Morgunblaðið - 08.05.2003, Side 44

Morgunblaðið - 08.05.2003, Side 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐUSTU átta ár einkennast af styrkri stjórn efna- hagsmála sem leiddi til lengsta samfellda vaxtarskeiðs hagvaxtar og kaupmáttar Íslandssögunnar. Aukin at- vinnutækifæri hafa lagt grunn að vexti sem má finna víða í samfélaginu. Kaup- máttur hefur aukist, hagvöxtur verið stöðugur, arðsemi í atvinnulífinu hefur aukist, tekjur ríkissjóðs aukist og rekstr- arafkoma ríkisins tekið stakkaskiptum. Þessi vöxtur og sá stöðugleiki í efnahags- lífinu sem náðst hefur í setu Framsókn- arflokksins í ríkisstjórn hefur leitt til þess að velferðarkerfið hefur eflst og telja framsókn- armenn nú vera forsendur til að efla það enn frekar. B fyrir barnafólk Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á að styrkja fjölskylduna sem hornstein þjóðfélagsins og að treysta samheldni hennar og velferð. Samræming fjöl- skyldu- og atvinnulífs er mjög mikilvæg í nútímaþjóð- félagi. Stórt skref var stigið á núlíðandi kjörtímabili í þeim efnum. Fæðingarorlof var lengt úr sex í níu mánuði og tryggja hin nýju lög samvistir við föður og móður og gera ábyrgð þeirra gagnvart barninu jafnari. Þessi nýju lög eiga jafnframt að jafna kynbundinn launamun og gefa körlum sem konum betri kost á að samræma fjöl- skyldu- og atvinnulíf. Á kjörtímabilinu voru einnig tekn- ar upp ótekjutengdar barnabætur, 36.500 krónur, með öllum börnum sjö ára og yngri. Framsóknarflokkurinn vill ganga lengra á næsta kjörtímabili og tvöfalda þessar bætur, þ.e. í 73.000 krónur fyrir börn sjö ára og yngri. Ennfremur vill flokkurinn taka upp ótekjutengdar bæt- ur, að upphæð 36.500 krónur, með börnum á aldrinum sjö til sextán ára. Þá hafa framsóknarmenn gert það að stefnumáli sínu að gleraugu barna verði skilgreind sem hjálpartæki og greiðsluþátttaka ríkisins vegna þeirra verði sú sama og gildir um önnur slík. Einnig er lögð á það áhersla að öll börn eigi kost á íþróttaiðkun án endur- gjalds, t.d. með samningum milli ríkis, sveitarfélaga og íþróttahreyfingarinnar. Hagstæðari húsnæðislán Í dag búum við við mun skilvirkari húsnæðisstefnu en áður. Íbúðalánasjóður var stofnaður árið 1999 og hefur félagsleg aðstoð stóraukist síðan þá, eða úr 10.000 íbúð- um í u.þ.b. 17.000 íbúðir. Í dag er hægt að fá lán til 40 ára í stað 25 ára eins og áður var. Tekjulágir geta fengið allt að 90% lán og aldrei hafa fleiri tekjulágir einstaklingar og fjölskyldur komist í eigið húsnæði en nú. Húsa- leigubætur hafa einnig stórhækkað og urðu skattfrjálsar í ársbyrjun 2002. Framsóknarflokkurinn leggur á það áherslu nú að allir, sem hafa til þess greiðslugetu, geti fengið allt að 90% húsnæðislán af matsverði eigna, að ákveðnu hámarki. Þessi hugmynd er vel ígrunduð og er ætlunin að framkvæma hana í nokkrum skrefum næstu fjögur árin. Samhliða þeim verða hámarkslán hækkuð í skrefum. Forsendur fyrir þessari útlánaaukningu eru fyrir hendi þar sem eftirspurn erlendra fjárfesta á ís- lenskum húsbréfamarkaði hefur aukist verulega á síð- ustu misserum. Framsóknarflokkurinn telur þetta mik- ilvægt framfaraskref þar sem stór hluti íbúðarkaupenda hefur hingað til fjármagnað mismun húsnæðislána og kaupverðs íbúða með dýrum bankalánum sem mikil greiðslubyrði fylgir. Menntun fyrir alla Menntun skapar mannauð sem er ein dýrmætasta auð- lind hverrar þjóðar. Framsóknarflokkurinn vill áfram hvetja fólk til náms. Allir eiga að hafa sömu möguleika til að mennta sig, óháð kyni, efnahag, uppruna eða bú- setu. Framsóknarflokkurinn hafnar því frekari skóla- gjöldum í grunnskólum, framhaldsskólum og ríkis- reknum háskólum. Framsóknarflokkurinn leggur á það áherslu að framfærslugrunnur LÍN verði endurskoð- aður. Mikilvægt er að endurgreiðsla námslána verði lækkuð til samræmis við eldri lánaflokk eins og hún var fyrir 1992. Einnig er það réttlætismál að fallið verði frá kröfum um ábyrgð þriðja aðila á láni hjá LÍN þar sem ekki er sjálfgefið að allir hafi kost á því að útvega sér ábyrgðaraðila. Eitt stærsta baráttumál Framsóknar- flokksins í menntamálum er að breyta skuli hluta af lán- um þeirra sem ljúka fullu námi innan tilskilins tíma í styrk. Þetta er í samræmi við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. B fyrir stöðugleika Það er mikilvægt fyrir velferð Íslendinga að áfram ríki stöðugleiki í efnahags- og atvinnulífi. Án stöðugleik- ans verða engar framfarir í velferðarmálum. Framsókn- arflokkurinn á mikinn þátt í að viðhalda stöðugleikanum og efla atvinnulífið á síðustu árum. Með þeirri uppbygg- ingu, sem framundan er, sérstaklega í stóriðju og virkj- anaframkvæmdum, telja framsóknarmenn að tekjur rík- issjóðs muni stóraukast á næsta kjörtímabili. Þennan ávinning vill Framsóknarflokkurinn nýta þjóðinni til handa, meðal annars með þeim aðgerðum sem ég nefndi hér að framan. Einnig vilja framsóknarmenn halda áfram að lækka tekjuskattsprósentuna. Tillaga flokksins er að lækka tekjskattsprósentuna um 3,35% á kjör- tímabilinu, þ.e. að hún verði sú sama og þegar stað- greiðslukerfið var tekið upp, eða 35,2%. Framsókn- armenn munu því áfram setja velferðar- og fjölskyldumál í öndvegi. Settu X við B á kjördag, B fyrir betra líf. B fyrir betra líf Eftir Birnu M. Olgeirsdóttur Höfundur er hagfræðingur og skipar 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Í GRÓFUM dráttum virðast skilaboð stjórnmálaflokkanna til kjós- enda snúast um tvennt fyrir þessar kosningar. Annars vegar leggja þeir áherslu á mikilvægi þess að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu. Hins vegar hvetja þeir til breytinga. Vel má vera að þörf sé á að breyta ýmsu í stjórnun og uppbyggingu samfélagsins, En breytingar breytinganna vegna eru ekki eftirsóknarverður kostur. Stöðugleiki er hins vegar mjög eftirsóknarverður. Hægur, stöðugur vöxtur efnahagslífsins er forsenda hans. Helsta ógnunin við stöðugleika á komandi kjörtímabili eru þær gífurlegu framkvæmdir sem ríkisvaldið hefur nú ráðist í með gerð Kárahnjúkavirkjunar. Þær valda háum stýrivöxtum og háu gengi, en þetta tvennt er þegar tekið að skaða frjálst atvinnulíf í landinu verulega. Ekki er nóg með neikvæð þjóðhagsleg áhrif þessarar framkvæmdar, heldur liggur jafnframt fyrir að hún er óhagkvæm sem slík og verður því bein byrði á skattgreiðendum. Forsendur ákvörðunar um Kára- hnjúkavirkjun voru óvenju veikar. Engin trúverðug athugun var gerð á áhættunni við framkvæmdina, jafnvel þótt samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum megi gera ráð fyrir að kostnaður fari a.m.k. 30–50% fram úr áætlun. Landsvirkjun þverbraut grundvallarreglur fjármálafræð- innar í arðsemisútreikningum sínum og virðist jafnvel hafa veitt eigin ráðgjöfum rangar upplýsingar um forsendur hættu á kostnaðarfrávik- um. Það blasir við að rík ástæða er til að taka þetta mál upp strax að loknum kosningum og fá hæfa, óháða aðila til að taka það út. Meginatriðið er, að sú ríkisrekna atvinnustefna sem birtist í gerð Kárahnjúkavirkjunar er ekki eftirsóknarverð. Hún hefur alls staðar leitt til efnahagslegra hörmunga. Það skýtur því nokkuð skökku við, að eini flokkurinn sem varað hefur við þessari hættu skuli vera Vinstri grænir, flokkur sem meðal annars hefur harða sósíalista innanborðs. Forystumenn VG hafa talað skýrt um vandann sem þessar fram- kvæmdir valda í efnahagslífinu, hin neikvæðu áhrif á frjálst atvinnulíf og feluleik Landsvirkjunar og iðnaðarráðherra með forsendur og út- reikninga. En sé það rétt, að framkvæmdirnar valdi slíkum skaða, sem ég get fyllilega tekið undir, ætti það þá ekki að vera áherslumál flokksins að blása þær af, komist hann til valda? Hlyti það ekki að minnsta kosti að kalla á kröfu um óháða opinbera rannsókn, og eftir atvikum, stöðvun framkvæmdanna í ljósi niðurstöðunnar? Engar yf- irlýsingar hafa hins vegar heyrst í þá veru, þótt nægur tími sé til að snúa við blaðinu. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi, ásamt Framsókn, staðið að ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun, er hann þó eini flokkurinn sem stefnir markvisst að einkavæðingu og samkeppni í orkugeiranum. Einkavæðing í framtíðinni afsakar vitanlega ekki spillingu og misnotk- un almannafjár í nútíðinni. En þegar öllu er á botninn hvolft er einka- væðing orkusölu til stórnotenda og afnám ríkisábyrgðar besta leiðin til að koma í veg fyrir fleiri efnahagsleg slys á borð við Kára- hnjúkavirkjun. Að fylgja máli eftir Eftir Þorstein Siglaugsson Höfundur er hagfræðingur. ÚTGERÐARMENN hafa lengi mátt þola níðskrif og úthrópanir úr öllum áttum fyrir það eitt að fara að lögum. Ekki síst frá hinu háa Alþingi, því sama og setti lögin sem unnið hefur ver- ið eftir í tvo áratugi. Vísir hf. rekur og tengist fiskverkunum og fyrirtækjum á fjórum stöðum á landinu og gerir út sjö línuskip. Vegna þeirra sem hættir eru í útgerð og selt hafa fyrirtæki sín skal nú gengið í skrokk á þessum fyr- irtækjum og starfsfólki þess. Gildir einu þótt við uppbygginguna sé alls staðar unnið í góðri sátt við umhverf- ið. Útgerðin Fjárfestingar undanfarin ár í kvóta og tækjum hafa miðað að því að bjóða sjómönnum uppá heilsárs vinnu og gera skipin hæf til að sjá stöðunum fjórum fyrir hráefni allt árið. Til þess hefur þurft sjö skip sem öll veiða með línu. Á þeim starfa 100 sjómenn og beitt er um borð með vélum sem verið hafa í örri þróun undanfarin ár. Þetta hefur orðið til þess að vinna hefur verið örugg yfir haust- og vetrarmán- uðina. Stanslaus niðurskurður veiði- heimilda undanfarin ár hefur hins vegar dregið úr sumarveiðum og vinnu. Það er ekkert annað en árás á starfsfólk okkar ef aukning veiði- heimilda nú fer til annarra, núverandi kvóti verður tekinn af fyrirtækjunum á fimm til tíu árum,og veiðileyfagjöld stórhækkuð. Um 250 manns vinna við fiskvinnsl- una í fimm fiskverkunum. Í Grinda- vík er flattur og saltaður þorskur, keila og langa, á Þingeyri er aðallega unninn þorskur og steinbítur í fryst og söltuð flök, á Húsavík eru þorskur og ýsa unnin í bita og þar er enn fremur rækjuvinnsla. Á Djúpavogi er samskonar vinnsla og á Þingeyri og þar er einnig saltsíldarstöð. Á öllum þessum stöðum er viðkomandi fyrir- tæki burðarás atvinnulífsins. Samspil þessara staða í hráefnisöflun hefur gengið vel og njóta þeir allir sérstöðu sinnar. Skipin geta alltaf sótt á þau mið sem best eru allt í kringum landið og geta landað í „heimahöfn“ nálægt miðunum. Fiski er síðan keyrt á milli staða eftir þörfum. Eigendur fyrir- tækisins eru stoltir yfir hvernig til hefur tekist og starfsfólk er ánægt og unir sér vel í því öryggi sem verið er að byggja upp. Hvernig er hægt að réttlæta lokun og niðurrif 350 manna vinnustaðar af þessu tagi vegna gremju sem skapast við að aðrir selja sig út eða nýir menn vilja komast að í greininni? Upphaf endalokanna Grundvöllur þessa fyrirtækis og af- komu starfsfólks þess byggist á at- vinnurétti sem kallast kvóti. Fyrning- arleiðin er dauðadómur á fyrirtækið frá fyrsta degi og heyrst hefur frá bankamönnum að betra væri að ljúka öllum ófrágengnum lánamálum fyrir kosningar „ef þær skyldu fara illa“ eins og það er orðað. Þeir gætu sett öll lán í stranga innheimtu og lokað fyrir nýja fyrirgreiðslu. Verði fyrn- ingarleið farin blasir nefnilega við sú einfalda staðreynd að möguleikar okkar munu í besta falli einskorðast við að greiða upp skuldir áður en loka þarf endanlega eftir fimm til tíu ár. Nýir fjársterkir fjárfestar munu eiga auðvelt með að ýta okkur burt vegna fjárfestinga okkar innan núverandi kerfis. Það starfsfólk sem segja verð- ur upp á aðlögunartímanum, andláts- ferli fyrirtækisins, fær eflaust vinnu hjá hinum nýju félögum með tíð og tíma og áfram verður fiskur dreginn úr sjó og unninn á Íslandi. Þrátt fyrir það þekkjum við vel sársauka fólks þegar fyrirtæki ganga í gegnum gjaldþrot eða lokanir. Fyrning hlutafjár Til er önnur fyrningarleið sem gæti komið í veg fyrir fjöldauppsagnir og hægt andlát starfandi fyrirtækja. Hún er sú að fyrna eða innkalla hluta- bréf eigenda útgerðarfyrirtækjanna, „sægreifanna“, í stað kvótans. Starfs- fólk þyrfti þar af leiðandi ekki að ótt- ast um sinn hag og bankastofnanir gætu andað léttar. Fyrirtækin þyrftu ekki að leggja alla nýfjárfestingu á hilluna og fengju svigrúm til að borga niður sínar fyrri fjárfestingar og lán- ardrottnar og fjárfestar fengju trú á greininni á ný. Ríkið gæti svo sett þessi hlutabréf á uppboð eða deilt beint úr sínum ranni til þeirra sem það telur að betur fari með þau en nú- verandi eigendur. Slík eignaupptaka er mun líklegri til að takast án þess að setja efnahag landsins á hvolf. Það er með öðrum orðum betra að hirða fyr- irtækin af mönnum en að eyðileggja þau. Að lokum Vonandi þarf ekki að taka fram að það sem ég kalla árás á fyrirtæki og starfsfólk okkar á við um flest fyrir- tæki sem starfa á landsbygðinni þar sem sjávarútvegurinn er og verður. Fyrningarleiðin og aðrar sambæri- legar aðgerðir eru því ekkert annað en árás á landsbyggðina. Ég ætla mönnum ekki að vaða í villu og svíma af ásetningi eða illum hug. Pólitík hef- ur oft reynt að stýra þróun með hand- afli. Henni hefur aldrei tekist það en alltof oft seinkað eðlilegri þróun og aðlögun landsmanna að nýjum tíma. Það getur ekki verið af hinu góða að stöðva tækniframfarir og hagræðing- araðgerðir með óvissu og stór- auknum gjaldtökum. Hlífið starfsfólki með fyrningu hlutafjár í stað kvóta Eftir Pétur Hafstein Pálsson Höfundur er framkvæmda- stjóri Vísis hf. í Grindavík. HINN 15. nóvember árið 2000 var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hinn svokallaði Palermó-samningur, en þetta er samn- ingur gegn alþjóð- legri og skipulagðri glæpastarfsemi (United Nations Convention Against Transnational Org- anized Crime). Samkvæmt samn- ingnum telst það vera verslun með fólk þegar það er m.a. flutt milli staða í þeim tilgangi að misnota það kynferðislega eða til nauðungar- vinnu, ef til þess er beitt frelsis- sviptingu, þvingunum, misnotkun á yfirburðastöðu eða annarri ótil- hlýðilegri aðferð. Nú er til meðferðar hjá Héraðs- dómi Reykjaness tímamótamál í al- þjóðlegri baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi eins og hún birtist okkur Íslendingum. Málið hófst í lok mars sl. þegar lögreglan á Keflavíkurflugvelli hafði afskipti af fjórum Kínverjum, tveim 19 ára stúlkum og tveimur piltum um tví- tugt, við komu þeirra til landsins. Þau framvísuðu öll bandarískum vegabréfum, en tvö þeirra reyndust fölsuð og hin tvö voru vegabréf ann- arra einstaklinga. Frá þessari stundu tóku hjólin að snúast hratt og við tók rannsókn á umfangsmiklu máli sem leitt hefur til þess að ákæra var gefin út hinn 29. apríl sl. á hendur 34 ára gömlum Bandaríkjamanni fyrir brot gegn lögum um útlendinga. Hinn ákærði hefur játað að vera hlekkur í skipu- lagðri glæpastarfsemi sem vinnur að því að koma útlendingum til Bandaríkjanna. Samkvæmt ákær- unni eru fórnarlömbin sex, hinir fjórir Kínverjar sem áður hefur ver- ið minnst á, tvítugur Kínverji, sem ákærði kom til Bandaríkjanna en lögregluyfirvöld þar höfðu afskipti af honum við komuna þangað og hefur hann nú sótt um hæli í Bandaríkjunum, og annar óþekktur aðili að auki sem komst inn í Banda- ríkin með viðdvöl hér á landi dag- ana 14.–16. mars sl. Það liggur fyrir að fórnarlömbin áttu að greiða á milli 50.000 og 60.000 Bandaríkja- dali við komuna til Bandaríkjanna fyrir ferðina en það er í samræmi við þá fjárhæð sem fórnarlömb í sambærilegum málum annars stað- ar í heiminum hafa sagt lögreglu- yfirvöldum að þau þyrftu að greiða. Telja verður augljóst að ekkert þeirra hafði nein tök á því að greiða þessa upphæð og hefur komið fram, ef marka má umfjöllun fjölmiðla, að þau hafi átt að vinna fyrir henni ytra. Í sambærilegum málum hafa fórnarlömbin oftast þurft að vinna skuldina af sér í nauðungarvinnu eða í vændi árum eða jafnvel ára- tugum saman. Hafa örlög þeirra undantekningarlítið orðið þau að búa við skelfilegar aðstæður og vinna launalaust langan og strangan vinnudag, réttindalaus, skilríkjalaus og mállaus í ókunnugu landi. Það er ljóst að með rannsókn og ákæru í þessu viðamikla máli hefur sýslumannsembættið á Keflavík- urflugvelli skipað sér í framvarða- sveit þeirra sem berjast gegn skipu- lagðri glæpastarfsemi og þeirri baráttu sem nú er háð um allan heim gegn mansali. Athyglisvert verður að fylgjast með hver niðurstaða dómstóla verð- ur í máli þessu þar sem þetta er fyrsta mál þessarar tegundar hér á landi. Það mun því skapa fordæmi, ekki aðeins hérlendis heldur einnig langt út fyrir landsteinana. Tímamót í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi Eftir Hjálmar Árnason Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.