Morgunblaðið - 08.05.2003, Side 26
LANGÞRÁÐ sundlaug við Framhaldsskólann
á Laugum í Þingeyjarsveit er nú að verða að
veruleika því að fyrir skömmu undirrituðu þeir
Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Jó-
hann Guðni Reynisson sveitarstjóri samning
um byggingu sundlaugar í tengslum við
íþróttahús skólans.
Sundlaugin verður við suðurhlið íþrótta-
hússins og verður hún 25 metra löng. Það var
Arkitektastofan Form ehf. á Akureyri sem
annaðist teikningar af mannvirkinu og búast
má við að byggingarkostnaður verði um 110
milljónir kr. Þar greiðir ríkissjóður 60% af
kostnaðarverði og sveitarfélagið 40% sem mun
auk þess sjá um umsjón og rekstur laugarinnar
til framtíðar.
Gamla innisundlaugin á Laugum, sú elsta
sinnar tegundar á landinu, var byggð 1925 og
hefur gegnt mikilvægu hlutverki í nærfellt
áttatíu ár en er úr sér gengin fyrir löngu. Í
mörg ár hefur verið unnið að því að koma upp
nýju nútímalegra sundlaugarmannvirki en
málið hefur gengið mjög hægt fram að þessu og
því var það sérstakt fagnaðarefni heimamanna
að fá menntamálaráðherra í heimsókn til þess
að skrifa undir samninginn og sjá þar með fram
á að sundlaugin væri að verða að veruleika. Í
tilefni dagsins voru flutt ávörp í íþróttahúsinu
þar sem undirritunin fór fram og að því loknu
var gestum boðið upp á veislukaffi.
Sundlaug á Laugum
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Frá undirritun samningsins í íþróttahúsinu á Laugum, f.v. Valgerður Gunnarsdóttir skóla-
meistari, Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Jóhann Guðni Reynisson sveitarstjóri og
Unnsteinn Ingason, formaður byggingarnefndar sundlaugarinnar.
Laxamýri
LANDIÐ
26 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
TUTTUGU og tveir danskir ung-
lingar frá Vallekilde-Hövre Fri-
skole voru í heimsókn í Borgarnesi
nýlega. Ásamt þeim voru tveir
kennarar, foreldrafulltrúi og leið-
sögumaður. Hópurinn var í boði 9.
bekkjar Grunnskóla Borgarness en
Vallekilde-Hövre er vinabær Borg-
arness í Danmörku. Dönsku gest-
irnir dvöldu á einkaheimilum auk
þess að njóta aðstöðu í Grunnskól-
anum. Heimsóknin stóð í tæpa viku.
Nemendur 9. bekkjar tók þátt í
dagskrá með gestunum sem var
fjölbreytt og samanstóð af kynn-
isferðum og samverustundum. End-
að var á kveðjuhófi í boði Borg-
arbyggðar sem haldið var á Hótel
Borgarnesi fyrir gestina og gest-
gjafana.
Danir sóttu Borg-
nesinga heim
Borgarnes
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Sameiginleg kvöldmáltíð íslenskra og danskra unglinga í Borgarnesi.
HIN árlega héraðsvaka Rangæinga var hald-
in að Laugalandi í Holtum á laugardaginn
var. Áætlað er að nálægt þrjú hundruð gestir
hafi sótt vökuna enda fjöldi áhugaverðra
dagskrárliða.
Hátíðardagskrá héraðsvökunnar var til-
einkuð Guðmundi Guðmundssyni skólaskáldi
sem fæddist í Hrólfsstaðahelli í Landsveit.
Að sögn Jóns Þórðarsonar, formanns hér-
aðsvökunefndar, var markmiðið einkum það
að viðhalda þekkingu fólks á þessu stór-
skáldi. Séra Halldóra J. Þorvarðardóttir,
prófastur í Fellsmúla, flutti æviágrip hans,
barnakór undir stjórn Nínu Maríu Morávek
og einsöngvarar fluttu lög við ljóð Guð-
mundar við undirleik Halldórs Óskarssonar.
Börn úr Þykkvabæjarskóla lásu einnig nokk-
ur ljóða hans.
Fyrir hönd Rótarýklúbbs Rangæinga
veitti Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri
viðurkenningu. Hana hlaut Glerverksmiðjan
Samverk ehf. á Hellu fyrir framúrskarandi
árangur á liðnum þrjátíu árum, brautryðj-
endastarf, þrautseigju og framsýni. Við við-
urkenningunni, sem er málverk eftir Jónda í
Lambey, tók Ragnar Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Samverks, en faðir hans, Páll
G. Björnsson, gegndi því starfi nánast frá
stofnun 1969 til ársins 1995.
Íþróttamaður Rangæinga var einnig til-
nefndur og hlaut þann titil hestamaðurinn
Sigurður Sæmundsson í Holtsmúla. Vann
hann til margra verðlauna á síðasta ári og
er hann fyrirliði landsliðs Íslands í hesta-
íþróttum.
Meðal annarra dagskrárliða var glæsileg
sýning bútasaumsverka eftir nokkrar konur
í héraðinu. Mikla athygli vakti einnig sýning
gamalla ljósmynda eftir Helga Hannesson
kaupfélagsstjóra sem teknar voru í Rang-
árþingi á árunum 1930 til 1950.
Ýmislegt fleira var á dagskrá héraðsvök-
unnar en að henni lokinni var gestum boðið
upp á glæsilegar veitingar.
Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri veitti Glerverksmiðjunni Samverki ehf. viðurkenningu
fyrir hönd Rótaryklúbbs Rangæinga. Ragnar Pálsson framkvæmdastjóri tók við viðurkenn-
ingunni. Hjá honum stendur eiginkona hans, Guðrún D. Ragnarsdóttir, og hjónin Erla Emils-
dóttir og Páll G. Björnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Fjöldi
gesta á
héraðsvöku
Rangæinga
Hella
ÞAÐ var fjölmenni á Hrafnkelsstöðum I þegar
hjónin Jóhanna Bríet Ingólfsdóttir og Haraldur
Sveinsson bændur tóku á móti fjölda gesta í
hesthúsi sínu í tilefni þess að tamningastöðin
hefur verið rekin í fjörtíu vetur samfellt. Meðal
gesta var landbúnaðarráðherra Guðni Ágústs-
son sem flutti ávarp og árnaði heilla. Hið sama
gerði fyrrverandi hrossaræktarráðunautur Þor-
kell Bjarnason. Karlakór Hreppamanna söng
nokkur lög undir stjórn Edit Molnár. Nokkur
hross sem eru í tamningu voru sýnd í reið en auk
hjónanna brugðu fyrverandi tamningarmenn
hjá þeim sér á hestbak og tóku þátt í sýningunni.
Nákvæm skrá í tölvutæku formi er til um öll
þau 1287 hross sem tekin hafa verið í tamningu
og þjálfun á þessu tímabili. Þar er m.a. getið
uppruna, aldurs, litar og faðernis viðkomandi
hross. Alltaf hefur verið byrjað strax eftir ára-
mót og flest árin verið að til maíloka.
Veturinn 1967 voru fá hross í tamningu þar
sem þau hjón voru að byggja íbúðarhús en eigi
að síður komust fjögur hross frá stöðinni á fjórð-
ungsmót á Gaddstaðaflötum.
Tamningamenn með þeim Jóhönnu og Har-
aldi hafa verið 30, þar af 12 verknemar frá Land-
búnaðarháskólanum á Hvanneyri. Þau hjón
segja að rekstur tamningastöðvarinnar hafi fall-
ið vel að sauðfjárbúskap þeirra en þau eru með
mjög myndarlegt sauðfjárbú. Aldrei hafi orðið
slys á fólki og aðeins einn hestur slasast. Snyrti-
mennska og öll umgengni á þessu býli er til fyr-
irmyndar enda er gjarnan farið með innlenda og
erlenda gesti að Hrafnkelsstöðum I þegar sýna
á fyrirmyndarbýli.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds
Jóhanna og Haraldur á Hrafnkelsstöðum.
Tamningar
falla vel að
fjárbúskap
Hrunamannahreppur
Tamningar á Hrafn-
kelsstöðum í 40 ár
BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ Nestak lauk
við að reisa parhús á Bakkatúni í Nes-
kaupstað og því var flaggað við hún og
reisugilli haldið. Húsið sem nú er risið er
einingahús, framleitt í Eistlandi fyrir ís-
lenska fyrirtækið Hús og hönnun. Mikill
uppgangur er í húsbyggingum í Nes-
kaupstað um þessar mundir. Handan við
Bakkatúnið hefur verið hafist handa við
grunn að nýju einbýlishúsi og bráðlega
verður hafist handa við einbýlishús á
Bakkatúninu.
Reisugilli á
Bakkatúni
Neskaupstaður
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Hátíð í bæ – hús risið á Bakkatúni.