Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 49 UMRÆÐAN um byggingu tónlistarhúss hér í höfuðborginni hefur verið með líflegasta móti undanfarið. Hafa þar farið fremstir í flokki formenn STEFs og SAMTÓNS og hafa þeir reynt að hrista upp í taugaveikluðum stjórnmálamönnum sem einmitt eru um þessar mundir að leita sér að nýjum baráttumálum sem gætu aflað þeim nokkurra atkvæða fyrir komandi kosningar. Hafa þeir réttilega bent á að flestum ef ekki öllum framboðum láðist að setja þetta mál í stefnuskrá sína, enda var það skilningur flestra að málið væri þegar í höfn. En maður ætti aldrei að hrapa að ályktunum þegar málið snýr að stjórnmálamönn- um. Það var nú samt ekki tónlistarhúsið margumrædda sem varð þess valdandi að ég vildi leyfa rödd minni að heyrast. Reyndar langaði mig að tala um annarskonar tónlistarhús, nefnilega tónlistarhús fyrir gras- rótina. Það hefur verið minn skilningur að tónlistarhúsið við Reykjavík- urhöfn ætti að verða svona meira fyrir hinar „æðri listir“, þ.e.a.s. óperuna, sinfóníuna og þess háttar. Eða þá fyrir útlenskar stórstjörnur þegar þær heiðra okkur með konunglegri návist sinni. Ég átti allavegana erfitt með að sjá fyrir mér næstu Músíktilraunir í þessu húsi, eða að yngri og óreynd- ari tónlistarmenn ættu þess kost að troða þar upp og láta reyna á hæfileika sína fyrir framan áheyrendur. Var mér þá hugsað til merkilegs einka- framtaks sem hefur verið að fæðast hér í Reykjavík. Nýlega var nefnilega sett á laggirnar Tónlistarþróunarmiðstöð (TÞM) úti á Granda. Þar er að- staða fyrir hátt í 30 hljómsveitir og tónlistarhópa í 900 m2 af fyrirtaks æf- ingaaðstöðu. Þar er hlúð að grasrótinni, þeim listamönnum sem eru hvað líklegastir til að auka hróður Íslands enn frekar um gjörvallan heim. Það virðist ekki svo ýkja langt síðan Björk Guðmundsdóttir söng með Tappa Tíkarrassi og þróaði svo sína tónlist áfram þar til að hún hafði afrekað það að verða frægasti Íslendingur fyrr og síðar. Frægari en Leifur Eiríksson; frægari en Halldór Laxness; frægari en Vigdís Finnbogadóttir. Það er eng- in leið að mæla þau áhrif sem Björk hefur haft á íslenskan efnahag. En áhrif hennar á íslenskt menningarlíf eru mjög svo áþreifanleg og ánægju- leg. En hvað gerðist á þeim tíma sem Björk var í Tappa Tíkarrassi og þangað til að hún sló svo rækilega í gegn? Hún vann að því að þróa tónlist sína. Líkt og fjöldinn allur af metnaðarfullu tónlistarfólki gerir hér á hverjum degi, og með ótrúlegum árangri. Margir hafa gert það gott á erlendum vett- vangi, aðrir hafa leyft fólki hér heima að njóta með blómlegu tónleikahaldi og útgáfu. Vissir þú að hér er meira selt af íslenskri tónlist en erlendri? Áttar þú þig á gæðum íslenskrar tónlistar? Í síðustu viku hitti ég að máli tvo menn frá belgísku útvarpsstöðinni Radio 1 og voru þeir að gera þátt um íslenska tónlist. Þeir kröfðu mig svara um hvers vegna svo margir stunduðu tónlist hér; hvers vegna gæði íslenskrar tónlistar væru svo mikil; hvað ylli þessu? Ég slengdi á þá margtugginni lummu um það að Íslend- ingar væru frjóir, sköpunargáfan væri svo rík í okkur. Þeir spurðu til baka hvort stjórnvöld væru þá ekki dugleg að styðja við bakið á listum, hvort tónlistarfólk mætti skilningi þegar kæmi að niðurgreiðslu til að vinna að list sinni með sóma. Ég neyddist til að svara að svo væri ekki. Ekkert væri hlúð að grasrótinni, ekkert. Þrátt fyrir að 60 bönd mæti til leiks á Músíktil- raunir Tónabæjar hefur enginn hugmynd um hvar þetta góða fólk skapar sína list. Verður hún til af sjálfu sér, svo til fyrirhafnarlaust? Nei, svo er nú ekki. En hingað til hafa stjórnvöld ekki látið til sín taka til að skapa þessum afar stóra hópi aðstöðu, hvað þá einhverja fyrirgreiðslu. Stofnaðar hafa verið nefndir, ritaðar skýrslur, en enginn árangur. Stofnaður hefur verið útflutningssjóður, en ekkert gert til að tryggja gæði afurðarinnar. En tón- listarmenn rísa nú upp, enda langþreyttir á skilningsleysi stjórnvalda. Mér leiðist að gera list að pólitísku málefni, en nú er mér nóg boðið. Ég skora á framboð til komandi alþingiskosninga að gera þetta að baráttumáli sínu. Ég hef allavegana eitt atkvæði á lausu sem mun renna eitt og óskipt til hvers þess sem lætur sig málið varða. Tónlistarhús gagnvart Tónlistarþróunarmiðstöð Eftir Gylfa Blöndal Höfundur er tónlistarmaður. Á SÍÐASTA vetrardag var um- hverfisráðherra aðþrengd í Sjón- varpinu vegna Kárahnjúkavirkjunar og fann sér þá helsta stoð, að yf- irgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar vildi þessa fram- kvæmd. Í síðustu Gallupkönnun, sem gerð var í júlí 2002, var þó aðeins helmingur aðspurðra fylgjandi, þrátt fyrir milljónatuga- áróður Landsvirkjunar, þrátt fyrir stuðning fjögurra af fimm stjórn- málaflokkum og allra þeirra sem hyggjast græða á þessum fram- kvæmdum. Sama kvöld sagði formaður Framsóknarflokksins í Kastljósi að ekki væri mikil fórn að sökkva land- inu við Kárahnjúka miðað við þann atvinnulega ávinning sem af því hlytist fyrir bágstadda Austfirð- inga. Samtímis er okkur sagt af Byggðastofnun og Landsvirkjun að þessar framkvæmdir muni aðeins tímabundið ná að hægja ögn á fólksflóttanum frá Austfjörðum. Á sínum tíma átti ég þess kost ásamt góðum ferðafélögum að kynnast Austfjarðahálendinu tölu- vert. Við fórum m.a. um Kreppu- tungur og Kverkfjöll, gengum á Snæfell og þaðan um Eyjabakka til Lónsöræfa í hásumardýrð eins og hún getur dásamlegust orðið á þessum slóðum. Á þeim árum réðu náttúruunnendur og útivistarmenn á borð við Eystein Jónsson, og síðar Steingrím Hermannsson, ferðinni í Framsóknarflokknum og ekki mun nokkurn okkar ferðafélaga hafa ór- að fyrir því að til valda þar kæmist fólk sem ekki vílaði fyrir sér að reka rýting í hjarta landsins okkar. Nú er það svo að á Austfjörðum hefur ekki verið meira atvinnuleysi en gengur og gerist og þurft hefur verulegt erlent vinnuafl til að manna fiskvinnsluna. Austfirðingar hafa haft bróðurpartinn af loðnunni, síldinni, kolmunna og humri. Þar eru rekin fyrirtæki á borð við Síld- arvinnsluna, sem ræður m.a. 25.000 þorskígildistonnum, og Eskju sem átti 1.000 milljónir í afgang eftir síð- ast ár. Á Héraði er Skógrækt rík- isins með öll sín umsvif. Að hrein- dýrum, arði þeirra og umsýslu sitja Austfirðingar einir og atvinna í ferðaþjónustu eru hvergi meiri á landsbyggðinni, samanber Skafta- fell, Hallormsstaðarskóg og Smyril. Þeir hafa meira að segja haft slát- urhús sín að mestu í friði til þessa. Allt þetta er mjög ánægjulegt og ég er viss um að við íbúar á Norð- vesturhorninu þættumst ekki á flæðiskeri stödd í sporum Austfirð- inga. En virkjunarsinnum þar nægja ekki þessar auðvirðilegu mat- arholur og hafa nú, undir forystu Framsóknarflokksins, dregið lands- menn út í fjárhættuspil upp á 165 milljarða, sem hefur fortakslaust í för með sér óheyrilega og óbæt- anlega skerðingu á sameign þjóð- arinnar. Það hefur á undanförnum árum verið dapurlegt að fylgjast með að- ferðum og frekjulegum málflutningi virkjunarsinna eystra. Frægt var þegar þeir yfirtóku Náttúruverndarsamtök Austur- lands, töldu Ómar Ragnarsson óal- andi og óferjandi vegna mynda hans af dásemdum hálendisins og upp á síðkastið hefur ekki linnt skít- kasti í fólk í 101 Reykjavík fyrir að vera ónytjungar og kaffihúsalýður sem væri að mótmæla því á Aust- urvelli, sem því kæmi ekkert við. Halldór Laxness spurði á sínum tíma „hvort einhverjir hafi fríbréf uppá að mega darka á landinu eins og naut í flagi“. Listamenn hvers konar og menn- ingarfrömuðir eru samviska hverrar þjóðar. Það ættu jafnvel Austfirðingar að vita. Og fyrir mér er það fólkið á Austurvelli sem hefur mótmælt Kárahnjúkavirkjun eða lagt þess málstað lið, einstaklingar á borð við Björk, Elísabetu og Illuga Jökuls- börn, Guðmund Pál Ólafsson, Ómar Ragnarsson, Andra Snæ, Maríu Ell- ingssen, Jóhann G. Jóhannsson, Arnar Jónsson og Vigdísi Finn- bogadóttur, sem gefur mér þá sýn, að þetta stjórnarfarslega banana- lýðveldi eigi sér – þrátt fyrir allt, viðreisnar von. Það má svo velta fyrir sér hvort hin fróma ósk Jóhannesar úr Kötl- um í Dölum vestur, „Ó að það væri nú ennþá skott aftan á rassi vor- um,“ hafi nú ekki ræst austur á fjörðum. Á kjördag er það svo forgangs- verkefni sérhvers þess sem ann óspilltri íslenskri náttúru að Fram- sóknarflokkurinn hljóti makleg málagöld. Kárahnjúka- virkjun – rýtings- stunga í hjarta landsins Eftir Indriða Aðalsteinsson Höfundur er bóndi á Skjaldfönn við Djúp. FLESTUM er í fersku minni að Reykjavíkurlistinn ætlaði að skera niður félagsstarf aldraðra og leggja það al- gjörlega niður í fimm þjónustu- miðstöðvum. Ekk- ert samráð var haft við forstöðumenn og starfsmenn. Þá var heldur ekkert rætt við fólkið sem býr þar en þjónustuselið var stór hvati að kaupum þess á íbúðunum og marg- ir þar sem alls ekki geta farið ann- að til að nýta sér þá starfsemi sem hér um ræðir. Þau undur og stórmerki gerðust að það tókst að sannfæra R-listann um mikilvægi félagsstarfsins og hætt var við fyrirhugaðar lokanir. Sá var að minnsta kosti skilningur hinna pólitískt kjörnu fulltrúa í fé- lagsmálaráði og í borgarstjórn. Þess vegna kemur það þessum sömu fulltrúum í opna skjöldu að niðurskurðurinn er á fullu og þeg- ar búið að segja upp starfsfólki sem sinnt hefur félagsstarfi aldr- aðra. Hundruð eldri borgara í Reykja- vík tengjast félagsstarfinu og þeir hafa miklar áhyggjur. Gjörningur R-listans í þessu máli er gott dæmi um það á hvern hátt flokkarnir sem að honum standa meðhöndla málefni eldri borgara. Áhuga- og aðgerðarleysi þeirra í að fjölga hjúkrunarrýmum, vistheimilum og leiguíbúðum fyrir eldri borgara ber þess einnig vitni, að ég tali ekki um að þeir hafa algjörlega hafnað tillögu okkar borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um stórlækkun fasteignagjalda á eldri borgara. Þetta mál sýnir einnig hvað stjórnsýslan í R-listasamkrullinu er ómarkviss. Borgarfulltrúar R- listans segja eitt en embættismenn annað og framkvæma það. Er furða þótt ég spyrji hverjir stjórna borginni, embættismenn eða kjörn- ir fulltrúar? Eitt er ljóst að ábyrgðin er þeirra sem kjörnir voru til valda í Reykjavíkurborg, þ.e.a.s. Reykjavíkurlistans. Hann getur ekki firrt sig ábyrgð. Enn verða aldraðir fyrir barðinu á R- listanum. Enn vegur R-list- inn að öldruðum Eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði. MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um fiskveiðistjórnunarkerfið í að- draganda kosninga. Þar sýnist sitt hverjum og skír- skota sumir til rétt- lætis og krefjast breytinga. Í kring- um 1990 var íslenskt efnahagslíf í úlfa- kreppu, okurvextir voru að gera útaf við fyrirtækin í landinu og útlitið ekki bjart. Til að mögulegt væri að lækka vexti varð að minnka útlána- töp bankanna, m.ö.o. gera þá ein- földu kröfu að lántakendur greiddu lánin sín til baka. Að öllu óbreyttu var ekki hægt þá að gera þessa kröfu til sjávarútvegsfyrirtækjanna margra hverra. Samdráttur í veið- um hafði orðið til þess að of lítið var fyrir hvern og einn. Þá var útgerð ekki freistandi atvinnuvegur. Lausnin á þeim tíma var að gera aflaheimildir framseljanlegar svo fyrirtækin gætu stækkað. Þegar frumvarp er að þessu laut fór í gegnum þingið var andstaðan ekki mikil. Breytingarnar sem fylgdu í kjölfarið orsökuðu sársaukafullar tilfærslur á aflaheimildum milli byggðarlaga. Önnur breyting í starfsumhverfi sjávarútvegsins hef- ur þó jafnvel haft enn meiri áhrif á atvinnutækifæri smærri staðanna en kvótakerfið. Það er tilkoma fisk- markaða. Þó ferlinu yrði snúið við og kvótinn færður til síns heima aft- ur er líklegt að eina starfið, sem skapast mundi í landi, væri lyft- aramaðurinn sem kæmi aflanum í flutningabíl. Á þeim tuttugu árum sem liðin eru síðan kvótinn var settur á hefur margt breyst. Samgöngur hafa stórbatnað svo ekki þykir tiltöku- mál að stunda vinnu í næsta byggð- arlagi, sem var nánast ógjörningur hér á árum áður. Meira er um vert að breytingin á rekstrarumhverfi sjávarútvegsins er það sem bæði vaxtastigið og frelsi í gjaldeyr- isviðskiptum byggjast á. Tilfærslur í búsetu nú síðustu ár virðast ekk- ert hafa með staðsetningu kvótans að gera. Á Austurlandi hefur fólks- fækkun orðið mest á Neskaupstað þar sem staðsett er eitt af stóru sjávarútvegsfyrirtækjunum og fjölgun mest á Egilsstöðum, jafnvel áður en Kárahnjúkavirkjun var nefnd á nafn. Fjölbreytni í atvinnu- lífi er farin að spila sterkt inn í þeg- ar fólk setur sig niður til fram- búðar. En aftur að réttlætinu. Nú eru uppi háværar raddir um að fisk- veiðistjórnunarkerfið sé kerfi órétt- lætis og því beri að kollvarpa. „Auð- lindin hefur verið færð á fárra manna hendur sem fénýta hana til þess að geta flatmagað á vindsæng í heitari löndum“! heyrist gjarnan hrópað. Málið er ekki svona einfalt. Efling fyrirtækjanna gerir það að verkum að þau eru betur í stakk búin að takast á við það frumskóg- arlögmál sem gildir þegar alþjóða viðskiptaumhverfið er annars veg- ar. Það er ekki sjálfgefið þegar gjaldeyris er aflað, að hátt verð sé greitt fyrir íslenskan fisk. Þar verða menn að halda vöku sinni til að verða ekki undir og í baráttunni við breyttar neysluvenjur eru allar sveiflur mjög erfiðar. Fisk- veiðistjórnunarkerfið vinnur best með þeim sem eru starfandi í grein- inni, ekki þeim sem seldu sig út og leyfðu sér að fara í sólarlandaferð fyrir aurinn. Í röðum Frjálslyndra, sem boða nauðsyn þess að kollvarpa þessu kerfi, hefur sést bregða fyrir aðilum sem seldu sig út úr greininni og krefjast nú í ljósi réttlætis að spilin séu gefin að nýju. Er líklegt að þessir aðilar staldri lengur við í greininni núna, en þeir gerðu áður en þeir seldu í fyrra sinnið? Er það réttlæti að refsa þeim sem styrktu stöðu sína með því að kaupa afla- heimildir, þegar nauðsynlegt var að einn stækkaði og annar hyrfi út úr greininni? Á að refsa þeim byggð- arlögum sem nú byggjast í skjóli þeirra fyrirtækja sem sjá um að ávaxta auðlindina í dag? Er freist- andi fyrir fólk á landsbyggðinni að eiga von á því að engum afla verði landað við þeirra bryggjur í nokkur ár, ef þau verða undir í kvótaútboði Samfylkingarinnar? Er réttlætinu fullnægt með því að rífa niður þá atvinnustarfsemi sem lífeyrissjóð- irnir hafa fjárfest í? Þetta eru spurningar sem vert er að íhuga áð- ur en til kosninga er gengið. Réttlæti Eftir Snorra Aðalsteinsson Höfundur er trillukarl. ÞAÐ er lærdómsríkt að fylgj- ast með því hvernig handhafar sameiginlegrar auðlindar þjóð- arinnar, fisksins í sjónum við landið, hafa beitt sér í kosningabarátt- unni fyrir komandi alþingiskosningar. Mér er nær að halda að hér sé einsdæmi á ferðinni í sögu kosn- inga til löggjafarþings landsins, a.m.k. þarf að leita til fyrri hluta síðustu aldar til að finna eitthvað svipað. En hver er skýringin? Ég vil leyfa mér að setja hér fram þá tilgátu að aðstaða og grund- völlur þeirrar stöðu sem þessir aðilar eru í skýri framgöngu þeirra. Valdakerfi landeigendaaðalsins í Evrópu á sínum tíma byggðist á sömu grundvallaraðstæðum og valdakerfi þeirra sem hér uppi á Íslandi hafa á síðustu árum feng- ið afhenta meginauðlind þjóð- arinnar endurgjaldslaust. Rétt- lætingar og rök þeirra fyrir að halda þessum forréttindum eru líka þau sömu. Það er þjóðfélag- inu öllu og þar með okkur hinum sem ekki erum handhafar for- réttindanna, fyrir bestu að við- halda kerfinu. Þeir sem með for- réttindin fara geri það svo vel í þágu samfélagsins alls að allar breytingar kalli aðeins yfir það hörmungar og glötun. Þeir sem leyfa sér að koma fram með hugmyndir og tillögur til breytinga á kerfinu eru niður- rifsmenn, óvinir samfélagsins, sósíalistar og ýmislegt annað ljótt sem varðhundum forréttind- anna dettur í hug. Þetta voru allt einkunnir sem talsmönnum al- mennra mannréttinda og þess að almenningur fengi eðlilegan að- gang að náttúruauðlindum síns tíma – landinu sjálfu – voru gefn- ar. Já, það er merkilegt hvernig sagan endurtekur sig. Ef við setjum til hliðar hita og þunga hinnar daglegu þjóðfélags- umræðu þá tel ég það verðugt rannsóknarverkefni fræðimanna á sviði þjóðfélagsvísinda að skoða og greina þessar átakalínur og birtingarform þeirra í því ljósi sem ég hef hér sett fram. En í hita og þunga þeirra kosninga sem fram undan eru verður maður bara að vona að ís- lenskur almenningur skilji sam- hengi hlutanna og láti ekki hræða sig til hlýðni og þjónkunar við vald forréttindahópsins. Hvernig stæði efnahagslíf og lýð- réttindi í okkar heimshluta ef landeigendaaðall fyrri tíma hefði haldið forréttindum sínum? Lundarfar lénsherranna Eftir Reinhard Reynisson Höfundur er bæjarstjóri á Húsavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.