Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 43 nnfæring mín að aðgerðir á tismála eigi fyrst og fremst ð því að skapa kynjunum ri í samfélaginu. Þá er einnig að standa fyrir opinskárri stuðla að aukinni fræðslu og ið skulum jafnframt varast k fyrst og fremst út frá kyn- eldur eigum við að láta sér- kling njóta sannmælis. ðingarorlof beggja ynja var bylting narflokkurinn hefur lagt á í ríkisstjórninni að aðgerðir éttismála beinist að því að num jöfn tækifæri. Eitt mik- fnréttismál síðustu ára er án um fæðingar- og for- em samþykkt var á liðnu Í raun er sú breyting sem ðið með því að feður eiga garorlofi en ekki aðeins ng í jafnréttismálum á Ís- nhugsunin á bak við þessi lög yrgð á uppeldi barnanna okk- víla jafnt á báðum foreldr- unum. Foreldraorlof beggja foreldra á fyrstu átta æviárum barns er sömu ætt- ar. Eyðum launamun kynjanna Mörg verk eru enn óunnin í jafnrétt- ismálum. Þar ber vitaskuld hæst launa- mun kynjanna sem er alvarlegur ljóður á jafnri stöðu karla og kvenna. En launamun kynjanna verður ekki eytt með einni stjórnvaldsaðgerð, hér er um að ræða verkefni samfélagsins alls. Við skulum heldur ekki gleyma því að á síð- ustu árum hefur náðst verulegur árang- ur í þessum efnum. Sá árangur á að vera okkur hvatning til að gera enn bet- ur og búa þannig í haginn fyrir framtíð- arkynslóðir Íslendinga að þeir þekki ekki annað en að bæði kynin fái sömu laun fyrir sömu vinnu og eigi jöfn tæki- færi til starfsframa. Framsóknarflokkurinn er stoltur af árangri sínum í jafnréttismálum, hvort sem litið er til innra starfs flokksins eða starfa okkar í ríkisstjórn. Við byggjum á þeirri hugsjón að setja eigi einstakling- inn og velferð hans í öndvegi. Þessi kjarni stefnu okkar framsóknarmanna hefur reynst okkur farsælt leiðarljós í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Á grundvelli þessarar hugsjónar munum við áfram vinna að þessu mikilvæga rétt- lætismáli. nú hefur orðið á fæðingarorlofi í jafnréttismál- Höfundur er alþingismaður og skipar fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík- urkjördæmi suður. javíkurflugvöll niður, sem lag fyrir ferðaþjónustuna á i. Af þessum sökum spurðu aþjónustu okkur þingmenn t við vildum stytta leiðina til r eins mikið og kostur er. ini, sem var afdráttarlaus í Skrýtið! menn á listum flokkanna svörum í Aksjón á miðviku- nn B. Jónsson bæjarfulltrúi t við vildum vinna að því að rtæki risi við Eyjafjörð. Ég afdráttarlaust játandi. Það egt til þess að treysta at- völlinn. benti ég á, að slíkur vinnu- fnt fyrir konur og karla og aunar í meirihluta í stjórn- m í álverinu við Straumsvík. því, að ekki hefur verið unn- ið nógu vel að undirbúningi stóriðjuvers á Norðurlandi. Aðrir frambjóðendur voru daufir í þessu máli og höfðu allt á hornum sér. Það var helst Valgerður Sverrisdóttir sem tók undir með mér, en sagði samt að hlutirnir myndu ekki gerast hratt. Nú er þetta mikið umhugsunarefni fyrir kjósendur hér á Akureyri og á Norðausturlandi. Frambjóðendur allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins segja, að ekki megi leggja veg stystu leiðina til Reykjavíkur til þess að færa iðnfyr- irtækin nær markaðinum þar og út- flutningsfyrirtækin nær Reykjavík- urhöfn og Keflavíkurflugvelli. Ég talaði um matvælafyrirtækin áðan. Hvað um fyrirtæki eins og Sæplast eða Sand- blástur og málmhúðun? Hverju skyldi hraðbraut sérstaklega hönnuð fyrir þungaflutninga, sem er 81 km styttri í þokkabót, muna fyrir slík fyrirtæki? Og svo staðfestu svörin í Aksjón að það er Sjálfstæðisflokkurinn einn sem vill vinna að því af alefli að fá stóriðju. Það verður ekki betur séð en að framtíð- arsýn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna fyrir Akureyri sé öll í þoku og mistri. ir nýjum leiðum en að framtíð- Samfylkingar reyri sé Höfundur er 1. þingmaður Norðurlands eystra. ÞEGAR Framsóknarflokkurinn tók sæti í ríkisstjórn árið 1995 var mikið atvinnu- leysi í landinu. Mikill ófriður var í sam- félaginu vegna niðurskurðar í heilbrigð- ismálum og menntamálum. Hugmyndir um breytingar á lögum um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna höfðu kallað fram hörð viðbrögð allra námsmannasamtaka í landinu. Kosningarnar 1995 snerust um að endurreisa atvinnulífið og bjarga vel- ferðarkerfinu frá róttækum niðurskurði og skertri þjónustu við almenning. Stöðugleiki Mikið hefur breyst. Í kosningabarátt- unni, sem nú er að ljúka, hafa vinstri flokkarnir í stjórnarandstöðunni haft áhyggjur af tvennu. Í fyrsta lagi að vegna þeirra miklu umsvifa sem fram- undan eru í íslensku atvinnulífi þurfi að gæta aðhalds við stjórn ríkisfjármála og í öðru lagi er það áhyggjuefni stjórn- arandstöðunnar hvernig verja skuli auknum tekjum ríkissjóðs á næsta kjör- tímabili. Það blasir því við að „vandamál“ stjórnmálanna í dag eru auknar tekjur þjóðarbúsins, þensla í atvinnulífinu, hækkun launa og aukin neysla almenn- ings. Bættur hagur Í augum okkar framsóknarmanna eru þetta hins vegar ekki vandamál heldur umfram allt stórkostleg tækifæri til að bæta enn hag fólksins í landinu og fyr- irtækjanna sem veita fólki atvinnu. Við viljum að auknar tekjur ríkissjóði nýtist til þess að lækka skatta á almenning og bæta kjör ákveðinna hópa en einnig til þess að efla íslenska velferðarkerfið. Við viljum lækka tekjuskatt ein- staklinga úr 38,55% í 35,2%. Við viljum koma sérstaklega til móts við þá, sem tekjulágir eru og hagnast minna en aðrir á lækkun tekjuskatts. Við viljum efna samkomulag heilbrigðisráðherra við Ör- yrkjabandalag Íslands og hækka bætur til öryrkja, einkum þeirra sem verða ör- yrkjar ungir að árum. Við viljum greiða 36.500 krónur með hverju barni að 16 ára aldri og 73.000 krónur með börnum und- ir 7 ára, ótekjutengt, í formi barnakorta. Við viljum einnig hækka frítekjumark barnabóta. Við viljum kanna kosti þess að fella niður virðisaukaskatt af barna- fötum. Velferðarstefna Við viljum einnig halda áfram kröft- ugri uppbyggingu í húsnæðismálum, hækka lánshlutfall íbúðasjóðslána í 90% og einnig styrkja leigumarkaðinn.Við viljum skilgreina gleraugu sem hjálp- artæki þegar um börn er að ræða og að ríkið taki þátt í niðurgreiðslu með sama hætti og þegar um heyrnartæki er að ræða. Við viljum að ríkið taki þátt í kostnaði við tannlækningar líkt og aðra heilbrigðisþjónustu. Við leggjum ekki síður áherslu á hitt að gæta hófs og vernda stöðugleikann. Án aðhalds í ríkisfjármálum er hætta á þenslu, sem teflt getur stöðugleika í efnahagslífinu í tvísýnu. Aukist verðbólg- an munu heimilin í landinu og atvinnu- lífið fara á mis við ávinning af auknum umsvifum. Á næsta kjörtímabili bíða fjölmörg erf- ið verkefni. Mótun samfélags lýkur aldr- ei. Það skiptir máli hverjir taka þátt í því starfi. Framsóknarflokkurinn hefur skil- að sínum verkum í höfn á síðastliðnum átta árum. Þau verk eru undirstaða þeirrar vaxandi velmegunar sem ein- kennt hefur íslenskt samfélag síðustu ár. Þau verk eru forsenda þeirrar bjartsýni sem nú ríkir á Íslandi. Þegar kemur að kosningum hljóta kjósendur að horfa til þess hvernig flokkarnir hafa staðið sig. Ef verkin skipta engu, hver er þá hvatinn til að gera betur? Framsóknarflokkurinn þarf stuðning kjósenda til að starfa áfram í ríkisstjórn. Kjósendur ráða þar för. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að það skiptir miklu máli hverjir eru við stjórnvölinn. Teflum ekki í tvísýnu Eftir Björn Inga Hrafnsson „Framsóknarflokkurinn hefur skilað sínum verkum í höfn á síðastliðnum átta árum. Þau verk eru undirstaða þeirrar vaxandi vel- megunar sem einkennt hefur íslenskt sam- félag síðustu ár.“ Höfundur er frambjóðandi Framsóknar- flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. m Unnur lét mér í té. rgarstjóri í Reykjavík, nandi á því tímabili tt, hefur mörg orð um og Samfylkingarinnar eirra sem verst hafa rúa því ættu að hafa ar R. Jóhannesdóttur í ákveða hvernig þeir æðum sínum næsta . Þrátt fyrir ótta um ðingar fyrir sig og fjöl- ði hún eftir að koma þessari grein. Hún að tapa. klu“ 9.419 n átta ddi hún lagsbú- gmaður Sjálfstæðisflokks- g situr í 5. sæti framboðs- eykjavík norður. UMRÆÐUR um sjávarútvegsmál hafa orðið meiri nú í aðdraganda Alþing- iskosninganna en oft áður. Það er þó einn hlutur varðandi bolfiskveiðarnar sem mér finnst mönnum sjást yfir og gleyma, en skiptir þó langmestu máli þegar upp er staðið. Á undanförnum tólf árum hafa stjórnvöld talið sér skylt að fara í einu og öllu að tillögum Hafró um það hversu mikið magn af bolfiski sé leyfilegt að veiða. Þetta hefur haft í för með sér gífurlegan niðurskurð þannig að allan þennan tíma höfum við aðeins verið að veiða milli 40% og 50% af þeim bolfiski sem við veiddum áður. Þetta hefur verið sjávarbyggðunum gríðarlega erfitt og þrengt óskaplega hag allra – bæði fólks og fyrirtækja. Ef við lítum nánar á þorskveiðar okk- ar Vestfirðinga þá eru þær núna u.þ.b. 14% af þeim þorski sem veiddur er á landinu og hafa áratugum saman sveifl- ast þetta í kringum 14–16% af heildar- aflanum. Þannig hefur þetta hlutfall verið bæði meðan sóknin var frjáls og núna í seinni tíð eftir að opinber stjórn- un fiskveiða hófst. Það er magnið sem skiptir máli Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt í lýðfrjálsu landi þótt menn deili um það hvernig fiskveiðistjórnunin er fram- kvæmd. Og trúlega verða menn seint á eitt sáttir um hvaða leið sé best að fara. En þegar öllu er á botninn hvolft er það magnið sem leyfilegt er að veiða sem skiptir langmestu máli. Það skiptir að sjálfsögðu öllu máli hvort 14% af þorskaflanum eru af 175 þúsund tonn- um bolfisks eins og nú – eða af t.d. 350 þúsund tonnum. Hið sama gildir um þorskveiðar annars staðar við strendur Íslands. Ég hef lengi efast um fiskveiðiráðgjöf Hafró. Það þjónar kannski engum til- gangi að deila við slíka einokunar- stofnun. En ég er alveg sannfærður um að það er lífsnauðsynlegt að breyta fyr- irkomulagi þessara rannsókna. Við megum ekki gleyma að drifkrafturinn í hinum miklu framförum í náttúruvís- indum sem átt hafa sér stað í hinum vestræna heimi á síðustu árhundruðum er hin vísindalega rökræða. Ekkert er því eins mikilvægt fyrir sjávarbyggð- irnar og að koma hafrannsóknum okkar inn í líffræðistofnanir háskólanna (og þá að minnsta kosti til tveggja háskóla, t.d. Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri) og tryggja með öllum ráðum að aðgangur að vísindagögunum sé öll- um frjáls. Frumkvæði Árna Mathiesen Í tillögum Árna Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra um líffræðilega stjórnun fiskveiðanna, sem hann setti fram á nýliðnum vetri, kemur fram skynsamlegasta hugsunin sem komið hefur frá nokkrum íslenskum sjáv- arútvegsráðherra í langan tíma. Mér finnst það því mikið fagnaðarefni hversu heilshugar landsfundur Sjálf- stæðisflokksins núna í vor tók undir til- lögur hans. Það hlýtur að varða miklu hvernig við veiðum, hvar við veiðum og hvenær við veiðum. Aðeins frjálsar rannsóknir á náttúrunni – á hafinu í kringum Ísland – geta leitt okkur úr þeim mikla vanda sem íslenskur sjávar- útvegur og sjávarbyggðir landsins eru í. Við verðum að trúa því – og eigum að trúa því – að Íslandsmið geti gefið af sér meiri veiðar bolfisks en nú er leyft. Ekkert annað getur tryggt á var- anlegan hátt framtíð sjávarbyggða landsins. Vandamál fiskveiða og sjávarbyggða Eftir Einar Odd Kristjánsson „Ég hef lengi efast um fiskveiðiráðgjöf Hafró. Það þjónar kannski engum tilgangi að deila við slíka einokunarstofnun. En ég er alveg sannfærður um að það er lífsnauðsynlegt að breyta fyrirkomulagi þessara rannsókna. “ Höfundur er alþingismaður. KOSNINGABARÁTTA stjórnarflokk- anna hefur öðru fremur einkennst af linnulitlum hræðsluáróðri um að hrika- leg kollsteypa bíði okkar allra ef rík- isstjórnin verður felld í alþingiskosning- unum á laugardaginn. Það hefur veitt mér nýja innsýn í gangverk Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins að fylgjast með því á umliðnum vikum hvernig þeir hafa kosið að heyja kosningabaráttu sem byggist ekki á því að þeir verði dæmdir af verkum sínum og verðleikum, heldur á gegndarlausum yfirboðum ellegar árás- um á andstæðinga sína í stjórnmálum. Flokkar án fortíðar? Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn hafa setið saman í rík- isstjórn í átta ár. Báðir þessir flokkar hafa setið í ríkisstjórnum áratugum sam- an síðan að Ísland varð sjálfstætt ríki. Þeir hafa með öðrum orðum haft mý- mörg tækifæri til þess að hrinda góðum málum í framkvæmd. Sum tækifærin hafa þeir vissulega notað en alltof mörg- um hafa þeir glutrað niður og því ekki nema von að kjósendur spyrji hvað valdi því að ýmis þjóðþrifamál hafi verið látin bíða í heil tvö kjörtímabil en séu svo dregin fram í dagsljósið nokkrum vikum fyrir kosningar. Stjórnarflokkarnir hafa haft átta ár til þess að sýna sig og sanna. Hræðsluáróður og heimsendaspár munu ekki ná að breiða yfir lítinn árangur þessara tveggja flokka við að tryggja jöfnuð, réttlæti og velferð í samfélaginu og sanngirni í stjórnarháttum hér á landi. Við kjósendum blasir sú staðreynd að með stuðningi við Samfylkinguna gefst kostur á grundvallarbreytingum til hins betra á Íslandi. Í fyrsta skipti í rúm 70 ár er það raunhæfur kostur að annar flokk- ur en Sjálfstæðisflokkurinn nái stuðningi 30% kjósenda í alþingiskosningum. Í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins eiga kjós- endur þess kost að fela breiðfylkingu jafnaðar- og félagshyggjufólks að vera kjölfestan í nýrri ríkisstjórn. Í fyrsta skipti í sögunni getum við Íslendingar gert konu að forsætisráðherra þjóð- arinnar. Stuðningur við Samfylkinguna er stuðningur við framþróun, jöfnuð og raunverulegt einstaklingsfrelsi. Hann er stuðningur við breytt gildismat í sam- félaginu sem lýsir sér m.a. í því að stjórn- málamenn lýsi sig til þjónustu reiðubúna við þjóðina, að meðferð valds einkennist af virðingu og framsýni, að leikreglur samfélagsins séu skýrar og tryggi jafn- ræði og jafnrétti borgaranna. Samfylkingin ein getur tryggt nauð- synlegar breytingar í átt til aukins jafn- aðar og réttlætis hér á landi. En til þess að svo megi verða þarf Samfylkingin á stuðningi þínum að halda í alþingiskosn- ingunum. Ég hvet þig, kjósandi góður, til þess að stíga skrefið fram á við með Sam- fylkingunni á laugardaginn. Tökum höndum saman og gerum 10. maí 2003 að tákni um þáttaskil til hins betra í íslensk- um stjórnmálum. Stígðu skrefið fram á við Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur „Samfylkingin ein getur tryggt nauðsynlegar breytingar.“ Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.