Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 64
ÍÞRÓTTIR
64 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GUÐJÓN Valur Sigurðsson,
landsliðsmaður í handknatt-
leik, getur ekki leikið með
Essen í þýsku úrvalsdeildinni
næstu vikurnar. Guðjón
meiddist í sýningarleik með
Essen gegn liði úr 5. deildinni
síðastliðið sunnudag og við
læknisskoðun kom í ljós að tvö
liðbönd í ökklanum sködd-
uðust.
„Ég kom illa niður á vinstri
fótinn. Hann lenti ofan á fæti
annars leikmanns og við það
missteig ég mig mjög illa. Ég
þarf sem betur fer ekki að
fara í aðgerð en tvö liðbönd í
ökklanum rifnuðu. Ég er kom-
inn í spelku og nú tekur bara
við að styrkja ökklann sem er
mjög bólginn,“ sagði Guðjón
við Morgunblaðið.
Sjálfur segist Guðjón hafa
tekið stefnuna á að spila með
Essen á móti Pfullingen í
næstsíðustu umferð deildar-
innar sem fram fer 21. maí en
til þess þarf batinn að verða
mjög skjótur að sögn Guðjóns.
Guðjón átti stórleik með
Essen í sigrinum á Grosswall-
stadt um síðustu helgi. Hann
skoraði 10 mörk og hans verð-
ur sárt saknað í tveimur næstu
leikjum sem eru á móti Nord-
horn og Lemgo en Essen er í
harðri baráttu við Magdeburg
um þriðja sæti deildarinnar
sem gefur sæti í Meistaradeild
Evrópu.
Guðjón Valur kominn
á sjúkralista hjá Essen
Guðjón Valur
STJÓRN Alþjóðakörfuknatt-
leikssambandsins, FIBA, ákvað á
fundi sínum í mars að kollvarpa
keppnisfyrirkomulagi Evrópu-
keppni landsliða sem búið var að
samþykkja á ársfundi FIBA fyrir
tveimur árum. Ólafur Rafnsson,
formaður Körfuknattleikssam-
bands Íslands, KKÍ, segir að nið-
urstaðan sé gríðarleg vonbrigði
fyrir íslenskan körfuknattleik.
FIBA hætti við að nota fyrir-
komulag sem svipar til þess sem
þekkist í Evrópukeppni lands-
liða í knattspyrnu, þar sem öll lið
nema gestgjafar og Evrópu-
meistararnir eru dregin í riðla
og leikið er heima og að heiman í
riðlakeppni.
„Við vorum búnir að miða
okkar áætlanir við fyrri sam-
þykktir FIBA og sáum fram á
„alvöru“ landsleiki á Íslandi
strax í haust, 2003, þar sem við
gátum fengið bestu lið Evrópu í
okkar riðil. En FIBA hefur nú
snúið frá þessu, og eru það gríð-
arleg vonbrigði fyrir okkur og
aðrar þjóðir,“ sagði Ólafur og
átti hann von á því að næstu leik-
ir íslenska liðsins í forkeppni
Evrópumótsins færu fram í sept-
ember árið 2004 þar sem sex
leikir færu fram. Íslenska lands-
liðið leikur því þrjá leiki gegn
Norðmönnum síðar í þessum
mánuði, tekur þátt á Smáþjóða-
leikum en síðan gæti svo farið að
rúmt ár líði þar til liðið leikur
„alvöru“ landsleiki á ný.
Vonbrigði er FIBA
breytti um stefnu
TEDDY Sheringham fær ekki
áframhaldandi samning við Totten-
ham í sumar. Samningur þessa 37
ára gamla framherja rennur út í
næsta mánuði og hann leikur því síð-
asta leik sinn með Tottenham þegar
liðið tekur á móti Blackburn í loka-
umferð deildarinnar á sunnudag.
RUUD Van Nistelrooy, marka-
maskínan í liði Manchester United,
segir í viðtali við Manchester Ewen-
ing News að hann hafi mikinn hug á
að enda feril sinn hjá Manchester
United. „Mig langar að vinna allt
sem hægt er að vinna með United og
ég get þannig vel hugsað mér að
leika með liðinu allt þar til ég legg
skóna á hilluna,“ segir Nistelrooy
sem keyptur var frá PSV fyrir 18,5
milljónir punda fyrir tveimur árum.
NISTELROOY, sem er 26 ára
gamall, lék sinn 100. leik fyrir Unit-
ed í sigrinum á Charlton um síðustu
helgi og í þessum leikjum hefur hann
skorað 79 mörk fyrir félagið. Hann
hefur skorað 43 mörk á leiktíðinni en
vantar þrjú mörk til að jafna met
Denis Law sem skoraði 46 mörk á
einni á sömu leiktíðinni.
DAVID O’Leary segir við BBC að
hann yrði afar ánægður ef honum
yrði boðið að taka við enska úrvals-
deildarliðinu Leeds Utd. á ný en liðið
bjargaði sér frá falli í 1. deild með 3:2
sigri gegn Arsenal.
DAVID O’Leary stýrði Leeds á
þar til s.l. sumar er hann var látinn
fara frá félaginu en undir hans stjórn
komst Leeds í undanúrslit í Meist-
aradeild Evrópu.
ÞAÐ var stjórnarformaður liðsins,
Peter Ridsdale, sem taldi að best
væri að láta O’Leary fara frá félag-
inu en nú hefur Risdale sagt af sér
og O’Leary telur sig eiga ágæta
möguleika á því að fá gamla starfið
sitt á ný. Peter Reid er knattspyrnu-
stjóri liðsins þessa stundina en eft-
irmaður O’Leary, Terry Venables,
sagði af sér þegar átta umferðir voru
eftir af ensku deildarkeppninni.
DANNY Murphy var kjörinn leik-
maður ársins hjá Liverpool af stuðn-
ingsmönnum þess. Murphy hlaut
6,270 atkvæði, Steven Gerrard varð
annar með 3,180 og Michael Owen
þriðji með 2,178.
FORRÁÐAMENN tveggja af
toppliðunum í þýsku 1. deildinni í
knattspyrnu, Uli Höness hjá meist-
urum Bayern München og Michael
Meier hjá Dortmund segja tillögu
Bayer Leverkusen um að tvö efstu
liðin eftir deildakeppnina leiki tvo
undanúrslitaleiki og einn úrslitaleik
um meistaratitilinn sé alveg út í hött.
„Þetta er fáránleg tillaga. Það lið
sem er efst eftir 34 umferðir á ekki
að hæga það á hættu að tapa titlinum
með því að spila einn lélegan leik,“
segir Uli Höness.
FÓLK
Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfarikarlalandsliðsins hefur valið 17
leikmenn til undirbúnings fyrir leik-
ina þrjá en síðan mun hann velja þá
leikmenn sem taka þátt í Smáþjóða-
leikunum á Möltu í byrjun júní.
Damon Johnson mun leika sína
fyrstu landsleiki gegn Norðmönnum
en Brenton Birmingham verður að
öllum líkinindum enn að leika með
liði sínu Ruiel í Frakklandi.
Guðmundur Bragason, UMFG,
kemur aftur inn í hópinn eftir nokk-
urt hlé. Landsliðshópur karlaliðsins
er þannig skipaður: Sverrir Þór
Sverrisson (Keflavík/4 leikir), Gunn-
ar Einarsson (Keflavík/19), Magnús
Þór Gunnarsson (Keflavík/4), Jón
Nordal Hafsteinsson (Keflavík/15),
Damon Johnson (Keflavík/0), Frið-
rik Stefánsson (UMFN/61), Páll Ax-
el Vilbergsson (UMFG/30), Guð-
mundur Bragason (UMFG/161),
Sigurður Þorvaldsson (ÍR/6), Baldur
Ólafsson (KR/32), Hlynur Bærings-
son (Snæfell/1), Pálmi Freyr Sigur-
geirsson (Breiðablik/4), Logi Gunn-
arsson (Ulm/23), Jón Arnór
Stefánsson (Trier/26), Fannar Ólafs-
son (IUP/29), Helgi Már Magnússon
(Catwaba/13), Brenton Birmingham
(Ruiel/3).
Gáfu ekki kost á sér
Ingvaldur Magni Hafsteinsson
(KR), Jakob Sigurðarson (Birming-
ham S.), Sævar Sigurmundsson
(Alabama), Helgi Jónas Guðfinnsson
(UMFG), Hreggviður Magnússon
(ÍR), Herbert Arnarson (KR), Teitur
Örlygsson (UMFN) og Páll Kristins-
son (UMFN) voru valdir í hópinn, en
gáfu ekki kost á sér vegna meiðsla
eða af persónulegum ástæðum.
Friðrik sagðist hafa miklaráhyggjur af því hve margir leik-
menn veldu það að taka ekki þátt í
verkefnum landsliðs-
ins, en mál Helga
Jónasar væri sér-
stakt. Alls eru átta
leikmenn sem Frið-
rik leitaði til fyrir utan hópinn að
þessu sinni og eru ástæðurnar marg-
ar.
„Ég veit ekki hvort það er meiri
áfellisdómur yfir körfuknattleiknum
eða knattspyrnunni á Íslandi að
Helgi sé ekki með íslenska landslið-
inu á ný.
Mér finnst það ótrúlegt að hann
geti nánast gengið inn í eitt besta
knattspyrnulið landsins þegar grasið
fer að grænka. Ég er svekktur, sár,
reiður og á stundum alveg brjálaður
út af þessu. En ég get engu breytt úr
þessu en ég mun ekki erfa þessa
ákvörðun við leikmanninn. En ég
skil hana hins vegar alls ekki,“ sagði
Friðrik Ingi.
Það eru ýmsar ástæður fyrir því
að leikmennirnir sem Friðrik leitaði
til gáfu ekki kost á sér.
Ingvaldur Magni Hafsteinsson
(KR) gefur ekki kost á sér vegna
vinnu, Jakob Sigurðarson (Birming-
ham) er við nám í sumarskóla í byrj-
un júní, Sævar Sigurmundsson (Ala-
bama) og Teitur Örlygsson völdu
ekki landsliðið af persónulegum
ástæðum. Hreggviður Magnússon
úr ÍR er að ljúka námi í byrjun júní
og stefnir á framhaldsnám vestan-
hafs næsta haust. Herbert Arnarson
er meiddur á hné og Páll Kristinsson
er enn að jafna sig eftir að hann fór
úr axlarlið í vor, auk þess sem hann
mun ganga upp að altarinu ásamt
unnustu sinni 24. maí, sama dag og
íslenska landsliðið leikur gegn Norð-
mönnum.
Að auki er óvíst hvort Jón Arnór
Stefánsson verður klár í slaginn fyr-
ir Smáþjóðaleikana en hann fer í
speglun á hné á næstu dögum en
stefnir á að vera með verði hann heill
heilsu. Fannar Ólafsson er einnig að
jafna sig eftir meiðsli en hann hefur
verið í gifsi undanfarnar vikur eftir
handarbrot.
„Það er vissulega mjög slæmt fyr-
ir íslenskan körfuknattleik að geta
ekki stillt upp sterkasta landsliðs-
hópnum. Ég hef verulegar áhyggjur
af því hve margir leikmenn setja ís-
lenska landsliðið aftar í forgangsröð-
ina en áður. Við þurfum að skoða
þessi mál gaumgæfilega að loknum
Smáþjóðaleikunum,“ sagði Friðrik
Rúnar en markmið íslenska lands-
liðsins á þeim leikum er að vinna til
gullverðlauna en það tókst síðast
fyrir áratug.
„Ég virði ákvörðun Helga Jónasar, en ég skil hana ekki,“ segir
Friðrik Ingi Rúnarsson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik
„Hef miklar
áhyggjur af
þróuninni“
„ÉG virði ákvörðun Helga Jónasar Guðfinnssonar, en ég skil hana
ekki,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari karlalandsliðsins í
körfuknattleik, í fyrradag er hann tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir
þrjá leiki gegn Norðmönnum í lok mánaðarins og Smáþjóðaleikana
á Möltu í byrjun júní. Leikmaður ársins á Íslandsmóti karla, Helgi
Jónas, sem leikur undir stjórn Friðriks Inga í Grindavík valdi annað
árið í röð að leika knattspyrnu með úrvalsdeildarliði Grindavíkur í
stað þess að taka þátt í verkefnum landsliðsins.
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson
Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson
Keflvíkingurinn Damon Johnson leikur sína fyrstu landsleiki
fyrir Ísland gegn Norðmönnum hér á landi í lok maí.
Damon í landsliðs-
hóp Friðriks Inga
ÍSLENSKU karla- og kvennalandsliðin í körfuknattleik mæta þeim
norsku í þremur vináttulandsleikjum hér á landi dagana 23.–25.
maí og fara leikirnir fram í Keflavík, Reykjavík og Hafnarfirði. Bæði
landsliðin taka síðan þátt í Smáþjóðaleikunum á Möltu í byrjun júní.