Morgunblaðið - 08.05.2003, Side 50

Morgunblaðið - 08.05.2003, Side 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Pétur Ágúst Þor-geirsson múrara- meistari fæddist á Akureyri 2. janúar 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Þorgeir Ágústsson frá Saurbæ í Eyjafirði, iðnverkamaður á Ak- ureyri, f. 15. júní 1909, d. 30 júlí 1953, og Guðrún Einars- dóttir frá Hærings- stöðum í Svarfaðar- dal, húsmóðir á Akureyri, f. 27. febrúar 1899, d. 4. desember 1985. Pétur var næstelstur fjögurra systkina, elst er Stella Stefáns- dóttir, f. 8 október 1923, búsett á Akureyri, Einar Þorgeirsson, f. 9. janúar 1930, d. 14. júní 2002, og yngstur var Stefán V. Þorgeirs- son, f. 10. ágúst 1931, d. 18. apríl 2001. Pétur kvæntist 30. desember 1950 Þórunni Sigurðardóttur, f. í Reykjavík 21. mars 1929. Þau slitu samvistir árið 1986. Börn þeirra eru: A) Sig- ríður P., f. 28.2. 1952, maki Jónas Már Ragnarsson, f. 7.8. 1951, börn þeirra eru: a) Guð- laug Kristbjörg, maki Hannes Jóns- son, þau eiga þrjú börn, b) Hrafnhildur Jóna, maki Jóhann Gunnar Elísson, þau eiga þrjú börn, c), Pétur Gísli, hann á eina dóttur, d) Þór- unn Hilda. B) Þor- gerður R., f. 7.11. 1954, maki Öyvind Glömmi, f. 28.8. 1952, börn þeirra eru Snorri, Silja og Símon. C) Guðlaug, f. 17.12. 1956, börn hennar eru Pét- ur Þór, hann á einn son, Gísli og Elísa. D) Gísli, f. 21.3. 1959. E) Rúna, f. 23.7. 1965, maki Egill Lárusson, f. 9.6. 1964, börn þeirra eru Jökull Alexander, Ragnheiður Þóra og Hekla, þau eru búsett í Ástralíu. Útför Péturs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku afi. Að fá að hafa þig hér á heimilinu hjá okkur mömmu og pabba voru mikil forréttindi, þótt maður hafi ekki alltaf kunnað að meta það. Það er örugglega ekkert auðvelt að vera orðinn það veikburða að maður þarf að stóla á aðra þegar maður er vanur að geta hugsað alveg um sig sjálfur. Það getur enginn skil- ið það nema að ganga í gegn um það sjálfur og oft hefði ég átt að sýna þér betri skilning. En sem betur fer lær- ir maður af þessu öllu, ég hef alla vega lært að maður á að sýna fólki meira umburðarlyndi og vil ég þakka þér afi fyrir að hafa kennt mér það. Það fór ekki mikið fyrir þér en það er mjög tómlegt að vita til þess að það er enginn afi heima til að taka á móti manni. Það var oft gaman þegar við dutt- um í spjall um stjórnmál, fótbolta og bara allt milli himins og jarðar. Ég er þakklát fyrir síðustu vikurnar sem við áttum saman, við spjölluðum mikið og vildi ég óska þess að við hefðum gert miklu meira af því. Stundin sem við áttum saman við morgnunverðarborðið daginn sem þú lést var yndisleg og er ómetanleg minning. Ég vissi vel að þú varst mikið veik- ur en einhvern veginn gerir maður ráð fyrir því að allir séu eilífir. Ég vona að þér líði vel núna og getir fylgst með fótboltanum og golf- inu hjá Guði og englunum. Mér þykir ofsalega vænt um þig, elsku afi minn. Þín Þórunn Hilda (Tótla). Elsku afi. Við munum eftir góðu tímunum þegar við vorum í herberginu þínu og horfðum á boltann eða cartoon network og borðuðum afabrjóstsyk- ur. Við vonum að þú sért á góðum stað þar sem þér er hlýtt og líður vel. Okkur þykir vænt um þig að eilífu. Símon og Elísa. Elsku afi Pétur minn, mikið er ég þakklát fyrir daginn sem þú komst í Stangarholtið fyrir stuttu og ég fékk tækifæri til þess að segja þér ferða- söguna mína frá Suður-Ameríku og sýna þér allar myndirnar. Það er eins og þessi dagur hafi verið fyr- irfram ákveðinn því daginn eftir varstu farinn frá okkur. Farinn á sama stað og hann Engla-Brandó sem þú varst svo góður að passa fyr- ir okkur á sumrin þegar við fórum í sumarbústað. Þú fylgdir þá leiðbein- ingunum: „Vert að vita um Brandó“ eftir og við vissum að hann var í góð- um höndum. Þú varst líka einn af uppáhaldsgestunum hans Hrings enda varstu alltaf svo mikill dýravin- ur. Bless, afi minn, og hvíldu í friði, Silja. PÉTUR Á. ÞORGEIRSSON ✝ Páll Ólafssonfæddist í Reykja- vík 20. júní 1922. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Fossvogi 30. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Ólafur Jóhannsson vélstjóri, f. á Hrófá í Hrófbergshreppi í Strandasýslu 27. nóv. 1888, d. 28. feb. 1928, og Valgerður Anna Guðnadóttir, f. á Kröggólfsstöðum í Ölfushreppi í Árnes- sýslu 13. jan. 1893, d. 26. júní 1960. Bróðir Páls er Guðni Ólafs- son vélfræðingur, f. 8. okt. 1924, og er hann kvæntur Magneu Magnúsdóttur, f. 21. sept. 1932. Páll kvæntist 8. nóv. 1952 Guð- rúnu Ásgerði Jakobsdóttur, f. á Patreksfirði 9. jan. 1926. Foreldr- ar hennar voru Jakob Kristjáns- son bóndi á Bakka í Tálknafirði, f. 5. sept. 1869, d. 6. maí 1926, og Júlíanna Ásgeirsdóttir, f. 20. ágúst 1886, d. 13. júní 1955, en fóstur- móðir hennar var Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 25. júní 1880, d. 7. nóv. 1952. Þau Páll og Ásgerð- ur eiga tvo syni, þeir eru: Ólafur vélfræð- ingur, f. 8. jan. 1953, kvæntur Sigrúnu Eddu Hálfdánar- dóttur, f. 15. nóv. 1958, dóttir þeirra er Valgerður Anna, f. 4. nóv. 1994; og Gunnar Rúnar vél- fræðingur, f. 31. ágúst 1957, kvæntur Kristínu Jóhannsdóttur, f. 19. júní 1955, dætur þeirra eru Ásgerður Guðrún, f. 27. júlí 1983, og Anna Kristín, f. 28. ágúst 1990. Páll starfaði hjá verslun Jes Zimsen frá árinu 1935 til 1993 er hann lét af störfum vegna aldurs, þá 71 árs. Útför Páls verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ég átti afa sem minnti á þig – með hvítt hár og hátt enni, og hann líktist þér mest í því, finnst mér nú þegar hann er farinn. Samt var návist hans lögmál. Ég óttaðist hann ekki en leit hann sömu augum og ég nú horfi til þín (Matthías Johannessen.) Elsku afi. Hafðu þökk fyrir allt. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta okkar. Þínar stelpur, Ásgerður og Anna Kristín. Vertu góði Guð hjá mér, gleðin sanna er hjá þér. Gjörðu bjart mitt bernsku vor blessa faðir öll mín spor. Þú veist alltaf um minn veg, allt þú veist, sem tala ég. Öll mín verk sér auga þitt, einnig hjarta lagið mitt. Allt hið fagra er frá þér, upp það vaxi í huga mér. Þegar stór ég orðinn er, ávöxt litla fræið ber. Vertu góði Guð, hjá mér, gæfa lífsins er hjá þér. Vertu æviathvarf mitt, alltaf sé ég barnið þitt. (Einar M. Jónsson.) Elsku afi, gott að þér líður betur. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir mig og varst mér. Ég sakna þín elsku afi minn. Þín afastelpa, Valgerður Anna. Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Góður vinur kveður. Páll Ólafsson, Palli í Zimsen, er genginn á vit feðra sinna. Við vorum svo heppin að fá að kynnast þessum öðlingi, ég þegar hann gekk í hjóna- band með Ásu frænku minni og Gunnar síðar. 50 ár eru liðin síðan, og tryggari hjón er vart hægt að hugsa sér. Í gegnum tíðina hittumst við annað slagið. Þá ríkti gleði og stutt var í grínið. Palli var traustur maður í einu og öllu, góður eigin- maður og faðir. Heimili þeirra hjóna og heimilishald var til fyrirmyndar. Í sameiningu komu þau sonum sín- um, Ólafi og Gunnari vel til manns, og voru góðir vinir þeirra og fjöl- skyldnanna. Aðdáunarvert var, hve þétt þau stóðu saman í veikindum Palla. Já, Palli eins og fleiri mundi tímana tvenna. Móðir hans, Valgerð- ur Guðnadóttir, missti mann sinn, Ólaf Jóhannsson, er togarinn „Jón forseti“ fórst, en Palli og Guðni bróðir hans, voru þá smábörn. Ekki veit ég söguna alla, en eitt er víst að það var ekki létt verk fyrir einstæð- ar mæður þeirra tíma að sjá fram úr erfiðleikunum og ala upp börnin sín. Palli fór því ungur að vinna, 14 ára. Fyrst, sem sendill hjá Zimsen og síðar, sem verslunarstjóri hjá sama fyrirtæki, uns hann lauk störfum. Hann var þekktur af greiðvikni, lip- urð og dugnaði, þessi glaðværi mað- ur. Guð geymi góðan dreng, Pál Ólafsson. Við vottum fjölskyldu hans samúð okkar, Guðríður og Gunnar. PÁLL ÓLAFSSON ✝ Ólína H. Kristins-dóttir fæddist í Reykjavík 18. nóv- ember 1932. Hún lést á Landspítalanum á Landakoti 2. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Una Kristjánsdóttir frá Sveinseyri í Dýrafirði, f. 22. des- ember 1909, d. 25. nóvember 1988, og Kristinn Guðlaugs- son úr Reykjavík, f. 7. ágúst 1909, d. 23. október 1972. Systk- ini Ólínu eru Guðlaugur Kristins- son, f. 8. september 1935, d. 5. júní 1998, Unnur G. Kristinsdóttir, f. 12. október 1942, og Skúli Thor- ember 1953. Börn þeirra eru Krist- inn, f. 20. septeber 1977, sambýlis- kona Valdís H. Hauksdóttir, f. 31. júlí 1982; Magnús, f. 29. ágúst 1978, sambýliskona Kristín Svavarsdótt- ir, f. 18. mars 1978, barn þeirra er Una Margrét, f. 23. nóvember 1997; Ósk, f. 6. júní 1982. 4) Bolli, f. 17. nóvember 1961. Sambýliskona hans er Elsa Stefánsdóttir, f. 22. maí 1966, börn Bolla eru Ásta Björk, f. 25. febrúar 1992, Guðný Inga, f. 8. janúar 1996, og fóstur- dóttir Kristín Valdimarsdóttir, f. 10. september 1988. 5) Árni, f. 24. desember 1962. Börn hans eru Berglind, f. 12. apríl 1985, og Árni Elvar, f. 18. nóvember 1996. 6) Guðlaugur, f. 29. mars 1966, kvæntur Jóhönnu M. Jóhannsdótt- ur, f. 10. apríl 1968. Börn þeirra eru Elmar, f. 1. mars 1993, Guð- mar, f. 14. ágúst 2000, og Hreimur, f. 14. ágúst 2000. Útför Ólínu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. oddsen, f. 6. ágúst 1949. Ólína kvæntist 14. október 1958 Magnúsi Árnasyni matreiðslu- meistara, f. í Reykja- vík 16. ágúst 1932, d. 27. janúar 2003. Börn þeirra eru: 1) Kristinn, f. 24. júní 1952, d. 25. mars 1971. 2) Magnús, f. 17. nóvember 1956. Börn hans eru Ólína Halla, f. 6. október 1977, sambýlismaður hennar er Andri Freyr Hansson, f. 27. júní 1977, barn þeirra er Dagbjört Líf, f. 11. október 2000; Páll, f. 11. mars 1986. 3) Una, f. 17. nóvember 1956, gift Ómari Sigurðssyni, f. 18. nóv- Elsku mamma mín, nú ertu farin í annan og betri heim, eftir erfið veik- indi í gegnum lífið. Nú ert þú laus við öll veikindi og líður vel. En þrátt fyr- ir veikindi þín var gleðin aldrei langt undan í öll þessi ár. Heima var alltaf fínt og passað upp á að við systkinin værum fín og vel til höfð. Það er eins og stundum er sagt „hugurinn ber mann hálfa leið“ en ég hef þá trú að hann fari stundum með mann lengra. Þú hafðir lítið að lifa fyrir eftir að pabbi dó í janúar sl. og þú vildir kom- ast til Kidda bróður og pabba. Þið pabbi hafið gengið í gegnum súrt og sætt í gegnum tíðina, en eins og ég sagði við þig ekki alls fyrir löngu var hjónaband eins og ykkar nokkuð sem maður getur tekið sér til fyrirmyndar. Ást ykkar hvors á öðru var svo mikil að orð fá ekki lýst. Mamma, það var ekki leiðinlegt að fara með þér og pabba í allar hesta- ferðirnar í gamla daga. Ég og þú saman í bílnum að keyra á eftir pabba. Það var alveg frábært að þeg- ar pabbi þurfti að fara nokkurra kíló- metra leið þá voru smurðar samlok- ur fyrir 100 manns og allir fengu nóg. Mamma, jólin heima gleymast ekki, þegar við systkinin og barna- börn hittumst öll heima hjá ykkur og pabbi var auðvitað með sínar kræs- ingar handa öllum, kjúklinga, önd og hamborgarhrygg, svo allir fengju eitthvað við sitt hæfi. En nú kveðjum við elsku hjartans mömmu og ég þakka fyrir allt sem þú gafst mér í lífinu. Þinn sonur Guðlaugur (Laugi). Elsku amma mín. Ég sakna þín rosalega mikið. Það er samt svo gott að þú varst loksins bænheyrð og fékkst að fara aftur til afa og Kristins. Elsku amma, þú varst orðin svo mikið veik og gast ekkert gert án aðstoðar. Ég man samt eftir þeim tíma sem þú varst hress. Þá var svo gaman að koma til þín og afa í heimsókn í Víkurásinn. Við fórum stundum saman í bæinn og keyptum fullt af allskonar glingri. Svo fórum við með fellihýsið að Kirkjubæjarklaustri og vorum þar yfir helgi í góðra vina hópi. Við áttum líka góðar stundir saman í hjólhýs- inu á Laugarvatni og í Húsafelli og sumarbústaðnum ykkar afa í Húsa- felli, en þær stundir hefðu alveg mátt vera miklu fleiri. En svo komu miklu veikindin, þú lagðist inn á K-1 á Landakoti og afi svo stuttu seinna. Elsku amma, mikill söknuður fyllir hjarta mitt en samt veit ég að núna líður þér vel. Þú ert komin til afa, kysstu hann frá mér. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ ég dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Þín Ósk. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, Föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. Góða nótt elsku amma mín. Megi Guð og gæfa vera með þér. Takk fyrir allt. Kveðja Berglind. ÓLÍNA H. KRISTINSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Pét- ur Á. Þorgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. AFMÆLIS- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á út- farardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.