Borgaryfirvöld bregðist við vanda Borgarleikhúss MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Kynn- ingu Og Markaði – KOM ehf.: „Í leiðara í Morgunblaðinu í dag, 7. maí, sem ber yfirskriftina „Skoð- anakannanir og auglýsingar“ er sagt á einum stað: „Það er ekki endilega jákvæð þróun að stjórnmálaflokkar leita augljóslega mjög til auglýsinga- og almannatengslastofa.“ Við undir- ritaðir ráðgjafar hjá almanna- tengslastofunni Kynningu Og Mark- aði – KOM ehf. viljum taka fram að fyrirtækið vinnur ekki fyrir neinn stjórnmálaflokk í þessum kosning- um og hefur ekki gert frá stofnun fyrirtækisins árið 1986. KOM vinnur heldur aldrei fyrir einstaka fram- bjóðendur. Okkur er heldur ekki kunnugt um að önnur almanna- tengslafyrirtæki geri slíkt nú. Flokkarnir nota nánast alfarið við auglýsingastofur. Þessi ummæli leið- arhöfundar setja óþarfa flokkspóli- tískan stimpil á KOM. Hvað starfs- menn KOM gera utan vinnutíma er alfarið þeirra eigið mál.“ Undir yfirlýsinguna rita Jón Hákon Magnússon og Þorsteinn G. Gunnarsson ráðgjafar hjá KOM. Athuga- semd við leiðara ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.