Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
!"#$
%
%
%
! !" #$%&'"
&
"
(
&
)
!*(&" +&
!'
"
,-.' /"
!01
'
/'
&" &
'
(2 3!
&
" &45)
!
"
S
SJÁLFBÆR þróun er höfð að leið-
arljósi í tillögu að deiliskipulagi 2.
áfanga íbúðasvæðis á Völlum í Hafn-
arfirði. Gert er ráð fyrir allt að 521
íbúð í hverfinu, mestmegins í fjöl-
býlishúsum. Byrjað verður að út-
hluta lóðum á svæðinu í byrjun sum-
ars og er áformað að uppbygging
geti hafist í október næstkomandi.
Tillagan var kynnt á fundum í
Hafnarborg í gær, annars vegar með
verktökum, hönnuðum og fasteigna-
sölum og hins vegar með öðrum
áhugasömum. Um er að ræða ný-
byggingasvæði sunnan 1. áfanga
Valla sem nú er í uppbyggingu. Í
greinargerð segir að byggðin muni
skipast um fallegt opið svæði sem
liggi yfir hraunhrygg, hraunkant og
gjótur í framhaldi af opnu svæði í 1.
áfanga Valla. Þar muni einkenni
hraunsins haldast og verða megin-
útivistarsvæði hverfishlutans.
Áformað er að í hverfinu verði
485–521 íbúð í fjölbýlishúsum, rað-
húsum og einbýlishúsum. Byggðin
verður þéttust vestan við hraunkant-
inn en þar verða tveggja til níu hæða
fjölbýlishús með 398–434 íbúðum.
Austan við hraunkantinn verður
byggðin smágerðari og gisnari þar
sem gert er ráð fyrir 29 tveggja
hæða raðhúsum eða keðjuhúsum
sem tengjast saman með einnar
hæðar byggingu. Enn austar verða
síðan 58 einbýlishús. Segir í grein-
argerðinni að þessi gisna byggð
muni mynda jaðarinn við ósnortna
náttúru við Grísanes og grasvelli á
Haukasvæðinu.
Þá er gert ráð fyrir grunnskóla
fyrir 1.–10. bekk og leikskóla mið-
svæðis í hverfishlutanum. Lóðir
þeirra munu tengjast beint hraun-
kantinum, sem verður hluti af úti-
vistarsvæði skólabarnanna.
Göngustígar að Ástjörn
og Hvaleyrarvatni
Aðkoma að hverfinu verður um
Ásbraut eða Krýsuvíkurveg en þrjár
safngötur koma til með að liggja frá
honum og inn í hverfið. Verða safn-
göturnar tengdar við Krýsuvíkur-
veginn um hringtorg og er það gert
til að draga úr umferðarhraða.
Þá verða þrír megingöngustígar í
hverfinu og liggur sá austasti þeirra
að Ástjörn í norðri og Hvaleyrar-
vatni í suðri. Miðstígurinn er hugs-
aður sem gönguleið barna til skóla
og liggur gegnum allt hverfið. Verð-
ur hægt að fara eftir honum í og úr
skóla nánast án þess að fara yfir um-
ferðargötur. Þriðji stígurinn verður
síðan vestan til í hverfinu. Sömuleið-
is er gert ráð fyrir tveimur leiksvæð-
um og eru aðkomur að þeim um
göngustígana.
Segir í greinargerðinni að leitast
verði við að hafa sjálfbæra þróun að
leiðarljósi við úrvinnslu á skipulag-
inu með því að leggja áherslu á þétta
byggð og styttri aksturs- og göngu-
leiðir. Þá verði það gert skylt að inn-
an íbúðalóða verði aðstæður til að
flokka sorp.
Tillagan, sem arkitektastofan
Arkís hannaði, hefur þegar verið
auglýst og rennur frestur til að skila
inn athugasemdum vegna hennar út
hinn 26. maí næstkomandi. Að sögn
Hafdísar Hafliðadóttur, skipulags-
stjóra í Hafnarfirði, er gert ráð fyrir
að lóðir verði auglýstar til úthlutun-
ar fljótlega eftir það.
Þá verða gatnaframkvæmdir á
svæðinu boðnar út í lok mánaðarins
að sögn Helgu Stefánsdóttur, for-
stöðumanns gatnadeildar Hafnar-
fjarðarbæjar. Gert er ráð fyrir að
framkvæmdir hefjist um miðjan júní
og ljúki í október næstkomandi en þá
geta lóðarhafar hafið uppbyggingu á
svæðinu.
Allt að 521 íbúð í
nágrenni Ástjarnar
Lóðum í 2.
áfanga Valla út-
hlutað í sumar
Hafnarfjörður
Hönnun/Arkís
Gert er ráð fyrir að byggðin verði þéttust vestan við hraunkantinn sem
gengur gegnum hverfið en mun gisnari austan við hann.
UM 800 nemendur við Mennta-
skólann við Sund óska eftir vinnu í
einn dag í febrúar á næsta ári.
Menntskælingarnir hyggjast síðan
gefa andvirði vinnunnar, sem innt
verður af hendi í tengslum við
árshátíð þeirra, til menntunar fá-
tækra barna í Kambódíu. Þetta
verður í annað sinn sem nemendur
skólans styðja við bakið á uppbygg-
ingarstarfi í Kambódíu með þessum
hætti.
Verkefnið verður unnið í sam-
vinnu við Barnaheill – Save the
Children á Íslandi en síðast stóðu
þessir aðilar að sambærilegu verk-
efni árið 1999. Þá unnu nemendur
einn dag í árshátíðarviku skólans á
ýmsum stöðum í borginni og gáfu
laun dagsins til barnanna í
Kambódíu. Alls safnaðist ein millj-
ón króna sem var nýtt til uppbygg-
ingar lítilla „fljótandi“ skólahúsa –
eins konar skólabáta, sem og til
menntunar tveggja kennara.
Að sögn Kristínar Jónasdóttur,
framkvæmdastjóra Barnaheilla,
hefur framlag krakkanna í MS frá
1999 haft mikið að segja fyrir kam-
bódísk börn. „Rauðu Khmerarnir
voru nýfarnir af þessu svæði þegar
við komum og fólkið sem þarna bjó
var búið að vera undir hálfgerðri
ógnarstjórn í 25 ár,“ segir hún og
útskýrir að meðal annars hafi
menntun algerlega aflagst á þeim
tíma.
Heil kynslóð
foreldra ómenntuð
„Þarna var komin kynslóð for-
eldra sem hafði ekki fengið neina
menntun þannig að fólkið var
meira og minna ólæst og óskrif-
andi. Metnaður innfæddra var að
koma af stað einhverju lágmarks-
skólastarfi, þótt ekki væri nema
upp að tólf ára aldri, þannig að fólk
lærði að lesa og fengi grunnþekk-
ingu í stærðfræði og öðrum grund-
vallarnámsgreinum.“
Hún segir að þetta hafi gengið
mjög vel eftir. Þannig séu 137 nem-
endur í öðrum skólanum sem sé við
lítið 400 manna þorp. Markmiðið
með söfnuninni á næsta ári sé að
halda áfram á sömu braut og setja á
laggirnar svipaða starfsemi í fleiri
slíkum þorpum.
Kristín segir frábært að fá
menntskælingana til samstarfs við
samtökin. „Það er ekki verra að
þetta er einnig menntun fyrir okk-
ur sjálf því það getur líka verið gott
að láta minna sig á hvað við erum
lánsöm að mörgu leyti.“
Geta tekið til
heima hjá sér
Að sögn Jóns Péturs Guðmunds-
sonar, ármanns Nemendafélags
MS, fannst stjórn félagsins tilvalið
að endurtaka leikinn frá 1999, ekki
síst til að lífga upp á árshátíðarviku
nemenda. „Við, sem erum í stjórn
nemendafélagsins, eigum öll systk-
ini sem voru í skólanum þegar þetta
var gert síðast og þau láta mjög vel
af þessu þannig að við ákváðum að
prófa þetta.“
Hann á von á að nemendur taki
vel við sér enda tali þeir oft um að
koma þurfi á eins konar vettvangs-
degi í skólanum. „Þetta getur kom-
ið í staðinn fyrir það,“ segir hann.
Fyrirkomulagið verður með þeim
hætti að nemendafélagið reynir að
útvega sem flestum nemendum
vinnu en þeir sem ekki vilja fara út
á vinnumarkaðinn geta styrkt verk-
efnið með öðrum hætti. „Þeir geta
t.d. tekið til heima hjá sér og borg-
að síðan ákveðinn pening til söfn-
unarinnar,“ segir Jón Pétur.
Næsta árshátíð nemenda verður
haldin í febrúar á næsta ári og því
góður tími til stefnu til að vekja at-
hygli vinnuveitenda á verkefninu.
Á Jón Pétur von á að þeir taki vel
við sér og ráði til sín menntskæl-
inga í einn dag þegar þar að kemur.
Atvinna óskast
í einn dag fyrir
800 mennta-
skólanema
MS-ingar styrkja
skólastarf í
Kambódíu
Sund
Í skólabátunum eru kennd undirstöðufög á borð við lestur og stærðfræði
en foreldrar flestra nemendanna eru alveg ómenntaðir vegna stjórnar-
stefnu Rauðu Khmeranna, sem réðu ríkjum í landinu í um aldarfjórðung.
Morgunblaðið/Jim Smart
Jón Pétur og Kristín eru bjartsýn á að vel gangi að útvega unga fólkinu
vinnu þannig að halda megi uppbyggingarstarfinu í Kambódíu áfram.