Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 13 SENDINEFND frá fulltrúa- deild bandaríska þingsins er væntanleg hingað til lands síðar í sumar til að kynna sér auðlindastjórnun, sérstaklega fiskveiðistjórnun. Ármann Kr. Ólafsson, að- stoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, segir að þessi heim- sókn komi í kjölfar heimsóknar auðlindanefndar Bandaríkjaþings fyrir um einu og hálfu ári og sé einnig uppskera þeirrar miklu vinnu, sem lögð hafi verið í að kynna málstað Íslendinga vegna hvalveiða í Bandaríkj- unum. Tækifæri til að koma sjónarmiðum á framfæri „Það er mjög mikils virði að þessi hópur skuli hafa boð- að komu sína hingað til lands. Það er ljóst að hópurinn hef- ur áhuga á því að kynna sér fiskveiðistjórnun hér við land, en það gefur okkur jafnframt gott tækifæri til að koma sjónarmiðum okkar á fram- færi,“ segir Ármann. Kynna sér fisk- veiði- stjórnun HÚSFYLLIR var á kosningafundi Samfylkingarinnar í Háskólabíói í gærkvöld. Fjöldi tónlistarmanna kom þar fram, m.a. Ríó Tríó, Stuðmenn, Borgardætur, Eivör Pálsdóttir o.fl. en ræðum var aftur á móti í hóf stillt og töluðu aðeins þau Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. „Markmið okkar,“ sagði Ingibjörg Sólrún, „er að auka réttlæti í samfélaginu. Sumir halda að kosningar snúist aðeins um hagsmuni. Það er sjónarmið út fyrir sig en það getur ekki verið það sem lýðræðið gengur út á. Það hlýtur að ganga út á réttlæti og á það eigum við í Samfylkingunni alltaf að leggja áherslu, því réttlætið og réttlætiskenndin hefur alla tíð verið aflvaki allra framfara. Við stjórnmálamennirnir erum ekki komnir til að deila og drottna eða segja fólki hvernig það á að sitja eða standa heldur til þess að mála upp mynd af samfélaginu svo við öll getum tekið þátt í því að móta stefnuna fyrir okkar íslenska samfélag. Tækifærið er núna og við verðum að nýta það.“ Jóhanna Sigurðardóttir minnti á að í raun hefði þegar náðst mik- ilvægur sigur með því að opnað hefði verið í fyrsta sinn á Íslandi fyrir möguleikann á einum stórum jafnaðarmannaflokki á Íslandi, jafnaðarmannaflokki sem gæti orð- ið kjölfestan í nýrri ríkisstjórn að kosningum loknum. Um það snerist kosningabaráttan nú. Össur Skarphéðinssson sagði drauminn um stóran jafn- aðarmannaflokk vera að verða að veruleika og sá sigur verði ekki af Samfylkingunni tekinn. Nú vanti hins vegar herslumuninn að Sam- fylkingin verði jafnstór Sjálfstæð- isflokknum, 0,7% hafi skilið flokk- ana að í síðustu könnun og þá hafi Samfylkinguna aðeins vantað 0,7% upp á að fella sitjandi ríkisstjórn. Barátta Samfylkingarinnar nú snú- ist um að flokkurinn verði stærri en Sjálfstæðisflokkurinn og að Ingi- björg Sólrún verði næsti forsætis- ráðherra. Fjölsóttur kosningafundur Samfylkingarinnar í Háskólabíói í gærkvöldi Tæki- færið er núna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir talsmaður og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, með mökum sín- um, Hjörleifi Sveinbjörnssyni og Árnýju Sveinbjörnsdóttur, á kosningafundinum í Háskólabíói. Morgunblaðið/Arnaldur FJÖLMENNI var á kosningafundi á Selfossi þar sem fulltrúar framboðanna í Suður- kjördæmi leiddu saman hesta sína og svöruðu spurningum. Það var til marks um bjartsýni frambjóðenda að þeir réttu allir upp hönd þegar þeir voru beðnir að gefa merki um það hvort þeir teldu að þeir næðu kjöri. Allir frambjóðendur svöruðu því til að Íbúðalána- sjóður og Lánasjóður námsmanna ættu ekki að fara inn í bankakerfið er um það var spurt. Spurt var meðal annars um stækkun rétt- argeðdeildarinnar á Sogni og fram kom í svari Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráð- herra og varaformanns Framsóknarflokks- ins, að hann teldi að byggja ætti upp á Sogni og undir það tók Kjartan Ólafsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins. Mikið var rætt um sjávarútvegsmálin á fundinum. Fulltrúar stjórnarflokkanna voru sammála áliti framkvæmdastjóra Vinnslu- stöðvarinnar í Eyjum sem hefur lýst því yfir, að sjávarútvegsfyrirtækin færu beint á haus- inn kæmust stefnumið stjórnarandstöðunnar til framkvæmda. „Þetta er glannalegasta stefna sem ég hef séð,“ sagði Guðni Ágústs- son um stefnu Samfylkingarinnar í sjáv- arútvegsmálum. Björgvin Sigurðsson, fram- bjóðandi Samfylkingar, sagði leið hennar eina möguleikann á réttlæti í greininni og Magnús Þór Hafsteinsson, frambjóðandi Frjálslynda flokksins, og Kolbeinn Óttarsson Proppé, frambjóðandi Vinstrihreyfing- arinnar-græns framboðs, sögðu nauðsynlegt að breyta því kerfi sem fyrir væri til þess að efla sjávarbyggðirnar í landinu. Magnús Þór sagði um 800 manns vera á atvinnuleysisskrá í kjördæminu og að sjávarútvegsmálin væru lykill að lausn í atvinnu- og byggðamálum. Kvótakerfið væri „manngerðar nátt- úruhamfarir“. Þjóðlendumálið valdníðsla Snæbjörn Sigurðsson, frambjóðandi T- lista, sagði að afnema þyrfti verðtryggingu og bæta samgöngukerfið á Suðurlandi og að þjóðlendumálið væri mesta valdníðsla sög- unnar. Einar Birnir, frambjóðandi Nýs afls, tók undir það og sagði stjórnarflokkana í ránsferð gagnvart þinglýstum eignum bænda. Hann sagði siðlaust að ætla þeim lægst launuðu að greiða skatta og að biðlistar í heilbrigðiskerfinu yrðu að hverfa. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sameiginlegur fundur frambjóðenda í Suðurkjördæmi á Hótel Selfossi var vel sóttur. Mikið rætt um sjávarútvegsmál á kosningafundi frambjóðenda í Suðurkjördæmi á Selfossi Kerfið „manngerðar náttúruhamfarir“ „HVER treystir Samfylkingunni fyrir sam- hjálpinni?“ spurði Ögmundur Jónasson, al- þingismaður og fyrsti maður á lista Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík suður í komandi alþingiskosn- ingum, á baráttufundi VG í Íslensku óperunni í gærkvöldi. Hann bað viðstadda um að gleyma skoðanakönnunum og minnti á að það ætti eftir að kjósa. Nær hvert sæti í salnum í Íslensku óp- erunni var setið á baráttufundi VG í gær- kvöldi, en auk Ögmundar fluttu Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður, sem leiðir lista VG í Reykjavík norður, og Þórey Edda El- ísdóttir, sem skipar 2. sætið í suðvest- urkjördæmi, barátturæður. Guðrún Gunn- arsdóttir söng tvö lög við undirleik Valgeirs Skagfjörð og saman tóku þau eitt lag. Anna Kristín Arngrímsdóttir fór með ljóð og Hörð- ur Torfason söng tvö lög auk þess sem efstu menn á listum VG í suðvestur- og Reykjavík- urkjördæmum sungu baráttusöng. Ögmundur sagði í ræðu sinni að allir hinir flokkarnir væru á móti því sem VG vildi en VG væri t.d. á móti því að eyða nátt- úruperlum og á móti stríði. „Vinstri grænir vilja virkja framtak fólksins í landinu til að byggja upp atvinnulífið með sem minnstum afskiptum ríkisins. Þessu eru allir hinir á móti. Þeir eru fulltrúar ríkisreksturs, vina- greiðakerfis og miðstýringar ákvarðana á öllum sviðum.Vinstri grænir vilja hlutleysi í hermálum. Þessu eru allir hinir á móti og geta varla beðið eftir næsta stríði til að sanna tryggð okkar við Bandaríkin. Næst sendum við kannski Landhelgisgæsluna á vettvang með Björn Bjarnason í stafni?“ Í ræðu Ögmundar kom fram að Samfylk- ingin ætlaði að rýra tekjur ríkissjóðs um 15 þúsund milljónir króna á hverju ári. „Við höf- um háð varnarbaráttu við skelfilega heimskulega pólitík ríkisstjórnarinnar og verið ein í stjórnarandstöðunni,“ sagði hann. VG hefði haft áhrif og áhrif væru völd. Það væri lítils virði að komast að í valdastólum ef stefnan væri óskýr og áhrifin í þjóðfélaginu engin. „Þar er Framsóknarflokkurinn besta dæmið og því miður Samfylkingin einnig. Áhersla þessara flokka á völdin ein veldur því að þeirra bíða örlög hentistefnuflokka, sem engu máli skipta í hinni þjóðfélagslegu umræðu.“ Morgunblaðið/Kristinn Nær hvert sæti í salnum niðri í Íslensku óperunni var skipað á baráttufundi VG í gærkvöldi. Baráttufundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Íslensku óperunni „Hver treystir Samfylkingunni?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.